Tíminn - 10.02.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.02.1951, Blaðsíða 8
„ERLEIVT YFIRL1T“ t DAG: Ólqun í Téhkóslóvuhíu 35. árgangur. Reykjavík, „Á FÖRIVEM VEGF I DAG: Tillitsleysi — smehhleysi 10 febrúar 1951. 34. blað Nýtt stjórnarfrumvarp á Alþingi: Teknar verði 15 milj. kr. að láni til að auka starfsfé landbúnaðarins Unnið að því að breyta eldri lánnni ves'na togarakaupa og’ bæta aðstöðu iðnaðarins í gær var lagt fram á Alþ:ngi stjórnarfrumvarp, þar sem lagt er til að ríkisstjórn nni verði ve:tt heim'ld t:l að taka að láni allt að 43 millj. kr., eða jafnvirði þeirrar fjárhæð- ar í erlendum gjaldeyri. Er farið fram á þessa heimild til að afla fjár vegna togarakaupanna í Bretlandi, lánsfjár handa Búnaðarbankanum og handa iðnað'num. Til togarakaupa, Iand- búnaðar og iðnaðar. Af þessari upphæð er ætl- j azt til að heimilt sé að verjaí 25 milljónum króna til greiðslu á eftirstöðvum af kostnaðarverði þeirra 10 tog- ara, sem rikisstjórnin á í smíðum í Bretlandi, allt að 15 millj. kr. má stjórnin verja til að lána Búnaðarbanka ís- lands með sömu kjörum og lánið verður tekið. Loks eru svo þrjár millj. ætlaðar til iðnaðarlána, enda verði á- kveðið með lögum um tilhög- un iðnaðarlána. Eldri Iánum breytt í frambúðarlán. í greinargerð fyrir frum- varpinu segir svo: Lántökur erlendis vegna togarasmíðanna nema nú um 71 millj. ísl. kr., og eru þá notaðar til fulls þær lántöku heimildir, sem veittar hafa verið. Af þessu eru tæpar 16 millj. kr. bráðabirgðalán til eins árs, en um 55 millj. eru frambúðarlán, sem kaupend- ur togaranna taka að sér. Það þarf þvi að útvega, ef mögu- legt er, nýtt lán erlendis, til þess að greiða upp nefnd bráðabirgðalán vegna togar- anna. Enn fremur þarf láns- fé til þess að brúa bilið á milli kostnaðarverðs togar- anna annars vegar og erlendu lánanna, að viðbættri útborg un kaupendanna, hins vegar. Þykir vissara að gera ráð fyr- ir, að á þurfi að halda allt að 25 millj. kr. í þessu skyni, þó komið geti til mála, að ekki þurfi alveg svo háa fjárhæð. Er þess vegna ætlazt til, að 25 raillj. af þeim 43 millj. kr„ sem frumvarpið gerir ráð fyr- ir að teknar verði að láni, gangi til þess að standa und- ir togarakaupunum. Jafn- framt yrði þá bráðabirgða- lánið, tæpar 16 millj. krónur, sem tekið var samkvæmt lög- um frá 1950, greitt upp. Sú lánsheimild yrði þá ekki not- uð framar. Aukið starfsfé Búnaðarbankans. Athugað hefir verið um lánsfjárþörf landbúnaðarins til þeirra framkvæmda, sem stofnlánadeildum Búnaðar- bankans er ætlað að lána til. Kemur þá i ljós, að á næstu misserum verður að útvega Búnaðarbankanum nýtt starfsfé, sem nemur mörgum tugum milljóna kr„ ef unnt á að vera að halda áfram svip aðri lánastarfsemi og nú til þessara framkvæmda. Það væri mikíð áfall fyrir þjóðina, ef nú þyrfti að minnka lánveitingar til slíkra framkvæmda i landbúnaðin- um og þar með draga stór- kostlega úr þeim. Þess vegna er farið fram á, að heimilað verði að allt að 15 millj. kr. af því fé, sem tekið yrði að láni, verði endurlánað Bún- aðarbankanum, til þess að j auka starfsfé stofnlánadeilda I hans. Yrði þó aðeins um bráðaJ birgðaráðstöfun að ræða á meðan leitað yrði leiða til þess að útvega meira fjár- magn. Lánsfé handa iðnaðinum. Það hefir verið sýnt fram á, að iðnaðurinn þarf aðgang að meira lánsfé en verið hef- ir til þessa. Liggur fyrir al- þingi frumvarp til laga um stofnun sérstaks iðnaðar- banka. Einmitt nú stendur yfir á vegum ríkisstjórnarinn ar allsherjarathugun á banka kerfi landsins og bankalög- gjöf. Það þykir því ekki tíma bært að setja nýja löggjöf um fyrirkomulag lánastarf- semi til iðnaðarins nú á þéssu þingi, þar sem það er eitt þeirra málefna, sem til at- hugunar koma við þá end- urskoðun, sem yfir stendur, hvernig þeirri lánastarfsemi verði heppilegast fyrir kom- ið í bankakerfinu. Hins vegar þykir rétt, að nú þegar verði heimiluð lántaka vegna iðn- aðarins, og yrði þá síðar lög- fest á hvern hátt það lán yrði notað til þess að bæta úr lánaþörf iðnaðarins. Með þessu móti vinnst það, að hægt er að nota tímann til þess að leita fyrir sér um lán- ið, á meðan endurskoðun á bankakerfinu og bankalög gjöfinni fer fram. Næturferðir togara upp við land á Snæfellsnesi S’úmenn þar orðnir kvíðandi um framtíð sína vegna va'xandi ágangs veiðiþjófa Frá fréttaritara Tímans í Ólafsvík. Togarar gerasl ttú. mjög nærgöngulir við báta frá verstöðv- nnum á SnæfeirsöáESJ. Eru orð n svo mikil brögð að því, að togað sé yf’r línur bátanna, að þeir eru nú hættir að geta lagt linuna á sín b$ztu mið. Toga erlendir togarar miskunn- arlaust í landhelgLÉJínkum eru þó brögð að þessu á næturnar, * r ■ ■ -w - - , c , , , r , en þá koma þeir alveg upp undir land. .. - ;*•: ■- /. dæmi. Togararnir eru ekki síður nærgöngul.r utar við nes ið og e nnig þar töga þeir al- Inflúenza á tveim bæjum í Rangár- vallasýslu Frá fréttaritara Tímans á Hvolsvelli. Inflúensa er komin á tvo bæi í Rangárþingi — Efra- Hvol í Hvolhreppi og Tuma- staði í Fljótshlíð. Mun hún hafa borizt með manni aust- an af Fljótsdalshéraði, er kom á þessa bæi báða, og er um það bil vika síöan. Bæirnir hafa verið einangraðir, svo að veikin hefir ekki borizt út, enn sem komið er. Hætt er þó við, að hún ber- ist senn í héraðið vegna sam gangna við Reykjavík. Egiptinn Saddie Ahmed hefir vakið á sér mikla athygli. — Hann hefir sjálfur skýrt svo frá, að hann hafi gifst 42 sinnum. Reynsla hans er þessi: Ást kvenna er í réttu hlutfalli við gullið, sem lagt er að fótum þeirra. Her S.Þ. þokast norður á bóginn Hersveitir S.Þ. í Kóreu sóttu nokkuð fram í gær, eink um á vesturvígstöðvunum. — Þorp var tekið fimm kíló- metra frá Seoul og framsveit- ir komust allt að Han-fljóti. Barizt er um bæinn Yongdon. Norðanmenn og Kínverjar veittu víða allsnarpt viðnám, en urðu að hrökkva fyrir liði andstæðinga sinna. Rætt um friðar- samninga við Japani Dulles, sendimaður Tru- mans, ræddi við Mac Arthur 1 Tókíó í gær, og var umræðu- efni þeirra friðarsamningar Bandaríkjamanna við Japani. Þegar Dulles fer frá Japan mun hann halda til Filipps- eyja, Nýja-Sjálands og Ástra- líu. — Vaxandi áhyggjur sjómanna. Mörg undanfar n 4r hafa togarar, einkum erlendir, ver ið tíðir gestir á miðum línu- bátanna úti fyrir, Snæfells- nes:. Sjaldan eða aldrei hafa þó verið meiri brögð að þess- um heimsóknum en nú í vet- ur. Er svo komið. að fiskimenn á Snæfellsnesi eru orðn'r al- varlega uggandi um sinn hag, ef ekki verður bráðlega breyt ing, sem um munar, á þessu óviðunandi ástandi. Toga yfir línurnar. Upp á síðkastið hafa verið ágætar gæftir vestra. Bátar hafa róið dag hvern í góðu sjóveðri, en komið að landi með lítinn afla. Venjan hefir verið sú, að þegar út á miðin kemur, eru togararnir þar fyr ir, eða í grenndinni. Eru þe!r að toga á þeim miðum, þar sem sjómenn vildu helzt leggja línur sínar. En leggi þeir of nærrl þeim, eiga þeir á hættu, að togað sé yfir lín- una og meiri og minni skemmdir og eyðileggingar fylgi. Hafa bátar í vetur þann ig orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni af völdum togaranna. Toga upp undir land. Oft eru togararnir í land- helgi að toga. Einkum eru þó brögð að því á næturnar, en þá er algengt að þeir togi mjög nærri landi og skrapi botninn rækilega upp undir landsteina. Einkum eru það þ-ó útlendir togarar, sem eru svo bíræfnir að toga svo nærrl landi. Ól- afsvíkingar þurfa ekki að fara langt til að sjá á kyrrum vetr- arkvöldum ljós hinna erlendu veg upp við land, ekki slzt þar, sem byggðin er strjálli. Vantar varðskip. Fisk'menn á Snæfellsnesi hafa þráfaldlega bent á þá hættu, sem þeim er búin vegna eyðinga fiskimiðanna af völdum h'nna bíræfnu veiðiþjófa. Hafa Snæfelling- ar óskað eftir því, að varðskip væri að minnsta kosti tíður gestur á þessum slóðum og ef vel ætti að vera, telja þeir fulla nauðsyn, að bátarnir, sem róa frá verstöðvunum á Snæfellsnesi, hafi varðbát til verndar við línuveiðarnar á miðunum, meðan á aðalvertíð inni stendur. En það er em- mitt sá tími, sem mest hætta er á ásókn togaranna við Snæ fellsnes. Þegar kemur fram á vorið, sækja togararnir svo alla jafnan me'ra suður og eru þá tíðir gestir á miðum Suðurnesjabáta og valda þar oft miklum spjöllum á vorin eins og kunnugt er. Hreindýr á skozku heiðarnar? Bretar hafa um þessar mundir uppi ráðagerðir um það, að flytja inn hreindýr frá Lapplandi og koma upp hreindýrahjörðum, sem látn- ar verði ganga á skozku heið unum. Er talað um að fá fyrst í stað 25 undaneldisdýr frá Lapplandi. Það er búizt við, að þessari veið'biófa beear beir eru í hugmynd verði vel tekið 1 veið.þjoia þegar þeir eru i jSvIþjóð Annars hefir gengið landhelginni, að toga, eða færa sig stað úr stað við ströndina. En þetta ástand er ekki e:ns Hafnarverkföllin í Englandi magnast 7000 liigðn niður vinnu í Uomlon í gær Verkfall hafnarverkamanna í Englandi breiðist nú út og fara átökin harðnandi, einkum síðán stjórnin lét leiða fyr- ir rétt menn, sem fyrir verkföllunum stóðu. 7000 hafnarverkamenn í London lögðu niður vinnu í gær, og bíður nú á hafnar- bökkunum mikið af vörum, sem láta átti í skip. Verka- menn þessir lögðu niður vinnu til þess að mótmæla handtöku verkfallsforsprakka í London og Liverpool. Nokkrir verkfailsmenn voru leiddir fyrir rétt í London í gær, og safnaðist þá mikill mannfjöldi saman úti fyrir dómhöllinni, og varð lögregl- an að skerast í leikinn og dreifa mannfjöldanum. Kom þar til nokkurra átaka, og virtist þó um skeið horfa mun ófriðvænlegar. miður vel að fá markað fyrir hreindýrakjöt það, sem fram- leitt er í Svíþjóð. Hafa farið fram samningaumleitanir við Frakka og Bandaríkjamenn, og nú síðast við Arabat og þykir nokkur von um. að tak- ast megi aff selja þeim reykt eða þurrkað hreindýrakjöt, því að þeir telja svínakjöt óhreina fæðu. Það þykir sennilegt, að það myndi fremur kenna mönn- um átið á hreindýrakjöti en hitt, þótt hreindýrarækt væri tekin upp á sRbzku héifftúltim. MÖNDLUTRÉ OG ERJITR Churchill gerir nú sem kunnugt er, hörð áhlaup á verkamannastjórnina brezku. Er hann tiltölulega nýkom- inn heim úr leyfi, er hann varði til þess að mála möndlu tré, er nú eru í vorskrúða, í bænum Marrakech við Tin- erhir-óasann í Suður-Atlas- fjöllum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.