Tíminn - 27.02.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.02.1951, Blaðsíða 4
TÍIVIINN, þriðjudaginn 27. febrúar 1951. 48. blað. Ræða forsætisráðherra (Framhald af 3. síðu.) ^reiða laun og kaupgjald eins og gert var ráð fyrir í þess- ím lögum. En lögin ákváðu, ið laun skyldu breytast mán- aðarlega samkvæmt vísitölu, fram í júlímánuð 1950; en eftj ir það tvisvar sinnum á sex mánaða fresti, þ. e. 1. jan. 1951 og 1. júlí 1951, ef hækk- m framfærslukostnaðar í hvert sinn nam a.m.k. 5 vísi- Dölustigum. Síðan segir í lög- jnum: „Frá 1. ágúst 1951 skulu laun ekki taka breyting jm samkvæmt ákvæðum þess ara laga.“ Eins og fram kemur í því, ;em nú hefir verið sagt á- ■cváðu gengisskráningarlög- in kauphækkun samkvæmt vísitölu, fyrst á mánaðar- og áíðan sex mánaða fresti fram i júlímánuð 1951. Þessi vísi- :ala var v’tanlega ekki frem- rr en aðrar framfærsluvisi- tölur miðuð við afkomu fram- æiðslu atvinnuveganna, en íins og ég sagði áðan, væntu nenn þess, að framleiðslan' yrði þess megnug, að hækka' saupgjald samkvæmt þessari /ísitölu. En frá 1. júlí n.k. var | gert ráð fyrir að algjörlega /rði hætt að greiða kaup- j gjaid samkvæmt vísitölu. Var | pá gengið út frá. að kaup- gjald færi eftir það eingöngu íftir samningum milli at- vinnurekenda og þeirra, sem <aup taka. Grunnkaupshækk anir einar gæti því aðeins iomið til greina eftir þann tima. «ýju vísitölulögin. Vegna óhagstæðra verð- >reytmga, sem ég hefi vikið íö áður, var hins vegar sýnt, jegar a öndverðum þessum /etri, að hin lögboðna kaup- lækkun, samkvæmt vísitölu, nyndi verða útflutningsfram eiðslunni ofraun og ýta und- r nýja verðbólgu í landinu. Þess vegna ákvað ríkis- .tjórnin og meirihluti Al- lingis, að gera þá breytingu á gengislögunum, að kaup- íækkanir, samkvæmt vísi- olu, skyldu ekki gilda lengur en fram í janúarmánuð, og skyldi þá þegar taka við það istand í kaupgjaldsmálum, æm að öðrum kosti hefði ikki r.afizt fyrr en sex mán- iðum síðar, í ágústmánuði, þ.e. að kaup skyldi ekki aækka nema sérstakir samn- ngar væru um það gerðir, en jvi verður að treysta, að í •.líkum samningum sé að öll- jm jafnaði tekið skynsamlegt cillit til greiðslugetu fram- eiðslunnar á hverjum tíma, /n snk sjónarmið eru á hverj ■jm tima jafn nauðsynleg til athugunar fyrir atvinnurek- endur og launþega. .Výjar ráðstafanir þagu utvegsins En jafnframt þessu varð nú im aramótin að taka tillit Lil þess, að gegnisbreytingin hafði af ástæðum, sem ég nefi aður nefnt, að svo stöddu ekki reynst einhlít til að af- ■íema rekstrarhalla bátaút- /egsins, enda þótt vænta /erði, að svo reynist, þegar frá liður. Það reyndist því ó- hjákvæmilegt, að þessu sinni, að gera enn sérstakar ráðstaf dnir, auk gengisbreytingar- innar, til að bæta hag báta- útgeróarinnar og hlutarsjó- manna. Til bráðabirgða var itvegsmönnum, hinn 24. jan. íefin yfirlýsing um, að slikar áðsíafanir yrðu gerðar og í dag hefir hæstv. atvinnumála ráðherra af hálfu ríkisstjórn- arinnar skýrt frá því á Al- þingi, hverjar þessar ráðstaf- anir eru og á hvern hátt þær muni verka. Meginatriði hinna ráðstafana. Tími minn leyfir ekki að lýsa í hverju þessar ráðstaf- I anir eru fólgnar, enda munu aðrir í þessum útvarpsum- ræðum skýra þær rækilega, svo að öllum útvarpshlust- endum megi sem ljósast verða nverjar breytingar eru í að- sigi varðandi þessi mál. Þó skal tekið fram: Megin ráðstafanir þessar eru á þá leið, að bátaútvegs- menn fá til umráða á þessu ári hálfan þann erlenda gjald eyri, er fæst fyrir bátaafurð- ir að undanteknu þorskalýsi, síld og síldarafurðum. Fyrir. þennan gjaldeyri verða flutt- j ar inn tilteknar vörutegundir, j sem eru valdar þannig, að j ekki sé um brýnustu nauð- , synjar að ræða, en þó jafn-j framt sneitt hjá því að taka á þennan lista algjörlegan ó- þarfavarning. Áætlað er að ( það vörumagn, sem bátaút- vegsmenn fá á þennan hátt, leyfi til þess að flytja inn fyr- ir hálfan bátagjaldeyrinn, nemi um 15% af heildarinn- flutningi til landsins. Vörur, sem fluttar verða inn á þenn- an hátt, verða ekki háðar verðlagseftirliti. Jafnframt þessu, verða svo gerðar ráðstafanir til þess að innflutningur helztu nauð- synjavara verði aukinn veru- lega, svo að vöruþurrð verði ekki, en hæfilegar birgðir af þessum vörum safnist saman. Er hér um stórkostlegt hags- munamál alls almennings að ræða, þar sem þurrð á mörg- um nauðsynjavörum hefir ver ið mikil undanfarin ár og bitnað mjög harkalega á al- þýðu manna, meðal annars í sambandi við margskonar svartamarkaðsbrask, sem þró ast hefir i skjóli vöruþurrð- arinnar. Auknir innflutnings- möguleikar Möguleikarnir til að gera þær tvennskonar ráðstafanir, sem hér er um að ræða, og báðar munu hafa í för með sér allmikla aukningu inn- flutningsins, byggjast að nokkru á þvi, að gjaldeyris- ástandið hefir farið batnandi undanfarna mánuði, en þó einkum á því, að ísland hef- ir fengið fyrirheit um veru- leg framlög til þessara ráð- stafana hjá efnahagssam- vinnustofnun Marshall-ríkj- anna og vilyrði um framlag frá Greiðslubandalagi Evr- ópu. En báðar þessar stofn- anir vinna að því, sem kunn- ugt er, að viðskipti milli þjóða geti orðið meiri og frjálsari, en verið hefir. Þessa mikils- verðu aðstoð og þau kjör, sem hún er veitt með, ber oss ís- lendingum að þakka. Ákvarðanir ríkisstjórnarinn ar varðandi þessi mál hafa dregizt nokkuð vegna þess hve margþætt og umfangs- mikil þessi mál eru og tók all- langan tíma að ná samkomu lagi um þau. Þess vegna hefir dregizt svo að skýra Alþingi frá þessu. Markmið hinna nýju ráðstafana Hefði sú leið, sem hér hefir lauslega verið drepið á, reynzt ófær, eða ekki hefði náðst samkomulag um hana, hefði orðið að leggja háa innflutn- ingstolla á aðfluttar vörur til aðstoðar bátaútveginum, og hefðu slikir tollar að sjálf- sögðu le tt 11 mikillar verð- hækkunar á þeim vörum, seni þe r voru lagðir á. Með þeim ráðstöfunum, sem nú hafa verið nefndar, er að því unnið af fremsta megni af hálfu ríkisstjórnar og meiri hluta Alþing s, að tryggja h:ð nauðsynlega jafnvægi í at- vinnulífi og fjármálum þjóð- arinnar, koma í veg fyrir meiri eða minni stöðvun at- vinnuveganna, sem þjóðin á líf s'tt og afkomu undir, en jafnframt reynt að bæta úr þeirri vöntun, sem verið hefir á ýmsum erlendum nauðsynj um og jafnframt leitast við, eftir megni að sporna við því að atv.nnuleysið læsi helgreip um sínum um þjóðina. Það er von mín, að þessar ráðstafanir get: borið góðan árangur, en ég vil taka það skýrt fram og leggja á það áherzlu, að þessum árangri er hægt að spilla eða jafnvel eyðileggja hann með öllu, ef tekin verður upp barátta fyrir ótímabærum kaupgjaldshækk unum, sem enginn grundvöll- ur er fyrir. Óvarfærnislegur boðskapur Ég get í þessu sambandi ekki látið hjá líða, að benda á þann óvarfærn'slega boð- skap, sem stjórn Alþýðusam- bands íslands hefir látið frá sér fara um þetta efni, þar sem hún hvetur til baráttu fyrir því, að sú regla verði á ný upp tekin að láta kaup breytast mánaðarlega eftir visitölu. Hefir stjórn Alþýðu- sambands ns gengið svo langt i þessum efnum að hvetja öll verkalýðsfélög innan sinna vé banda til þess að segja upp kaup- og kjarasamningum miðað við 1. apríl n. k. Verði þessi le'.ð farin er h n háska- lega og óheillavænlega kaup- skrúfa með mánaðarlegum breytingum sett af stað á nýjan leik. Þess er að vænta, að verka- lýðsfélögin hugsi sig vand- lega um áður en þau s’nna þessu kalli Alþýðusambands- ins. Hver kauphækkunaralda, sem yfir gengur, án þess að atvinnuvegirnir þoli það, hitt- ir verkamennina sjálfa og kemur fram sem færri v nnu- stundir, þótt einhver hækkun á timakaupinu fáist. Þetta sjónarmið verður hver verka maður að athuga og gera upp við sig, er hann tekur örlaga- ríka ákvörðun um, að segja upp gildandi samn:ngum með það í huga að knýja fram hina mjög svo viðsjálu mánaðar- legu vísitöluskrúfu. Fordæmi Stefáns Jóhanns Stefánssonar Það er furðulegt gáleysi af ábyrgum verkalýðsleiðtogum að láta sér detta slíkt í hug. Menn ættu að minnast þess, að á árinu 1947 viðurkenndi sjálfur formaður Alþýðu- flokksins, að áframhaldandi greiðslur samkvæmt visitölu væru hættulegar og myndaði hæstv. 8. landskj. St. J. St., formaður Alþýðuflokksins þá ríkisstjórn, sem beitti sér fyr- ir því að slíta tengslin milli vísitölu og kaupgjalds. Þessi (Framhald á G. siðu.) Björn Bjarnarson í Grafar- holti, en hann er nú rétt að verða hálf-tíræður, hefir sent mér bréf í tilefni af visubotnun í útvarpinu. Honum mælist svo: „Að kvöldi h. 6. þ. m. var eitt útvarpsefnið að hraðbotna vísu. Var heitið verðlaunum fyrir tvo beztu botnana, sinn frá hvoru, karli eða konu, að dómi nefndar, sem skipuð var 3 menntamönn- um, er einn þeirra doktor í rímnafræðum; svo mikið var við haft. — Fyrri helfmingur vísunn ar (stofninn), hljóðar þannig: Yndið jafnan fyrr ég fann í flokki ungra meyja fyrir karla, en fyrir konur: sveina (síðasta orðið). — Þetta er að bragarhætti hvorki fugl né fiskur. Ríkisútvarpið leggur til, býður mönnum, sem stofna til botnunar, vísuhelfming með bjöguðum (óhreinum) bragar- hætti. Fyrri hendingin (línan) er með rímnahætti, en hin með sálmahætti, er hefir forskeyti; stofninn er því háttvinglaður. Til samræmis mundi botninn eiga að vera með sama bragar- hætti, og efnið leitt af eða falla við efni stofnsins, t. d. karls: Konu nú ég einni ann, sem allir mæta segja Konu: uni nú við eiginmann, sem ást mér sýnir hreina. Ilefði vísan átt að vera rétt ferskeytla, mátti stofninn vera t. d.: Yndislegt ég fyrrum fann fylgi ungra meyja (sveina) og botnar: Konu nú ég einni ann, allir mæta segja. (karls) (en konu); Ósk min var að eignast mann, ekki’ er því að leyna. Margir botnar bárust, og að að lokum las doktorinn tvo, er nefndin hafði dæmt bezta. Botn karls: Kom og sá og sigur vann, um sumt er bezt að þegja. Þetta hefir braghátt og rím í samræmi við útvarps-stofninn, en efnið er honum fjarstætt; það er alls ekki viðeigandi botn í þann stofn. Þenna botn hefði því ekki átt að taka til greina. Botn konu: Nú á ég bara eiginmann, og ótal börn, sem veina. Hér er bragarháttur annar en. stofnsins, báðar línur með sálmahætti; en efnið (fyrri lín- an) er leitt af efni stofnsins. í síðari línunni er sagt, að konan eigi „ótal börn“. Ótal er það, sem ekki verður tölum á komið (teljanlegt er allt mannkyn jarð ar). Orðið ótal er hér vitleysa. Og öll líða börnin kvalir, svo þau veina. — Vein er nefnt hljóð það, sem lifvera í sárustu kvölum getur aumkunarlegast frá sér gefið. — Efni 2. línu er svo óhugnanlegt, að mann hryll- ir við. — Þótt botnarnir að lík- indum hafi allir lélegir verið, er ólíklegt að nokkur hafi verið svo lélegur sem þessi. Og þetta úr- val fræðimanna aflar höfund- unum verðlauna! Þá er ég heyrði úrskurð dóm- nefndarinnar varð til þessi botn: Lýst mér útvarpsþáttinn þann þunnan mega segja. Þetta er nærstæðara stofnin- um en verðlaunaði karlbotninn. En um útvarpsþáttinn er of vægi legt að segja hann þunnan: hann var óboðlegur og hlutað- eigendum til vansa“. Gaman þykir mér að hafa tækifæri til að birta þetta bréf frá aldursforseta baðstofunnar. en um þá tign ætla ég að eng- inn þurfi að deila við öldunginu í Grafarholti. Starkaður gamli. AlikáLfakjöt Nautakjöt Kýrkjöt Sími 2678 iittmwittiiitmtmtnmmnttffinfflmtntmmniifflmtffflnttnatmmimim: Áskrifendur ÚRVALS um allt land, eru hér með minntir á að endurnýja á- skrift sína fyrir þetta ár, og tryggja sér með því að fá hvert hefti með pósti strax og það kemur út. Áskrifendur utan Reykjavíkur sendi greiðslur í pósti, en í Reykjavík geta þeir hringt I síma 1174, og látið sækja til sín áskriftargjaldið, ef þeir óska þess. Áskriftargjaldið er kr. 52,00. Lausakaupendum skal bent á, að þeir spara sér kr. 1,33 á hverju hefti, ef þeir gerast fastir áskrifendur. * Tímaritið ÚRVAL. I ■*»♦»♦♦♦« •*«•««*•»•.*•••»«»*♦»»«*»*»«»»•«»»»»»<

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.