Tíminn - 31.03.1951, Page 6

Tíminn - 31.03.1951, Page 6
6. TÍMINN, laugardaginn 31. marz 1951. 72. blaff. Það hlant að vorða þú Sérlega skemmtileg og bráð- fyndin mynd með: Ginger Rogers, Corner Wilde. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ títlaginn Afarspennandi og viðburða- rík amerísk kúrekamynd. Aðalhlutverk: Rod Cameron. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. NÝJA BÍÓ Mættnr stórborg- arinnar (Naked City) Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Smámyndasafn: Músík, söngva og teiknimyndir. Chaplin í hnefaleik. Vetrar- íþróttir o. fl. Sýnd kl. 3. BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Mýs og nienn Spennandi og sérkennileg amerísk stórmynd byggð á hinni þektu sögu eftir John Steinbeck, sem komið hefir út í ísl. þýðingu og enn frem ur verið leikin í útvarpinu. — Danskur texti. Burgess Meredith, Betty Field, Lon Chaney jun. Bönnuð börnum. Bergnr Jónsson Málaflutnin gsakrifst*fm Laugaveg 65. Slml 5833. Helma: Vltaetlg 14. LÍfvtuAnLngJO&ivOuiA. atu áeStaV &Cui/eUi$u/ % Rafmagnsofnar, nýkomnlr 1000 wött. Sendum í póstkröfu. Gerum viff straujárn og önnur heimilistæki Raftækjaverzlunin ILJÓS & HITI H.F. Laugaveg 79. — Simi 5184, Austurbæjarbíó Orrnstan um Iwo Jima Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Gimsteinaruir Marx-bræður. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. TJARNARBÍÓ A Kon-Tiki yfflr Kyrrahaf _ Einstæð og afar merkileg mynd um ferðalag á fleka yfir Kyrrahafið 8000 km. leið. — Myndin var tekin í ferð- inni, sýnir því ingöngu raun verulega atburði. — Myndin hefir fengið fjölda verðlauna m. a. bæði í Englandi og ftalíu, sem bezta mynd sinn ar tegundar. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. GAMLA BÍÓ Hawaii-nætur (On an Island with you) I Ný amerísk dans- og söngva- mynd í eðlilegum litum. Esther Williams, Peter Lawford, Cyd Charisse, Xavier Cugat og liljómsveit. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. HAFNARBÍ'Ó Svarti galdur (Black Magic). Spennandi og ævintýrarík ný amerísk stórmynd eftir sögu Alexanders Dumas um Cag- liostro. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Gög' og Gokke Syrpa með hinum bráð- skemmtilegu skopleikurum. Sýnd kl. 3. ELDURINN gerir ekkl boff & nndan tér. Þelr, sem ern hyggnlr, tryggja itrax hjá SamvinnutrygglnKum Aakrifftarafml t TIM INÍV Gerlxt áikrifeadnr. VIÐSKIPTI HÚS • IBÚDIR LÓÐIR • JARÐIR C" ‘ "TF.IGNA >ÖLU STÖÐIN Laekjargölu 10 B SÍMI 6530 Monn og minkar (Framhald á 4. siðu.) yfirskyni, sölsað undir sig tvær jarðir kirkjunnar, og haldið þann sáttmála, er hann gerði við umboðsmann kirkjunnar á þann veg, að hann mætti taka sér í munn hin gullvægu orð postulans: „Hið góða sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda sem ég ekki vil, það gjöri ég.“ En Kjartani ferst á aðra lund, hann svarar allri umvöndun með skömm og skætingi, og verður því fullkomin and- stæða postulans. Kjartani Sveinssyni hefir verið byggt út af umræddum jörðum, vegna vanefnda á leigusamningi, og eftir kröfu sveitarstjórnar Selvogshrepps. í grein sinni hælist hann um, yfir þvi, að hann skuli ekki vera farinn burt af jörð- unum, þó veit maðurinn ó- sköp vel, að eftir er aðeins framkvæmdaatriði, þ. e. út- burður. Honum þykir lika vissara að ógna ráðuneytinu með hæstarétti, en virðist hafa gleymt því, að hann hef ir sjálfur eyðilagt málstað sinn. Síðan má Kjartan vita það, að þó eitt virðulegt ráðu1 neyti hafi gert glappaskot, þá ‘ getur það einnig leiðrétt það,1 við nánari athugun og dóm reynslunnar. Ég mun ekki eyða meira rúmi í Tímanum um þetta mál að svo stöddu. Helztu atriði þess eru komin fram í dagsljósið, og innan tíðar verður það til lykta leitt. Stakkavík og Hlíð geta orð ið vildisjörð fyrir dugandi bónda. í Hlíð er ágætt rækt- unarland milli þjóðvegarins og Hllðarvatns. Snjólétt er þarna og sauðland gott. Ekki er hægt að sjá neina skyn- samlega ástæðu fyrir því, að taka þessar jarðir úr venju- legri ábúð. Þær eru alls ekki hentugar til friðunar og skóg- ræktar, þó það hefði verið alvörumál í upphafi, sem nú er sýnt að ekki var, heidur hefir þetta verið haft að yf- irvarpi, til þess að Kjartan Sveinsson gæti fengið þær að leikfangi. — Eftir lagn- ingu Krísuvíkurveg- arins i gegnum land jarð- anna, er nær ógerningur að girða þær af, enda eru viða hentugri staðir á landi voru til skógræktar. Þegar búið er að leysa Stakkavík og Hlíð úr þeim á- lögum, sem þær voru lagðar í fyrir sjö árum, þarf dugandi mann eða menn til að hefj- ast þar handa um byggingar og ræktun, og hefja þar framleiðslubúskap, sem að gagni má verða landi og þjóð, þvf. „Bóndi er bústólpi, en bú er landstólpi.“ Teitur Eyjólfsson. Eyvindartungu, 9. marz 1951, Cjina auá : í |J| ÞJÓDLEIKHÚSID Laugardag kl. 20.00. Heilög Jóhanna eftir Bernard Shaw f aðalhlutverki: Anna Borg Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Sunnudag kl. 14.00. Snædrottningin Sunnudag kl. 20 Flckkaðar hendur Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15 til 20,00 daginn fyrir sýn- ingardag og sýningardag. Tekið á móti pöntunum. Simi 80000. SKIPS- LÆKNIRINN 64 Þetta var kapphlaup við dauðann, og það var mikil hætta á því, að dauðinn sigraði. Tómas fékk varla ráðrúm til þess að hugsa. Sjúklingurinn var kominn á skurðarborðið, og það var breitt yfir hann lak, sem klippt var á ferhyrnt gat. Þar var hönd Mörtu með kókaíndælu reiðubúna. — Aðeins lítil stunga, frú Weber, sagði Tómas. Frú Weber bærði sig ekki. Hönd Mörtu kom með hnífinn. — Finnið þér þetta? Gamla konan leitaðist við að hrista höfuðið, og hnífurinn sneið í sundur þunnan líkamsvefinn, sem varla var nokk- urt fitulag undir. Samvöxturinn var orðinn mikill, og Tómas varð skyndilega hræddur. Hann hafði ekki skorið upp sjúkling í mörg miss- eri. En Marta trúði því og treysti, að hann gæti unnið hér kraftaverk, og gamla konan vonaðist líka eftir því, að hann gæti bjargað henni. Hann varð að trúa því sjáljur. Hér varð að gerast kraftaverk.... Þarna var maginn, og þarna var bólgukeppur — viðlíka stór og dálítil hneta. Hann var harð- ur viðkomu, og veíurinn allur eyðilagður. Hann varð að taka helminginn af maganum — það var óumflýjanlegt. Og skyndilega flaug hugurinn hans til fólksins, sem dansaði og lék sér í skrautsölum skipsins. Þess á meðal vár konan hans.... ■ — Hvernig er slagæðin? spurði hann allt í einu. Systir Marta kinkaði kolli. Læknirinn grúfði sig yfir sjúk- linginn, og nú datt honum í hug Stefansson, sem hafði hælt sér af því, að hann gerði alla ferðafélaga sína ríkari en þeir voru áður. Hvað vissi hann um það, hvað gerðist á þessu skipi? Hvað veit maður, sem er ánægður með sjálfan sig, hvað gerist í huga annarra? En meðan þessar hugsanir þyrluðust i gegnum höfuðið á honum, grúfði hann sig enn dýpra yfir sjúklinginn — handtökin voru hröð og snögg, en þó örugg. Hann hafði í rauninni engan tíma til þess að íhuga, hvað hann var að gera. Hann vissi aðeins, að hann varð að hafa hraðan á — og engu mátti skeika. — Yður hefir tekizt afbragðsvel, var nú ságt fyrir aftan hann. Þetta var Krieglacher. Hann stóð þarna í hvítum kyrtli og með gúmmihanzka á höndum. Ég var reiðubúinn að koma yður til aðstoðar. En því fór fjarri, að þess gerðist þörf. Tómas ætlaði að segja eitthvað. En hann gat engu orði upp komið. Hann nötraði allur, og svitinn hnappaðist á enni hans. En samt var eins og þungum stelnj væri af hon- um létt — eins og hann hefði sjálfur skyndilega bjargazt úr hinum mesta lífsháska. — Þér eruð skurðls^nir af guðs náð, hélt Krieglacher áfram. Ég vildi óska þess, að ég hefði haft slíkan aðstoðar- mann.... Nú skulið þér reykja — það sefar taugarnar. Tómas tók við vindlinum, sem hann rétti honum. En enn gat hann engu orði upp komið. Þeir gengu nú inn í sjúkrastofuna, þar sem frú Weber hvíldi. Hún var sofnuð, og andardrátturinn var veikur. En hann var reglubundinn, og það hvíldi friður yfir gráu og teknu andliti hennar. Tómas þreifaði á slagæðinni. Hún lifir þetta af, hugsaði hann, og það streymdi slík hlýja og ástúð í huga hans, að honum hefði ekki orðið heitara um hjartaræturnar, þótt þetta hefði verið móðir hans sjálfs. Krieglacher fór úr kyrtlinum, og Tómas fylgdi honum fram ganginn. Þeir námu staðar, áður en þeir kvöddust, og horfðu þegjandi hvor á annan. Báðum var mikið í hug. En orðin urðu fá. — Þér hafið hjálpað mér, sagði Tómas að- eins. Þér hafið gefið mér nýjan kjark til þess að lifa og starfa. Þegar hann kom aftur inn í sjúkrastofuna, sat systir Marta við beð gömlu konunnar. Það var léttur roði í kinn- um hennar, og hún var glaðlegri á svipinn en hún átti að sér. Hún horfði stundarkorn á hann, en síðan þró hún pappírs- miða upp úr vasa sínum. — Sjáið, hvað ég hefi hér, sagði hún. Það er heimilisfang Frans sonar gömlu konunnar. Mér datt í hug, hvort við ættum ekki að senda honum skeyti, svo að hann komi á skipsfjöl í Brooklyn. Það getur hugsazt, að hún þoli ekki flutninginn í land — og fái aldrei að sjá son sinn, ef hann kemur ekki á skipsfjöl. — Sjálfsagt, sagði Tómas. Henni veröur líka rórra, ef hún á von á syni sínum um borð í skipið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.