Tíminn - 03.02.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.02.1951, Blaðsíða 8
„ERLEiVT\ FIRLIT“ i DAG: Georye Catlet Marhsall 85. árgangur. Reykjavík, 99A FÖRMJM VEGI“ t DAG: Étifianfishross oy fjjörufutilar 3. febrúar 1951. 28. blað. Annáll olíumálsins 10. marz Skipið „Esso Memphis" kemur til lands með farm til Olíufélagsins. í Skipinu eru olíur og benzin til Keflavíkurflugvallar og innlendra not enda. ! 19. marz Gengislækkun íslenzku krónunnar. í lok marz Verðlagsstjóri, sem þá var sjálfstæðismaðnr inn Torfi Jóhannsson, skipar yfirlýstan komm- únista, Ragnar Ólafsson, hæstaréttarlögmann og löggiltan endurskoðanda til að gera athugun á birgðum olíufélaganna með tilliti til verðlagn ingar. 1. apríl Samkvæmt athugun Ragnars Ólafssonar ákveð- ur verðlagsstjóri, Torfi Jóhannsson, að olíufélög unum sé heimilt að hækka olíuverðið í samræmi við gengislækkunina. Varðandi Olíufélagið var þá þegar sýnt fram á, svo að Ragnar Ólafsson og Torfi Jóhannsson tóku giit, að allar olíur og benzín, sem voru í „Esso Memphis“ til innlendra notenda, voru ógreiddar, þegar gengið var lækk-, að, og var því óhjákvæmilegt að selja þær vörur á verði, sem miðað var við hið lækkaða gengi. j S. 1. vetur Auðkýfingarnir, sem höfðu haft einokun á olíu- verzlun hér á landi, þar til Olíufélagið var stofn- að, ókyrrast æ meir vegna hinnar hörðu sam- j keppni félagsins, sem hefir orðið til að halda verði á olíum og benzíni niðri, og stórlækka sum- j ar tegundir, svo sem smurningsolíur. Aðstandend ur Olíuverzlunar íslands, H. Ben. & Co. og fleiri j bíða eftir höggstað á Olíufélagið. 9. janúar ,Einar Olgeirsson og fleiri kommúnistalciötogar hafa grætt um 85 000 krónur hver á braski með olíuhlutabréf, og eru því nátengdir olíuauðhring unum. Nú er gróusögu um Olíufélagið laumað til Þjóðviljans, og hann látinn hefja árás á félagið með fullyrðingum um „stórfellt verðlagsbrot“ og „tveggja milljóna gróða“. Málið er skipulagt á bak við tjöldin af hagsmunamönnum í olíuauð- hringunum, og verður e. t. v.síðar tækifæri til að upplýsa, hvernig árásin var skipulögð, og hvers vegna Þjóðviljinn skýrði frá kæru, sem Sverrir Júlíusson var otað fram með. 11. janúar Morgunblaðið tekur undir róg Þjóðviljans og lýs- ir Olíufélagið sekt án þess að nokkur rannsókn hafi farið fram. 26. janúar Verðgæzlustjóri hefir gert rannsókn á bókum Olíufélagsins og kemst að þeirri niðurstöðu, að ekki sé um neitt verðlagsbrot að ræða, þar sem verð á vörum félagsins hafi verið í fullu sam- ræmi við athugun Ragnars Ólafssonar og ákvörð un Torfa Jóhannssonar, og hið sama og hjá hin- um olíufélögunum. Er því enginn grundvöllur tii fyrir því að vísa málinu til verðlagsdóms, þar sem verðgæzlustjóri kemst að þessari niðurstöðu. 28. janúar Morgunblaðið og Þjóðviljinn hefja ofsafengnar árásir á verðgæzlustjóra, þar sem grundvelli hef ir í raun og veru verið kippt undan árásunum á Olíufélagið. 30. janúar Verðgæzlustjóri biður viðskiptamálaráðuneytið um opinbera rannsókn á embættisfærslu sinni, ef það telji ástæðu til. 31. janúar Morgunblaðið og Þjóðviljinn halda áfram full- yrðingum um verðlagsbrot og stórgróða Oiíufé- lagsins. Öll áróðursvél íhaldsins og kommúnista er I gangi til þess að hnekkja dómi hlutlauss embættismanns og tortryggja dóm hans. Það er staðfest af verðgæzlustjóra, að Olíufélagið 'hafi í öllu fylgt reglum þeirra Torfa Jóhannssonar og Ragnars Ólafssonar um verð á vörum sínum í apríl og því sé ekki um neitt verðlagsbrot að ræða. Samt er ofsóknum Morgun- blaðsins og Þjóðviljans haldið áfram. Hvað gerist næst! Eiga réttir embættismenn að fjalla um verðlagsmál I þessu landi eða eiga olíubraskararnir, sem standa á bak við Morg unblaðið og ráða skrifum þess, að kveða upp dóm! ------------------------1 ) Slysavarnarfé- lagið þakkar Stjórn Slysavarnarfélags íslands óskar, að fiytja hin um fjölmörgu félögum sín um, skátum og öðrum sjálf boðaliðum innilegustu þakkir sínar fyrir mikla fyrirhöfn og mikilsverða aðstoða sína við leitina af hinni töpuðu flugvél. Skip um og bátum þeim, er að beiðni Slysavarnarfélags ís lands þegar brugðu við til að leita á Faxaflóa, sömu leiðis fólkinu á Vatnsleysu strönd og björgunarsveit- um slysavarnadeildarinn- ar Fiskikletts í Hafnarfirði og Ingólfs í Reykjavík er leituou alla nóttina og þá öllum hjálparsveitunum frá slysavarnadeildunum í Keflavík, Garðinum, Sand gerði, Höfnunum, Grinda- vík, Kjalarnesi, Kjós, Akra nesi, Borgarfirði, Snæ- fellsnesi og víðar er brugðu svo fljótiega við og spör-] uðu sér ekki neitt erfiði.] Þá lýsir stjórn Slysavarna félags íslands þakklætií sínu yfir góðri og ná- kvæmri Ieit flugvéla þeirra er þátt tóku í leitinni. Þeim, sem við þetta hörmulega slys hafa misst sína nánust, vottar stjórn Slysavarnafélagsins sína] innilegustu samúð og hlut tekningu. i Hes S.Þ. herðir sókn- ina norður til Seoul Gagnárásum iiorðurhersins hruudið við mikið maiintjón hans. S. Þ. við Han-fljót I I Her S. Þ. í Kóreu hélt enn áfram sókn sinni norður að Han-fljóti í gær og varð vel ágengt. Framsveitir eru nú komnar að fljótinu eða í námunda við það á nokkrum stöð um og mkill herstyrkur er aðeins í 15 km. f jarlægð frá þvú Álitlegar sölur í Englandi í gær seldu tveir íslenzkir togarar afla sinn í Englandi. Bjarni Ólafsson frá Akranesi j seldi í Grimsby, 3144 kitt fyr, ir 10714 sterlingspund. Skúli Magnússon frá Reykjavíkj seldi í Hull, 3384 kitt fyrir 13661 pund. Auk þess seldi Skjöldur frá, Siglufirði bátafisk í Fleet-. wood, 756 kitt, fyrir 2506 pund Kæra Rússa rædd í stjórnmálanefndinni Stjórnmálanfend S. Þ. hélt fund í gærkveldi og var á dagsskrá vítutillaga Rússa á hendur Bandaríkjunum vegna íhlutunar um mál Kína. Tillaga þessi var borin fram í sept- s. 1. en frestað j þá. Nú krefst fulltrúi Rússa j að hún verði afgreidd eftir i að samþykkt hefir verið að lýsa Kína árásaraðila. Mótspyrna norðurhersins í gær var mjög lítil og hefir mestur hluti norðurhersins á þessum slóðum hörfað norð ur fyrir Han-fljót, Á norður- bakka fljótsins er hins vegar mikill her til varnar óg hefir búið rammlega um sig. irr.v, Mikið mannfall - «.*■ í fyradag og gærmorgun gerði norðurherinn geysi- j hörð gagnáhlaup og var bar- ist í návígi. í gærkveldi hafði suðurherinn hins vegar hrund ið þessum áhlaupum alger- lega af höndum sér og norður herinn beðið mikið mann- tjón. Munu hafa falliö um 2000 menn úr honum í þess- I um átökum síðustu tvo síð- ustu sólarhringa. Loft- her S. Þ. gerði margar harð ar árásir á stöðvar norður- hersins í gær. Tveir fangar með taugaveiki Meðal fanga þeirra, sem suðurherinn tók í gær, reynd ust tveir kínverskir hermenn sjúkir af taugaveiki, sem tal ið er að herji nú allmikið í Norður-Kóreu bæði meðal her manna og borgara . Yfir 38. beiddarbaug Mac Arthur ræddi við frétta menn í Kóreu í gær. Þegar hann var spurður að því, hvort her hans mundi á ný sækja norður fyrir 38. breidd arbaug, ef sókn hans færðist i aukna á næstunni, svaraði hann því til, að það væri ekki hans að ákveða það nú frem ur en fyrr. Það væri S. Þ. einna að segja til um það, hvar staðar skyldi numið, og mundi hann hlíta þeim fyrir mælum sem fyrr, hvað sem liði áliti sínu í þeim efnum. Vorsk sjúkradeild lll Kóreu í gær samþykkti norska þingið fimm millj. króna fjár veitingu til stofnunar sjúkra deildar, sem send verður til Kóreu á vegum S. Þ. Verður nú hafizt handa um undirbún ing og verður deildinni komið fyrir með sama hætti og öðr um sjúkradeiltíum Rauða krossins i Kóreu. Taugaveiki geisar í Norður-Kóreu Þær lausafregnir, sem borizt hafa að undanförnu um það, að taugaveikisfar aldur geisi meðal her- manna í her Kínverja og Norður-Kóreumanna, hafa nú fengið staðfestingu. Sjúkdómurinn er einnig út breiddur meðal borgara. Það þykir nú einnig ljóst, að farsóttin samfara hin- um mikla kulda og gífur- lega manntjóni, sem norð urherinn hefir beðið sé að alorsök þess, að Kínverjar hafa séð þann kost vænzt an að flytja nokkuð af her sínum brott úr Kóreu og hörfa á vígstöðvunum. Járnltrauíarvcrkfall í fSandaríkjummi Bandarískir járnbrautar- starfsmenn hafa nú átt í verkfalli tvo daga og er verk fallið mjög útbreitt. Verkfall ið er löglegt og stendur deil- an um kauphækkun og breyt ingu á vinnutíma. Talið er, að verkfall þetta muni tefja vopnasendingar til Evrópu og Kóreu. Líklegt þykir að her- inn verði látinn starfrækja járnbrautir, ef verkfallið leysist ekki hið bráðasta. 10 milljarða auka- framl. til Iandvarna Truman forseti Bandaríkj- anna lagði i gær fyrir þjóð- þingið tillögu um 10 millj - ] arða dollara aukafjárveitingu til landvarna- Fé þetta á að taka með auknum sköttum, | aðallega aukningu tekju- skattsins, veltuskatts og hluta fjárskatts. Churcliill ber frarn vaulraezst Churchill bar fram í brezka þinginu í gær, tillögu þess efnis, að þjóðnýtingingu brezka stáliðnaðarins, sem hefjast á lögum samkvæmt 15. þ. m. verði frestað um sinn. Verði tillaga þessi sam þykkt, skoðast hún sem van- traust á brezku stjórnina. Fjórða kjarnorku- sprengingin í Nevada Fjórða kjarnorkusprenging in, sem fram fer til tilrauna á vegum kjarnorkunefndar- innar og bandaríska hersins á eyðisvæði í Nevada um þess ar mundir. Sprenging þessi var enn kraftmeiri en hinar' fyrri og sást blossinn af henni alla leið til norðurhluta Kali- forníu, í 500 km. fjarlægð. Nokkrark byggingar í Nevada löskuðust af loftþrýst'ngnum. Neita báðir nefnd- arstörfum Sir Benegal Rau fulltrúi Indlands og Pearson utan- ríkisráðherra Kanada, sem kosn'r voru í nýja sáttanefnd í Kóreudeilunni ásamt for- seta allsherjarþingsins hbfa báðir neitað að starfa í nefnd inni. Forsetinn hefir skipað tvo menn í þeirra stað, og er annar þeirra fulltrúi Noregs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.