Tíminn - 06.02.1951, Page 5
30. blað
TÍMINN, þriðjudaginn 6. íebrúar 1951.
5
mmm
Þriðind. G. febr.
ERLENT YFIRLIT
Lærdómsrík skýrsla
í seinasta sunnudagsblaði
Tímans var birt skýrsla, er
samin hafði verið af sérstakri
nefnd. sem bæjarráð hafði
skipað til að kynna sér rekst-
ur á sjúkrahúsvm og vistheim
ilum bæjarins. Niðurstöður
nefndarinnar eru hinar
merkilegustu, og eru þær all
ar á þá leið, að rekstri um-
ræddra stofnana sé meira
og minna áfátt og rekstrar-
halli stórum meiri en hann
þyrfti að vera. Líklegt má þó
telja, að rekstrinum sé enn
meira ábótavant en skýrsla
nefndarinnar gefur til kynna,
þar sem flokksmenn bæjar-
stjórnarmeirihlutans voru 1
meirihluta í henni og hafa
þeir vafalaust ekki kært sig
um að mála ágallana of dökk
um litum.
Hér skulu dregnar saman
nokkrar niðurstöður nefndar
innar:
Hallinn á barnahælinu á
Kumbaravogi var árið 1949
um 115 þús. kr. og virðist
nefndinni að auðveldlega mégi
minnka hann um 22—25 þús.
kr. með því að stækka búið,
sem þar er rekið, án þess þó I
að auka mannhald þess.
Hallinn á Farsóttarhúsinu var
árið 1949 341 þús. kr. Þar virð
ist nefndinni að starfsfólk sé
of margt og „óskiljanleg
eyðsla“ í sambandi við inn-
kaup. Aðkeyptar matvörur
nema hvorki meira né minna
en kr. 28.73 á hvern dvalar-
dag á árinu 1949. Nefndin
telur, að' með bættum inn-
kaupum og fækkun starfs-
fólks megi alltaf lækka rekst
urshallann um 100 þús. kr.
Hallinn á Hvítabahdsspítal
anuni var árið 1949 330 þús.
kr. og hefir a. m. k. orðið
100 þús kr. meiri á s. 1. ári.
Daggjöld sjúklinga eru þar
ekki nema kr. 28.00 en á Land
spítalanum og Landakots-
spítala eru þaú kr. 40.00. Með
því að hækka þau á Hvíta-
bandinu upp í kr. 38.00 myndi
rekstrarhallinn lækka um
150 þús. kr. Einnig telur nefnd
in hugsanlegt að spara megi
45—50 þús. kr. við fækkun
starfsfólks. Annars bendir
hún á það ráð, að spítalinn
verði leigður dugandi lækn-
um, er nytu auk þess nokk-
urs styrks úr bæjarsjóði.
Hallinn á hælinu að Elliða-
vatni var á árinu 1949 36
þús. kr., en nefndin telur að
reksturinn eigi að geta borið
sig, ef fjölgað sé þar sjúk-
lingum og setti slíkt að vera
hægt í samráði við Klepps-
spítalann.
Hallinn á Arnarholtshælinu
var 206 þús. kr. á árinu 1949
og virðist þar ríkjandi hið
fyllst ráðleysi í öllum
rekstrinum. Öll innkaup eru
t. d. gerð í smásölu. Hælið á
öll tæki, sem þarf í þvotta-
hús, nema þurkara. en þó er
þvottur þess allur þveginn í
þvottahiisum í Reykjavík og
kostáði það 44 þús. kr. á s.
1. ári. Hælið hefir sérstakan
bílstjóra, sem nefndin telur
enga þörf fyrir. Nefndin telur
að stækka megi búið og draga
úr rekstrarhalla.
Hallinn á vöggustofunni á
Hliðarenda varð 80 þús. kr. þá
þrjá mánuði, sem hún starf-
aði árið 1949. Þar gæta ein
forstöðukona og 10 stúlkur 22
barna. Auk þess eru þar dag-
StríðsSiættan í
fskyggileg'asta ofriðarblikan virðist nú
g'rúfa yfir Júgóslavín
Seinustu atburðir, sem gerzt
hafa í sámbandi við Kóreudeil-
una, benda fastlega til þess, að
þar sé ekki að vænta neins sam
komulags' fyrst um sinn. Shou
En-lai, utanríkisráðherra Pek-
ingstjórnarinnar, lýsti því yfir
um helgipa, að sú yfirlýsing
stjórnmálanefndar og allsherj-
arþings Sameinuðu þjóðanna,
að Kína hefði stutt árásaraðila
í Kóreustýrjöldinni, hefði lokað
öllum leiðum til samkomulags.
Af mörgum, sem til þekkja, er
yfirlýsing þessi talin merki þess,
að Pekingstjórnin hafi aldrei
ætlað sér að semja, heldur hafi
hún aðeins ætlað að draga
samningaumleitanir á langinn.
Samþykkí þings S. Þ. hafi
gert herini ljóst, að slíkt myndi
ekki takást, og þá hafi henni
fundist fótt að nota þetta sem
átyllu tiF þess að geta kennt
S.Þ. umf aö samningaumleitan-
irnar hafi-strandað. Aðrir telja
hins vegar, að þessi yfirlýsing
Chou En-lai þurfi ekki að
hindra sapjninga síðar meir, þeg
ar Pekingstjómin hafi gert sér
ljóst, að það sé ekki síður í
hennar hag en S. Þ. að semja.1
Pekingstjórnin hafi hins vegar
enn þá tfli, að hún hafi betri
samningsaðstöðu og þess vegna
sé hún þver og vilji láta ganga
eftir sér. Ofmiklir eftirgangs-
munir ^ji aðeins gert hana
enn þverati. i
StríAshæjttan mest í Evrópu.
Þrátt íyrir það, að sýnt er,
að ekkeri samkomulag verður
í Kóreudéllunni fyrst um sinn,
er ekki verulegur ótti við það,
að styrjöld í Asíu muni breið-
ast út áííæstunni. Styrjaldar-
átökin þar verði fyrst og fremst
bundin víð Kóreu og Indó-
Kína og fari fram með svipuð-
um hætþi.- og að undanförnu.
Áhyggjur.y.manna við aukna
stríðshætijj .jVirðast nú einkum
bundnar við Evrópu og óttast
margir, að. á komandi sumri
geti gerzt” þar hin mesta ó-
tíðindi í þessum efnum.
Fyrir nökkru var hér í blað-
inu rakia.fheginefnið úr ára-
mótagrrfnym fréttaritara „The
New York Times“, í London,
París og .Washington. Það virt-
ist sameígíniegt álit þeirra, að
stjórnmálamenn í þessum höf-
uðborgum- teldu ekki verulega
stríðshætfo í Evrópu á þessu
ári, en álitu, að hún yrði mest
á árunuill'’ 1952—53. Þá væru
Rússar áð'líkindum orðnir jafn
okar Bandaríkjamanna á kjarn
orkusviðinu og þyrðu af þeim
ástæðum að hefja árás. Það
eina, sem væri líklegt til að
stöðva þá í þeim áformum, væri
það, að Vestur-Evrópa hefði
komið sér upp nógu öflugum
vörnum fyrir þann tíma.
Þeirrar skoðunar gætti þó
nokkuð, að Rússar kynnu að
gera árás á Vestur-Evrópu á
þessu ári af ótta við fyrirhug-
aðan vígbúnað Þjóðverja.
Álit hernaðarráðunauta
brezku stjórnarinnar.
Nú hefir Lundúnafréttaritari
„The New York Times“, Benja-
min Welles, gert þessi mál enn
á ný að umræðuefni, og telur
sig þar hafa heimildir fyrir því,
að hernaðarlegir ráðunautar
ensku stjórnarinnar hafi ný-
lega skýrt henni frá því áliti
sínu, að þeir reikni ekki með
Evrópustyrjöld næstu 18 mán-
uðina. Hins vegar munu þeir
telja, að mikil hætta geti verið
á árás eftir að komið er fram
á mitt árið 1952.
Álit þetta byggja hinir ensku
sérfræðingar m. a. á því, að
Rússar muni ekki hefja árás [
á Vestur-Evrópu, án þess að,
vera færir um að geta gert I
kjarnorkusprengjuárásir á,
helztu borgir og iðjuver Vestur- j
Evrópu og þó einkum borgir og [
iðjuver Bretlands. Rússar megi.
reikna með því, að kjarnorku- !
ver þeirra sjálfra verði eyðilögð
í upphafi styrjaldarinnar og
þess vegna verði þeir að vera
búnir að koma sér upp veru-
legum birgðum af kjarnorku-
sprengjum áður en þeir hefja
styrjöldina. Þess sé ekki að
vænta, að þeir hafi komið sér
upp slíkum bírgðum fyrr en á
síðari hluta næsta árs.
í samræmi við þetta álit hern
aðarráðunauta sinna, stefnir
enska stjórnin að því, að varn-
ir Bretlands verði komnar í
sæmilegt horf ekki síðar en á
miðju ári 1952. Varnarfyrir-
ætlanir Atlanzhafsbándalagsins
eru miðaðar við það sama.
Verður næst ráðizt á
Júgóslavíu?
Benjamin Welles segir í áður
nefndri grein sinni, að hernað
arráðunautar Bandaríkjastjórn-
ar séu ekki að öllu leyti sam-
mála hinum brezku stéttar-
bræðrum sínum. Þeir telji
nokkra hættu á, að Rússar láti
leppriki sín í Austur-Evrópu
hefja árásir strax á næsta
sumri, en reyni hins vegar að
standa hjá sjálfir, a. m. k. að j
nafninu til. Slíkar árásir er
einkum að óttast í Þýzkalandi
og Júgóslavíu.
Samkvæmt greinum, sem'
hinn kunni blaðamaður Drew j
Middleton hefir nýlega skrifað,
í amerísk blöð, er nú talin stór,
um meiri hætta á því, að slik j
árás verði gerð á Júgóslavíu en
Þýzkaland. Þetta stafar m. a.
af því, að Rússar óttast að árás
á Vestur-Þýzkaland, þótt hún
væri að nafninu til gerð af Þjóð
verjum, myndi þegar leiða til
allsherjarstyrjaldar. Hitt er
vafamál, hvaða liðveizlu Titó
myndi fá.
Viðbúnaður sá, sem undan-
farið hefir átt sér stað í lepp-
ríkjum Rússa, er ekki sízt tal-
inn benda til þess, að þeim sé
ætlað að ráðast á Júgóslavíu.
Herinn hefir verið stóraukinn
í öllum þessum löndum og Rúss
ar hafa látið þau fá mjög mikið
af hvers konar hergögnum.
Skipulagningu hinna svo köll-
uðu landvarna hefir verið hag-
að þannig, að mjög fljótlegt er
að hefja innrás í Júgóslavíu.
Ýmsir draga það í efa, hvort
leppríki Rússa ein, þ. e. Búlgar-
ía, Rúmenía, Ungverjaland og
Tékkóslóvakía, séu þess umkom
(Framhald á 6. síðu.j
-------—-------------------
lega fjórlr. nemendur frá Hús
mæðraskóla Reykjavíkur, er
vinna sem. matvinnungar, en
taka ekkL kaup. Nefndin tel-
ur að hér megi fækka um 3—
4 stúlkuf og spara þannig 40
—50 þús,.kr.
Seinast er svo að nefna
heimavist Laugarnesskólans
fyrir veikluð börn. Forstöðu-
konan þar, Vigdís Blöndal, tel
ur heimavist þessa ekki full-
nægja tilgangi sínum lengur
og eigi því að leggja hana nið
ur. Nefndin tekur undir þá til
lögu. HalHnn á heimavist þess
ari varð'143 þús. kr. á árinu
1949.
Nefndin telur, að með um-
ræddum táðstöfunum megi
alltaf lækka rekstrarkostnað
umræddra 7 stofnana um 600
þús. kr. á ári. Enn er þó tal-
inn sú tillaga nefpdarinnar,
sem mestan sparnað á að
geta haft í för með sér, en
hún er sú, að einum manni
verði falin innkaupin fyrir all
ar þessar stofnanir. Innkaup
til þeirra eru nú mjög skipu-
lagslaus og óhagkvæm og for
stöðumönnum þeirra allra
kemur saman um „að Inn-
kaupastofnun bæjarins geri
ekkert gagn í því tilliti að út
vega þeim vörur með hag-
kvæmu verði og þess utan
geti innkaupastofnunin oft-
ast alls ekki útvegað þær vör
ur, sem mest vanhagar um“’
Sú stofnun virðist því verri
en engin.
Nefndarálit þetta er lær-
dómsríkt um þá miklu óreiðu,
sem er ríkjandi í stjórn þeirra
fyrirtækja, sem heyra undir
Reykjavíkurbæ, og mun þó;
hér um þau fyrirtæki bæjar-|
ins að ræða, þar sem sukkið
er einna minnst. Og það spá-
ir ekki góðu um, að endurbóta
megi vænta frá því, sem verj
ið hefir, að bæjarstjórnar- j
meirihlutinn lét það verða
fyrsta verk sitt eftir að um
rædd skýrsla kom fram að fella'
I
tillögu frá Þórði Björnssynij
um að koma innkaupum þess
ara stofnana í sæmilegt
horf. Raunhæfra lagfæringar
verður ekki að vænta meðan
Sjálfstæðisflokkurinn einn
stjórnar bænum.
Raddir nábúarma
Blöð kommúnista og Alþýðu
flokksins halda áfram að
bannfæra gengislækkunina
og kenna henni allt illt. Mbl.
gerir þetta að umtalsefni á
sunnudaginn var og segir
m. a.:
„í þessu sambandi má gjarn
an segja frá því, að þegar að
kratar og kommúnistar keppt-
ust um að lýsa því yfir á Al-
þýðusambandsþingi á s. 1.
hausti að allir erfiðleikar
spryttu af gengisfellingunni,
þá varpaði einn Sjálfstæðis-
verkamaður fram þeiri spurn-
ingu á nefndarfundi, hvort hin
ir rauðu bræður vildu þá ekki
beina þeirri áskorun til Al-
þingis að gengi yrði hækkað
á ný? Þá duttu andlitin af
kempunum. Þeim varð orð-
fall og litu sneypulega í gaupn
ir sér. Þær hliðruðu sér hjá
að svara spurningu Sjálfstæð-
isverkamannsins én sam-
þykktu í stað þess að mótmæla
gengislækkuninni enn einu
sinni!!!“
Hér í blaðinu var einnig
vikið að því í þingbyrjun, að
þ'ngmenn Alþýðuflokksins og
kommúnistar ættu að sýna
það í verki, að þeir tryðu
því sjálfir, sem þeir segðu
um gengislækkunina, og
flytja því frv. um að hækka
gengi krónunnar í það, sem
var fyrir fellinguna. Þá ætti
allt að batna af sjálfu sér,
ef erfiðleikarnir stöfuðu af
gengisfellingunni- Þingið er
nú búið að standa 1 fjóra
mánuði og þessir ágætu þing
menn eru enn ekki farnir að
sýna umrædda trú sína í
verki.
Nýju vísitölulögin
Stjórnarandstæðingar hafa
haldið uppi alveg furðuleg-
um æsingum í sambandi við
vísitölulög þau, sem Alþingi
samþykkti að frumkvæði rík-
isstjórnarinnar nú um helg-
ina. Þeir viðurkenna þó, að
í þeim felist ekki nein ný-
mæli, heldur sé þar aðeins
um það að ræða að skýra
svo ákvæði þeirra laga, sem
sett voru um vísitölugreiðlur
um áramótin, að ekki þurfi
lengur að ríkja neinn vafi
um þau.
Það er vissulega hlægilegt,
þegar blöð stjórnarandstæð-
inga eru að kalla þessi nýju
lög þrælalög. Þau b’nda ekki
að neinu leyti hendur verka-
lýðssamtakanna. Þeim er eft-
ir sem áður frjálst að semja
um grunnkaupshækkanir og
kaupgre ðslur samkvæmt vísi
tölu. Að þvi leyti ganga þau
skemmra en jlög þau, sem
stjórn Stefáns Jóhanns setti
um áramótin 1937—38, er batt
vísitölugreiðslur við 300 stig.
Og þau eiga ekki að neinu
leyti sammerkt við lög þau,
sem Alþýðuflokkurinn átti
þátt í að setja í sambandi við
gengislækkunina 1939, en
samkvæmt þeim voru grunn
kaupshækkanir bannaðar.
Þegar þetta er athugað,
verður það að teljast meira
en furðulegt, að Alþýðuflokk
urinn skuli hnýta sig aftan
í kommúnista og taka undir
þau hróp þeirra, að hér séu
einhver voðaleg þrælalög á
ferðinni.
Sannleikurinn er sá, að
stjórnin hefir ekki viljað fara
þvingunarleiðina. Hún hefir
heldur kosið að treysta á
skilning og þegnskap laun-
þega. Hún treystir því, að
þeir misnoti ekki það vald,
sem þeim er gefið til að knýja
fram kauphækkanir. Hún
treystir því, að þeir sjái, að
nýjar kauphækkanir, eins og
nú er ástatt, bæta ekki kjör
þeirra, heldur stuðla að sam-
drætti framleiðslunnar og
bjóða þannig heim stórauknu
atvinnuleysi og stórfelldri
kjaraskerðingu.
Rannsóknarefni
Samanburður sá, sem Tím-
inn birti á sunnudaginn um
verðlag á smurningsolíum
hjá Olíufélaginu h. f. annars-
vegar og olíuhringunum hins
vegar, hefir að vonum vakið
gífurlega athygli. Hann sýn-
ir, að um fjögurra ára skeið
hefir verðið alltaf verið stór-
um lægra hjá Olíufélaginu en
olíuhringunum og er verömun
urinn hvorki meira né minna
en 56% fyrsta árið. Á sama
tíma var verðlagið næstum hið
sama á Norðurlöndum og i
Bretlandi á smurningsolíum
þeim, sem Olíufélagið og
hringarnir hér seldu.
Umræddur samanburður á
vcrðlaginu hjá Olíufélaginu
og olíuhringunum leiðlr það í
Ijós, að á undanförnum fjór-
um árum hafa smurningsolíu
notendur grætt um þrjár
milljónir króna fyrir atbeina
Olíufélagsins. Ef Oliufélagið
eitt hefði haft innflutning-
inn, myndi þessi gróði smurn
ingsolíunotenda hafa numið
7—8 millj. króna.
Það gæti vissulega verið
rannsóknarefni fyrir opin-
bera aðila að kynna sér hvað
veldur þessum mikla verð-
mun. Og vonandi stendur
ekki á Þjóðviljanum og Mbl.
að stuðla að því, að slík rann
sókn fari fram.