Tíminn - 21.02.1951, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, miðvikudag nn 21. febrúar 1951.
43. blað.
Giftur allri
f jölskyldimni
Afarfyndin þýzk gaman-
mynd.
Aðalhlutverk:
Heinz Ruhmann,
sem lék aðalhlutverkið
Grænu lyftunni.
Sænskar skýringar.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
iTRlPOLI-BÍÓ
OFURHIIGAR
(Brave Men)
Gullfalleg ný, rússnesk lit-
kvikmynd, _sem stendur ekki
að baki „Óð Síberíu". Fékk
1. verðlaun fyrir árið 1950.
Enskur texti.
Aðalhlutverk:
Gurzo
Tshernova
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BfÓ
ROBERTO.
(Prélude á la Glorie)
Stórfengleg tónlistarmynd,!
með hinum fræga 10 áraj
gamla tónsnillingi
Roberto Benzi
Tónlist: Liszt, Weber. Ross-(
ini, Mozart, Bach.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBIO.
HAFNARFIRÐI
Leikfélag Hafnarfjarðar j
Kynnarhvols-
systnr
[ Sýning i Iðnó í kvöld kl. 8,30.
Sími 9184. j
JmuÁniAgja&uAsuiA. <Au SejtaAl
0<uufeCG$ur%
Bergur Jónsson
Uálaflutnlngsskrifstofa
Laugaveg 65. Síml 5833.
Helma: Vltastlg 14.
Askriftarsímfi
IIMINW
Gerlzt
áskrifendnr.
Austurbæjarbíó
jjwrnmlur sinUfnr.
'* Sýnd kl. 7 og 9.
Gög ««' Gokke í
fanjjelsi
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
jTJARNARBÍÓ
í
j F R I E D A
íHin heimsfræga enska stór-
mynd. Sýnd vegna áskorana
í í örfá skipti.
Aðalhlutverk:
Mai Zetterling,
David Farrar.
Sýnd kl. 5,7 og 9.
IGAMLA BIO
ITmtöluð kona
(Notorious)
Ingrid Bergman,
Cary Grant.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
i
HAFNARBIÓ
>7r
Fallin fyrirmynd
(Siience Dust)
jHin fræga enska stórmynd,
sem farið hefir sigurför um
! allan heim.
Aðalhlutverk:
Stephan Murry,
Sally Gray.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
ELDURINN
j ferir ekkl boð á undan lér.
Þelr, sem eru hyggnlr,
tryggja strax hjá
| Samvinnutryggiingum
MLAHI:
Aaglýsinga.síml
TÍMMS er
I_____81300
Vlðgerðlr
Raftækjaverzlunla
LJÓS & H3T1 h f.
VIDSKIPTI
HÚS • ÍBÚÐ!R
LÓÐIR. JARÐIR
SKIP • BIFREIÐAR
EINNIG
Vcrðbrcí
Vátryggmgar
Auglýsingasurfscmi
FASTKICNA
SÖLU
MIDSTÖDIN
Lœkjargötu
10 n
SÍMI 6530
Erlent yfirlit
um ræðir, benda á það, að
(Framhald af 5. síðu.>
hins vegar myndi það ekki gert
ef það væri talið óhyggilegt af
stjórnmálalegum ástæðum eða
annarra ástæðna vegna.
Ný sáttatilra un
Loks er svo aö geta veigamik-
ils atriðis, sem getur haft á-
hrif á það, að herstjórn S. Þ.
telji rétt að ögra ekki Kínverj-
um of mikið að sinni. Nefnd sú,
sem á af hálfu S. Þ. að gang-
ast fyrir nýrri sáttatilraun, er
nú fullskipuð og er í þann veg
inn að hefja starf sitt. Vel má
vera, að ýmsir myndu telja
það óvænlegt til sátta, ef her-
sveitir S. Þ. væru á sama tíma
að þjarma mjög að her Kínverja
í Kóreu og Kínverjar óttuðust
að svo liti út, að þeir semdu
vegna þess, að þeir ættu ekki
annars kost. Slíkt kynnu þeir
að telja hættulegt áliti sínu í
Asíu. Hitt getur verið nægilegt,
að Kóreustyrjöldin er þegar bú
in að sannfæra þá um, að þeir
hafa þar ekki slíka yfirburði og
fyrstu sigrar þeirra í Norður
Kóreu gátu bent til.
Þótt forsvarsmenn S. Þ. sýni
þessa og aðra varfærni í sam
bandi við hina nýju sáttatil-
raun, er það mjög dregið í efa,
að hún muni heppnast. Mis-
heppnist hún, eins og hinar
fyrri, mun Kóreustyrjöldin
halda áfram og er þá erfitt að
spá um, hvenær henni muni
lykta. Forustumenn S. Þ. eru nú
miklu bjatsýnni á það en í vet-
ur, að hersveitir S. Þ. verði ekki
hraktar þaðan, en þá var það
mjög óttast, að Kínverjar gætu
hrakið þær í sjóinn og var
brottflutningur þeirra jafnvel
undirbúinn um skeið. Styrkur
Kínverja hefir reynzt minni en
við v’ar búizt. Dragist Kóreu-
styrjöldin á langinn, • verður
það sennilega markmið S. Þ. að
verjast þar með sem minnstu
liði, svo að nægilegt lið geti ver-
ið til taks annars staðar. Með
því að halda styrjöldinni áfram,
er komið í veg fyrir, að ofbeldis-
fyrirætlanir kommúnista nái
fram að ganga og ef til vill tekst
að þreyta þá svo með tímanum,
að þeir verði fúsir til samninga.
Jafnframt er með áframhald-
andi styrjöld í Kóreu bundið þar
mikið lið, sem Kínverjar kynnu
að geta notað til sóknar gegn
Formósu eða Indo-Kína. Vel
má líka svo fara, að það knýi
Kínverja til samkomulags, er
þeir sjá fram á að styrjöldinni
verður haldið áfram, því að
vitanlega verða þeir ófúsir til
samninga, ef þeir álíta, að her-
sveitir S. Þ. muni hörfa úr
Kóreu hvort eð er
Cjina ^JCauó:
53 lítra. 3300 vött. — Send-
um gegn póstkröfu.
Véla- og raftækjaverzlunin
Tryggavgötu 23. Simi 81279
í
*
iti
.
ÞJODLEIKHUSID
Miðvikudag kl. 20.
Flckkaðar licndur
Bannað börnum innan 14 ára.
★
Fimmtud. kl. 17.00:
Snædrottningin
★
Aðgöngumiðar seldir frá kl.
13,15—20 daginn fyrir sýn-
ingardag og sýningardag.
Tekið á móti pöntunum.
Sími 80 000.
SKIPS-
LÆKNIRINN
38
vissi leyndarmálið, sem hann bjó yfir? Ekki myndi hún láta
slíkt raska ró sinni, þótt hann væri allur úr jafnvægi!
— Ég er kannske ofurlítið hræddur við yður, sagði hann.
— Hræddur? endurtók hún undrandi. Hvað er það í fari
mínu, sem þér hræðist?
" — Hreinleiki yðar, sagði hann hiklaust. Hann hafði verið
að leita í huga sínum að réttu orði, og svo. kom þetta orð
yfir varir hans. Enni Mörtu minnti hann svo á heiðríkjuna
yfir jöklunum í Sviss. — Hreinleiki yðar!
Hún gekk þegjandi út. Nú, hugsaði hann. Ekki hefir
svona jafnlynd stúlka móðgast af þessu.
Hann borðaði með Lovísu Klemens, því að það hafði hún
beðið hann um. Hún var í bezta skapi og talaði látlaust um
fyrirætlanir sínar og undraverða tónlistarhæfileika Wladi-
mirs.
Þegar þau höfðu matazt, spurði Tómas hana, hvort hún
gæti ekki gert sér greiða. Hann ætlaði að biðja hana að
kaupa fyrir sig fallegan kjól, því að hann hefði ekki vit á
slíku sjálfur. Hún leit glettnislega til hans, og hann sá sér
þann kost vænstan að segja henni söguna af Millu, Mariusi
gamla og Wolzogen. Marius gamli hafði falið honum að
kaupa kjól handa Millu, svo að hún gæti þegið boð, er
Wolzogen hafði gert henni.
— Gott og vel, sagði Lovísa. Síðan drekkum við kaffi í
öðru farrými og verðum viðstödd, er telpan vígir kjólinn —
og sjálfa sig.
Tómas brosti. Svona ung var Lovísa enn. Nú var það
hann, sem leit kankvíslega til hennar. Auðvitað væri hon-
um ekki nema ánægja að fylgja henni i annað farrými, en
þar yrði hún þá að sjá sér farborða sjálf, því að hann hafði
lofað að tala við Krieglacher dósent. Ef til vill myndi henni
ekki þurfa að leiðast — Wladimir yrði þar um þetta leyti..
Svo fóru þau upp í búöirnar, og var valdi Lovísa grænan
kjól úr Kínasilki og snotra skó. Þá voru aðeins eftir tuttugu
mörk af peningum, sem Maríus hafði látið af hendi rakna
til þessara kaupa, og fyrir þá vildi Lovísa kaupa tösku. En
þau kaup leyfði Tómas ekki — það hafði ekki verið til þess
ætlast, að hann keypti tösku.
— Þá kaupi ég töskuna og gef telpunni, sagði Lovísa. Og
þar að auki ákvað hún að gefa henni tvenna silkisokka og
hatt. Hún ljómaði af ánægju.
— Við sjáumst klukkan fimm, sagði hún svo og kastaði
kossi af fingri sér, um leið og hún skundaði á brott frá
honum.
Klukkan var nær fimmtán mínútur gengin í eitt, er hann
kom aftur í lækningastofuna. Þá fékk hann að vita, að
maður í þriðja farrými hafði óskað læknisskoðunar vegna
þjáninga innvortis. Tómas fór þegar í sjúkravitjun, en þeg-
ar hann kom aftur, settist hann við skrifborð sitt. Fimm
mínútum síðar lá hann sofandi fram á borðið. Hann hafði
lítið sofið síðustu fjóra dagana. En samt var svefn hans
óvær, og hann dreymdi alls konar fjarsætðukennda drauma.
Hann hrökk upp við það, að barið var að dyrum.
Það var þó ekki sjúklingur, sem inn kom — heldur Róbert
Shortwell. Fyrst varð Tómas alls ekki undrandi. Hann var
ekki vaknaður til fulls, og koma þessa manns var eins og
framhald af draumum hans. Hann hvorki reis á fætur né
mælti orð frá vörum. Hann sat þarna bara og starði á gest-
inn.
'Shortwell gekk þegjandi að skrifborðinu, staðnæmdist
þar og studdi brúnni, sterklegri hendinni á borðbrúnina.
Nú sá Tómas þennan mann í fyrsta skipti. í Kissingen
hafði Shortwell ávallt verið prúðbúinn — hér stóð hann
sem ræningi og fjandmaður Tómasar.
— Það er mér ekki ánægjuefni, að sjá yður hér á skip-
inu, Wohlmut, sagði Shortwell. En fyrst þér eruð hér, þá er
bezt, að við tölum saman af fullri hreinskilni.
Tómas hafði hugsað sér, að fundum þeirra Shortwells
bæri saman á allt annan hátt. Hann hafði gert sér ótal
atvik í hugarlund, og ímyndað sér, að hann mætti honum
við hvert fótmál í göngunum eða sölum skipsins. En nú var
hann samt sem áður algerlega óviðbúinn. Hann gat engu
orði stunið upp, og það var eins og hatrið á • Shortwell
hefði líka fjarðar út, svo að ekkert var eftir, nema tómleik-
inn. Fyrsta hugsun hans var sú, að ekki yrði því neitað, að
Shortwell var myndarlegur maður á velli. Hann var að vísu
ekki beinlínis laglegur, en.hann var þreklegur og snarleg-
---—