Tíminn - 09.03.1951, Blaðsíða 4
«.
TÍMINN, föstudaginn 9. marz 1951.
57. bíað.
Sálubót á sölutorgi
Mér er ánægja að orðaskipt
unum við þig um íslenzku lax
árnar, enda vona ég, að þeir
sem á þau hlýða, séu nokkru
fróðari eftir.
Ég sé til dæmis í svari þínu
í Tímanum 24. f. m. að bréf
mitt til þín hefir miklu á-
orkað. Þú ert alveg horíinn
frá þerri reginfirru að islenzk
ír stangaveiðimenn græði of-
fjár á veiðum sínum. Áður
sást þú í anda ljómann af
„tugum þúsunda í enskum
pundum“ eða „hundruðum
þúsunda í amerískum dollur-
um“. Ég leiðrétti þetta í bréfi
mínu og benti t. d. á, að
Ameríkumenn kæmu hér yfir
leitt ekki til greina. Þú nefnd
:ir heldur ekki dollarana á
nafn í svari þinu og nú seg-
ist þú ekki „geta með ábyggi-
legum tölum sýnt hversu
mörg þýsund sterlingspund
myndu fást fyrir laxár vor-
ar“. — Nú eru það ekki leng-
ur tugir þúsunda.
Þá ertu einnig horfjnn frá
því. að fara með tilvonandi
gjáldeyri á hinn löghelgaða
svarta markað og hefir sýni-
lega fallist á þá skoðun mína,
að bændum almennt geðjist
ekki að þeim verzlunarhátt-
um.
Ég hefi ekki rúm til að fara
lengra á þessari braut, en svar
þitt sýnir berlega, að bréf
mitt hefir losað þig við marg
háttaðan og mikinn misskiln
ing. Af því álykta ég, að það
hafi einnig orðið ýmsum öör-
um lesendum til verulegs
þekkingarauka á þessum mál
um.
IL
Mér ér þó ljóst, að enn hef-
ir þú ekki öðlast næga þekk-
ingu á málinu, sem þú ert að
ræða. Þú segir til dæmis, að
ef við leigðum útlendingum
laxárnar myndi það stórauka
xerðamannastrauminn og
mestu gjaldeyristekjurnar
myndu stafa af greiðslum
veiðimannanna fyrir „veitt-
un beina og leigð farartæki".
Það eru einkum Englending
ar, sem myndu fást til að
taka íslenzkar ár á leigu. En
helzt vilja þeir vera aðeins
einn eða tveir um hverja á
og i alira hæzta lagi 4—5. Þú
hlýtur að sjá sjálfur, að þetta
gæti aldrei aukið ferðamanna
strauminn svo að talist gæti,
iivað þá „stóraukið".
Um óbeinu gjaldeyristekj-
urnar er það að segja, að þær
yrðu næsta litlar. Gömul
reynzla sannar, • að enskir
veiðimenn taka að sér að
heiman allar þær nauðþurft-
ív, sem þeir mögulega geta.
Óbeinu tekjurnar yrðu því
eínkum smávægilegar toll-
tekjur, sparsamleg fargjöld,
gætileg mjólkurkaup dag
hvern og fáein eggverð á viku.
— Og svo ef til vill lágt kaup
eldabusku í 2—6 vikur.
Þetta er eðlilegt. Englend-
ingar eru ekki bruðlunarsam
ir í eðli sínu og þeim er vel
Ijóst, að íslenzku árnar verða
þeim alltaf miklu dýrari en
‘þær norsku, ensku og skozku,
oótt þeir gæti alls sparnaðar.
III.
Þá er það næst meðferð ís-
lendinga á veiðiánum og hag
ur veiðiréttareigenda eða
bændanna. Við . skulum í
þessu sambandi halda okkur
við Vatndalsána, enda áttu j
þá auðvelt með að kanna
nvort ég segi meira en það
thíí, sem satt er og retfc.
Annað opið bréf til Haiuiesai' Pálssonar
frsi Undirfelli
Var það ekki Stangaveiði-
félag Reykjavíkur (opið fé-
lag áhugamanna um stanga-
veiði), sem lét fylgja boði
sínu í Vatnsdalsá tiiboð um
að veiða aöeins á tvær steng-
ur í senn, aðeins fimm daga
vikunnar og aðeins veiði með
gerfiflugu? Og samt bauð það
mun hærra en Engiendingur
inn, sem þó er búinn að taka
tryggð við ána, hefir gért sér
mikið far um að bæta hana
og vafalaust viljaö halda því
verki áfram. Ég efa ekki að
honum hafi þess vegna verið
kappsmál að halda ánni og
því boðið hærra verð en hann
annars hefði gert.
Veiðieigendur tóku upp þau
skilyrði um álag á ána og
veiðiaðferðir, sem Stanga-
veiðifélag Reykjavíkur hafði
boðið. Þetta sannar mitt mál
um hagkvæmust viðskipti
við hin opnu félög áhuga-
manna og afsannar þínar
hugmyndir um meðferð ís-
lenskra stangaveiðimanna á
ánum.
Þú segir, að Englendingur-
inn hafi boðið 300 pund ster-
ling í Vatnsdalsá, eða tæp-
lega 14 þús. krónur. Mér hef-
ir verið sagt, að íslenzkir
menn hafi boðið í ána rétt um
30 þús kr., og ég bið þig að
leiðrétta mig ef þetta er eklci
rétt.
j Sýnist þér ekki að þetta
' styrki þá skoðun mína, að ís-
lenzkir bændur hafi alls ekki
efni á að leigja útiendingum
la,xárnar?
IV.
Mér geðjast ekki að þeirri
uppástungu þinni, að „launa
uppknýjandi" opinberir starfs
menn og skrifstofumenn —
eins og þú og ég — fari að
vinna að heyskap í sumarfrí-
inu sinu til þess að 'kynna
sér á þann hátt lífskjör bónd
ans. í þessu sambandi hlýt,
ég að taka orð þín með gætni.
Hvað mig sjálfan snertir
efa ég að ég öðlist hér eftir
aukna þekkingu á því erfiði,
sem liggur að baki fram-
leiðslu bóndans, og ég er til
dæmis sannfærður um, að þú
getur ekkert frætt mig í því
efni. Það er mjög vafasamt
að þú þekkir það erfiði jafn
vel og ég, hvað þá betur. —
Þú varst stórbóndi á höfuð-
bóli, en ég er sonur kotbónda,
fátæks leiguliða.
Skrifstofumenn og aðrir
þesskonar inniverumenn eru
að minni hyggju lítils virði til
heyskapar og annarar erfiðr
ar sveitavinnu, einkum fyrstu
1—2 vikurnar. Mér er nær
að hafcda að það yrði sizt til
aukins skilnings og velvildar
að breyta í þessu efni eftir
tillögu þinni. Ég treysti mér
ekki til að ala þær tilfinning-
ar í brjósti meðan ég kveldist
af þreytu og harðsperrum —
„strengjum“ á norðlenzku —
eftir að hafa afkastað litlu
broti af því, sem samverka-
fólk mitt hefði áorkað án
sýnilegs erfiðis.
Og við skulum snúa við gler
augunum þinum og líta í þau
hinum megin frá. Hugsum
okkur að þú útvegaðir dug-
miklum bónda verðskuldað
frí í viku eða hálfan mánuð.
Þú settir hann í skrautlega
verzlunarbúö og segðir hon-
um að afgreiða kjólatau,
kjólaskraut, barnafatnað.
íöskur o. U. o. f.l, án bess svo
mikið sem að kynna honum
hvað verðið væri á vörunni.
Þarna ætti hann að vinna við
hliðina á þaulvönum en ung-
um og hláturmildum af-
greiðslustúlkum, Heldurðu
ekki að bóndinn myndi vikna
af hlýhug og „skilningi á lífs
baráttu" afgreiðslustúlkn-
anna í hvert sinn sem hann
minntist búðarinnar á eftir?
Nei, Hannes minn. Þarna
ert þú gersamlega á rangri
leið og varpar fram af ráðn-
um hug villandi slagorði,
sprottnu af hvöt, sem er and-
stæð velvild og skilningi.
V.
Bóndinn og bæjarmaður-
inn — t. d. skrifstofumaður-
inn — þurfa ekki að skipta
um hlutverk til þess að öðlast
skilning hvor á annars lífsbar
áttu. Þeir þurfa aðeins að
horfast i augu sem uppréttir
jafningjar hvor á sínu sviði.
þ. e. sem bóndi og bæjarmaö-
ur.
Segjum að bóndinn búi við
of mikið líkamlegt erfiði, en
skrifstofumaðurinn missi við
námsþrótt vegna of lítils
líkamlegs erfiðis. Hugsum okk
ur að þú gætir tekið sólskin-
ið af bóndanum og jörðinni
hans og hellt því yfir skrif-
' stofumanninn til heilsubótar.
jMyndirðu gera það? Mynd-
irðu ekki reyna fyrst að leita
í einhverra annarra ráða?
j Kaupstaðabúinn — skrif-
'stofumaðurinn — hefir glat-
að landinu og náttúru þess,
eins og ég benti á í bréfi mínu
til ]Dín um daginn. Þar benti
ég einnig á þá sálubót, sem
j stangaveiðin og fleira þess
• háttar er hinum landlausa
j kaupstaðarbúa. Ennfremur
: sýndi ég fram á, að stanga-
jveiðin gerir iðkendur sína
flesta að einlægum ræktunar
mönnum. Og þetta eru verö-
'mæti, sem mölur og ryð fær
jekki grandað. (Ég hefi ann-
! ars staðar rökstutt þetta gerr
,áður og er fús til að vísa þér
á það til lestrar).
Þessu hefir þú ekki mót-
mælt, enda ekki auðvelt.
Sanrt vilt þú leigja útlending
um veiðiárnar til þess að afla
erlends gjaldeyris, — fyrir
dráttarvélar skulum við
segja. Hví villt þú ekki reyna
að lei-ta einhverra annarra úr
ræða fyrst? Erlendur gjald-
eyiá getur verið of dýru verði
Ikeyptur. Vildir þú til dæmis
selja íslenzku handritin aftur
til Danmerkur, ef við kynn-
um að endurheimta þau?
Þú hefir áhuga fyrir auk-
inni ræktun. Þú viðurkennir,
að þjóðin hafi farið illa með
þau verðmæti, sem forsjónin
hefir gefið henni. Þú horfir
á minnkandi þjóðarmetnað
þverrandi ættjarðarást a. m.
k. meðal borgarbúa, og þar af
leiðandi aukna lausung og ó-
reiðu í þjóðlífinu. Þú sérð í
hendi þér að ég hefi rétt fyrir
mér þegar ég segi að þetfa
stafi fyrst og fremst af þvi,
að kaupstaöarbúinn hafi glat
að landinu, ástinni á því og
trúnni á það. Þú tekur upp af
götu þinni einn af möguleik-
unum til að bæta úr þessu,
öruggan möguleika til að gera
marga af landleysingjum að
ræktunarmönnum. Þú vegur
þennan möguleika um stund
í hendi þér og býður hann
svo falan fyrir fáeinar krón-
(Framhald á G. síðu.) i
Pétur Jakobsson hefir orð-
ið og ætlar að lesa okkur pistil
nokkurn um lyfjanotkun og
heilbrigða liínaðarhætti:
„Einhvers staðar sá ég, ekki
alls fyrir löngu, þess getið,
að Reykvíkingar notuðu ár-
lega meðul fyrir ca. þrjár
rnilljónir króna. Eitt örð leys-
ir heila hugsun. Mér varö af
þessu ljóst að í sambandi við
þetta stæði hin árlega iðgjalda
hækkun Sjúkrasamlags Reykja
vikur, sem er farin að auka
á áhyggjur samlagsmeðlima.
Mér varð lika af þessu ljóst
hvers vegna sjúkrasamlög lands
ins eru á fjárhagslegri heijar-
þröm. Ef þetta er rétt, þá er
mikil lyfjanotkun í vorri borg.
Er þessi lyfjanotkun nauð-
synleg? Eða er hún einn þátt-
ur í óhófseyðslu Reykvíkinga
á umliðnúm árum? Hafa menn
gert sér grein fyrir hve geysi-
legt rúmmál lyfja fæst fyrir of-
angreinda upphæð? Mér skilst
að hér yrði mikill stöðupollur,
ef öll þessi meðul væru saman-
komin í eina dæid. Eru meðulin
svona nauðsynleg? Mundu
Reykvíkingar hrynja niður og
verða dauðanum að bráð, mun
meira en nú, ef ekki væri svona
mikil meðalanotkun? Við nátt-
úrulækningamenn höfum í allri
vinsemd og virðingu við lækna-
vísindin kastað trúnni á með-
ulin. Greindur maður, lærður
og velviljaður, hefir kennt okk-
ur, að lyfin geri ekki varanlegt
gagn, en séu þó góð í viðlögum
og jafnvel nauðsynleg.
Við náttúrulækningamenn
leitum heilbrigðinnar og lireyst
innar í ýmsum hollum lífsvenj
(um. Við höfum fundið þessar
1 systur, sumir okkar og gert
1 þær að vorum förunautum. Við
stundum lítið vindrykkju, iðk-
um lítið tóbaksnotkun, kýlum
ekki vambir olckar, ofþyngjum
ekki hjörtu okkar í mat eða
: drykk, étum ekki okkur til dóms
| áfellis, höfum ekki magann fyrir
I okkar guð. En við neytum heil-
| næmrar fæðu í hófi, sofum um
[ nætur, lifum hreinlegu lifi yfir-
j leitt. Árangurinn af þessum lífs
s venjum okkar er sá,‘að við er-
um heilsugóðir, lífsglaðir, starfs
glaðir, höfum gott starfsþrek
og starfsvilja, lítum björtum
augum á lífið og erum sannfærð
ir um, að við verðum gamlir
menn. Við reynum að líkjast
guðunum á Ólympsfjajli. Við
viljum lifa á ódáinsfæðu eins og
þeir, og á þann hátt varöveita
okkar eilífu æsku.
Ég vil segja háttvirtum les-
endum þessa blaðs, til að fyrir
byggja misskilning, að ég get
ekki talað af þekkingu hins
lærða manns, um orsakir sjúk-
dóma, lækningu sjúkdóma og
gildi lyfjanotkunar fyrir mann-
legan líkama. Það, sem ég segi,
í þessum efnum, eru aðeins hug •
leiöingar leikmannsins. Mér
skilst að allir sjúkdómar batni
af sjálfu sér ef þeir eru annars
batnanlegir. Sjúkdómar eru í
því fólgnir að óvinir lífsins herja
á manninn. Hreysti líkamans
og heilbrigði verða að standa
þessa árás af sér og þá batnar
honum. Geri hann það ekki
þá deyr hann. Móðir náttúra
er sá mikli læknir. Úr henni
teygum við lífsþróttinn. Kún
mun sjá lífi okkar borgið, ef
við tökum ekki fram fyrir hend
ur hennar, ef svo mætti að
orði komast.
i-. i ^
Ég held að líkt sé með sjúk-
dóma eins og veðrin. Sjúkdóm-
arnir herja á mannanna ríki.
Þeir koma og valda erfiðleikum
í bili. Svo batna þeir og allt
er*í lagi. Þetta skeður einhvern
' veginn eins og þegar vont veð-
ur batnar og snýst í gott veður.
Ég hefi stundum hugleitt hvern
ig á því muni standa, að allir
lyfseðlar eru gefnir út á latínu.
Það vita þó bæði guð og menn,
að íslenzkan, hún er orðafrjó-
| söm móðir. 'Hún á orð yfir allt,
1 sem er hugsað á gjörvallri jörð
inni. Hví skyldi hún þá ekki
eiga orð yfir efni þau, sem not-
uð eru í lyfin? Mér finnst alveg
sjálfsagt að gefa alla lyfseðla
út á íslenzku, svo að sérhver,
sem lyfja neytir viti hvaða efni
er í þeim. Mér viröist þetta vera
borgaralegur réttur manna og
heilbrigðisyfirvöldin eigi að hlut
ast til um að þetta verði gert.
Hvort lyfjanotkunin mundl
vaxa eða minnka af þessum or
sökum, yrði tíminn að leiða
í ljós. Það færi eftir því, hver
áhrif þetta hefði á meðalatrúna.
• í'
Ég held að veikindi manna
standi í sambandi við eldi þeirra.
Þá, sem næmir eru fyrir sjúk-
dómum, hygg ég vanalda og
þurfi þá úr því að bæta með
náttúrlegum hjálparmeðulum,
svo sem ljósi, lofti, vatni, mat-
aræði, hreyfingu, hvíld. Ég hefi
á eyðimörku ævi minnar leitað
að lífsins dýpstu rökum. Árang
ur af þessari leit hefir því mið
ur ekki orðið eins mikill og
æskilegt hefði verið. Þó hefi ég
komist að þeirri niðurstöðu, að
við lifum í órofasambandi við
Allíflð. Það hefir lyft oss frá
duftinu. Það gefur oss líf og
andardrátt. Það varðveitir líf
vort og viðheldur því, í sam-
ræmi við lögmál tilverunnar."
Engu ætla ég að bæta við
þetta Pétursbréf, en þakka bara
höfundi lesturinn og söfnuð-
inum gott hljóð.
Starkaður gamli.
TILKYNNING
Hér með leyfum við okkur að tilkynna háttvirtum
félagsmönnum og viðskiptavinum okkar, að Björgun-
arfélagið Vaka hefir tekið til starfa á ný og við von-
umst eftir að geta fullnægt öllum okkar skyldum
gagnvart félagsmönnum okkar eins og hingað til.
Einnig vonumst við eftir að mega njóta viðskipta
við hina mörgu viðskiptavini okkar í framtíðinni.
Björgunarfélagið Vaka
Sími 81850
?**!??* **tii*****-*ii*friiiÝ-frÝÝÝÝÝÝÝÝÝÝÝÝÝÝÝÝ^*****ÝÝ*^ÝÝÝÝÝ*ÝÝÝÝÝÝÝfÝÝt^ÝÝtÝ*J«-
Fresfið ekki lengur, að gerasf
áskrifendur TÍMANS