Tíminn - 06.03.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.03.1951, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, þriðjudaginn 6. marz 1951. 54. blað. Lnln>Bellc Mjög skemmtileg og spenn- ani ný amerísk mynd með hinum vinsælu leikurum: Dorothy Lamour George Montgomery Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BIO OFURHVGAR (Brave Men) Gullfalleg ný, rússnesk lit-J kvikmynd, sem stendur ekki [ að baki „Óð Síberíu“. Fékki 1. verðlaun fyrir árið 1950. j Enskur texti. Gurzo Tshemova Sýnd kl. 9. Olíufumluriim (Strike it Rich) Afar spennandi ný, amerísk! mynd um baráttu fyrir olíu-| lindum. I Rod Cameron Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5 og 7. NÝJA BÍO Þcim var ég versí .. (This was a Woman) Stórmynd frá Fox. Aðalhlutverk: Sonja Dresdel, Walter Fitzgerald. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Storkurinn Mjög spennandi amerísk mynd. JmuArusigSoéUtAsuÁA eAu &ejtaAJ 0Ctu/el£i$u7% Rafmagnsofnar, nýkomnir’ 1000 wött. Sendum í póstkröfu. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI H.F. Laugaveg 79. — Sími 5184.1 Austurbæjarbíó Frumskóga- síúlkan (Jungle Girl) — II. hluti — Sýnd kl. 5 og 9 ÍTJARNARBÍÓ Lcyndartlómur stórborgarinnar (Johnny O’Clock) jAmerísk sakamálamynd, I spennandi og viðburðarík. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. ! Hin glæsilega stórmynd eftir iGAMLA BÍÓ Syndafallið (Der Apfel ist ab) | Gamansöm þýzk kvikmynd. Bobby Todd, Bettina Moissi, Helmut Kautner. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára HAFNARBÍÓ Vorsöngur (Blossom time) Hin hrífandi Shubert söngva mynd með: Richard Tauber. Sýnd kl. 7 og 9. Grínmyndin sprenghlægilega með: Ake Söderblom Feita Þór Sýnd kl. 5. Menningartengsl Islands og Ráðstjórnarríkjanna. Sýning í Lista- mannaskálanum Myndir úr þjóðlífi og menn- ingu allra 16 Ráðstjórnarlýð- veldanna. Einnig verða sýnd ar myndir úr lífi vísinda- mannsins: Ivans Pavlovs og frá Litla leikhúsinu í Moskvu. Sýningin opin kl. 2—8 vegna fundarhads. — Litkvikmynd- in Eyðimörkum breytt í akur lönd sýnd kl. 5 og 9. Ókeypis aðgangur fyrir fé- lagsmenn sem sýni skírteini. Stjórn MIR. Bergur Jónsson Málaflutnlngsskrlfstofa Laugaveg 65. Slml 5833. Helma: Vltastlg 14. VIÐSRIPTI HÚS'ÍBÚÐIR LÓÐIR • JARDIR SKIP • BIFREIÐAR EINNIG: Verðbrcí ■Vátryggingar Auglýsingastarfscmi FASTEIGNA SÖLU MIÐSTÖDIN Lækjargötu 10 B SÍMI 6550 Erlcut yftrlit (Framhald af 5. síðu.) fljótlega sleppt aftur, en Nkru- mah var haldið lengur vegna þess, að það sannaðist á hann að hafa haft samvinnu víð kommúnista. Hinir gætnari leið togar þjóðernishreyfingarinnar væntu þess, að hann væri nú úr sögunni. En Nkrumah naut þess, að hann bjó ekki við sama réttarfar og er austan járn- tjaldsins. Vorið 1949 kom hann aftur og náði meirihluta á þingi þjóðdrnissinna. Danaguah lét sér þá þau orð um munn fara, að „brátt myndi þurfa að velja á milli hvítrar heimsveldisstefnu eða svarts einræðis“. Hvernig notar Nkrumah sigurinn? Fylgi sitt á Nkrumah að þakka því, að hann kann að tala á þann veg, sem fellur landsmönn um hans bezt. Hann spilar á strengi þjóðernistilfinningar- innar og bendir á hinn mikla efnamun landsmanna sinna og hinna hvítu iðjuhölda. Hins veg ar forðast hann að boða marx- isma eða að minnast á þjóð- nýtingaráform. I seinni tíð hef- ir hann fordæmt ýmis verk kommúnista, eins og árásirta á Norður-Kóreu. Hann lætur mál flutning sinn hafa trúarlegan blæ og endar oft fundi sína með sálmasöng. Brezka verkamannastjórnin var af mörgum hvött til þess að fresta um sinn framkvæmd hinna nýju stjórnarlaga eftir að Nkrumah hafði náð yfirráðum í þjóðernishreyfingunni. Hún lét þessar fortölur þó engin á- hrif á sig hafa. Nýlendumála- ráðherrann, James Griffiths, varði þá ákvöðun með því, að þjóðernisstefna gæti orðið til mikils gagns, ef henni væri beint áð réttum viðfangsefnum og látin njóta sín, en hins veg- ar gæti hún verið hið mesta skemmdarafl, ef hún starfaði eingöngu neikvætt. Þess vegna væri sjálfsagt að gefa þjóðern- ishreyfingu Gullstrandarmanna tækifæri til að vinna að upp- byggilegum störfum, en vitan- lega hlyti viðhorfið til hennar að breytast, ef hún sinnti þeim ekki og helgaði sig fyrst og fremst neikvæðu niðurrifsstarfi og æsingum. Meðan kosningarnar fóru fram sat Nkrumah í fangelsi. Hann stjórnaði kosningabarátt unni þaðan. Nú hefir honum verið sleppt lausum. 1 kosninga- baráttunni lét hann flokk sinn krefjast fullkomins sjálfstæðis. Því er nú beðið með eftirvænt- ingu, hvernig hann hagar bar- áttu sinni framvegis, en flest- um kemur saman um, að það geti haft hin þýðingarmestu á- hrif á stjórnmálaþróunina í Afríku. Sömu mönnum kemur og saman um, að hér reyni mik- ið á brezka samningalægni og stjórnvizku, ef þessi djarfa til- raun brezku stjórnarinnar eigi að fá giftusamleg endalok. Cjina ^ J\c auó: Látið mig gera við úrin Vönduð vinna, fljót afgreiðsla Sendi gegn póstkröfu um land allt. CARL BERGMANN úrsmiður Njálsgötu 26 — Reykjavík í * ifi ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Miðvikudagur kl. 17. TMýjjársnóttin Barnasýning vegna fjölda á- skorana. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13.15—20.00 daginn fyrir sýning ardag og sýningardag. Tekið á móti pöntunum Sími 80000. SKIPS- LÆKNIRINN 49 — Nei — á morgun, svaraði hún. Hvers vegna bið ég um frest? hugsaði hún þó með sjálfri sér. Hvaða máli skiptir það, hvort það verður í dag eða á morgun? XIII. Hálftíma síðar skreytti Friðrika einn bezta klefann á C- þiljum með gulum rósum. Bóris bróðir hennar átti að búa þarna. Stefansson hafði gripið fegins hendi tækifærið, sem honum gafst til þess að liðsinna Friðriku. — Við sendum hann í heilsuhæli við Míamí, þegar við komum til Bandaríkjanna, sagði hann. Þeir lækna hann á. sex vikum, og svo sé ég honum farborða. Ég geri hann að einkaritara mínum eða blaðafulltrúa, og ég veiti honum hlutdeild í fáeinum fyrirtækjum, svo að hann geti orðið ríkur. Hann vildi sjálfur stjórna flutningi sjúklingsins .í hina nýju vistarveru. En það vildi Friðrika ekki þekkjast, því að hún óttaðist duttlunga bróður síns. Hún sneri sér þess vegna til læknisins. Klukkan var hálf-fimm, er hún drap á dyr hjá Tómasi. I Viðtalstíminn var liðinn, og það var einmitt um þetta leyti, jsem hann hafði vonazt eftir að Sibyl kæmi helzt. Hann taldi víst, að það væri Sibyl, sem kvaddi dyra, er Friðrika kom, og hann gat ekki leynt því, hve bylt hónum varð við, er hann sá, að vonir hans höfðu brugðizt. — Gerði ég yður hræddan? spurði Friðrika. iSváfuð þér bannske? Tómas gat ekki áttað sig strax á erindi hennar: að flytja Bóris úr þríðja farrými í klefa á C-þiljum? — Þér hafið þó sjálfur sagt, að hann þyrfti að komast í hentugri klefa sagði hún. Jú — það hafði hann sagt. Og Friðrika hafði svarað því til, að hún hefði hvorki peninga né tíma til þessa að hugsa um slíkt. En nú — nú hafði hún náð því marki, sem hún hafðí sett sér, hugsaði Tómas. Stefansson hafði dregið upp peningaveskið. Þannig höndlaði þá þessi fagra kona. Og þannig voru þær allar — allar. Kona, senx aldrei hefir látið annað víkja vegna peninganna, hefir aldrei þurft á peningum að halda — eða ekki verið mikils virði á mark- aðinum. Bóris velti hins vegar ekki vöngum yfir því, hvernig systir hans hafði allt 1 einu komizt yfir þá peninga, er þurfti til vistaskiptanna. Honum lá það í léttu rúmi. Hann sat á tali við Maríus gamla, og Wolzogen var einnig nærstaddur. Hann hafði komið aftur til þess að sækja Millu Lensch, og var nú að búa sig. Tómas hafði þegar beðið hjúkrunarmanninn að flytja föggur barónsins í hinn nýja klefa. — Ef þér viljið í raun og veru hjálpa bróður yðar, sagði Maríus gamli við Friðriku, þá verðið þér annað tveggja að gefa honum aftur þýzka keisaradæmið — eða sjá honum fyrir morfíni. Allt annað er svik við samvizku yðar sjálfrar. í þessum svifum kom Milla Lensch aðvífandi. Hún stað- næmdist þegjandi spölkorn frá þeim og horfði auðmjúk- lega á Friðriku, reyndi að stæla hreyfingar hennar og limaburð. Enginn gaf henni gaum. Wolzogen gætti einskis annars en þess, hvernig hann gat vakið athygli hennar tignu konu á sér. Hann átti kunn- ingja í fyrsta farrými og hafði heyrt þá geta um hana. Nú sá hann ekki annað ráð vænna til þess að draga að sér athygli hennar en fara að tala um Stefansson. Síðan vék hann sér beint að Friðriku og spurði: — Hvers vegna álítið þér, að hann hafi komið til Norð- urálfunnar 1 þetta skipti? Fyrst virtist Friðrika ætla að láta sem hún heyrði ekki þessa spurningu. En svo tók hún sig á. — Til þess að leggja undir sig skipafélögin í Evrópu, sagði hún kuldalega — fyrst og fremst þau þýzku. Þegar hér var komið, skálmaði Bóris út, án þess að kasta kveðju á nokkurn mann. Hann slangraði eftir þilfarinu, og Tómas og Friðrika flýttu sér á eftir honum. Koma þeirra upp á efsta þilfarið vakti ekki litla athygli. Þau urðu að ganga framhjá hópum af masandi fólki, og loks fundu þau auðan stól, þar sem þau bjuggu hið bezta um Bóris. Skipherrann kom á vettvang og varpaði kveðju á barón- inn, og bar jafnframt fram afsökun við Friðriku — hann hefði verið kallaður svo skyndilega til áríðandi skyldu-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.