Tíminn - 03.02.1951, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.02.1951, Blaðsíða 7
28. blað. TÍMINN, laugardaginn 3. febrúar 1921. 7 Scndu í»ýfið (Framhald af 1. síðu.j hverjir höfðu veríð á ferli þessa nótt í bænum. Var þá einkum grennslast eftir því hverjir voru undir áhrifum víns að slangra um bæinn nóttina sem innbrotið var framið og þáð var þessi að- ferð við leitina sem kom lög- reglunni á sporið. Er skemmst frá því að segja, að mikil íjöldi fólks sem var á ferli þessa nótt var tekinn til yfirheyrslu og húsrannsóknir gerðar á fjöl- mörgum stöðum hjá þessum einstaklingum. Var það að vísu hart aðgöngu fyrir sak- laust fólk. En nauðsynlegt þótti að gera þetta, svo að eftir atvikum var talið rétt- mætt að fara þessa leið við rannsóknina. Böndin berast að sökudólgunum. Undir kvöldið fóru böndin að berast að tveimur ung- lingspiltum, sem búsettir eru í Hafnarfirði. Sannaðist að þeir höfðu verið á slangri í bænum á grunsamlegum stöð um þessa umræddu nótt. Piltarnir munu hafa kom- izt að því að grunur féll á þá. Gripu' þeir þá til þess ráðs að koma sér undan til Reykja víkur og síðar kom i ljós, að þangað höfðu þeir þýfið með sér. Póstlögðu þeir það í Reykja vík til Sjúkrasamlags Hafnar fjarðar og munu þannig hafa ætlað að koma af sér sterk- um grun og láta það sanna sakleysi sitt er þýfið kæmi í pósti úr Reykjavík. Þegar drengirnir komu suð ur eft'r í fyrrakvöld handtók lögreglan þá og færði þá til yfirheyrslu. Neituðu þeir lengi sökunum en játuðu loks i fyrrinótt eftir talsvert mál- þóf. Sökum þess hve margir sak lausir voru kallaðir til þess- ara réttarhalda og hins hversu margar húsrannsóknir voru gerðar hjá saklausu fólki hefir lögreglan óskað eftir því að nöfn piltanna yrðu birt og heita þeir Jón Óskar Karlsson, Norðurbraut 17 og Vilberg S. Jónsson síðast til heimilis að Tjarnrbraut 29, Hafnarfirði en eitthvað við- loðandi í Reykjavík. ItisljóraKkipli við Sainviniuina (Framhald af 1. slSu.) Efni hins nýútkomna heft is er meðal annars: Forsíðu- mynd af Snorralíkneski Vige lands; ritstjórnargreinin1 „Voþn, sem ekki bíta“, grein um bændaför Eyfirðinga 1950 smásaga eftir Kathrine Mans field, grein um áburðarverk- smiðjuna, um tvíhöfða kálf í Danmörku, heimsókn í sænsk an samvinnugarð eftir Guð- mund Daníelsson, rithöfund, grein Stríð eða friður 1951, Hugleiðingar um eldhúsið, grein um Dwight D. Eisen- hower, greinin Litið um öxl um miðja öld, og auk þess fréttir, smælki og fleira. Sam vinnan er nú prentuð í Prent smiðjunni Eddu. ÞiingfærÉ híliiui uui Rangárþing Frá fréttaritara Tímans á Hvolsvelli. Allmikiil snjór er nú kom- inn hér um slóðir og bætir sífellt á. Fært er þó enn að kalla um alla vegi hér í sýsl- unni og austur til Víkur, en þæfingssnjór er á vegum og bílfæri mjög þungt- Alls stað ar í sýslunni er haglaust. Ilöfðingskona (Framhaid af 3. stöu.) stríðslokin. Þráðurinn, sem ég sveif á, slitnaði ekki, og mér varð fyrst að orði, er ég kom til sjálfrar mín: „Guði sé lof, að nú er stríðinu lokið.“ ! Upp úr spönsku velkinni fékk ég svo magasár, en Hall- dór Hansen, sá yndislegi mað ur, skar mig upp við þvi 1928, og síðan hefi ég verið stál- hraust, eins og ég var áður. I En eins og ég lifði sælustu stundir mínar á Þyrli, lifði ég þar líka þyngstu stundirnar. Það var þegar feðgarnir dóu þrír á einu ári, maðurinn minn og tveir stjúpsynir mín ir, Árni og Ólafur. Það var Árni, sem tók um hálsinn á mér forðum og bað mig að fara ekki aftur suður yfir fjörðinn. Hann var auga- steinn minn, og mér hefði ekki þótt vænna um hann, þótt hann hefði verið sonur minn. Við hann hefði ég ekki skilið lifandi. Ég myndi fara á böll .... 1935 flutti ég svo alfarin frá Þyrli hingað til barna minna í Reykjavík. Það voru dálítil viðbrigði fyrst — sér- staklega að þurfa að sækja allt í búðina. Maður var van- ur að taka allt hjá sjálfum sér í búri og skemmu, og það var nýstárlegt að þurfa að faFa í búð til þess að kaupa hvern bita og sopa. En þó að é§ sé nú hérna í Reykjavik, hefi ég farið upp eftir á hverju sumri. Síðast í vor var ég við fermingu Sig- rúnar, dóttur Sigurðar stjúp- sonar míns á Þyrli, og þrisvar var ég boðin upp í Félagsgarð í Kjós í fyrra. Ég fór alltaf. Ég myndi fara á böll, ef ég væri ekki orðin slæm i hægri mjöðminni, þvi að lífsgleði minni hefi ég ekki glatað. J. H. i Fyrir opmim t jöldum (Framhald ar 5. sihu.) hverí gagn og styrkur er að frjálsum einarðlegum umræð um um öll hagsmunamál landsmanna, fyrir opnum tjöldum. Slikar umræður eru styrkur lýðræðinu. I»ær lýsa inn í skúmaskot þau, sem nú eru helzía skálkaskjól komm únista, uppræta möguleika þeirra ti! þess að sá fræi úlfúð ar og tortryggni í huga borg aranin, og upplýsa mál, sem hverjum þegn er styrkur og nauðsyn að þekkja. Það er hvort tveggja, að umræður um ntanríkis- og öryggismál fyrir opnum tjöldum eru styrk ur fyrir málstað fullveldis og j frelsis, og þegnarnir eiga' heimtingu á því, að þeir, sem með stjórn landsins fara, ræði við þá sem ábyrga, hugs andi menn, en meti þroska þeirra og þekkingu ekki eins og kennari hæfileika smá- barna. N.s. Droiining Alesandrise fer áleiðis til Færeyja og Kaupmannahafnar þann 10. þessa mánaðar. Farseðiar óskast sóttir í dag. Tilkynningar um flutning óskast hið fyrsta. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Ó. Pétursson Tjarnaremliirtiar (Framhald af 4. slOu.) til að verpa í þessa hreiður- skápa, — sem varla þarf að efa, er enginn vaft á, að fugl unum á tjörninni mundi fjölga stórlega í framtíðnni og jafnvel nýjar fuglategund- ir bætast við, bæjarbúum til enn meiri yndisauka. Rétt væri að gera fyrst um sinn tilraun með þenna hreið urútbúnað v ð syðri tjörnina, handa 10—1 endum. En setja yrði hann niður allt að mán- uði áður en varpið byrjar, og hafa þá ekki fleiri hólf en fyrir 15 fugla. Gera verður þennan útbúnað vel stöðug- an. Hann má ekki haggast í veðrum. Er auðvelt að koma í veg fyrir það. Hös til sölu Húsið nr. 76 við Skipasund, sem verið er að byggja á vegum byggingarsamvinnu- félags starfsmanna S.V.R., er til sölu. Þeir félagsmenn, sem eiga forkaupsrétt að húsinu skv. lögum um byggingarsam vinnufélög, og hafa áhuga fyrir að kaupa húsið, snúi sér fyrir 10. þ.m. til Sigurðar Reynis Péturssonar, hdl. Laugavegi 10. Sírni 80332. Viðtalstími kl. 5—7. Stjórnin. Gerist áskrifendnr að Jjímanunt Áskriftarsími 2323 ÚÚreiiii YítnahH Við útvegum meðlimum okk ar bréfasam- bönd við hæfi hvers eins. — Látið bréfin tengja bönd um fjarlægðirnar. Oft hafa bréfaskipti ókunn ugra orðið»upphaf af varan- legri vináttu. — Skrifið eftir upplýsingum til BRfFAKlÚBBURlNN A ISLANDIÁ! Pósthólf 1014, Reykjavík Anglýsingasímfl Tímans er 81300 Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að maðurinn minn, faðir okkar og stjúpfaðir GUÐMANN GUÐMUNDSSON frá Hörgsliolti, Vatnsnesveg, 20 Keflavík lézt í flugslysinu miðvikudaginn 31. janúar Ólafía Ólafsdóttir og börn Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að með urinn minn og faðir okkar MAGNÚS GUÐMUNDSSON frá Hörgsholti, Hafnarstræti 18 lést í flugslysinu miðvikudaginn 31 janúar. Bjarnheiður Brynjólfsdóttir Haukur Magnúson Edda Magnúsdóttir Magnús Magnússon ncKFSBn Systir okkar SVAVA EIRÍKSDÓTTIR Herjólfsgötu 16, Hafnarfirði Andaðist 1. febrúar síðastliðinn Guðríður Eiríkisdóttir Guðrún Eiríkisdóttir ísak Eiríksson Frá húsmæraskólanum á Staðarfelli Þær stúlkur sem hafa hug á að sækja um skólavist fyrir næstkomandi skólaár eru beðnar að senda um- sóknir hið fyrsta eða eigi síðar en 15 apríl. ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR forustöðukona F. U. F. F. U. F. Féiags ungra Framsóknarmanna í Edduhúsinu í kvöld kl. 9. — Allt ungt fólk velkomið á fundinn. — Ungir Framsóknarmenn fjölmnneið og takið með ykkur gesti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.