Tíminn - 14.02.1951, Side 3

Tíminn - 14.02.1951, Side 3
37. blað. TÍMINN. miðvikudaginn 14. febrúar 1951. 3 'I í slen.dingaþættir Dánarminning: Guðrún Bjarnadóttir, Hofsnesi Guðrún Bjarnadóttir lézt ] 22 des. s. 1. að heimili sínu Hofsnesi í Öræfum, 82 ára að aldri. Hún var fædd í Skafta- felli 23. júlí 1868 og var kom- in af ætt þeirri, sem setið heíir þann stað samfleytt a- m. k. tólf mannsaldra. Guð- rún var fjórði maður frá hin- um nafntogaða hagleiks- mann', Jónasi Einarssyni í Skaftafelli. Á æskuárum vann Guðrún að búi foreldra sinna innan húss og utan og sýndi hugrekki og þrek í glimunni við hina stórbrotnu og ómildu náttúruöfl. Hálfþrítug giftist hún Sigurði Þorsteinssyni frá Hnappavöllum. Settu þau sam an bú á Hofsnesi og bjuggu þar þrjátíu ár, unz Sigurður féll frá í ársbyrjun 1922. Færð ist þá forsjá heimilisins á hendur barna þeirra, sem þá voru fulltíða, en hjá þeim átti Guðrún öruggt skjól til æviloka. S'gurður og Guðrún eignuðust tvo sonu og fjórar dætur. Annar bróðirinn tók við búi á föðurleifðinni. Þegar hinn bróðirinn var um þrítugt lagðist á hann þungbær sjúk dómur, er leiddi hann til Byggingar Athugaseiml vlð Iiók frú dóttur „f faðrnl dauða hálffertugan. Tvær dæt urnar eru húsíreyjur heima í sveitinn5. en tvær hafa flutzt til Reykjavíkur. Um síðast 1 ðin aldamót var högum þannig háttað, að | hjón, sem voru að ala upp barnahóp, gátu ekki leyft sér; neinn munað og þá skorti mörg þægindi, sem nú eru talin sjálfsögð. Voru þau Sig- urður og Guðrún að því leyti börn síns tíma. Eigi aö síður hefir verlð bjart yfir heinrlis lífinu á Hofsnesi. „Lærðist þar að unna, una, á að trúa, voná, muna feg- urð ykkar, líf og land“. Átti húsfreyjan vissulega sinn þátt í því að móta heimilið, þar sem hún gekk um rann- inn meira en hálfa öld, hóg- lát í daglegri umgengni, hug- rökk, þótt syrti að. Guðrún á Hofsnesi lagði fram starfs- krafta sína alla í sömu sveit- inni og brást aldrei þeim skyld um, sem á henni hvíldu. Þess minnast sveitungar hennar nú með hlýjum huga, þegar leiðir skilja. P. Þ. á Mosfelli Elínbor^ar Lárus- sveitanna“ Nokkrir Grímsnesingar hafa! bent mér á að lesa bls. 188 í síðustu bók frú Elínborgar! Lárusdóttur: í faðmi sveit- anna, endurminningar Sigur- jóns Gíslasonar. Þetta hefi ég gert, og ég las einnig frá-1 söguna næstu á undan. Er þar j gefið ýtarlegt yfirlit yfir bygg ingaframkvæmdir síra Ingi-| mars Jónssonar á Mosfelli, j þau ár, sem hann var prestur. j Þar segir svo: Enginn prest j ur, sem sat á Stóra-Mosfelli í minni tíð, gerði eins mikið fyrir jörðina og síra Ingimar .... Hann byggði stórt og vandað íbúðarhús.... Stór j heyhlaða var þar, en rétt eft- ir að síra Ingimar kom, j hrundi annar veggurinn, og varð að byggja hann uppj sama sumarið. Hann byggði öll peningshús nema fjósið.. .. Eldiviðarkofa og skemmu byggði hann upp. ...“ En á bls. 188 er sagt frá síra Guðmundi Einarssyni ,er tók' við Mosfelli af síra Ingimar j vorið 1928. Um byggingar: hans á jörðinni segir: „að! hann byggði við íbúðarhús-! ið og urðu þá fjögur herbergi' til viðbótar. Miðstöð lét hann! leggja í húsið....“ „Lítið varj . nú samt gert að, peningshús- um. Þau hafa smásagt af sér og munu vera mjög léleg orð- ín.“ Lesandinn ályktar, að úti- húsbyggingar síra Ingimars standi enn, hrörlegar og að falli komnar eftir 20 ára van- rækslu í tíð síra Guðmundar. En þe'gar ég tók við Mos- felli eftir lát síra Guðmundar Einarsson, vorið 1948, mun ekki hafa fylgt jörðinni einn kofi, líklega ekki einn vegg- ur, er síra Ingimar hafði látið byggja, nema íbúðarhúsið. — Síra Guðmundur gaf ekki byggingum síra Ingimars mik inn tíma til að smásegja af sér, því að hann reif þær til grunna og byggði aðrar veg- legri og varanlegri, og nýtur þeirra enn. Tveimur árum eft ir að hann. tók við Mosfelli byggði hann þar nýtízku fjós yfir 14—16 nautgripi. Er þar sjálfbrynning, haughús og for. Heyhlöðu byggði hann fyrir c. a. 600 hestburði af heyi og stórt geymsluhús með sal til vélageymslu. geymslu- herbergjum og geymslulofti. Allt er þetta, hlaða, fjós og geymsluhús, ein samfelld bygging og blasir við af þjóð- veginum. Sauðahús og hlöðu lét hann helluleggja og hlóð upp veggi meöfram því, og sléttaði gönilu bæjarrústirn- ar. Ýmsar torfbyggingar, sem ekki fylgja jörðinni nú, end- urbyggði hann eða byggði nýjar, og standa sumar enn. Þá gerðu þau hjónin, sira Guðmundur og frú Anna Þor kelsdóttir, fagran trjágarð og blómagarð, sem til mikillar prýði er Mosfellsstað. Síra Guðmundur lét einnig mjög lagfæra kirkjugarðinn og beitti sér fyrir því, að kirkj- an var endurbætt og gerð sem ný fyrir aldarafmæli henn- ar. Var smíðavinnu að mestu lokið, er síra Guðmundur féll frá. Þá stórbætti síra Guðm. íbúðarhúsið á margan hátt. Einnig gerði hann nokkrar jarðarbætur, túnasléttur og framræslu. — Af þessu er ljóst, að þau Sigurjón sál. á Kringlu og frú Elinborg hafa villst æðilangt frá veruleik- Sáðmaður Suðurnesja Eftis* Ilinrik ívarsson. Merkinesi litan úr heimi Sauðfjáreign í heiminum. Talið er að í fyrra hafi verið til 750 milljónir sauðfjár í heiminum og hefir fé fjölgað á síðustu árum. I Ástralíu er nú talið að séu 114 milljónir fjár en fyrir þremur árum voru þar 94 milljónir. Búizt er við, að fé fjölgi þar enn. Þar í landi eru nú tekin til fjárbeitar víðlend svæði, sem strútar og kengúrur hafa ver- ið ein um að nytja til þessa. Þar eru nú gróðursettar jurtir, sem þykja góð beitargrös og auk þess stuðla að miklum ullarvexti. Jafnframt'þessu er reynt að gæta þess, að beitar- þoli landsins sé ekki ofboðið. Það er hið háa ullarverð, sem .knýr Ástralíumenn til að fjölga fé sínu. ★ Kanínuplágan í Ástralíu. Talið er að ef Ástralíumönn um tæk,ist að útrýma kanínum bæri land þeirra 15—20 milljón um fleira af sauðfé. Ennþá hefir þó gengið illa að fækka þeim. Meðal annars hefir ver- ið reynt að sýkja kanínurnar með hættuiegum lúsum, en þær, sem heilbrigðar eru, þola ekki samneyti hinna, sem lús- ugar eru, en taka þær og henda þeim út, ef þær koma í bæli til heilbrigðra. ★ Vill ekki nýtt Stokkhólmsávarp. Samkvæmt frásögn í „Stock holms Tidningen“ hefir sænska stjórnin nýlega neitað 12 þekktum kommúnistaleið- togum frá Austur-Evrópu og Kina um leyfi til að koma til Svíþjóðar. Stjórnin hafði grun um, að erindi þeirra til Sví- þjóðar væri að setja einhverja svokailaða „friðarráðstefnu", sem ætti að ganga frá nýju Stokkhólmsávarpi. Svíar óska ekki eftir því, að kommúnistar kenni fleiri friðarávörp sín við Stokkhólm eða aðra staði þar í landi. ★ Hótunarbréf til Trumans forseta. Daglega berast Truman for- seta þúsundir bréfa um hin ólíkustu efni. Sum þeirra eru hótunarbréf, þar sem forsetan- um er hótað líkamlegum meið ingum, ef hann geri ekki hitt eða þetta. Árið 1949 bárust forsetanum 1900 slík bréf, en allmiklu fleiri á s. 1. ári. * Vilja fækka íbúum . Moskvu. Samkvæmt frásögn norsku skáldkonunnar, Lise Lindbæck er nýlega var á ferð í Moskvu, vinna Rússar nú kappsam- lega að því að fækka íbúum í Moskvu. fbúatala borgarinn- ar jókst mjög á stríðsárun- um og er nú um sex mllljón- ir. Rússneska stjórnin vill helzt ekki hafa þar fleiri íbúa en 5 milljónir. Mikill áróð- ur er því rekin í því augna- miði, að Moskvabúar flytji til þeirra staða, þar sem Rússar eru að reisa nýjar borgir og iðjuver. Engar nýjar verk- smiðjur hafa verið byggðar í Moskvu seinustu árin, en þó hafa byggingaframkvæmdir verið þar miklar, einkum á seinasta ári. anum, er þau vildu gefa mynd af framkvæmdum síra Guð- mundar Einarssonar á Stóra- Mosfelli. Þetta leiðrétti ég hér með, svo sem mér er skylt. En leið- rétting í blaði gleymist fljótt, og bókin heldur áfram að bera fram hið ósanna. Vill ekki höfundur láta prenta á smámiða athugasemd við bls. 188 og festa inn í þau eintök bókarinnar, sem enn kunna að vera óseld af upplaginu? Ingólfur Ástmarsson, sóknarprestur, Mosfelli. Laugardaginn 20. jan. þ. á. er í „Tímanum" viðtal við „Suðurnesjamann“ í þættin- um „Á förnum vegi,“ sem ég get með engu móti látið hjá líða,- að mótmæla að nokkru, og að öðru leyti leiðrétta, hundavaðsfrásögn, sem þar kemur fram. Ég harma það, að nafns þessa Suðurnesja- manns er ekki getið og ef til vill er það heppilegast fyrir hann að dyljast sem bezt, því hér um slóðir hefir fleirum en mér sárnað vegna þeirrar svívirðilegu aðdróttunar um slæma meðferð á sauðfé á Suðurnesjum, sem frám kem ur í nefndu viðtali. Greinin hefst með því, að talið er sennilegt, að allt fé verði skorið niður haustið 1951 „frá Botnsá í Hvalfirði, austur um sveitir." Það er tæpast vansalaust af J. H. að bera fyrir lesendur eins víð lesnasta dagblaðs, og þó sér- staklega í sveitum landsins svona ónákvæma frásögn af jafnmiklu stórmáli, og þó sér staklega að verða til þess um leið að dreifa út óhróðri á hendur okkar Suðurnesja- manna, sem þessi skoðana- auðgi sveitungi okkar hefir frætt hann á. Vona ég, að J. H. hafi ekki birt þetta af sér- stakri óvild til okkar „Suður- nesjamanna" — heldur af fljótfærni, eða tímaskorti til að leita sér upplýsinga um sannleiksgildi orða þessarar sögusmettu. Jú; fjárskipti eiga að fara fram haustið 1951 eða öllu heldur niðurskurður frá Botns á að vestan, að Þjórsá að austan. Fulltrúar úr öllum hreppum úr báðum sýslum komu saman á fund við Sel- foss, og ríkti þar algjör ein- ing um, að öllu fé í báðum sýslum yrði fargað 1951 og svæðið látið vera fjárlaust 1 ár en haustið 1952 yrði flutt inn fé á svæðið aö nýju. Ég tek fram, að mér er ekki kunn ugt um neinar breytingar á þessum samþykktum. Nú seg ir „Suðurnesjamaður“ að: „það er eindregin skoðun mín, að á þessu fjárskiptasvæði eigi alls ekki að hafa neitt sauðfé í framtíðinni." Á hann þar við Reykjanesskagann, og vill hann draga línur úr Ell- iðaárvogum, í Herdísarvík eða Selvog, ekki svo „nauið“ hvor línan er. Síðan færir hann fram rök fyrir þessari ein- dregnu skoðun sinni, Reykja- nesskaginn sé allur hraun- runnið land méð ,.þó nokkru gróöurlagi“, en sé „uppurið af beit útigangsfénaðar um margar aldir.“ Hann segir að „sauðfjárbúskapur hafi verifr rekinn þar með þeim hætti, aö láta það ganga úti í hraun unum — lifa þar og deyja eft- ir því, hvort mildi guðs og veðurlagsins leyfði,“ og und- anskilur ekki að svo sé enn í dag. Ég hefi verið búsettur „Suð ur með sjó“ síðastliðin 16 ár, og vil ég taka skýrt fram, að aðbúð við sauðfé hefir verið mjög góð síðan ég kom hing- að, hús virðast góð, og sum staðar ágæt. Frá því tíð harðn ar er fé hýst og gefið, en fjörubeit er að sjálfsögðu not uð þegar veður leyfir, eins og aðrir bændur í sveitum landsins, nota sér þá beit, sem þeir hafa yfir að ráða. Ekki vil ég láta áviröingar forfeðra „Suðurnesjamanns" koma í koll okkur, sem nú eig um sauðfé hér um slóðir, því við teljum okkur sóma í að fara sem bezt með það, auk heldur þar sem það gefur betri afurðir. Einhvernveginn grunar mig að þessi „Suðurnesjamaður“ sé einn þeirra mörgu, sem horfið hefir frá framleiðsl- unni, og sezt að í einhverjum bæ eða þorpi, hafi þar lítinn blett kringum hús sitt, og vakti ef köttur gengur um lóð hans, heimtandi dauða og tortímingu yfir allt, sem fer- fætt er af því hann hefir eitt hvað annað til að lifa á, og má segja, að við „Suðurnes- ingar“ höfum einum of margt af svoleiðis piltum. Hitt er annað mál, ef skírskotað er til föðurlandsástar okkar, hvort við viljum ekki græða og klæða landið og sjá stórar spildur skógi vaxnar, þá býst ég við aö flestir okkar mynd- um við vilja það, en — því miður er því svo varið, að við mettum ekki maga barna okkar og kvenna, að ógleymd um sjálfum okkur, — á hug- sjónunum einum saman. — Skulum við nú athuga þetta ofurlítiö nánar af fyllstu sann girni. Fyrir alllöngu hafa heyrzt raddir um þetta mál, — þótt enginn hafi getað hent reið- ur fyrir víst hvaðan þessar raddir hafa komið — að skóg rækt ætti að hefjast á sauð- landi Suðurnesja, en sauðfé og hross ættu að hverfa með öllu. Skógræktarfélög rísa upp og er ekki nema ánægju- legt til þess að vita ef þau eiga land fyrir starfsemi sína. Eitt slíkt hefir verið stofnað hér á Suðurnesjum, en mér vitanlega á það ekkert land til að rækta í skóg nema má- ske fáir menn innan félags- ins, sem er auðvitað þeirra einkaeign en ekki félagsins, en þannig er mál með vexti, að flestar jarðir hér á Suður- nesjum hafa aðeins landa- merki fyrir ræktuðu landi eða rúmlega það, en beitarland er sameign. jarðanna, sem einn hefir ekki frekar ákvörðunar- rétt yfír en aðrir jarðeigend- ur, og eins þótt hans jörð sé talin fleiri hundruð að dýr- leika en annarra. Hitt er satt, sem „Suðurnesjamaður“ seg- ir, að slægjulönd séu engin og erfitt um ræktun til hey- tekju, enda er sauðfjáreign stillt í hóf við heyfeng. Nú má Suðurnesjamanni vera það ljóst, að jarðir þess- ar eru okkar óvéfengjanleg eign, sem við álítum að við höfum rétt til að nytja á hvern Jbann hátt, sem við höf um framfæri af fyrir fjöl- skyldur okkar, án íhlutunar annarra, svo framarlega við yfirtroðum ekki almenn lands lög. Ef sá háttur verður upp tekinn, að taka af okkur löndin til hags eöa unaðsbóta öðrum, og okkur sem gaman og gagn höfum af kindum, verður meinað að eiga þær, án þess að fullar bætur komi fyrir á einn eða annan hátt, þá veröum við að álíta það fyllsta brot á almennu lýð- ræði og alls ekki í anda yfir- lýstrar stefnu þeirra stjórn- málaflokka, sem nú fara með völd, eöa dagblaða þeirra. Við, sem jarðir eigum hér á Suðurnesjum, munum biða átekta og sýna andstöðu og I Fraw.hald d 4. sVSu)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.