Tíminn - 21.04.1951, Síða 4

Tíminn - 21.04.1951, Síða 4
TÍMINN, laugardaginn 21. apríl 1951. 8í). blað. Happdrættis- lán ríkisins iinniiigaskrá í A- flokki 15. apríl 1951 75.000 krónur 62.203 40.000 krónur. 41.519 15.000 krónur. 25.894 iO.OOO krónur. 41.573, 71.855, 107.104. 5.000 krónur. .9.043, 74.634, 95.070, 125.134, 134.715 2.000 krónur. .9.827, 23.955, 28.203, 36.661, 18.043, 58.338, 72.507, 78.217, 12.543, 82.999, 89.445, 93.687, 127,114, 142.657, 144.971. 1.000 krónur. 3.948, 17.340, 17.922. 23.832, 31.462, 31.990, 32.729 35.19D, 39.554, 49.851, 56.104, 70.260, /3.100, 79.806, 96.309, 97.477, 02.252, 109.105, 110.030, 114.463, 117.389, 117.507, .27.932, 132.183, 149.216 500 krónur. 8.661. 10 920 11.415, 12.499, 1 3.472, 13.510, 13.220, 14.915, 15.095, 15.299, 18.676, 20.645, 20.91, 22.374, 22.517 26.331, 27.065, 29.732, 29.860, 31.312, 33.498, 34.895, 35.378 35.433, 37.631, 39.204, 39.516, 44.110, 15.463, 45.469, 47.893 48.011, 18.489, 48.647, 49.889, 50.166, 52.376, 54.073, 55.912, 56.223, 57.548, 57.865, 57.988, 58.253, Ó0.452, 61.520, 61.109, 61.717, Ó2.544, 63.825, 65.979, 66.884, Ó8.528, 68.860, 69.322, 71.169, 73.841, 74.036, 74.213, 75.478, 76.545, 76.075, 77.171, 79.233, 79.235, 80.071, 81.260, 82.985, 33.687, 84.790, 85.274, 85.991, 86.832, 87.524, 88.581, 88.858, 89.942, 89.961, 90.121, 92.772, 92.925, 93.961, 94.049, 96.532, 97.266, 37.269, 100.120, 100.145, 102.406, 103. 431, 108.280, 108.678, 110. 071. 111.582, 112.115, 112 502. 113.900, 114.635, 115 821, 116.162, 116.955, 118 772, 120.104, 124.143, 126 213, 127.501, 129.195, 130 286, 130.399, 731,620, 131 725, 134.131, 135.782, . 136 060, 136.135, 136.214, 140 077, 142.107, 143.687, 144 093, 147.350, 148.919, 149 287, 149.333, Úr Rarðastrandarsýslu: Vegur milii Gufudalssveitar og Brjánslækjar nauðsyn Tíðindamaður blaðsins hitti Jóhann Skaftason sýslu- mann snöggvast að máli í gær, og spurði hann frétta úr Barðastrandasýslu. V'eturinn hefir verið miklu snjóléttari þar en á norðanverðum Vestfjörðum. Frá Patreksfirði hafa oft-1 ast róið þrír bátar í vetur og hefir afli þeirra verið lítill.' Gæftir hafa líka verið í lak- ara lagi í vetur. Á Bíldudal hafa róið tveir bátar og hefir afli þeirra verið heldur betri. j f Tálknafirði hefir einn bát- ur róið og einn úr Flatey. Batnandi atvinna. Með komu togarans Ólafs Jóhannessonar batnaði at- vinnuafkoma á Patreksfirði nokkuð, enda réðust á togar- ann rúmlega 40 manns. Hefir togarinn nú stundað veiðar rúman mánuð og aflað sæmi lega. Hann hefir aflað í salt en einnig fryst nokkuð, því að frystivélar eru í skipinu, og úrgangurinn verið bræddur í fiskimjölsverksmiðju skips- ins. Hefir hún reynzt sæmi- lega að því er talið er. Þegár hinn togarinn bætist við má segja, að um sæmilega at- vinnumöguleika verði að ræða á Patreksfirði. Unnið er nú að byggingu eins verkamannabústaðahúss með fjórum íbúðum og standa vonir til að því verki verði lokið í sumar. Fyrir skömmu var lokið að reisa nýja raf- stöð á Patreksfirði og er nú verið að endurbæta rafmagns kerfi bæjarins. Vantar samband við þjóðvegakerfið. íbúar í austanverðri Barða strandarsýslu hafa að vonum mikinn áhuga á því, að lokiö j verði sem fyrst við vegarruðn! ing á þeim kafla, sem enn er eftir til að saman tengist veg- ur sá, sem kominn er vestan frá Patreksfirði að Brjánslæk og vegurinn að austan í Gufu- dals- og Reykhólasveit. Er þar enn órutt um 80 km kafli ogí er yfir Þingmannaheiði og i Klettháls að fara. Þegar þeim ruðningi yæri lokið er öll sýsl an komin i samband við þjóð- j vegalcerfi landsins og væri það mikill munur. Lendingabætur á Brjánslæk. í fyrra var veitt nokkurt fé til lendingabóta á Brjánslæk, en ekki unnið fyrir það í fyrrasumar. Standa nú vonir til, að verkið verði hafið í sumar, enda er þess brýn þörf. Meðan ekki er komið á vegar samband við þjóðvegakerfið er leiðin frá Stykkishólmi yfir þveran Breiðafjörð að Brjáns læk oftast hin heppilegasta. Mun verða byggð þar smá- hryggja fyrir fjarðaTbátinn. Gengur hann þessa leið viku- iega á sumrum en hálfsmán- aðarlega á vetrum. JEyðijaröir byggjast. Þess sjást nú merki, sagði Jóhann að lokum, að eyðijarð ir byggist. Er ráðgert að minnsta kosti tvær eyðijarðir í Arnarfirði byggist á ný í vor. Jarðir hafa ekki farið í eyði síðustu ár svo teljandi sé, og fyrir hefir komið, að fólk flytji úr kauptúnunum Lsveit. Vottar þar fyrir straumhvörf um. Hús og símalínur á kafi við ísafj-djúp Jens Guðmundssori, bóndi að Kaldalóni við ísafjarðar- djúp, lýsir vetrarveðráttu á norðanverðum Vestfjörðum í fréttabréfi því, sem hér fer á eftir. Hefir vetrartíð verið þar með afbrigðum hörð, líkt og um svo mikinn hluta landsins. 250 krónur. 108, 678, 691, 768, 839, 1.462, 1.730, 2.011, 2.085, 2.203, 3.167, 3.637, 3.968, 5.208, 5.758, 5.851, 6.104, 6.194, 6.702, 6.775, 6.791, 6.909, 7.773, 7.925, 7.876, 8.337, 9.501, 10.309, 12.161, 12.218, 12.405, 13.487, 13.501, 13.944, 14.525, 15.152, 15.363, 15.690, 16.429, 17.081, 17.851, 18.204, 18.815, 19.331, 19.437, 19.484, 19.726, 20.339, 20.953, 21.661, 22.126, 23.934, 24.336, 24.481, 25.053, 25.324, 25.422, 26.196, 26.212, 28.102, 28.507, 28.593, 28.958, 29.062, 29.750, 29.790, 29.835, 30.158, 30.293, 30.428, 31.064, 31.602, 32.081, 32.163, 32.774, 33.011, 33.129, 33.463, 33.9i2, 34.996, 35.069, 36.773, 36.977, 37.670, 39.169, 39.993, 40.167, 40.637, 40.845, 41.296, 41.525, 42.048, 42.824, 42.955, 43.507, 44.341, 44.344, 44.388, 44.581, ^4.8^3, 44.894, -44.918, vFramhald á 7. síðu.) Hinn harðasti vetur. Hér við ísafjarðardjúp hef- ir þessi vetur verið hinn allra harðasti, sem elztu menn muna. Síðan 1. desember hafa að kalla má verið sam- felld harðindi. Setti þá nið- ur ísingarklamma og gerði á- freða mikla og svellalög, svo að aldrei hefir upp tekið, og tók þar með fyrir jörð alla. Hefir því engin skepna fengið nein snöp úti, nema á örfáum bæjum, 2—3 í Inn- djúpinu. Hús og símalínur i kafi. Snjó hefir hlaðið niður svo að ekki hefir annan eins snjó sett í s. 1. 40 ár. — Eru símastaurar við norðanvert Djúpið nokkuð víða alveg komnir í kaf, og slétt af hæstu brúnum í sjó fram af snjó. Viða hefir örðugt verið að komast í hús til gegninga vegna þess, að húsinu voru komin gersamlega í kaf í snjó, aðeins þökin upp úr snjón um. — 11. apríl var hér þreif- andi stórhríðarbylur með frosti og fannburði. Djúpbátn um hefir tvisvar ekki gefið heila viku í Djúpið, en hann fer 2 ferðir í viku, og hefir því mjólkin verið oröin viku gömul í þau skipti, er hún komst á markað til ísa- fjarðar. Horfir þunglega. Horfir nú mjög þunglega, ef ekki skiptir um tíð með sumarkomu, þar eð snjór og klaki er svo geysilegur að lang an bata þarf, svo að hagar komi góðir. Yfirleitt munu heybirgðir fara að verða takmarkaðar eftir slíka innigjöf. þótt með mesta móti væru á haustnótt um — þar eð bændur hafa nokkuð minnkað fóðurbætis- gjöf framan af vetri vegna geysiverðs á honum. En nú er víðast farið að gefa töluvert af honum til að spara hey- gjöf. Afrakstur bænda hér (Framhald á 6. síðu.) Refur bóudi hefir orðið í dag: „Allir munum við vera farn- ir að þrá vorið, ekki sízt þar sem veturinn hefir víða verið svo harður og erfiður, og máske eigi enn langt í land, þar til raunverulegt sumar kemur. Stökur þær, sem ég sendi ykk- ur nú, helga ég hinu komandi sumri, og koma þær hér á eft- ir: Faðir minn kvað svo, ein- hverju sinni síðari hluta vetrar: Veturinn áfram ýtist, ótt styttist langa nóttin, snerrinn oss þótti Þorri, þó var enn verri Góa. Einmánuð ætla ég treinast, endalok til vor senda. Glymjandi veitist gaman, görpum við komu Hörpu. Öðru sinni í góðri tíð kvað hann: Þýður var Þorri og góður, þó var enn betri Góa. Einmánuð ætla ég reynist, allra beztan að flestu. Harpa mun gefa görpum, gulli mundu fulla. Skarpleit verður hún Skerpla, skín þá sólin á pólinn. Ennfremur kvað hann eftir- farandi vorvísur: Vetri hallar, vora fer, vatna falla iður. Tekur fjalla hnúkur hver, húfu mjallar niður. Snælands fjalla æðstum ás, yndis falla bætur. Jökulskallann sólin svás, signir allar nætur. f vorharðindum mun hann hafa kveðið þessa visu: Þreki firt er þess manns lund, þrátt er hirting kvíðir. Að þótt syrti eina stund, öll él birta um síðir. Hallbjörn Þorvaldsson kvað svo'um vorið: Blána fjöll en bráðnar mjöll, bergs af stöllum lækir renna. Þokutröllin iða öll, yfir völlinn skyggnur glenna. Tryggvi Emiisson kvað svo: Blíðu vindar, hláka hlý, hlíð og rinda þíða. Víða lindalækir því, líða um strindið fríða. Ágúst Pétursson kvað svo um vor: Gyllir sóiin víðan völl, vellur spói út við fell. Hyllir uppi ystu fjöll, ! ellirotin þiðna svell. Gömul mun eftirfarandi vor- vísa vera, en um höfund henn- ar veit ég eigi: Syngur lóa léttum róm, lyngið glóir berjum. Klingir spói hvellum hljóm, kring um gróin vorsins blóm. Vorvísa sú, er á eftir fer var kveðin af mér þegar ég var 14 ára að aldri: Fagurt hljóma fer á ný, fuglakvakið skæra. Græna feldinn færist í, fósturjörðin kæra. Að lokum koma svo stökur, er mér duttu í hug í dag og ég kalla: Sumarvísur: Sumarið kemur seint í ár, syngur engin lóa. Veturinn hefir veitt þau sár, er verða lengi að gróa. Það hefir andað að oss kalt, oft á þessum vetri. Veit ég gleymist veður svalt, verði tíðin betri. Skín þú himins skæra sól, skugga láttu flýja. Yfir landsins byggð og ból, breiddu geisla hlýju. Vermdu foldar visin strá, vektu þau af dvala. Ljóma síðar aftur á, iðgræn tún og bala. Blíðkaðu sérhvert biturt geð, björt og fögur sýnum. Sárin grætt þú getur með, geislakossum þínum. Við þinn yl ég unað finn, eftir veðrin hörðu. Hvað er meira en máttur þinn, móðir lífs á jörðu? Sæki djarft í sólarátt, sérhver drengur nýtur. Sá, er markið setur hátt, sigur að lokum hlýtur. ^ Sendi svo að endingu öllum „vinum vors og blóma“ kveðju mína með óskum um gleðilegt sumar og þakka þann vetur, sem nú er að enda. 1 guðs friði.“ _Við skulum vona, að bóndl fái bænheyrzlu. Starkaður gamli, Þörf bók Hvernig fæ ég búi mínu borgið EFTIR ORVAR JOSEPHSSON Sigríður Haraldsdóttir og Arnljótur Guðmundsson þýddu og endursömdu. + Liklega er þetta þarfasta bókin, sem komið heíur út á síðari* árum. Hún œtti að verða handbók hverrar húsmóður, og unga fólkið þarf að kynna sér efni hennar. + Höfundur bókarinnar er sænskur, dr. Orvar Josephsson, og hefur hann hlotið einróma lof fyrir það, hvað bókin er glögg og góó' leiðbeining um flest það, er hver húsmóðir þarf að vita skil á. Bókin hefur komið tvisvar út í Svíþjóð í stórum upplögum, hún hefur ! I verið þýdd á dönsku og nú er verið að þýða hana á finsku og norsku. ^ * Þau hjónin frú Sigríður Haraldsdóttir húsmæðrakennari og' Arnljótur Guðmundsson forstjóri hafa þýtt bókina á íslenzku og sniðið hana eftir islenzkum staðháttum. Þau segja m. a. í formála: „Við höfum aflað okkur vitneskju hjá mörgum stofnunum og ein- staklingum um ýmiss atriði bókarinnar og sérfróðir menn hafa lesið * yfir marga kafla hennar og veitt okkur ýmsar leiðbeiningar". + Gefið konu yðar þessa bók í sumargjöf. Hún kostar aðeins 20 kr., en mun spara heimilinu þá upphæð á hverri viku. Bókaverzlun ísafoldar Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.