Tíminn - 06.03.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.03.1951, Blaðsíða 3
54. blað. TÍMINN, þriðjudaginn 6. marz 1951. 3. Skilaskýrsla II 13 i með 100% skil I eftirtöldum alþingiskjördæmum hef- ir hver einasti blaðkaupandi Tímans gréitt blaðagjald ársins 1950. 1. Reykjavík 2. Dalasýsln 3. Yestur-Isaf jarðarsýsln 4. ísafirði 5. Vestur-Hiíiiavatnssýslu 6. Eyjafjarðarsýslu 7. Suður-Hingeyjarsýslu 8. Norður-DingeyjarsýslM 9. Norður-Múlasýslu 10. Seyðisfirði 11. Austur-Skaftafcllssýslu 12. Vestur-Skaftafellssýslu 13. Rangárvallasýslu * í eftirtöldum kjördæmum hafa þessir hreppar 100% skil blaðgjalda ársins 1950 (ekki upptaldir er voru í síðustu skýrslu): Gullbringu- og Kjósarsýsla Skýrsla I taldir 2 nú hafa bætzt við Kjósarhreppur , ■ . • Kj alarneshreppur Bessastaðahreppur Gerðahreppur Hafnahreppur Miðneshreppur Alls 8 hreppar Borgarfjarðarsýsla Skýrsla I taldir 3 nú hafa bætzt við Akranes Skorradalur Leirár- og Melasveit Skilmannahreppur Strandahreppur Alls 8 hreppar Mýrasýsla Skýrsla I taldir 2 nú hafa bætist við Hvítársíða Þverárhlíð Norðurárdalur Borgarhreppur Alls 6 hreppar Snæfells- og Hnappadalssýsla Skýrsla I taldir 5 nú hafa bætst við Eyjahreppur Miklholtshreppur Staðarsveit Helgafellssveit Alls 9 hreppar Barðastrandasýsla 1 Skýrsla I taldir 2 nú hafa bætzt við Reykhólahreppur Gufudalshreppur Múlahreppur Flatey j arhr eppur Barðastrandarhreppur Rauðasandshreppur Alls 8 hreppar Norður-ísafjarðarsýsla Skýrsla I enginn hreppur nú Hólshreppur Eyrarhreppur Reyk j af j arðarhreppur Snæf j allahreppur Alls 4 hreppar i «i '■ * ' Strandasýsla Skýrsla I talin 1 hreppur nú hafa bætzt við Kirkj ubólshreppur Fellshreppur Óspakseyrarhreppur Alls 4 hreppar Austur-Húnavatnssýsla Skýrsla 1 taldir 4 nú hafa bætzt við Sveinsstaðahreppur Engihlíðarhreppur Höfðahreppur Skagahreppur Alls 8 hreppar Skagafjarðarsýsla Skýrsla I taldir 5 nú hafa bætzt við Skarðshreppur Sauðárkrókur Lýtingsstaðahreppur Viðvíkursveit Fellshreppur Haganeshreppur Holtshreppur Alls 12 hreppar Suður-Múlasýsla Skýrsla I taldir 6 nú hafa bætzt við Vallahreppur Eiðahreppur Reyðarf j arðarhreppur Stöðvarfjörður Búlandshreppur Alls 11 hreppar Árnessýsla Skýrsla I taldir 5 nú hafa bætzt við Þingvallasveit Grímsnes Laugardalur Hraungerðishreppur Selfoss Sandvíkurhreppur Eyrarbakki Stokkseyri Selvogur Alls 14 hreppar Eins og skýrslan ber með sér hafa 13 kjördæmi sýnt full skil og í öðrum vant- að aðeins herzlumuninn að full skil ná- ist, Þetta er langsamlega bezti árangur í innheimmtu sem náðst hefir og vonandi bætast fleiri kjördæmi við nú næstu daganna. Næsta skýrsla verður birt upp úr miðjum mánuðinum og verða þá að- eins birt nöfn þeirra kjördæma er bæt- ast við en ekki einstakra hreppa. Innheimtumenn, sem enn hafa eigi lokið fullnaðarskilum. Herðið nú sóknina og tryggið með þvi héruðum ykkar sæti í næstu skýrslu. í mörgum þeirra kjördæma, sem eftir eru skulda færri en 5 kaupendur blað- gjald ársins 1950. « Ath. Birting skýrslunnar hefir dreg- ist vegna vekindaforfalla. Búnaðarsaga Gunnars Bjarnasonar Eftir Gísla Magnússon, Eyliildarholti Um jólaleytið í vetur hafði ég í höndum um stundarsak- ' ir rit eitt allmikið, með svo- felldri nafngift og ættleið- ingu á fremsta blaði: „Búnaðarsaga 3. útgáfa. Tekin saman af Gunnari Bjarnasyni, kennara á Hvann eyri. Fjölrituð 1949“. Ég minntist þess að í ein- hverju blaði — mig rninnir „Landvörn“ — hafði verið farið mjög lofsamlegum orð- um um þessa búnaðarsögu Gunnars. Lék mér því nokkur forvitni á að sjá bókina, og hljóp ég yfir hana í snatri. Er það skemmst að segja, að ég fékk ekki séð á hverju „Landvörn" reisti lofið. Ágrip af ísl. búnaðarsögu hefir lengi verið kennt í bændaskólunum. Var löngum kennt í fyrirlestrum, er nem- endur skrifuðu. Hefir Gimnar Bjarnason vafalaust fundið til þess, er hann hóf kennslu í þessari grein, að nemend- um var það bagi, að hafa ekki bók til að styðjast við, — og því tekið sig til og sam- ið kennslubók í búnaðarsögu, riflega að vöxtum. Var sú til- raun að vísu góðra gjalda verð. Ber og bókin dugnaði höf. órækan vótt, því að mér 1 er tjáð, að hún sé skrifuð á ótrúlega skömmum tíma, — jafnvel á fáum vikum. Hún er því áhlaúpaverk, illu heilli, og ber þvi ótvíræð merki. Á- hlaup henta illa við alla bóka gerð, og þó aldrei ver en við gerð kennslubóka. Hver sá er skrifar kennslubók í einhverri grein, þarf að vita mikið og vita vel — og umfram allt að vera fær um að hugsa áður en hann skrifar. í bók Gunnars er að sjálf- sögðu saman tíndur margvís- legur fróðleikur, sem hægt er að hafa af nokkur not. En öll er meðferð efnis og máls með þeim losarabrag, að ekki er um að villast að verkinu er flaustrað af. Og innan um, staðreyndir stráir höf. álykt- unum frá eigin brjósti (eða stundum ef til vill annarra?), — sumum vafasömum, öðr- um víslega röngum, og enn öðrum óskiljanlegum. Skulu hér tilfærð nokkur dæmi. Um samvinnufélögin, far- ast höf. svo orð á bls. 64: „í upphafi voru kaupfélög- in skattlögð eins og aðrar verzlanir, en kaupfélagsmenn skapa talsverðan ójöfnuð í samkepninni um verzlunina (auðk. af G. B.), enda er svo komið, að kaupfélögin hafa víða útrýmt kaupmanna- verzlununum, en þar með er samkeppnin útilokuð og um leið stefnt í áttina til þeirrar verzlunaraðstöðu, sem þjóð- in barðist gegn í langan tíma, þótt íslenzk samvinnú- verzlun sé allt annars eðlis en erlend hlunninda- eða ein okunarverzlun. Þegar sam- vinnuverzlunin er orðin eins sterkt upp byggð með skipu- lagi og fjármagni og hún er nú orðin hér á landi, þá mun hún óhjákvæmilega útrýma kaupmönnum á næstu árum. Ef samkeppni á þá að hald- ast í viðskiptalífinu verður ekki hjá því komizt að stofna í landinu annað verzl unarkerfi á samvinnugrund- velli, sem nýtur sömu hlunn inda og það sem fyrir er, af því að sagan sýnir að heil- brigð verzlun þolir ekki ein- okunaraðstöðu I hvaða formi, sem hún er rekin“. (Auðk. af undirrituðumý. Hver vill nú reyna að skilja? Og enn segir (á bls 67): „Samvinnulögin voru sam- þykkt á Alþingi 1921. í þeim fellst margskonar vernd fyrir kaupfélögin og samvinnu- hreyfinguna, og er þar helzt að nefna, að ekki má leggja opinber gjöld (skatta og út- svör) á viðskiptaveltu félags manna, heldur aðeins á þá verzlun, sem utanfélagsmenn gera. Þetta eru tvímælalaust sérréttindi, sem samvinnu- verzlunin nýtur, en þau brjóta jafnframt jafnræðisaðstöð- una í verzlunarsamkeppninni og þar með einnig grundvöll frjálsrar verzlunar, en þau eru mikið hagsmunamál fyrir félagsmenn kaupfélaganna“. (Auðk. af undirrituðum). Þetta má nú kalla kennslu í lagi! Mér er mætavel við höfund Búnaðarsögunnar og virði til ganghans með samningu henn ar. Fyrir því hefði ég feginn viljað benda á einhverja kafla, er gæfi bókinni ótví- rætt gildi. En ég finn þá ekki. Ekki tel ég líklegt að Bún aðarsaga G. B. verði gefin út á prenti. En hún er — og verð ur sennilega fyrst um sinn — notuð við kennslu í búnað arskólum landsins. Ég vil ekki töldu það óréttlátt, þar sem segja, að hún sé óhæf með ágóða félaganna var að öllu til þeirra hluta, ef sá nokkru leyti skipt milli fé- lagsmanna, en ágóði kaup- manna var þeirra einkaeign. Út af þessu risu miklar deilur milli kaupfélaganna og sveitarfélaga, þar sem þau höfðu bækistöðvar sínar. Þess ari deilu lyktaði með því, að kaupfélögin voru undanþeg- in útsvörum og skatti af verzl un félagsmanna. Eftir það fór félögunum að vegna veru lega vel sem von var til. Nú snérist samkeppnin í verzlun inni við, þannig, að nú voru það kaupfélögin, sem gerðu kaupmönnunum lífið erfitt, en áður var samkeppni kaup- mannanna félögunum mjög skeinuhætt, þar sem þau byrjuðu flest efnalítil og höfðu við ýmis konar byrjun arörðugleika og vankunnátt^ að etja. Þessi hlunnindi sam vinnufélaganna styðjast við frambærileg rök, en hinu verður ekki neitað, að þau kennir, sem með kann að fara. Hitt er víst, að nota verð ur bókina með mikilli varúð sem kennslubók. Og til lestr- ar eða sjálfnáms fyrir unga menn með óþroskaða dóm- greind er hún ekki fallin. Til þess að benda réttum aðilj- um á þetta hvortveggja, eru þessar línur skrifaðar. Höfund urinn er áhugasamur og dug- legur, en ekki að sama skapi vandrirkur og dómvís, né heldur nógu hófsamur í á- lyktunum. Þess vegna er Bún aðarsaga hans hálfgerð vand ræðasaga. Gerist áskrifendnr aA ^Jímanum Áskriftarsími 2323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.