Tíminn - 03.03.1951, Blaðsíða 3
52. blað.
TÍMINN, Iaugardaffinn 3. marz 1951.
3.
í slendingabættir
Sjötíu og fimm ára: Gunnar Einarsson
75 ára er í dag merkis-
bóndinn Gunnar Einarsson í
Marteinstungu í Holtum. Er
mér ljúft og skylt að minnast
hans, er hann fer fram hjá
þessum merkissteini ævi sinn
ar. Um mörg „herrans ár“ hef
ég þegið af honum og hans
góðu konu beina við hverja
messugerð (um 26 ára skeið).
Og Ijúfmennska hans og
þeirra hjóna hefir gert mér
þennan kirkjustað mjög kær-
an. —
Gunnar «r fæddur í Götu
í Holtum árið 1876. Fluttist
með foreldrum sínum barn að
aldri að Köldukinn og ólst
þar upp. Á æskuárum stund-
aði hann sjóróðra á vetrum
og önnur venjuleg sveitastörf
á öðrum árstíðum. Árið 1910
kvæntist Gunnar Guðrúnu
Kristjánsdóttur bónda í Mar
teinstungu og fór þangað bú
ferlum. Er ekki ofmælt, að
Guðrún sé valkvendi og flest
um kostum búin. er prýða
góða konu. Hún er fríð sýn-
um og býr við bjartan og
mildan svip. Hún er hefðar-
kona að fasi og innræti, enda
komin úr ætt sr. Tómasar
Sæmundssonar. í Marteins-
tungu hafa þau Gunnar og
Guðrún búið alla tíð og not-
ið rósamrar hamingju og
mannhylli. Þeim hefir orðið
4 barna auðið, er öll lifa,
myndarfólk. Eru tveir synir
heima. Gunnar hefir verið
kirkjubóndi alla tíð. Hefir
hann af því haft mikla gest-
nauð, eins og vita má. En ég
trúi því, að hann muni njóta
þess og eigi gjalda, að hann
hefir með ljúfu þeli og beina,
greitt götu hinna mörgu
kirkjugesta um öll þessi ár.
Auk þess var langa hríð þing-
hús á bænum og hreppsfund-
ir haldnir þar. Er ljóst af
þessu, að Gunnar og kona
hans eiga fjársjóð hjá guði,
eins og allir, sem bera gáfu
sína fram á altarið, þ.e. láta
gott af sér leiða. Gunnar
hefir verið mikill auðnumað-
ur. Vel af guði gerður, hóg-
vær og stilltur vel og þó glað
sinna við nánari kynni.
Konan er þannig að innræti,
að hún hefir verið ljós á veg-
um hans og þeirrar náöar
nýtur hann enn að lifa með.
henni hálfáttræöur, og við
sæmilega heilsu. Gunnar í
Marteinstungu hefir verið
starfsmaður góður og farn-
azt vel í flestu. Hann hefir
verið lengi í Isoknarnefnd,
haft á hendi póstafgreiðslu
og símastj órn o.fl. Gunnar
hefir rækt kirkju sina svo
alla tíð, að ég man ekki eftir
fjarvist hans í kirkju nema
einu sinni, en þá lá hann veik
ur í rekkju. Prestablóð er
nokkurt í æðum hans, kom-
inn_af sr. Runólfi í Stórólfs-
hvoii. En ir.nræti hans er
þannig, að hugsjón Jesú frá
Nazaret hefir unnið hjarta
hans og þess vegna er hann
hollur húsi hans. Þess hafa
prestar hans notið. Fyrst
lengi sr. Ófeigur Vigfússon,
er hafði miklar mætur á þess
um manni og konu hans og
svo undirritaður, er þykir bví
vænna um hann, sem hann
hefir lengur og betur kynnzt
þessum musterisverði
Ýmsum þykir umhveríi
Marteinstungu ekki glæsilegt,
þótt fjallasýn sé þar fögur.
En bæði mér og föður mínum
þótti snemma fallegt þar, að
minnsta kosti undarlega vina
legt og orsök þeirra töfra er
„hinn huldi maður hjartans"
í brjósti Gunnars í Marteins-
tungu ok konu hans.
Nú er í rauninni nóg sagt.
En að lokum kemur mér í
hug atvik frá fyrstu búskap-
arárum hjónanna í Marteins
tungu. Á síðsumarskvöldi
hringdi klukkan í Marteins-
tungu án þess að maður,
(sýnilegur) tæki í strénginn.
Heyrðu þetta margir og er
enn óskýrt. En þessi hjón eiga
djúpan grun um ósýnilega
veröld og máttarvöld, er sjá
um hundraöfalda uppskeru
af góðri sáningu. Ég bið þessi
völd að blessa þessa vini
mína. Bið guð að styðja þau
síðasta spölinn, eins og hing-
að til. R. ó.
Enska knattspyrnan
S. 1. laugardag urðu úrslit þessi
í lígunni.
1. deild.
Arsenal — Charlton 2—5
Burnley — Tottenhám 2—0
Chelsea — Sheffield W. 2—2
Portsmouth — Bolton 2—1
Stoke — Liverpool 2—3
West Brom. — Derby 1-—2
2. deild.
Bury — Leeds 0—1
Cardiff — Blackburn 1—0
Chesterfield — Swansea 3—1
Coventry — Brentford 3—3
Grimsby — Barnsley 3—1
Leicester — Hull 4—0
Manch. Sity — Doncaster 3—3
Notts C. — Sheffield Ú. 3—0
Preston — Luton * 1—0
Queens P. R. — West Ham 3—3
Staðan er nú þannig:
1. deild.
Fiskstofn, sem hefir tífaldast
á aldarfjórðungi
Eftir dr. Jóu Dííason.
Tottenham 30 17 7 6 62-37 41
Middlesbro 29 16 8 5 67-41 40
Arsenal 31 15 7 9 58-39 37
Newcastle 28 14 8 6 48-38 36
Bolton 30 15 5 10 51-45 35
Manch. U. 29 14 6 9 40-32 34
Wolves 28 13 6 9 56-38 32
Blackpool 29 12 8 9 55-41 32
Burnley 31 10 12 9 37-31 32
Derby 30 12 7 11 60-54 31
Stoke 31 9 13 9 37-38 31
Liverpool 31 12 7 12 42-46 31
Portsmout 29 11 8 10 53-54 30
Charlton 31 11 6 14 52-67 28
W. Bromw. 31 9 8 14 40-43 26
Everton 30 10 5 15 44-63 25
Sunderl. 29 7 10 12 42-56 24
Fulham 29 8 8 13 35-52 24
Chelsea 28 8 6 14 36-43 22
Huddersf. 29 8 5 16 43-70 21
Aston V. 29 5 10 14 42-51 20
Sheffield 30 7 6 17 43-64 20
2. deild.
Preston 31 19 4 8 64-35 42
Blackburn 31 16 6 9 54-46 38
Manch. C. 29 14 9 6 62-45 37
Cardiff 30 13 11 6 44-32 37.
Coventry 31 15 5 11 60-43 35
Leeds 30 14 6 10 49-42 34
Birmingh. 30 13 6 11 46-43 32
W. Ham 30 12 8 10 52-52 32
Doncaster 30 11 10 9 46-51 32
Leicester 30 11 9 10 49-39 31
N. County 30 12 7 11 49-42 31
Southampt 29 12 7 10 44-51 31
Sheffield 29 11 8 10 49-43 30
Hull C. 30 10 10 10 52-50 30
Barnsley 30 11 7 12 57-43 29
Brentford 32 11 7 14 49-61 29
Queens PR 30 10 7 13 51-63 27
Grimsby 30 6 10 14 49-70 22
Chesterfi. 31 6 10 15 31-48 22
Swansea 30 10 2 18 37-60 22
Bury 31 8 5 18 42-63 21
Luton 30 5 10 15 34-48 20
3. deild syðri.
Enska bikarkeppnin
f sjöttu umferð urðu tveir
leikir jafntefli og hafa félög-
in leikið aftur og urðu úrslit
þá:
Bristol R,—Newcastle 1-3
Wolves—Sunderland 3-1
Leikirnir í undanúrslitun-
um mun fara fram 10. og 17.
marz, og leika þá saman:
Birmingham — Blackpool.
Newcastle — Wolves.
Leikur Birmingham og
Blackpool mun fara fram í
Manchester á leikvelli Manch.
City, en þar rúmast um 85
þús. áhorfendur. Ekki er mér
kunnugt um, hvar hinn leik-
urinn verður háður.
Fyrsta Bikarkeppnin (F.A.
Cup) var háð 1871—’72. Ast-
on Villá og Blackburn Rovers
(nú í 2. deild) hafa oftast
borið sigur úr býtum eða í sex
skipti hvort félag. The Wand-
eres, gamalt lið, sem nú er
ekki- til, Vann fimm sinnum.
Sheffield United hefir fjórum
sinnum borið sigur úr být-
um. Bolton, Newcastle, Sheff-
ield W., West Bromwich og
Arsenal hafa unnið þrisvar
hvert félag.
Mestar tekjur af úrslitaleik
í keppninni var 1946, er Charl
ton sigraði Derby. Tekjurnar
voru yfir 43 þúsund sterlings-
pund.
Aðeins eitt lið hefir unnið
Bikarkeppnina og komist upp
úr 2. deild í 1. deild sama ár-
ið. West Bromwich gerði það
1931—''32.
Everton vann Manch. City
í úrslitaleik 1933. Árið áður
hafði liðið borið sigur úr být-
um í 1. deild í lígunni og 1931
bar það sigur úr býtum í 2.
deild.
1946 kepptu Bolton og
Stoke saman í 6. umferð í
Bolton. Vegna ofhleðslu brotn
aði ein stúkan og 33 manns
létust en 500 slösuðust.
Mesti sigur í úrslitaleik í
Bikarkeppninni var 1902—’3,
Nottingh.
Reading
Norwich
30 19 74 77-27 45
32 17 78 60-35 42
30 16 10 4 51-28 42
3. deild nyrðri.
Rotherham 32 21 7 4 75-30 49
Carlisle 32 17 10 5 60-34 44
Lincoln 30 17 7 6 58-31 41
þegar Bury vann Derby með
6—0.
Cardiff City er eina félagið
frá Welsh, sem hefir borið
sigur úr býtum í Bikarkeppn-
inni. Liðið vann Arsenal í úr-
slitaleiknum á Wembley 1926
—’27 með 1—0.
S.l. ár komust Arsenal og
Liverpool í úrslit. Arsenal
. Chelsea töpuðu í undanúr-
;slitum (semi-final). HS
TENGILL H.F.
Helðl vlð Kleppsveg
Sími 80 694
annast hverskonar raflagn
lr og viðgerðir svo sem: Vert
|smiðjulagnir, húsalagnix.
skipalagnlr ásamt vlðgerðum
jog uppsetningu á mótorum,
röntgentækjum og heimilis-
1 vélupi. *
Fiskifræðingar danskir ‘og
norskir telja sig vera búna
að sanna það, að þorskstofn-
inn við Grænland hafi tífald
ast á síðustu 25 árum.
Þú munt spyrja: Hafa þeir
réttað „goluna“ á Grænlands
miðunum og talið svo út úr
réttinni, eins og bóndinn
sauðina forðum, unz „hljóp
alla réttina.“
Ónei. En rannsókn á því,
hve þyslingur og seyði standa
þétt í sjónum á fjöldamörg-
um stöðum hefir fært þeim
heim sanninn um þetta.
Sumarið 1923 urðu norsk
sel- og hvalveiðiskip vör við
ógrynni af þorski á grunnun-
um við Vestur-Grænland.
Þessu var lítt á lofti haldið
í Danmörku. En sumarið 1924
sendu Norðmenn fiskirann-
sóknarskip til Vestur-Græn-
lands. Fregnir af fundi þess
af óhemjulegri fiskimergð á
grunnunum við Vestur-Græn
land fluttu símar og loft-
skeyti út um allan heim.
Sumarið eftir þetta, þ.e.
1925 stefndu fiskiflotar frá
öllum stórfiskiþjóðum á
Grænlandsmið. Jafnvel ís-
lendingar voru þar með. Ósk
ar Halldórsson sendi þangað
vélbát, Snorra goða, á vegum
dansks fyrirtækis, er vér
hyggjum, að varla muni hafa
sokkið af ofþunga heiðarleika
síns í viðskiptum.
Og þetta sumar sendu Dan
ir fiskirannsóknarskip til
Grænlands, Dönu. Síðan hef-
ir fiskirannsóknum við Græn
land verið haldið áfram
meira og minna. Sanna þær
svo og reynsla útgerðarinn-
ar þar, að við Grænland eru
meiri fiskiuppgrip en við
nokkúrt annað land í víðri
veröld.
En þetta er engin nýjung
fyrir oss íslendinga, því síra
ívar Barðason, sem á árun-
um 1341 til ca. 1360 var ráðs-
maður á þriðja íslenzka bisk-
upssetrinu, Görðum í Einars-
firði, en síðar dómkirkju-
prestur í Björgvin, segir í
Grænlándslýsingu þeirri, sem
^ið hann er kennd og skrif-
uð var um 1360:
„Item ude Grönland ehr
noch Söllffbjerrig.........
alléhande Fischekjönn mere
end udi nogen andre Land“
Þessi mikla fiskimergð við
Grænland er miklu stað-
bundnari en þorskurinn við
ísland eða Noreg. Þótt þorsk
urinn við ísland og Vestur-
Grænland sé sami fiskistofn,
er lítill samgangur milli þess
ara fjarlægu svæði. Ekki geng
ur Grænlandsfiskurinn held-
ur yfir á grunnin við Mark-
land (Labrador) eða Bjarn-
ey (Nýfundnalands). Samtím
is því, að sjór hitnar yfir
nyrstu grunnunum við Græn
land í júlí, verður vart þorska
göngu norður með landinu,
norður á þau grunn. Að því
frádregnu virðist þorskurinn
við Vestur-Grænland vera
staðbundinn likt og í stöðu-
vatni, og aðalgang-an er sú,
að þegar vorar og sjór hlýnar
á grunnunum og inni við
land, gengur fiskurinn af djúp
miðunum (líklega eftir að
hafa hrygnt þar) upp á grunn
in og inn að landi. Er kem-
ur fram á .vetur og sjór kóln-
ar, dregur hann sig af grunn-
miðunum niður í volga botn-
sjóinn á djúpmiðunum.
Þess vegna er fiski við
Grænland ekki bundið við
sumarið , heldur ætti að
stundast allan ársins hring.
Staðviðri og gæftir eru þar
miklu meiri en hér. Og síð-
ustu fiskiskipin munu ekki
hafa farið frá Grænlandi í
fyrra fyrr en komið var fram
á vetur.
Síðastliðið sumar var mik-
ið uppgripaár fyrir fiskiflota
Færeyinga og Norðmanna við
Grænland, jafnvel fyrir Dan
ina líka.
Norðmenn, Danir og Fær-
eyingar búa sig nú af meira
kappi til Grænlandsveiða
næsta sumar en nokkru sinni
fyrr.
Hvers vegna eru íslending-
ar ekki með í þesum veiðum?
Er það ekki augljóst mál,
að það er lífsnauðsyn fyrir
islenzka vélbátaflotann , að
geta að lokinni vetrarvertíð
eða síðast í apríl siglt til
Grænlands og haldið þorsk-
eða þorsk- og lúðuveiðinni
þar áfram við hin albeztu
skilyrði, mokafla, blíð veð-
ur, bjarta nótt og á miklu
grunnsævi nema allra fyrst,
þá á 130—150 faðma dýpi.
Álagið á skip og veiðar-
færi er svo miklu minna að
sumrinu við Grænland en hér
á vetrarvertíð, að þau sömu
veiðarfæri og útbúnaður,sem
notaður hefir verið hér á
vertarvertíð ætti að endast
þar sumarið út og fram á
næsta vetur, þótt á sjó gefi
svo til hvern einasta dag þar.
Það vita það allir nema ís-
lenzku bankarnir, sem lána
til útgerðarinnar og út á ó-
veiddan fisk, er syndir í sjón-
um, sem tryggingu! að það er
með öllu ómögulegt og óhugs
anlegt, að vélbátaútgeröin
geti borið sig og staðið und-
ir heils árs kostnaði með þeim
afla, sem fengist getur á þeim
fáeinum dögum, sem gefur
á sjó á vetrarvertíð hér við
Suðurland.
Samt er þaö vitað mál nú
orðið, að það eru ísl. bank-
arnir, sem öllum öðrum frem
ur hafa sett sig á móti því,
að bátaútvegurinn fengi
bjargræðismöguleika við
Grænland, og neitað og marg
neitað mönnum um lán, er
vildu gera þar út. Bankarnir
áttu sinn þátt í þeim misfell-
um, sem urðu á útgerðinni
við Grænland 1949. Þeir fyr-
irbyggðu með öllu, að gert
væri út við Grænland s.l.
sumar, þótt þjóð vorri liggi
á engu meira en því, að fá
þekkingu og reynslu í útgerð
við Grænland, og þótt þaö sé
vitað mál, að stórgróði skörp
ustu keppinauta okkar, Fær-
eyinga, við Grænland sé engu
öðru að þakka en því, hve
þaulkunnugir þeir eru orðnir
öllu við Grænland eftir ald-
arfjórðungs útgerð þar, sem
ekkert ár hefir gefið tap,
heldur ætíð gróða — og stund
um mjög mikinn gróða.
Það er aðeins ein höfn á
öllu Grænlandi, sem er opin
fyrir ísl. skip.
íslenzku bátaútgerðinni
liggur nú, eftir aflarýra vetr-
arvertíð, á engu meira en því,
að hægt verði i lok vetrar-
vertíðar að sigla vélbátunum
vestur á þessa höfn og halda
þorsk- (og lúðu)veiðum þar
áfram með sömu veiðarfær-
um og áhöldum, sem notuð
hafa verið hér í vetur — og
það helst aiveg stöðvunar-
laust.