Tíminn - 24.01.1951, Side 6

Tíminn - 24.01.1951, Side 6
 TIMINN, miðvikudag'inn 24. janúar 1951. 19. blað. Bastions-fólkið Stórfengleg amerísk mynd, Sýnd kl. 7 og 9. €ha|tiiia serían Sýnd kl. 5 . & 1 ? § r : TRSPGU-BIO ALASRA Spennandi og viðburðarrík : mynd byggð á samnefndri I skáldsögu eftir Jack London. | Aðalhlutverk: Kent Taylor, Margaret Lindsay. _____Bönnuð börnum.___I I ræningjahöndum ] Sýnd kl. 5 qimiumtiniiH imioiliiiinnann1 NÝJA BÍÓ Maskerade Ein af hinum þýzku afburða myndum, gerð af snillingn- um Willy Fdrst. Aðalhlutverk: Paula Wesseley Adolf Wohlbruck Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ambátt Araba- höfðingjans Hin skemmtilega œfintýra- | mynd með: Yvonne De Carlo Sýnd kl. 3. | Sala hefst kl. 11 f.h. BÆJARBÍÓ hafnarfirði Sími 1182. María Magdalena Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. Fjórir kátir karlar Aðalhlutverk: Ake Söderblom Sýnd kl. 7. Sími 9184. JrnuAru*£J<>éUiAn£il elu &ejtaA! | Bergur Jónsson Málaílutnin gsskríf stof a Laugaveg 65. Sirnl 5333. § Helma: Vltastlg 14. Askriftarsíroi % X f M I ]\T IV 2323 Gerlzt áskrifendnr. Austurbæjarbíó Sægainiftnrinn Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9 TJARNARBIÓ Eva Áhrifamikil ný sœnsk mynd Aðalhlutverk: Birger Malmsten og Eva Stiberg Sýnd kl. 5 og 7. . Bönnuð innan 16 ára. GAMLA BÍÓ „B A N J O" Ný amerísk kvikmynd með: Sharyn Moffett (10 ára) Jacauline White. Sýnd kl. 5, 7 og 9. flHMlllltlltMi.MlaÍlltltiUtllIllltií-JimtllcJVCiOtMMMB I HAFNARBÍÓ „Blanche Sury“ Efnismikil og. áhrifarík lit- mynd. Myndifi er byggð á samnefndri sögu eftir Joseph Shearing. Aðalhlutverk: Stewart Granger, Valerie Hobson. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Snabbi Hin sprenghlægilega franska grínmynd. Sýnd kl. 5. MIMÐ: Auglýsingasími TfxMAAS er 81300 | Cr-ar —r.— I Raflagnlr — Viðgerðlr Raftækjaverzlunln LJÓS & HITI h. f. | Laugaveg 79. — Síml 5184 ! I ELDURINN( | gerlr ekki boð á undan sér. | 1 Þeir, sem eru hyfignir, \ tryggja strax hjá ] Samvinnutryggingum | i“....... FASTEIGNA SÖLll MIÐSTÖÐIIN Lækjargötu 10 B SÍMI 6530 Erlent yfirlit (Framhalð a) 5. slOu.) sem hér hafa sigrað, er Eva Curie. Eva Curie. Eva Curie er 46 ára gömul. Gáfur hennar voru allt annars eðlis í uppvextinum. Hún hafði hljómlistargáfu, hún var mælsk og orðin urðu að ljóðum á vör um hennar, en það var eins og hún finndi ekki viðfangsefni sitt. Þessi litla, dökkeyga stúlka var því framan ai stulk an með huldu gáfurnar. Hún varð heimsfræg þegar ævisögubók sú, sem hún gerði um móður sína, kom út árið 1937. Hún þótti strax í röð hinna merkustu ævisagna. Bók- in kom út á 24 tungtim og víða í mjög stórum upplögum. Hún gerði Evu auðuga og óháða og vann henni margháttaðar sæmdir, — meðal annars sæti í heiðursfylkingunni frönsku. Litlu seinna hófst styrjöld- in. Evu heppnaðist að komast frá París eftir hernámið til London. Þar varð hún náinn samstarfsmaður de Gaulles og einhver fremsti talsmaður hins frjálsa Frakklands. Hún skrifaði blaðagreinar og ritgerðir, sem birtust í milljónaupplögum í Englandi og Ameríku og fáir höfðu fleiri lesendur en hún. Eftir frelsun Frakklands hélt hún heim, brennandi í and- anum og áköf til þátttöku í þjóðfélagsbaráttunni til að byggja upp í stað þess, sem hrundi 1940. Hún var fríð og andrík, fjör- mikil og starfsöm, en hafði eng an tíma fyrir rómantík. Hún sökkti sér niður í stjórnmál og blaðamennsku. Hún kom með dollarana, sem hún hafði unnið sér inn sjálf, einmitt þegar töframáttur doll arans var mestur og hún reyndi að ná áhrifum á blaðinu Paris- Presse, en það var eitthvert'Út- breiddasta götusölublað í París. Þannig ætlaði hún að ávarpa fólkið og svara götusölublaði kommúnista Ce Soir. — Sá, sem vill sigra í stjórn- málabaráttu, sagði hún, má ekki vera of gikkslegur, og reyndi að vekja sterka franska þjóðernis kennd með greinum, sem raðað var á milli æsifrétta um glæpi og kvennafar, milli teikni- myndareyfara og fréttamynda. Ef til vill var blaðið ekki alveg í anda de Gaulles, en það hafði þó ríka samúð með málstað hans. Engar persónulegar sakir. Þær systurnar, Eva og Irene, voru því hvor í sínum fylkingar jaðri í átökunum í Frakklandi. Það þarf ekki að leita eftir neinni persónulegri óvild milli systranna, engum fjölskyldu- deilum eða slíku, sem undir- stöðu þessarar baráttu. Barátt- ( an 'og atvikin réðu því, að eng- , in fjölskyldusjónarmið komust að á hvorugan veg. Það er allt. Systurnar gengu hvor sína leið, — grímulaust. Irene Curie áleit, ^ið friður og frelsi yrði ekki veruleiki nema fyrir kommúnisma Stal- íns. Eva Curie var jafn sann- færð um það, að ítök komm- únista í kjarnorkurannsóknum Frakklands kynnu að leiða til þess, að varnir landsins brystu þegar mest lægi við og það gæti orðið vestrænni menningu að falli, og þess vegna varð hún að krefjast þess, — Frakk- lands vegna, að systur sinni væri vikið til hliðar. Á þessu stigi er það Eva Curie sem hefir sigrað. Tæpast mun henni finnast það sigur yfir mági og systur, heldur aðeins málefnalegur ávinningur. En baráttan í Frakklandi heldur áfram, og hún sárnar enn af vígbúnaði, Atlanzhafs- bandalagi, heimsókn Eisenhow ers og nánara samstarfi við erfðaféndurna í Þýzkalandi. Hjónin Joliot Curie hafa verið látin fara úr kjarnorkurann- sóknarnefndinni. En það er ekki hægt að láta þau fara úr Frakklandi. Sagan heldur á- fram og ef til vill fréttist af þeim síðar. Tjaldið lyftist aftur innan skamms og þá sjáum við næsta þátt örlagaleiksins. Cjina ^ J\anó : SKIPS- LÆKNIRINN 14 hvað hann var að gera. Ég má ekki álasa henni. Ég minni hana bara á fyrri daga, samverustundir okkar og framtíð- arfyrirætlanir. Ég minni hana á nóttina í Flórens — hún getur ekki verið búin að gleyma þeirri stundu Það var barið að dyrum. Hann opnaði. — Ég átti að biðja lækninn að koma í klefa 19 á B-þilj- um, sagði sendimaður. — Ég kem undir eins, svaraði læknirinn. Hann flýtti sér af stað. — Það er klefi 19 á B-þiljum, sagði hann við drenginn í lyftunni. Lyftudrengurinn þrýsti á rafmagnshnappinn, brosti gáfu- lega og sagði með ákefð í röddinni: — Klefi 19. Þar er Stefanson. — Hver er Stefanson? spurði Tómas, er mundi óljóst, hvað Hermann hafði sagt hönum um þann mann. Það vissi lyftudrengurinn ekki. En það hlaut að vera mikill maður, því að hann hafði tekið sex herbergi handa sér og föruneyti sínu. Og hann hafði aðeins viljað dýrustu klefana — alla miðskips á B-þiljum. Burtlett, stjórnmála- maðurinn frægi, bjó í einum klefa. Með honum var ekki svo mikið sem einn þjónn. — Come in, var sagt önuglega, er læknirinn baröi að dyrum. Klefinn, sem hann kom inn í, var líkastur íburðarmiklu gistihúsherbergi af fullkomnasta tagi. Veggirnir voru tjald- aðir rauðu klæði, þykk teppi á gólfi, stórir speglar, Ijósa- króna úr krystal, gylltir listar. En þessu herbergi hafði verið breytt í bráðabirgðaskrifstofu. Blágrár tóbaksreykur sveif um það, ritvélin glamraði linnulaust. Við og við heyrð- ist drafandi rödd manns, sem las fyrir — stuttum og gild- um náunga, er spígsporaði reykjandi um gólfið. Þessi maður leit við, og tók vindilinn út úr sér, er Tómas kom inn. Þaö urraði í honum — tvímælalaust spurning. En Tómas gat alls ekki skilð, hvað hann spurði um. — Ég er skipslæknirinn, sagði hann. Þér hafði sent boö eftir mér. Maðurinn benti á hliðardyr. — Herra Stefanson kemur innan stundar. Gerið svo vel að fá yður sæti. Hann var byrjaður að lesa fyrir, áður en Tómas hafði tíma til þess að þekkjast boð hans. Manneskjan, sem hamraði á ritvélina, var hér um bil hnöttótt. Andlitið minnti á fölt tungl í fyllingu, og hárið var enn litdaufara. Þótt hún væri nokkuð farin að reskj- ast, hún var í skærgulri peysu, með gilda festi úr eldrauð- um kóröllum um hálsinn og rauða kóral-eyrnahringi. Gild- ir fingur hennar voru sífellt á fleygiferð, og á þeim glitr- uðu og sindruðu ótal hringir, settir steinum. Hvers vegna segir enginn henni, hvað hún er afskræmileg með þetta allt? hugsaði Tómas. En kannske átti þessi roskni dugnað- arforkur engan að, er færöi slíkt í tal. Nú var hliðarhurðinni hrundið upp, og tveir karlmenn komu í dyrnar. Annar var Burtlett, stjórnmálamaðurinn bandaríski, og hinn, sem sennilega var Stefanson, fylgdi honum kurteislega til dyra. Burtlett nam staðar hjá kon- unni við ritvélina og spurði fárra spurninga, ér Tómas skildi ekki. Hún sagði tvívegis já, án þess aö hætta þó að vélrita eða líta upp. Gildi, lágvaxni maðurinn tók vindil- inn ekki út úr munninum. Það var ekki mikið veður í kringum stjórnmálamanninn á þessum bæ. — Má ég biðja yður að koma hér inn, læknir, sagði Stefanson. Þér hafði vonandi ekki þurft að bíða lengi. Stefanson var dálítið seinmæltur á þýzkunni, en þó gætti alls ekki neins erlends hreims. Rödd hans var mjúk og hlýleg — slíkur raddblær er sjaldgæfur meðal kaupsýslu- manna, en þykir þeim mun eftirsóknarverðari meðái 'presta, kennara og áróðursmanna. Slík tungumýkt var nauðsynleg þeim, er vilja vekja traust og tiltrú. Tómas minntist þess með undrun, að Hermann hafði sagt honum, að Stefanson svifist einskis. — Hvað amar að yður? spurði hann, er Stefanson hafði lokað dyrunum. — Sykursýki, sagði Stefanson. Diabetes millitus. Ég mun neyðast til þess, að ónáða yður tvisvar á dag. Þaö ver'ður að dæla í mig insúlíni tíu mínútum fyrir hverja aðalmáltíð. Yður finnst það kannske hégómlegt, að ég skuli ekki geta rekið í mig nálina sjálfur. En mér þykir of vænt um sjálfan mig til þess, að ég geti það.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.