Tíminn - 25.01.1951, Blaðsíða 5
20. blað
TÍMINN, fimmtudaginn 25. janiiar 1951.
zr
5
Finnntud. 25. jan.
Koraa Eisen-
howers
í dag er von á Eisenhower
hershöfðingja til íslands. —
Hann kemur hér við í ferð
sinni vestur um haf, en und-
anfarið hefir hann heimsótt
höfuðborgir Vestur-Evrópu-
ríkjanna til að kynna sér varn
arhug og varnarfyrirætlanir
ráðamanna þar. För þessa
hefir hann farið sem yfir-
hershöfðingi eða fram-
kvæmdastj óri Atlantshafs-
bandalagsins, en við því emb
ætti tók hann fyrir nokkru
eftir eindregnar áskoranir
þeirra þjóða, sem í bandalag-
inu eru.
Það má segja, að saga Eis-!
enhowers sjálfs sé táknræn
fyrir Atlantshafsbandalagið
og þátttökuþjóðir þess. Eftir
að hafa stjórnað hinu sigur-
sæla herliði Bandamanna í
Evrópu á stríðsárunum,'
gegndi Eisenhower um skeið
æðsta embætti í her Banda- 1
ríkjanna. Hann átti þess
kost að halda þessu virðulega
og áhrifamikJa embætti á-
fram og hann átti þess jafn-
vel kost að verða æðsti mað-
ur þjóðarinnar og þar með
yfirstjórnandi alls herafla'
hennar. Eisenhower hafnaði
þessum stöðum báðum og
kaus heldur að gerast rektor
við einn helzta háskóla Banda
ríkjanna. Hann vildi sinna
friðsamlegum störfum og
menningarmálum það, sem
eftir var ævinnar, og leggja
þar fram krafta sína til þess
að gera hina amerísku menn-
ingu sannari og heilsteypt-
ari. Þetta hefir komið skýrt:
fram í mörgum ágætum ræð- j
um, er hann hefir flutt sem
háskólarektor, þar sem hann
hefir lagt áherzlu á, að ekki
væri nóg fyrir háskólana, að.
efla hina verklegu og bók-;
legu menntun, heldur yrðu j
þeir að kappkosta að útskrifa j
góða og sanna menn, góða i
þjóðfélagsþegna. Það ætti aðj
vera einkenni hins sanna
Bandaríkjamanns, að hann
væri góður þegn í þjóðfélagi
sínu.
Aðstæðurnar hafa hins veg
ar hagað því þannig, að Eis-
enhower hefir ekki fengið
langan tíma til að sinna
þeim málum, er hann hefir
helzt kosið að vinna að. —
Hann hefir aftur verið kvadd
ur til sinna fyrri starfa sakir
hæfileika sinna. Að þvi leyti
er saga hans hin sama og
þjóðanna í Atlantshafsbanda-
laginu. Þær hafa ekkert frem
ur kosið en að mega gefa sig
eingöngu að friðsamlegum
störfum eftir þá ægilegu
raun, er seinasta heimsstyrj-
öld reyndist þeim. Gegn vilja
sínum hafa þær verið neydd-
ar til að vígbúast á ný, ef þær
vildu ekki hljóta þau örlög,
er væru enn verri, missi frels
isins og yfirdrottnun erlendra
kúgara. Eina leið þeirra til að
komast hjá nýrri styrjöld og
kúgun, er að efla svo varnir
sínar, að hinum nýju árásar-
og yfirgangsmönnum — hin-
um nýju nazistum, — þykji
ekki fýsilegt að ráðast á þær.
í þessum eina tilgangi er
Atlantshafsbandalagið stofn
að. Það er eingöngu stofnað
í varnarskyni. Það er stofnað
ERLENT YFIRLIT:
Stríðsundirbúningur Rússa
í eugu landi er uimið meira að |>ví að ala
upi» liernaðarainla meðaS avskuS.vðKÍns en
í Sovétríkjnnuin
Af áróðursdeildum Rússa ut-
an Sovétríkjanna er því mjög
haldið fram, að hvergi sé nú
öllu minni stríðshugur eða
hernaðarandi en í Sovétríkj-
unum. Kommúnistaleiðtogar frá
Vestur- Evrópu, er skroppið
hafa tikMoskvu til að fá nýja
,línu“, hafa ekki sízt haldið
þessu fram í seinni tíð. í til-
efni af þessu ritaði Edvard
Teglers .aýlega grein í danska
biaðið .„Berlingske Aftenavis“,
þar sem hann rakti eftir grein-
argóðum jupplýsingum, hvernig
þessum málum er háttað í Sovét
ríkjunum. Aðalefnið úr þess-
ari grein hans fer hér á eftir:
Herskyldutíminn.
— Þegar Axel Larsen for-
maðurkommúnistaflokksins
í Danmörku kom heim frá
Moskvu. lét hann svo um mælt,
að dvölin þar hefði verið hvíld
fyrir taugarnar, því að þar væru
hvorki striðsæsingar né tauga-
stríð. Herðnaðarlegar gerðir
bak viö Járntjaldið eru líka —
samkvæmt nýjustu fréttum, —
af því íagi, að Rússar þurfa
ekki aðúííttast árás neinna, sem
beri af þeim í vígbúnaði.
Venjulegur Ráðstjórnarborg-
ari lifir þó lífi sínu í andrúms-
lofti, sem er mettað af hern-
aöaranda og hervæðingu. Jafn
vel á friðartímum tekur rikið
2—5 af beztu æviárum hans til
herskyldu og það kemur fyrir að
verkfraéðlngar sæta því að her-
þjónusttítími þeirra sé lengdur
enn meira en til er tekið í lög-
um. Ef- allt er með felldu er
herþjónustutíminn 3 ár, en síð-
an eru menn skráðir í varaliðið,
en mega búast við, að verða
kvaddir til vopna, hvenær sem
er til fímmtugs aldurs og jafn-
vel eftir“það í heimavarnarlið-
ið.
■rttpsr. *
Heræfingar æskulýðsfélaga.
Þegar 19 ára unglingur geng
ur inn"í æfingaskóla Rauða
hersins á hann oft að baki und
irbúning, sem svarar til 10 mán
aða herþjónustu. Rússneskir
skátar, jeða hinir svonefndu
Brautryðjendur, læra að skjóta
með rifflum og hertaka stríðs-
vagna. ‘ Ungmennafélög, sem
hafa milljönir félagsmanna,
æfa bæði pilta og stúlkur í að
nota fallhlífar og ýmsu öðru,
sem kemur sér vel í hernaði,
að fljúga, ganga á skíðum og
fleira. í heimsstyrjöldinni
seinni unnu 2 milljónir kvenna
18—25 ára í þjónustu Rauða
hersins, en að mestu leyti bak
við sjálfa víglínuna. Konur
börðust ekki í fremstu víglínu
nema þær væru sjálfboðaliðar.
Ef eitthvert hérað Ráðstjórnar-
ríkjanna er talið í hættu vegna
yfirvofandi innrásar getur
stjórnin kvatt allar konur, ungl
inga og gamalmenni til vopna.
í vörn Moskvu og Leningrad
1941 var hiklaust fórnað her-
sveitum, sem fyrirvaralaust
voru myndaðar með starfsmönn
um úr verksmiðjum, og sendar
fram gegn skriðdrekunum
þýzku, svo að herstjóminni
ynnist ráðrúm til að skipu-
ieggja hið eiginlega varalið. Þó
eru til einstaklingar, fámennir
hópar, sem með öllu eru laus-
ir við herskyldu, svo sem vís-
indamenn, kennarar og vissir
listamenn, — þar á meðal kvik-
myndaleikarar.
Þjálfun hermannanna.
Æfingar rússneskra her-
manna er strangar og ýtarleg-
ar. Stjórnendum þeirra eru rík
í huga orð Lenins, þau, að her, j
sem unnið hefir stríð, verði að j
þjálfa sig af alvöru og kost
gæfni af ótta við nýja and
stæðinga. Við rússneskar her-
æfingar er lögð áherzla á að j
þær séu sem skyldastar raun-
verulegum orrustum, og eru
sprengingar óspart notaðar i þvi
skyni, enda lætur fjöldi manna
lífið árlega við rússneskar her-
æfingar.
Eins og við allt annað upp-
eldi í Ráðstjórnarríkjunum er
lögð áherzla á kommúniskan
anda í herþjónustunni. Flokks-
bundinn hópur er í hverri her-
sveit og sú sella hefir þar verk
að vinna til að tryggja hið rétta
pólitíska hugarfar. Auðvitað er
reynt að vekja hrifningu af her-
mannalífi meðal þeirra, sem
ekki eru flokksbundnir.
Á hverjum degi er tekinn
tími til að segja hermönnun-
i um eitthvað frá ævi Stalíns,
l sögu Ráðstjórnarrikjanna og
ýmislegt, sem hentar í flokks-
skóla.
Strangur heragi.
Umfangsmiklar heræfingar
eiga sér stað allan ársins hring,
en mest er þó um að vera að
haustinu í október og nóvem-
MALENKOFF,
einn af helztu leiðtogum
rússneskra kommúnista
ber. Þúsundir ferkílómetra eru
lokað land vegna heræfinga.
Þar er hermönnunum kennt að
berjast undir öllum hugsanleg-
um kringumstæðum. Slík æf-
ingasvæði eru í Kákasus, Tadzh
ikistansfjöllum, eyðimörkum
Mið-Asíu, Pripet- mýrum og freð
mýrum norður við íshaf auk
þeirra, sem eru í venjulegum
héruðum Evrópu. Síðan 1945
hafa til dæmis miklar heræf-
ingar verið haldnar í Austur-1
Þýzkalandi og Austurríki.
Agi er strangur í Rauða hern-
um, svo að nærri stappar
grimmd að skilningi Vestur-
landabúa. Stranglega er gengið
eftir því, að fullnægt sé þeirri
skyldu að heilsa yíirmönnum
og minnstu yfirsjónum er
stranglega refsað. Rússneskur
hermaður verður að vera mjög
ábyggilegur og lipur ef hann
á að gera sér vonir um að fá
nokkurn tíma orlof.
Sérréttindi herforingja.
Herforingjarnir eru sú stétt,
sem óðum vex að völdum og
þýðingu í Ráðstjórnarríkjunum.
(Framhald á 6. síðu.)
í þeirri von, að þau vopn, sem
það lætur smíða, verði aldrei
notuð. Það er stofnað til að
reyna áð koma i veg fyrir, að
nýtt ófriðarbál leggi Evrópu
i rústir.
í þessu trausti hefir Eisen-
hower hershöfðingi áfeiðan-
lega tekið að sér forustu Atl-
antshafsbandalagsins. Saga
hans sýnir, að hann metur
meira ihenningarstörf.en hern
að,ef hánn hefir frjálst val um
þetta tvennt. Þess vegna hef
ir iíka skipun hans í þetta
nýja starf hlotið einróma sam
þykki og ánægju Vestur-Ev-
rópuþjóðanna.
Eisenhower hefir lýst því
sem voh sinni, að hann geti
áður en Iangur tími líður, tek-
ið við rektorsstarfi sínu aft-
ur. Þjóðir Evrópu æskja þess
einnig, áð þær geti brátt lagt
vígbúnáðinn á hilluna. ís-
lendingar taka ekki sízt und-
ir þessar óskir, því að fáir
eiga meira í hættu, ef til
Evrópustyrjaldar kæmi. Til
þess, að þessar óskir megi ræt
ast getur orðið óhjákvæmi-
legt, að lýðræðisþjóðirnar
verði í bili að sætta sig við
ýmislegt, sem æskilegt væri
að komast hjá, eða á meðan
að jafnvægi er að myndast.
En slíkt er þó vissulega til-
vinnandi, þegar friðurinn er
annars vegar. Og því fyrr.sem
slíkt er gert, því meiri er líka
vonin um tilætlaðan árangur.
í þessum skilningi og anda
verða þjóðir Atlantshafs-
bandalagsins að vinna og þá
mun lika sá draumur þeirra
rætast, að friðurinn verði
varðveittur. Það er aukin
trygging fyrir því, að þetta
megi takast, að til forustunn-
ar hefir valist maður, sem er
ekki aðeins einbeittur og ör-
uggur leiðtogi, heldur á jafn-
framt enga ósk heitari en að
það takmark náist sem fyrst,
án þess að fórna friði og
frelsi, að hann og aðrir, sem
nú verða að gegna skyldu-
störfum hermannsins, geti
horfið til friðsamlegra starfa
á ný. —
Raddir nábúanna
Mbl. ræðir í forustugrein í
gær um þá áde lu Þjóðvilj-
ans, að ekki megi flytja út
dilkakjöt. Mbl. bendir á, að
fyrir stríðið hafi þurft að
flytja út kjöt, en þess hafi
ekki þurft se'nustu árin
vegna samdráttar framleiðsl-
unnar af völdum pestanna.
Það segir svo:
„Þannig hafa sauðfjárpest-
irnar leikiö íslenzkan sauð-
fjárbúskap. Vonir standa hins
vegar til þess að kjötfram-
leiðsla okkar geti aukizt veru
lega Á næstu árum. Mun hún
þá gera töluvert meira en full
nægja innanlandsmarkaðin-
um. Þessvegna hefir verið tal-
ið sjálfsagt og skynsamlegt að
reyna að vinna þessari vöru
erlendan markað. Má raunar
segja að til þess beri brýna
nauðsyn.
Það væri þess vegna mikill
ótrúnaður við íslenzka hags-
muni ef sá hagstæði markað-
ur, sem nú býðst, væri ekki
hagnýttur, enda þótt að þjóð
in verði að minnka eitthvað
kjötneyzlu sína í bili eða
verði að borða meira af öðru
kjöti en dilkakjöti en hún
hefir gert undanfarið. Þetta
skilja auðvitað allir heilbrigt
hugsandi menn. En fimmta
herdeildin skilur það ekki.
Hún vill ekki að fslendingar
afli sér markaða, heldur skorti
gjaldeyri og nauðsynjar. Hún
byggir allar sínar vonir á
eymdinni og vandræðunum."
Það sýnir vel fláttskap
kommúnista að skammast
annað veifið yfir atvinnuleysi
af völdum ónógrar gjaldeyris-
öflunar, en hitt veifið yfir
því að of langt sé gengiö í
því að afla gjaldeyris og
nýrra markaða.
Skattamá!
h jóna
Alþýðublaffinu og Þjóff-
viljanum er það nú sameigin-
legt, eins og margt fleira, aff
hafa úti allar klær til að ó-
frægja og níða Rannveigu
Þorsteinsdóttur. Þjóðviljinn
reyndi þetta m.a. mjög í vet-
ur í sambandi viff húsnæðis-
málin, og var því þá rækilega
svarað hér í blaðinu. Þjóff-
viljinn hefir líka séff þann
kost vænstan, að láta þau
skrif nú falla niður. Alþýffu-
blaðið hefir því talið sér skylt
aff hlaupa í skarðiff og hefir
undanfariff haldið uppi árás-
um gegn Rannveigu í tilefni
af frumvarpi, er hún hefir
flutt um skattamál hjóna. —
Þykir því rétt aff rekja það
mál nokkru nánar.
Eins og kunnugt er, hafa
konur, sem vinna utan heim-
ili síns, kvartað mjög undan
því, aff mega ekki telja fram
sérsíaklega til skatts. Ýms
kvenfétög hafa tekið undir
þessar kröfur þeirra. Alþingi
hefir hins vegar ekki viljað
fallast á þetta. Þar sem Rann
veig vissi, aff ekki var þing-
fylgi fyrir þessum tillögum
kvenna óbreyttum, vildi hún
freista að koma fram nokkru
af óskum þeirra. Hún flutti
því frv. þess efnis, aff draga
mætti frá á framtölum hjóna
kostnað viff húshjálp, sem
hlytist af því, að konan ynni
utan heimilis.
Þegar Soffía Ingvarsdóttir
sat á þingi í nokkra daga í vet
ur, reyndi hún eftir megni að
auglýsa sig sem mikinn full-
trúa kvenna. M. a. flutti hún
frumvarp, þar sem lagt var
til, aff konur, er ynnu utan
heimilis síns, skyldu telja
fram sérstaklega. Var þar því
gengið lengra en í frv. Rann-
veigar, eða eins og sum
kvennasamtök höfðu lagt til.
Soffía vissi hins vegar aff
þetta frv. hafði ekki þing-
fylgi og var því eingöngu flutt
til að sýnast.
Alþýðublaffiff hefir undan-
farið deilt á frv. Rannveigar
á þeim grundvelli, aff þaff
ve tti fyrst og fremst hátekju
hjónum hlunnindi effa þeim,
sem hefðu efni á að hafa hús-
hjálp. Nákvæmlega sama gild
ir um frv. Soffíu. Lágtekju-
hjónum er ttítölulega lítill
hagur að aðskildu framtali,
en hátekjuhjónum mkill.
Sýnir þaff vel illgirni Alþýðu
blaðsins að hampa þeim á-
galla viff frv. Rannveigar, sem
er sízt minni viff frumvarp
Soffíu.
Sá galli er og á báðum
frumvörpunum, aff þau mis-
muna konum eftir því, hvort
þær vinna utan eða innan
heimjiLs’nSL YiS nájnari at-
hugun kemur í ljós, að þessi
munur á ekki rétt á sér.
Frumvarp Rannveigar hef-
ir nú hlotið þau afdrif, að
íhaldsmenn og Alþýðuflokks
menn tóku höndum saman
um að vísa því frá meff rök-
studdri dagskrá. Þar með
hjálpaði Alþýðuflokkurinn til
þess að fella þá einu réttar-
bót, sem hugsanlegt var að
konur, er vinna úti, gætu
fengið að þessu sinni. Það
sýnir bezt, aff umrædd skrif
Alþýffublaffsins stafa ekki af
velvild þess i garff þessarra
kvenna, heldur eru affeins ves
öl tilraun til að ófrægja Rann
veigu. Samkvæmt því munu
konur líka dæma umrædda
framkomu þess.
X+Y. |