Tíminn - 14.02.1951, Page 7
37. blaS.
TÍMINN, m ðvikudag nn 14. febrúar 1951.
7
HÆSTARETTARÐOMiR FALLIM:
Landsbankinn ekki dæmdur ti
lánveitingar, en rök fyrir neitun
ekki metin fullgild | <jvartur fiugkappi
kærður og sýknaður
Démur hæstaréttar stemlur óha^aðnr cn
málskostuaðsir skal falla niðnr
I fyrradag var kveðinn upp í hæstarétti dómur i máli
Helga Bencdiktssonar gegn bankaráði Landsbankans fyrir
hönd síofnlánadciidar sjáv&rútvegsins. Var málid höfðað
út af neitun bankans um lán út á vélskipið Helga Hclgason,
en atvinnumálaráðherra og nýbyggingaráð lögðu til, að
lánið yrði veitt. í dcminum kom fram sú skcðun réttarins,
að hann teldi bankann ekki hafa bent á fullgild rök fyrir
synjun lánsins, en dómsniðursíöður urðu þó þær, að hinn
áfrýjaði dómur átandi óbreyttur og bankinn ekki skyldaður
til að veita umrætt lán, en málskostnaður fellur hins vegar
niður. Fer dómurinn hér á eftir í hcild, eins og hann kemur
frá hæstrétti.
Ný varnarlína S.Þ.
sunnan Hoengson
500 haiularískii* Iicrmcim innikróaðir af
framsvcltuin norðurliersiits
Harðir bardagar geisuðu á miðvígstöðvum Kóreu í gær,
og sunnan og vestan Seoul. Hafa hersveitir S. 1». hörfað suð-
ur fyrir Hoengsong en á suðurbakka Hanfljótsins og vest-
an Seoul héldu þær stöðvum sínum.
Áfrýjandi, sem hefir skot-
ið máli þessu til hæ'staréttar
með stefnu 10. september
1949, gerir þær dómkröfur, að
stefnda verði, að viðlögðum
dagsektum samkvæmt mati
hæstaréttar, dæmt skylt að
lána áfrýjanda kr. 1.200.000
gegn 1. veðrétti í v.s Helga
Helgasyni, V. E. 343, og verði
kr. 480.000.00 af þeirri láns-
fjárhæð A-lán samkvæmt lög
um nr. 41/1946, en kr.
720.000.00 B-lán. Lánstíminn
verði 20 ár, afborguninni hag
að samkvæmt 9. gr. fyrr-
nefndra laga og vextir 2y2<70
p. a. Loks krefst áfrýjandi
málskostnaðar úr hendi
stefnda bæði í héraði og fyrir
hæstarétti eftir mati hæsta-
réttar.
Stefnandi krefst staðfesting
ar hins áfrýjaða dóms og
málskostnaðar fyrir hæsta-
rétti eftir mati dómsins .
Málsatvikum er ítralega
lýst í héraðsdómi, og eru þau
í höfuðdráttum á þá leið, að
þegar er lög um stofnláns-
deild sjávarútvegsins við
Landsbanka íslands, nr. 41
1946, höfðu hlotið stað-
festingu sótti áfrýjandi
um lán úr stofnlánadeild
inni gegn 1. veðrétti i skipi,
er hann hafði þá í smíðum í
Vestmannaeyjum og síðar
hlaut nafnið Helgi Helgason
og umdæmistöluna V. E. 343.
Hinn 30. maí 1947 tilkynnti
áfrýjandi nýbvggingarráöi, að
skip hans væri að verða full-
smíðað og ítrekað jafnframt
tilmæli sín um, að honum
yrði veitt lán úr Stofnlána-
deildinni út á skip sitt. Kvað
hann kostnaðarverð skipsins
mundu nema um kr.
1.800.000.00. Taldi hann sig
eiga rétt á láni, að fjárhæð
kr. 1.200.000.00, en % kostn-
aðar- eða vírðingarverðs er
hámark lánsfjárhæðar sam-
kvæmt áðurgreindum lögum.
Hinn 13. júní 1947 ritaði ný-
byggingarráð stofnlánadeild-
inni bréf, þar sem það til-
kynnti, að það hefði samþykkt
skip þetta sem lið í heildav-
áætlun ráðsins um þjóðarbú-
skap íslendinga, sbr. niður-
lagsákvæði 3. gr, laga nr. 41
1946. Hinn 30 sama mánaðar
tilkynnti stjórn Landsbank-
ans, að hún sæi sér ekki fært
að óbreyttum aðstæðum að
veita slíkt lán úr stofnlána-
deildinni. Taldi stjórn bank-
ans „það hafa orðið að sam-
komulagi“, að stofnlánadeild
in veitti ekki lán út á skip,
sem smíðuð væru hér á landi,
enda mundi fé það. sem deild
in réð yfir, ekki hrökkva til
að lána út á skip þau, sem
búið væri að festa kaup á er
lendis frá. Hélt stjórn Lands
bankans síðan fast við neitun
þess þrátt fyrir ítrekaða
kröfu áfrýjanda um lánveit-
ingu, sem studd var af atvinnu
málaráðherra svo og nýbygg
ingarráði, sem ekki vildi við-
urkenna samkomulag það,
sem bankinn skírskotaði til.
Samkvæmt ákvæðum og
markmiði laga nr. 41/1946 og
reglugerðar nr. 91/1946, sem
sett var samkvæmt þeim lög
um, bar stefnda að verja þvi
fé, sem stofnlánadeild sjáv-
arútvegsins réð yfir, eftir því
sem það hrökk til og á
sem haglcvæmastan hátt frá
sjónarmiði alþjóðar, til lán-
veitinga handa þeim, sem full
nægðu skilyrðum greindra
laga og reglugerðar. Af hendi
stefnda hefir ekki verið bent
á fullgild rök fyrir því, að
áfrýjanda var synjað um lán
veitingu út á v.s. Helga Helga
son. En þar sem ákvæði fram
angreindra laga veita áfrýj-
anda ekki rétt til láns þeirr-
ar fjárhæðar og með þeim til
teknu skihnálum, sem hann
gerir kröfu tll í máli þessu,
verður að sýkna stefnanda af
kröfum áfrýjanda og staðfesta
hinn áfrýjaða dóm að niður
stöðu til.
Eftir atvikum þykir rétt, að
málskostnaður fyrir hæsta-
rétti falli niður.
Dómsorð:
Hinn áfrýjaði dcmur á að
vera óraskaður. Málskostnað
ur fyrir hæstarétti fellur nið
ur.
Svertingi i Detroit, orustu- ■
flugmaður og höfuðsmaður í (
flugliðinu í hcimsstvrjöldinni
seínni, nú starfsmaður í bif-
reiðaverkstæði og stúdent við
laganám, var nýlega hreinsað
ur af ákæru fyrir óhollustu
við land sitt. Svertingi þessi
hafði í styrj öldinni þrívegis
hlotið heiðursmerki fyrir fram
göngu sína.
Hinn svarti höfuðsmaður
var kærður fyrir að hafa sézt
lesa kommúhistablað og vitn
að til þess, að systir hans og
faðir, sem er prestur hefðu
haft samband við kommún-
istísk samtök í kosningabar-
áttu.
Það var ritari flughersins,
sem stö'ðvaði inálið.
Höfuðsmaðurinn segir í New
York Times, aö hann voni, að
þetta mál á hendur sér veröi
til þess, að breytt verði um
starfsaðferðir og afnumin
lög, sem leyfa slikan mála-
rekstur gegn saklausu fólki.
,.Það er stundum svo um laga
smíð“, sagði hann, „að fyrst
er framkvæmt, en svo er hugs
að.“
Maður
utan af landi óskar eftir að
komast í bréfasamband við
stúlku á aldrinum 19—31 árs,
sem hefir áhuga fyrir sveita-
búskap. Mynd fylgi. Tilboð
merkt X, sendist skrifstofu
biaðsins fyrir 1. marz.
R. C. A
16. m. m. tal- og tón- sýning-
arvél til sölu, með tjaldi og
öðru tilheyrandi upplýsingar
á Laugaveg 76 næstu daga.
Barátta gegn hug-
myndakerfi komm-
únista
Kunnir indverskir mennta
frömuðir hafa boðað til þings
í Nýju Delí, þar sem skipu-
leggja á baráttu gegn hug-
myndakerfi kommúnismans.
Þetta var nýlega tilkynnt af
indverska rithöfundinum
Raja Raó.
Meðal þeirra, er til þessa
þings boða, eru B. R. Ambedk
ar, dómsmálaráðherra í Ind-
landi, S. S. Bhatnagar, for-
stöðumaður vísinda- og til-
raunastofnunar ríkisins, M.
R. Masani þingmaður, Naran
dra Deva, vararektor háskól-
ans í Lucknow og K. M.
Munshi matvælaráðherra.
Ný varnarlína.
í fyrrinótt hörfaði suður-
herinn undan þunga gagn-
sóknar norðurhersins úr bæn
um Hoengson norðan Wonju
og tók sér nýja stöðu i fjalla-
skörðunum nokkru sunnan
við bæinn. Er varnaraðstaða
góð og dró úr sókn norður-
hersins á þessum slóðum síð
deg's í gær.
Herdeild innikróuð.
í gærkveldi bárust þó fregn
ir um það, að vélaherdeildir
úr noröurhernum hefðu sótt
fram í fleyg vestan Hoengson
allt suður á móts við Wonju
og innikróað þar sveit 500
Bandaríkjamanna og er hún
tal'n i nokkurri hættu.
Uejna aö lengja víglínuna.
Mac Arthur flaug til vest-
urvígstöðvanna í Kóreu í gær.
Hann lét svo um mælt við
fréttamenn, að her S. Þ.
mundi reyna að mynda varn-
arbelti yfir þveran skagann
og haf víglínuna sem lengsta,
því að það auðveldaði suð-
urhernum loftárásir á lið
kommúnista en torveldaði
jafnframt aðdrætti þeirra.
Hann sagði elnnig að allar
frcgnir um að hersveit;r S. Þ.
hefðu farið norður fyrir 33.
breiddarbaug væru úr lausu
lofti gripnar.
Nota bandarískar fallbyssur.
Nörðurherinn gerði í gær
harðar t'lraunir til að hrekja
suðurherinn úr stöðvum sín-
um á suðurbakka Hanfljóts-
ins og vígjum vestan Seoul.
Notaði norðurherinn í stcr-
skotaárásum sínum banda-
rískar fallbyssur, sem hann
tók í byrjun gagnscknar sinn
ar norðar á skaganum eft'r
hátíðariiar.
Bandarískar frétta-
sendingar til Rúss-
lands
Bandaríkjamenn senda nú
átta stundir á hverjum sclar-
hring fréttaskeyti til Rúss-
lands, og er til þess ætlast,
að andstæðingar ráðstjórnar
innar vélriti þessi skeyti og
dreifi þeim meðal almenn-
ings. Er þetta því hugsað sem
stuöningur við leyniblöö í svip
uðum stil og leyniblöðin, er
gefin voru út á stríðsárunum
í londum þeim, sem Þjóðverj
ar höfðu hernumið.
Þessi skeyti eru send fyrstu
tuttugu mínútur hverrar
klukkustundar sólarhringsins
og aðeins átta til tíu orð á
mínútu, svo að allir geti skrif
að þau hjá sér.
ISafttarverkfall í
Gaiifahorg
Hafnarverkfallið í Gauta-
bor, sem hófst fyrir nokkrum
dögum, stendur enn og eru
1600 hafnarverkamenn þar í
verlvfalli. Vilja þeir ekki
hverfa aftur til vinnu nema
loforð fáist um það, að við-
ræður um nýja samninga
hefjist þegar.
Auka viðskiptin
vil$ Spáti
Bretar og Spánverjar hafa
í hyggju að auka nokkuð við
skipti sín á milli á þessu ári
og hinu næsta. Fulltniar
spánskra yfirvalda hófu í gær
viðræður við fulltrúa brezku
stj órnarinnar um þetta og er
gert ráð fyrir, að nýir og víð-
tækari verzlunarsamningar
verði undirritaðir innan
skamms.
tengIuThJ.
Helði við Kleppsvej
Sími 80 694
annast, hverskonar raflagn-
ir og viðgerðir svo sem: Verk
smiðjuiagnir, húsal&gnir,
sklpalagnir ásamt viðgerðum
og uppsetnlngu a mótorura,
röntgentækjum og helmiha-
velum.
Frímerkjaskipti
Sendið mér 100 islenzk frl-
mcrki. Ég scndl yður um h»l
200 erlend frimerki.
J O N 4GN AE8.
Frímerkjaverzlun, i
P. O. Box 356. Reykjavík
Forðizt eldinn ng
eignatjón
Framleiðum og seljum
flestar tegundir handsiökkvl
tækja. Önnumst endurhleðslu
á slökkvitækjum. Leitlð uyp-
Jýslnga.
Koisýruhleðslan s.f. Simi 3381
Tryggvagötu 10
Minuiiigarspjjölcl
Krabbameinsfélagsins
í Reykjavík.
Fást í verzluninni Remedia,
Austurstræti 7 og á skrifstofu
Elli- og hjúkrunarheimilistns
ISauita konmiúnÍNÍÍNk
fclagssamtök
Franska þingið samþykkti
i gær frumvarp um að banna
þrjú sambönd franskra komm
únista eða hefta starfsemi
þeirra að miklu leyti. Verður
| starfsemi þeirra leyst upp að
mestu.
u
Ragnar Jónsson
hæstaréttarlögmaður
Laugaveg 8 — Sími 7752
Lögfræðistörf og eignaum-
sísla. ,
Timaritið DVÖL
Allt, sem til er af eldri ár-
göngum Dvalar, en það eru
um 150 arkir eða um 2400
blaðsiður lesmáls, mest úrval
þýddra smásagna, fæst nú
fyrir kr. 50,00, auk burðar-
gjalds, sent gegn póstkröfu
hvert á iand sem er. Þetta
er óvenjulegt tækifæri til að
eignast skemmtilegt sögu-
safn.
Ég undirrit.... óska að fá
það, sem til er af Dvöl.
Nafn
Heimili
Póststöð
Sýsla ..