Tíminn - 10.04.1951, Blaðsíða 6
6.
80. blaff,
Skulduskil
(Corner Creek)
Afar spennandi ný amerísk
mynd í eðlilegum litum með
Itandolph Scott,
Margaret Shappman.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Orustan IIH3 Stalin-
grad
Síðari hluti.
Sannsöguleg rússnesk mynd
af orrustunum um Stalín-
grad, mestu orrustu allra
tíma. Enskur skýringartexti.
Músík eftir Aram Khatsja-
turjan.
Sýnd kl. 9.
Bönnuð börnum.
I uudirdjúpunum
Afarspennandi o6 œnntyra-
rík amerísk litmynd, tekin
að miklu leyti neðansjávar.
Sýnd kl. 5 og 7.
Bönnuð innan 12 ára.
NÝJA BÍÓ
Viðburðarík og spennandi ný
amerísk mynd frá ævintýra-
heimum Alsírborgar.
Aðalhlutverk:
Ivonne de Carlo,
Tony Martin,
Peter Lorre.
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBIÓ
HAFNARFIROI
Leikfélag Hafnarfjarffar
„Nóttin langa“
' Sýning í kvöld kl. 8,30.
Sími 9184.
Bergnr Jónssoo
MáUflutnlngrsskrlfstofa
Laugaveg 65. Stxnl 5833
Heima: Vítaatlg U~
Rafmagnsofnar, nýkomnlr
1000 wött, á kr. 195,00.
Sendum 1 póstkröfu.
Gerum við straujám og
önnur heimilistæki
Raftækjaverzlunln
UÓS & HITI H.F.
Laugaveg 79. — Sími 5184.
<yuu/elcí$u?%
TÍMINN, þriffjudaginn 10. apríl 1951.
Austurbæjarbíó
Bæj'arráðið
o g n á ð h ú s i ð
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
GÖG og GOKKE
Sýnd kl. 3 og 5
Sala hefst kl. 11 f. h.
TJARNARBÍÓ
Handan við gröf og
dauða
(Ballongen)
Hin bráðskemmtilega sænska
grínmynd með:
Nils Poppé
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BÍÓ
Næturljóð
(Night Song)
Dana Andrews,
Merle Oberon,
píanósnillingurinn heims-
frægi Arthur Rubenstein.
Aukamynd:
Fréttamynd, brezka bikar-
keppnin — „Sugar Ray Rob-
inson o. fl.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
HAFNARBÍÓ
Sigurmerkið
(Sword in the Desert)
Ný amerísk stórmynd, byggff
á sönnum viðburffum úr bar-
áttu Gyðinga og Breta um
Palestínu.
Aðalhlutverk:
Dana Andrews,
Marta Foren,
Stephen McNally.
Bönnuff innan 12 áw.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Auglvsingasínii
TIMANS
er 81300
ELDURINN
gerir ekki boff á undan cér.
Þelr, »em eru hyggnlr,
tryggja atrax hj*
Samvinnutrysglnsum
AmkriftarsfimJt
TIMINIV
ISIS
Gerlzt
áckplfeadn1.
Erlent yfirllt
fFramhald af 5. síffu.i
Friður verður unninn, ef hver
og einn leggur sitt fram. Sérhver
okkar verður að gera sér ljóst,
ekki eingöngu fánýti styrjalda,
heldur einnig hættu þá, er þær
búa mannkyni. Heimsstyrjöld-
inni síðari lauk fyrir nærri sex
árum, sú styrjöld virðist hafa
skapað fleiri vandamál en hún
leysti og friður virðist enn langt
undan. Dr. Julian Huxley, fyr-
verandi framkvæmdastjóri
UNESCO heíir kveðið upp þenn
an raunsæa dóm um áhrif nú-
tímahernaðar: „Langdregin
stríð, sem svelta almenning og
leggja heil lönd í eyði, eru hættu
leg fyrir þroska mannkynsins.
Því algjörara, sem stríð verður,
því ákveðnari, sem verður ein-
beiting mannlegra krafta að
eyðileggingu í stað uppbygging-
ar, og því víðtækara, sem slíkt
stríð verður, er það leggur undir
sig fleiri og fleiri lönd hnattar
vors, því meiri ógnun verður það
fyrir þróun mannkynsins. Slíkt
stríð gæti ef til vill leitt hinn
menntaða heim inn í nýjar ald
ir myrkurs og vanþekkingar, inn
í nýjar miðaldir". Þetta var skrif
að áður en atómsprengjan kom
fram og sannleikur þess er því
miklu augljósari nú.
Baráttutilhneigingum mann-
anna er hægt að veita inn á
aðrar brautir, stjórnmálakerfi
þeirra er hægt að byggja upp
þannig að stríð verði óiíkleg.
Þetta er verð það, er gjalda verð
ur fyrir friðinn og sérhver okk-
ar getur og verður að leggja
fram sinn hluta af því gjaldi.
Ég hef minnst á, að veita
mætti baráttutilhneigingum
mannanna inn á nýjar brautir.
Nefnd til ráðleggingar um al-
þjóðlegar framfarir (Inter-
national development advisory
board) var skipuð af Truman
forseta síðastliðinn nóyemþer
og hefir nýlega lagt fram mjög
athyglisverða skýrslu. Meira en
ein billjón fölks lifir í þeim hlut
um heims, er telja verður að
standi öðrum að baki í allri
tæknilegri þróun. Lífsskilyrði
þessa fólks má marka á því, að
meðal árlegar tekjur hvers ein-
staklings er um það bil einn
átjándi af meðaltekjum Banda-
ríkjamanns. Með fáeinum und-
antekningum lifir þetta fólk á
daglegu fæði, sem er 200% fyrir
neðan lágmark það, sem nauð-
synlegt er til að tryggja heilsu
og fulla starfskrafta. Á mörgum
svæðum jarðar er næringarskort
ur landlægur, raunverulegt
hungur legst að með vissum
millibilum, meðalaldur er minna
en helmingi styttri en Banda-
ríkjamannsins.
Eins og skýrsla nedndarinnar
tekur fram, vofir hungur og
heilsuleysi í sífellu yfir megin-
hluta þessarar billjónar manna.
Þessi frumstæðu svæði jarðar-
innar veita oss svo að segja ó-
takmörkuð tækifæri til starfs og
baráttu. Til að öðlast varanleg-
an frið, öryggi og velmegun í
heiminum, verðum við að taka
höndum saman í efnahagslegri
(Economic) sókn gegn hungri,
fátækt, fákunnáttu og sjúkdóm
um. Slíkir eru hinir raunveru-
legu óvinir friðarins á helmingi
þessa hnattar. Ef við viljum
heyja algjört stríð, þá skulum
við ekki heyja slíkt stríð gegn
meðbræðrum okkar heldur gegn
þessum okkar verstu óvinum.
;;
ÞJÓDLEIKHÚSID
Þriðjudag kl. 20.
Heilög Jóhanna
eftir Bernard Shaw
f aðalhlutverki: Anna Borg
Leikstjóri: Haraldur Björnsson.
Miðvikudag kl. 20.
FlekkaÖar hendnr
Vegna fjölda áskorana.
Allra síðasta sinn.
Aðgöngumiðar seldir frá kl.
13,15 til 20,00 daginn íyrir sýn-
ingardag og sýningardag.
Tekið á móti pöntunum.
Sími 80000.
vf
Cjina ^JCauá:
SKIPS-
LÆKNIRINN
72
— Nei — nei. Ekki í dag, sagði hann. Ég er ekki vel
hraustur. Ég hefi um svo margt að hugsa — stend í leið-
indamáli. Ég vil yfirleitt fá að vera í friði. .
— Mamma hefir rekið mig burt. Ég get ekki farið til
hennar aftur, sagði Milla þráalega.
— Jæja, borðaðu þá bara einhvers staðar. Þú hefir nóga
peninga.
En það var einmitt vandinn. Milla átti ekki eyri eftir.
Hún hafði keypt súkkulaði fyrir tvö siðustu mörkin.
— En ég vil vera með þér, tuldraði hún.
Þá þótti gimsteinasalanum sér nóg boðið. Hann lét óþvegin
orð fjúka. En Milla hnykkti til höfðinu og strunsaði brott.
Gimsteinasalinn minntist þess skyndilega, að hann hafði
lofað henni helzt til miklu nóttina áður. Það hefði haft í
för með sér mikil útgjöld að efna þau loforð. — Þú þarft
ekki að koma aftur, hvæsti hann á eftir henni.
Nú harmaði Milla það, að hún hafði látið Wolzogen sigla
sinn sjó. Ég verð líklega að leita hann uppi, hugsaði hún
raunamædd. Og svo tók hún að svipast um eftir honum.
Hún fann hann hvergi og nam loks staðar við dyrnar á veit-
ingasalnum. Að síðustu kom Wolzogen. Hann var áhyggju-
fullur á svip og lotinn, eins og hann bæri þunga byrði. Hann
gekk framhjá Millu, án þess að verða hennar var.
— Þú ert þó ekki reiður við mig? kallaði hún á eftir
honum.
Hann rétti skyndilega úr sér og leit undrandi á hana.
— Ég varð full í gærkvöldi, sagði hún. Þú mátt ekki vera
reiður við mig. Ég skal ekki drekka framar.
— Jæja, jæja, sagði hann og ætlaði að halda áfram.
En Milla stakk hendinni undir handlegginn á honum.
— Það er gott, að þú ert ekki reiður, sagði hún. Ég elska
þig miklu meira en Exl. — Býðirðu mér ekki að borða? Ég
er svo svöng.
En nú áttaði Wolzogen sig. Bjóða henni að borða — nei,
það kom ekki til mála. Hann hafði um svo margt að hugsa.
— Hvað amar að þér í dag? spurði Milla og var nú að
missa móðinn.
— Amar að mér? Ég hefi tapað stórfé — allir hafa tap-
að stórfé hér á skipinu. Miklum peningum — skilurðu það?
En þú skilur náttúrlega ekki, hvað peningar eru.
Og svo skálmaði hann inn í salinn, án þess að kveðja hana.
Að loknum snæðingi urðu Exl, Pyrker, Karólína Kroll og
Köhler loftskeytamaður samferða í lyftunní upp í loft-
skeytastöðina.
— Þér spyrjist fyrir um gengið á hlutabréfunum, ef til-
kynning um það er ekki þegar komin, sagði Pyrker.
— Hún er þegar komin, sagði Köhler án allra svipbrigða.
Gimsteinasalinn beit á vörina.
— Maður skyldi aldrei hugsa um annað en jörðina og
það, sem hún gefur af sér, sagði frú Kroll raunamædd. Það
eitt er gæfuvegur.
Andartaki síðar kom Köhler með blað í hendi. Það var
kominn á hann nýr svipur. Hann brosti út að eyrum. Hann
opnaði munninn, en kom ekki einu orði upp.
Karolína Kroll stundi af reiði og vonbrigðum og þeytti
um skeytið, sem hann hélt á. Það hljóðaði svo:
„María litla nær hitalaus. Beztu horfur. Hjartans kveðjur
frá okkur. Lára.“
Karólína Kroll stundi af reið iog vonbrigðum og þeytti
blaðinu í gólfið. Köhler tók það upp aftur, braut það vand-
lega saman og stakk því í vasa sinn. Hann var of glaður til
þess, að hann léti framkomu frúarinnar á sig fá.
En Pyrker þreif í hann og hrópaði: Gengið — hvernig
stendur gengið?
— 92 mörk, sagði Köhler, og það var eins og hann vakn-
aði af svefni — 92 mörk.
• — 92 mörk, endurtók Karólína Kroll hvað eftir annað,
eins og hún skildi ekki þessa tölu.
XIX.
Stefansson var í hræðilegu skapi, en hann hafði notið
þess að sjá skelfingu allra, er fréttirnar um sífallandi gengi
hlutabréfanna bárust. Það var eins og græðandi smyrsl í
þau sár, sem hann hafði hlotið. Hann fyrirleit þetta hyski,
og það seytlaði um hann ánægjan, þegar hann sá, hve illa
það bar tap sitt. Til þess að njóta þessa til fulls lét hann
kalla Traugott fyrír sig. Hann vildi fá að sjá skrá um hluta-