Tíminn - 10.02.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.02.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN, laugardaginn 10. febrúar 1951. 34. blað Nauðvörn dómsmálaráðherrans Blöðin hafa skýrt frá um- æðum á Alþingi um vínveit- ingaleyfi lögreglustjórans í Seykjavík. Þær umræður, og þó einkum Játtur dómsmálaráðherrans i þeim, er svo merkur atburð ar, að ástæða er til að gefa ærstakan gaum. Dómsmálaráðherrann hélt! pvi fram, að lögreglustjóri ■ nefði hagað sér rétt í þess-1 im malum, framkvæmd hans væn eins og alltaf hefði tiðk j ASt og iíkur væru til að alltaf | aefði verið ætlast til og gert :að fyrir, en hinsvegar væri „mjög erfitt“ að átta sig á jví, hvað felist í reglugerð- nni. Hér skal nú reynt að athuga pessi atriði öll og hvert fyr- .r sig: Hvað felst í reglugerð- „nni? Hvernig hefir hún ver- ,ö framkvæmd? Er núverandi .ramkvæmd að lögum og eins jg alltaf hefir viðgengizt? Það er vitanlega svimandi íæð frá próflausum múga- nanni eins og mér til há- nenntaös gáfumanns og fyrr /erandi prófessors í lögum. En ætti hér ekki hlut að máli jafnvirðuleg persóna og dóms nálaráðherra rík'isins, finnst ner vorkunn, þó að læddist að /enjulegum mönnum sá grun ir, að gafur og menntun væri íotað tii að reyna að hártoga .æmilega glögg ákvæði. En jr þvi að ráðherrann er í vafa im rettan skilning reglugerð irinnar er sjálfsagt að gefa jonum bendingar, sem til íioggvunar kynnu að geta jrðið. paö er önnur málsgrein 17. greinar áfengislaganna, sem ,veður á um rétt lögreglu- ,tjora í þessum efnum, en íún er svo: „Ekkert félag manna ,ua hafa um hönd í félags >kap áfengisveiting ar né /heldur má áfengisnautn tara fram í félagsherbergj iim, hvort sem þau eru í núsi félagsins eða annarra >iema leyfi lögreglustjóra Komi til“. i greinargerð þeirri, sem rumvarpinu fylgdi, segir um ætta akvæði, að það sé „^ett til að koma í veg fyr ir, að farið verði í kring- am bann við veitingum á- lengra drykkja með mála- inyndafélagsstofnunum, sem auðvelt er að fá að- gang að.“ , pað þarf óvenjulegan mann il að telja sér trú um, að jetta ákvæði hafi átt að ná ,il felaga og samkvæma, þar em hver sem vildi, gat keypt ,íg inn. Gunnar Thoroddsen og Jíarðar Þorsteinsson vildu ireyta frumvarpinu og heim la íieiri vitingahúsum rétt il áfengissölu. Um þá breyt- ngartillögu sagði Gunnar nhoroddsen meðal annars: „Ennfremur sjáum við •Kki ástæðu til, að í kaup- stöðum utan Reykjavikur ,e lagt blátt bann við vín- veitingum“. Gunnar Thoroddsen skyldi ifengislögin þá á þann veg, ið þar sem breytingartillaga íans var felld, legðu þau „blátt bann“ við vínveiting- im á öllum veitingastöðum andsins, nema þeim eina, ;em undanþágu fengi, — Hót el Borg, þrátt fyrir ákvæði im rétt lögreglustjóranna> Finnur Jonsson taldi lika á nið. ikudaginn, að þegar hann Eftir Ilalldór Krisljáiisson var ráðherra, hefði verið venja að veita leyfi fyrir inn anfélagsmót og samsæti en ekki almennar samkomur, sem hver sem vildi gæti kom Izt á. Dómsmálaráðherra sagði að árið 1945 hefðu verið veitt 423 vínveitingaleyfi og átti það að sanna, að sami háttur að meginstefnu hefði verið á þessum málum þá og nú. Hér mun þó vera um allt ann að að ræða, og þetta alls ekki sambærilegar tölúr. Annar þeirra þingmanna, sem reyndi að liðsinna ráðherran um, Jóhann Hafstein, glopr- aði því út úr sér, að á þeim tímum hefði þurft sérstakt leyfi, ef veizla stóð lengur en til hálf tólf á Borginni. Þetta gat ráðherrann ekki um, enda var það heppilegra fyrir mál- stað hans, að það væri ekki athugað, því að ef menn gera sér þetta ljóst, sjá þeir, að hér er ekki um sambærilegar tölur að ræða, og sönnunar- gildi þeirra því annað og ó- líkt minna en ráðherrann vildi telja. En móti þessum 423 annars konar leyfum ár- ið 1945 koma 1100 leyfi árið 1950. Dómsmálaráðherra ætti ef til vill hægra með að glöggva sig á þessum hlutum, ef hann lætur gera skrá um leyfin á hverju ári síðan 1945 og sund urliðar þar hvaða félög hafa fengið þau og hvar þau hafa verið notað. Slík skýrsla myndi sýna það bezt, hvort framkvæmdin hefir alltaf verið eins og hvort nokkur breyting hafi orðið á henni eftir að Sjálfstæðishúsið kom til sögunnar. Reglugerðin segir svo, að ekki megi lögreglustjóri leyfa vínveitingar „nema í veizlum samsætum og öðrum slíkum samkvæmum, þar sem sýnt er, að félagsskapurinn í heild eða einstakir þátttakendur í honum hafa ekki fjárhagsleg an hagnað af“. Dómsmálaráðherrann sagði, að þegar um það væri að ræða, að félög græddu á á- fengisveitingum, þar sem þau rækju skemmtistaði, væri það vitanlega „veitingasalinn en ekki undanþáguhafinn, sem hefir hagnaðinn“. Þetta kann að vera mælt af miklum lögfræðilegum lær- dómi, en þegar ég heyrði það, kom mér í hug hið forn- kveðna: „Hinn mikli lærdóm ur þinn gerir þig æran“. Það er misbrúkun á mann- legri skynsemi, að fara svona með hana. Það sem hér skipt ir máli er það, að „undan- þáguhafinn“ getur orðið og verður „veitingasali“, sem græðir á vínsölu einungis vegna þess, að hann er „und- anþáguhafi“. En það er hægt að komast að furðulegri nið- urstöðu á margan hátt, ef sér hver aðili og þegn verður gerð ur að mörgum óskildum aðil- um með því að nota um hann ýms lögfræðileg hugtök eins og sali og hafi. Og vandséð er hvernig gengi að framfylgja lögum og reglum um verzlun armál, ef „hafinn“ væri laus undan skyldunum, þegar hann kæmi fram sem „sali“. Ef þessi túlkun dómsmála- ráðherrans yrði almennt upp tekin, hygg ég að víða mætti leiða snernmbæra kú eða riða fylfullri meri um þau göt, sem kæmu á löggjöf landsins. Þá segir enn í reglugerð- inni: „Ekki má heldur veita slík leyfi til vínnautnar í samkvæmum, sem haldin eru á veitingastöðum, ef ætla má að til þeirra sé stofnað í tekjuskyni fyrir veitingahúsið.“ í tilefni af þessu sagði dómsmálaráðherra, að vitan lega tæki ekkert veitingahús að sér að hafa veizlur nema 1 því skyni, að hafa af því tekjur og vildi hann því líta svo á, að hér væri lagt blátt bann við öllum undanþágum, ef bókstaflega væri farið eftir reglugerðinni. Þetta er hártogun: Reglu- gerðin segir ekki „ef ætla má að veitingahúsið hafi tekj ur af samkvæmum" heldur „ef ætla má, að til þeirra sé stofnað í tekjuskyni fyrir veitingahúsið“. Það mætti ætla, að flestir gætu fundið muninn á þessu og af því ég hélt, að um dómsmálaráð- jherra mætti segja líkt og J fornkappann, sem var vitur j maður „þegar hann fengi stillt sig fyrir ofsa sakir“, þá skil ég ekki annað en hann átti sig á þessu. Félag, sem heldur árshátíð eða afmælis- minningu fyrir félagsmenn og boðsmenn þeirra er ekki líklegt til að stofna til þess í tekjuskyni fyrir Borgina eða Sj álfstæðishúsið, þó að þessi hús hafi tekjur af samkvæm unum. Öll þessi vörn dómsmála- ráðherrans minnir á nauð- vörn og er meira að segja svo ósköp fátæk að gagnlegum rökum, að hún ætti að geta sannfært hvern meðalmann um að þau liggja ekki á lausu, úr því þau koma ekki fram hjá slíkri höfuðkempu. Ráðherrann sagði, að vín- lausar skemmtanir væru svo illa sóttar, að rekstur þeirra borgaði sig ekki, enda væri drykkjuskapur oft verri á þeim samkomum, sem ekki hefðu frjálsa vínsölu. Það er nokkuð utan hjá aðalefni þessarar greinar að ræða per I sónuleg sjónarmið en mitt á- i lit í þessu sambandi er það, . að almennar skemmtanir | mættu vel vera nokkru færri en nú er. Það er ef til vill J ekki brýn nauðsyn, að full- skipuð séu á hverju kvöldi | þau 16 þúsund sæti, sem bíða á skemmtistöðum í Reykja- vík. Það eru til aðilar, sem hafa haft dansleiki lausa við ölv- un, og nefni ég þar skemmti- félög templara og Ungmenna félag Reykjavíkur. Ég teldi heiðarlegra að hlynna að slíkri starfsemi en að tor- velda hana. Hvað sem segja má um ölæði hjá öðrum, sann ar sá samanburður það eitt, að veldur hver á heldur. Lög- reglustjóri gæti þá lokað þeim húsum, sem láta viðgangast „svívirðilegan“ drykkjuskap, en falið hinum aö stjórna skemmtanalífinu, þeim sem hafa manndóm til að bægja ölvuðum mönnum frá þar til af þeim er runnið. Þetta væri gert, ef framkvæmdin öll mótaðist ekki af smekk og kröfum þeirra, sem telja sig fullboðlega hvar sem er 1 skemmtanalífi, þó að þeir (Framhald á 7. siðu.) Móðir í Reykjavík hefir beðið mig fyrir pistil þann, sem hér fer á eftir. Að sönnu má segja, að málin hafi skýrzt síðan hún skrifar bréf sitt, en það er þó fyllilega tímabært ennþá, enda eru þessi mál öll mjög til um- ræðu, en bréf móðurinnar er á þessa leið: „Skömmu eftir nýár hitti ég kunningjakonu mina. Hún var döpur og niðurdregin. Ég spurði hana hvað amaöi að: Það er drengurinn minn. Þó ég eigi hann ekki sjálf, hefi ég borið eins mikla umhyggju fyrir hon- um eins og hann væri mitt barn. Og nú er hann farinn að drekka. Ég sem hefi haldið að hann væri í svo góðum félags- skap í íþróttafélögunum og hefi haldið honum að þeim í góðri trú. En svo kemur hann hvað eftir annað drukkinn af skemmt unum íþróttafélaganna, og þeg ar ég tala um þetta við hanrr, snýst hann illa við og svarar því einu, að þetta geri allir félagar sínir meira og minna og hann verði viðundur í þeirra augum, ef hann sé ekki með. Þetta þykir mér hálf hart að 18 ára unglingur, sem haldið er að íþróttafélögunum í góðri trú skuli hafa óreglu eina upp úr þeim kynnum. — Við töluðum um þetta fram og aftur konan og ég og hún sagði mér sitt af hverju. Nú hefir vínveitingum hjá í- þróttafélögum og víðar verið hreyft opinberlega, og er von- andi að skorið verði hreinlega úr því og það sem fyrst, hvort lögreglustjóri getur haldið á- fram á þeirri braut að gefa leyfi til að allt fljóti í áfengi á öllum skemmtistöðum, hvort sem hálfgérð börn eins og fjöld inn í íþróttafélögunum er, eiga hlut að máli eða ekki. Því kunn ugir vita ekki tll að spurt sé um aldur á skemmtunum, þeg*- ! ar staupið er selt. I 1 Einn er sa maður, sem marg- ir hafa vænst að íegði eitthvað til mála í þessum málum en hef ir mér vitanlega þagað. Það er íþróttafuiltrúinn, hinn opin- beri aðili iþróttamálanna á Is- landi. Telur hann ekki eins og ég og fleiri, að sæmd íþrótta- hreyfingarinnar liggi við, ,að þessi blettur sé af henni þyeg- inn, og telur hann ekki skyídu sína að gera sitt til þess. Von- andi lætur íþróttafulltrúi eitt- hvað heyrast frá sér svo menn geti áttað sig á, hvers má vænta af hans hendi. Það eru fleiri en konan, sem ég sagði frá í upphafi, sem hafa áhyggjur af samkvæmislífinu og börnum sín um. En ömurlegast er þegar allur sá óþverri, sem vínveit- ingunum fylgir, virðist njóta ein hverrar blessunar eða minnsta kosti skjóls sumra og afskipta- leysis og tómlætis annarra op- ( inberra embættismanna.“ i Forustumenn íþróttahreyfing arinnar hafa látið í ljós ógeð sitt á vínveitingum íþróttafé- laganna. Á þessu stigi er senni- lega lítið hægt að gera nema tala um málin, en vitanlega kemur annað raunhæfara og á- hrifameira á eftir orðunum áð- ur en málið er tekið af dags- skrá. Starkaður gamli. Samkvæmt heimild í 28. grein útsvarslaganna nr. 66/1945 hefir bæjarstjórnin ákveðið að innheimta fyrirfram, upp í útsvör til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1951, hjá hverjum gjaldanda sem svarar 50% af útsvarinu 1950, með gjalddögum 1. marz, 1. april. 1. maí og 1. júní, sem næst 1/8 af útsvarinu 1950 hverju sinni, þó þannig að greiðslur standi jafn- an á heilum eða hálfum tug króna. Borgarritarinn. •< Aðvörun um viðurlug vc$£na vanskila á söluskattí Hér með er alvarlega skorað á þá, sem enn eiga ó- greiddan söluskatt fyrir árið 1950, að ljúka greiðslu hans hið allra fyrsta. Söluskattur 4. ársfjórðungs 1950 féll í gjalddaga 15. janúar s. 1. Hafi einhver eigi greitt skattinn innan mánaðar frá gjalddaga, þ. e. í síðasta lagi 15. febrúar, skal hann greiða 1% í dráttarvexti fyrir hvern byrjað an mánuð frá gjalddaganum. Þá mun og atvinnurekst ur þeirra, sem eigi hafa skilað skattinum, verða stöðv- aður þar til full skil eru gerð, samkv. heimild í 4. máls- gr. 2. gr. laga nr. 100 frá 1948, sbr. lög nr. 112 frá 1950. Tollstjóraskrifstofan. Hafnarstræti 5. l • <***»«

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.