Tíminn - 06.03.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.03.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, þriðjudaginn 6. marz 1951. 54. blað. Útvarpið Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,20 Tónleikar (plötur): Oktett fyrir blásturshljóðfæri eftir Stravinsky (höfundurinn stjómar). 20,35 Erindi: Fiskveið ar við Grænland (Lúðvík Kristj- ánsson ritstjóri). 21,00 „Sitt af hverju tagi“ (Pétur Pétursson). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — 22,10 Passíusálmur nr. 36. 22,20 Vinsæl lög (plötur). 22,45 Dag- skrárlok. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Kaupmanna höfn 2. 3. til Reykjavíkur. Detti- foss fór frá Reykjavík 25. 2. til New York. Fjallfoss fór frá Hull 2. 3. til Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Hull 1. 3., væntanlegur til Reykjavíkur kl. 13—14 í dag 5. 3. Lagarfoss er í Vestmannaeyjum, fer þaðan til Keflavíkur og Akra ness. Selfoss er í Leith. Trölla- foss er á Patreksfirði, fer þaðan til New York. Auðumla kom til Hamborgar 2. 3. Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík. Esja verður væntanlega á Akureyri í dag. Herðubreið átti að fara frá Reykjavík kl. 24 í gærkveldi til Breiðafjarðarhafna og Vest- fjarða. Skjaldbreið er í Rvík. í>yrill er á leið til Norðurlands- ins. Ármann fer frá Reykjavík síðdegis í dag til Vestmannaeyja. Flugferðir Flugfélag Islands h.f. _ Innanlandsflug: í dag er á- ætlfið að fljúga til Akur?yrar, Vestmannaeyja, Blönduóss og Sauðárkróks. Á morgun eru ráð gerðar flugferðir til Akureyrar, Vestmannaeyjá og Hellisands Millilandaflug: „Gullfaxi" fór í morgun til Prestwick og Kaup mannahafnar. Flugvélin er vænt anleg aftur til Reykjavíkur um kl. 18,00 á morgun. Árnað heilla í harðara lagi. En frá harðari vetri herma annálar fyrir tvö hundruð árum — 1751. Þá voru ísalög svo mikil, að riðið var á sjávarís milli allra eyja fyrir Helgafellssveit, Skógarströnd og Skarðsströnd og um Breiða- sund milli Hrappseyjar og Brok eyjar. Jafnvel rastirnar lagði. Þennan mikla frostavetur var Húnaflói fullur af ís, og í Þing eyjarsýslum flosnaði fólk upp hópum saman, jafnvel prestar fóru á vergang, en fjöldi fólks dó úr harðrétti. Hefir hvort tveggja verið, að fastar hefir að sorfið um tíðar farið þá, og svo hitt, að íslend- ingar voru verr við vondum vetri búnir fyrir tvö hundruð árum en nú. ur Óskarsson ritari, Sigurjón Á. Ólafsson og Björn Ólafsson. Varaformaður er Stefán Björns son, varagjaldkeri Böðvar Stein þórsson og vararitari Pálmi Jóns son. Endurskoðendur: Theodór Gíslason og Þorsteinn Árnason, til vara Tryggvi Þorfinnsson. Fundarstjóri var Einar Þor* steinsson skipstjóri. Um tuttugu bifreiðir lentu í árekstrum um þessa síðustu helgi. Mannslát. Fyrir nokkrum dögum lézt Kristín Jónasdóttir, Dagverðar- nesi í Dalasýslu rúmlega sjötug að aldri. Átti jarðarför hennar að fara fram í gær en varð að fresta henni vegna stórhríðar. Röskir skíðagöngumenn. í vikunni sem leið gengu tveir menn á skíðum úr Mývatnssveit til Akureyrar á átta klst. og 15 mín. Þeir voru þó ekki nema 6 klst. og 15 mín á göngu, því að þeir töfðu á Fosshóli og í Skóg- um klukkustund á hvorum stað. Er hér rösklega gengið, því að vegalengdin frá Mývatnssveit til Akureyrar er um 70 km. að lengd og hafa göngumennirnir því gengið rúmlega 11 km. á klukku- stund. Menn þessir voru norski skíðakennarinn, sem dvalið hef ir norðan lands undanfarið, J. Tenmann og Matthías Kristjáns son, Litlu-Strönd í Mývatnssveit, kunnur skíðagöngumaður. Árshátíð halda Framsóknarfélögin á Akureyri að Hótel KEA næsta laugardag. Marmari. Leikfélag Reykjavíkur lék Marmara, sjónleik Guðmundar Kambans, s. 1. sunnudagskvöld. Hafði verið ákveðið að sú sýning yrði hin síðasta á leikritinu, en aðsókn reyndist svo mikil, að margir urðu frá að hverfa, og linnti ekki símahringingum og fyrirspurnum til félagsins frá fólki, sem óskaði að sjá þetta veigamikla og mjög umtalaða leikrit. Vegna þeirra verkefna, sem félagið hefir nú með hönd- um, eru erfiðleikar á því að verða við þessum óskum, samt hefir félagsstjórninni tekizt að hliðra til um sýningartíma fyrir j Marmara og gefa almenningi kost á enn einni sýningu á leik- ritinu. Þessi sýning verður ann- að kvöld, miðvikudagskvöld, og er félaginu með öllu ókleift að verða við óskum um fleiri sýn- ingar. Af sérstökum ástæðum getur þessi sýning ekki hafizt fyrr en kl. 8,30 og eru menn vinsamlegast beðnir að taka það til athugunar. Harðir bardagar á miðvígstöðvum Kóreu Harðir bardagar geisuðu á miðvígstöðvunum í Kóreu í gær, og tefldi norðurherinn fram nýjum og óþreyttum lið- sveitum. Suðurherinn hélt þó sókn sinni áfram, hopaði hvergi og sótti sums staðar fram nokkra km. Annars var tíðindaiaust á vígstöðvunum. AuglÝsmgasími TÍMANS 81300 Hjónaband. í fyrradag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ragna Sig- urðardóttir, kaupkona í Reykja- vík og Pétur Guðmundsson kaup maður. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Aðalbjörg Jónsdóttir frá Yzta-Hvammi í Aðaldal og Sigtryggur Árnason, Reykjum, Reykjahverfi, Suður- Þing. Úr ýmsum áttum Aðalfundur fulltrúaráðs sjómannadagsins var haldinn í Reykjavík sunnu- daginn 4. marz, og varð aðal- fundarstörfum ekki lokið, og verður framhaldsaðalfundur haldinn síðar. Áður en gengið var til dag- skrár fundarins, minntist form. fulltrúaráðsins, Henry Hálfdán- arson, nýlátins fulltrúa sjó- mannadagsráðs, Kristmundar Guðmundssonar, varaformanns Sambands matreiðslu- og fram reiðslumanna, og heiðruðu fundarmenn minningu hans með því að rísa úr sætum. ■ Á fundinum var mikið rætt um starfsemi ráðsins s. 1. ár, og einnig um væntanlegar fram- kvæmdir á þessu ári, og varð fundi frestað, eins og fyrr segir. Stjórn sjómannadags ráðsins var endurkjörin, en hana skipa: Henrý Hálfdánarson form., Þor- /4 ffcritupi i/egi: BÝFLUGNARÆKT Danir hafa byrjað tilraunir með býflugnarækt á Grænlandi, og fór sérfróður maður í þeirri grein þang- að í sumar til þess að fylgjast með árangrinum. Eftir heimkomuna lét hann i ljós, að hann teldi allar líkur til þess, að býflugnarækt gæti þrifizt þar, ef rétt væri að farið, enda væri þar mikið af blómgresi, sem væri bý- flugunum hentugt til hunangssöfnunar. ★ ★ ★ Hvernig er þetta hér á landi? Getur býflugnarækt ekki þrifizt hér? Fyrir allmörgum árum gerði Jónas Þór, verksmiðjustjóri á Akureyri, tilraunir um þetta, en mun svo hafa horfið frá býflugnaræktinni vegna erfiðleika, sem á voru. Væri þó ekki vert að frekari til- raunir ættu sér stað? ★ ★ ★ Það er auðvitað ekki við því að búast, að býflugna- rækt verði eða geti orðið atvinnugrein, er máli skiptir. En mætti ekki hafa hér býflugnabú á heimilum til til- i breytni, skemmtunar og matardrýginda, væri nokkuð unnið. Á því er ekki vafi, að bæði erlend dýr og jurtir j geta þrifizt oft og tíðum, og hefir sennilega aðeins fátt eitt af þvi verið reynt hér á landi. En í þessu efni j þurfum við oft að þreifa okkar áfram, unz við finnum ! réttar aðferðir. ★ ★ ★ Fari svo, að Dönum takist býflugnarækt á Grænlandi, má það kallast undarlegt, ef hún getur ekki blessazt hér. Við erum að minnsta kosti vön að hugsa okkur, að vetur séu grimmg,ri á Grænlandi en hér, og sumurin - ,‘iiza lengri'eða sumarveðráttaíi b'étri. J.H. J L'. - . JZ'. v .' ■ i*. j * •, ’imrnrn; ORÐSENDING írá HÓTEL KEA Smurðbrauðsdömu, vana eldhússtúlku vantar á hótel H ið í sumar. Einnig frammistöðustúlkur, ” Upplýsingar í síma 80496, eða hjá hótelstjóránum í K. E. A. Búnaðarbankanum 5. hæð. Ungmennafélag Reykjavíkur heldur árshátíð sína n.k. laugardag 1 Listamannaskál- anum, er hefst klukkan 8,30. Ungmennafélágar utan af landi eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tekið á móti þátttökutilkynningum kl. 6—7 í sínijj 6369. (Ekki samkvæmisklæðnaður). Ungmennafélagið. V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V, UTBOÐ Tilboð óskast í að byggja hús á lóð H. í. S. í Örfyris- ey, svo og að girða lóðina og fylla hana upp, ;; Uppdrættir og útboðslýsing verða afhent á teikni- jl stofunni gegn kr. 50,00 skilatryggingu, og þar eru einn- V ig gefnar upplýsingar. '■ Tilboðum skal skilað fyrir 16. þ.m. á sama stað. I; TEIKNISTOFA S. í. S. ;! Hafnarstræti 23. V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V Þar- sem samningur milli Sjómannafélágs ííeykja- víkur og Útvegsmannafélags Reykjavíkur, um kaup og kjör háseta, matsveina og vélamanna, með 250 ha. réttindum á skipum félagsmanna er stundá lúðuveiðar með lóð, dags. 2. júní 1950 er úr gildi fallinh, hafa stjórnir Sjómannafélags Reykjavíkur og Sjómanna- félags Hafnarfjarðar ákveðið, að aðeins sé heimilt að skrá á lúðuveiðar samkvæmt samningi dágs. 6. jan. 1947, um helmingaskipti á útlegubátúm, sém fiska með lóð. Stjórn Sjómannafélags Revkjavíkur Stjórn Sjómannafélags Hafnarfjarðar Inn legar þakkir til allra nær og fjær, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför móður minnar og ömmu ekkar JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR frá Æsustöðum. Lára Pálmadóttir Heiða Aðalsteinsdóttir Halla Aðalsteinsdóttir Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.