Tíminn - 21.04.1951, Qupperneq 6

Tíminn - 21.04.1951, Qupperneq 6
6. i i TÍMTNN. laugardaginn 21. apríl 1951. 8). blað. Gcstnr Bsirðnrson Afburða skemmtileg og spennandi norsk mynd úr lífi þekktasta útlaga Noregs. Myndin hefir hlotið fádæma vinsældir í Noregi. Aðalhlutverk: Alfred Maurstad, Vibecke Falk. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍO Leynlfarþegar (Monkey Buisness) Eráðsmellin og sprenghlægi- leg amerísk gamanmynd. Að alhlutverk leika hinir heims j frægu Marx bræður. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BfO SIJIHAR I SVEIT (Scudda-Ho Scudda Hay) Stórfalieg og hugnæm ný amerísk mynd í eðlilegum litum, er gerist í undurfögru umhverfi á búgörðum í Bandaríkjunum. June Haver Lon McCallister Waiter Brennan. ___Sýnd kl. 5, 7 og 9._ BLÁA LÓMÐ Hin bráðskemmtilega og spennandi ævintýramynd í eðlilegum litum, með: Jean Simmonss, Donald Houston. Sýnd kl. 3. ' BÆJARBÍO HAFNARFIROI Bæjarráðið og náðhiisið Bráðskemmtileg og sérstæð ný frönsk kvikmynd, gerð eftir skáldsögu Gabriel Chel valliers „Clocheherle.“ — Jane Marken Jean Prochard Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. 0uu/eUi$ut% Kafmagnsofnar, nýkomnlr 1000 wött, á kr. 195,00. Sendum i pöstkröfu. Gerum vlð straujárn og önnur helmilistækl Baftækjaverzlunln LJÓS & HITI H.F. Laugaveg 79. — Síml 5184. Austurbæjarbíó Kvennagnllið (Change of Heart) Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. TJARNARBÍÓ RIOOLETTO Ópera í fjórum þáttum eftir Giuseppe Verdí. Sungin og leikin af listamönnum við óperuna í Rómaborg. Hljómsveitarstjóri: Tullio Serafin. Söngvarar: Mario Filippeschi, Tito Gobbi, Lina Pagliughi. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Ég trúi þér fyrir koniiiini minni Þýzka grínmyndin, sem kem ur öllum í gott sumarskap með Heinz Ruhmann. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sala hefst kl. 11 í. h. GAMLA BÍÖ Öskubnska (Cinderella) Nýjasta söngva- og teikni- mynd WALT DISNEYS gerð eftir hinu heimskunna ævintýri. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. D O IJ C E Hrífandi frönsk mynd um ástir og örlög ungrar Parísar stúlku. Odette Joyeux, Madelene Robinson, Roger Pigaut. Sýnd kl. 7 og 9. Kornblom kemst á þing Kornblom kommer till Stan Sprenghlægileg ný sænsk gamanmynd. Ludde Gentzel, Dagmar Ebbesen. Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. ELDURINN terlr ekki boð á unðao cér. Peir, sem eru hyggntr, tryggja strax hjá Samvinmitryggtagum Erlent yfirlit (Framhald af 5. sí£Ju.> málamanni, en samt hefir orðs- tír hans farið við réttarhöld- in. Það verður að vísu ekki sagt, að á hann hafi sannast neinar verknaðarsyndir, en lög- gæzlan hefir verið miklu slapp ari í tíð hans en menn héldu áður og ýmsir nánustu sam- verkamenn hans höfðu helzt til náin mök við samstarfsmenn Costellos. Það sannaðist og á' O’Dwyer, að hann hafði einu' sinni neimsótt Costello meðan' hann var saksóknari. Kringum' stæður voru að vísu þær, að það ^ gat talizt eðlilegt. en þó hefir það heldur veikt aðstöðu O’Dwyers. Styrkur fyrir lýðræðið. Enn er ekki séð, hver verður endanleg niðurstaða af rann- sókn Kefauersnefndarinnar. | Framhaldsbaráttan við fjár-' glæfrasamtökin verður í hönd- um borgarstjórna og fylkis- stjórna, er fara með löggæzlu- og dómsvald, því að þetta tvennt heyrir ekki nema að litlu leyti undir sambandsstjórnina í Washington. 1 sumum borgum hefir þetta þegar komið miklum skrið á rannsókn þessara mála,, m. a. í New York. Fjölmörgum j lögreglumönnum hefir verið vikið frá störfum og rannsókn heldur þar áfram af fullum krafti. Yfirleitt er talið, að rann- sókn Kefauersnefndarinnar sé styrkur fyrir lýðræðisskipulag Bandarikjanna. Þetta stafar ekki sízt af því, hve hlutdrægn- ; islaust nefndin hefir starfað. I Demokratar mynda meirihluta nefndarinnar, en þó beinist rannsóknin ekki sízt að því að finna veilur í embættisfærzlu ýmissa helztu valdamanna þeirra í stórborgunum. Og víst þykir það, að rannsókn nefnd- arinnar muni gera embættis- mennina árvakrari en áður og auka þeim aðhald almennings- álitsins. Cjina -J\c auó: nr.s o” símalínur (Framhald af 4. síðu.) um slóðir mun því verða mjög rýr á þessu ári, þar sem fóður- i bætirinn heggur stórt skarð í tekjur búsins, þótt ennþá, sem oftar, velti allt á því, hvernig vorar. Norðanvert við Djúp var sumarið óhagstætt — sífelld- ir norðaustanstormur og fauk þar talsvert af heyjum, eink- um töðu, en við vestanvert Djúpið er veður hagstæðara í þeirri átt. Haustið var rigninga- og stormasamt. Heilsufar hefir verið gott. Inflúensan kom aðeins á 4 bæi í Djúpinu, en aðrir sluppu við hana. Um allan Vestfjarðakjálk- ann er sömu sögu að segja og frá Djúpi, yfirleitt verstu harðindi, og hefir hlaðið nið- ur snjó á snjó — en aldrei hlánað né blotað neitt all- an tímann. ji ÞJÓDLEIKHÚSID Fimmtudag kl. 14 Barnaleikritið Snædroúningin Sýnt fyrir Sumargjöf Föstudag kl. 20.00. Beilög Jóhauna eftir Bernard Shaw f aðalhlutverki: Anna Borg Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15 tll 20,00 daginn fyrir sýn- ingardag og sýningardag. Teklð á móti pöntunum. Sími 80000. SKIPS- LÆKNIRINN 79 ratvísu.menn vildu nú tali af. Þetta voru nefnilega blaða- menn. Burtlett var fáorður. Hann sagði aðeins örfá orð um Vesturheim og Norðurálfu — í þeim tón, sem hann vissi, að kjósendum myndi yfirleitt bezt falla í geð. Síðan voru teknar fáeinar myndir. Þegar .þessu var rétt að ljúka, kom Francis Hansom á vett- vang og dró starfsbræður sína þangað sem Lovísa Klemens dormaði letilega í stól, létt á svip og broshýr eins og á- hyggjulaust barn. Fjórði maðurinn. sem kom um borð, fór sér hvergi óðs- lega, heldur skimaði sitt á hvað. Loks bað hann að vísa sér leið í sjúkradeild skipsins. Þetta var Frans Weber, fimmtíu og fimm ára að aldri, eigandi þvottahúss í Brooklyn. Þegar hann kom loks að dyrum klefans, þar sem hin sjúka og aldurhnigna móðir hans beið, staldraði hann við stundar- korn. Hann hafði lengi verið veill fyrir hjarta, en hann vildi ekki láta móður sína sjá nein veikleikamerki á sér. Hann hafði ekki séð hana í þrjátíu ár, og þegar hin harða lífsbarátta hans hafði loks veitt honum tóm til þess að hugsa ofurlítið um hana, — stóð honum ávallt fyrir hug- skotssjónum mynd af miðaldra, státinni konu, sem brett hafði kjólermarnar upp fyrir olnboga og þvoði þvott af kappi. Þegar hann herti loks upp hugann og opnaði dyrnar, sá hann á hvítum koddanum ellilegt andlit, sem hann þekkti ekki. Fyrst vonaði hann, að hann væri að villast. En hjúkr- unarkonan mælti: — Hér kemur hann, frú Weber — sonur yðar. Og þarna stóð hann við rúm sjúklingsins, vandræðaleg- ur á svip, sneri hattinum á milli handanna, og reyndi að dylja vonbrigði sfn. Frú Weber starði á þennan stóra mann, sem hún kann- aðist ekki við. Hún rýndi framan í hann og reyndi að sjá einhverjar leifar af dökku hárinu og bústnum kinnunum, sem höfðu verið einkenni sonar hennar, og lífsgleðinni í augnaráði hans. En hún fann ekkert af þessu. Þau tókust vandræðalega í hendur, og gamla konan ýtti ofurlitið upp jakkaerminni hans. Hann hafði meiðzt á úlnliðnum, þegar hann var tólf ára gamall — og ekki bar á öðru, þarna var þá örið! Örið eitt hafði staðið af sér öll þessi ár — allt annað var breytt. En örið var nóg. Fögnuðurinn yfir endur- fundunum fyllti skyndilega huga gömlu konunnar og sleit hana brott frá dökkhærða drengnum, sem hana hafði dreymt um, en nú var ekki lengur til. Hún faðmaði að sér þennan sköllótta, miðaldra mann, sem setztur var á rúm- stokkinn hjá henni. — Þú ert ekki hraustlegur, drengur minn, sagði hún. Þú ert þó ekki lasinn? Augu Frans Webers voru full af tárum, en hann barðist harðfenglega við klökkvann, og sagðist hefði orðið glaður, ef hann hefði hitt móður sína eins hrausta og hann værl sjálfur. Hann renndi hendinni í gegnum grátt og gisið hár gömlu konunnar jafn mjúklega og hún hafði sjálf gert, þegar hann hvíldi við brjóst hennar lítill drengur. Tómas og Marta læddust út og fóru inn til Bóris. Þar var nú breytt um svip. Ljós logaði við höfðalag hans. Hann hafði andazt skyndilega klukkan fimm um morguninn — um svipað leyti og fyrsti máfurinn frá strönd Vesturs- heims flaug yfir skipið. Friðrika sat á stól við líkbörur bróður síns, og Wladimir stóð fyrir aftan hana. Tómasi hafði aldrei fundizt hún jafn fögur sem í kertaljósinu þennan morgun við dánarbeð elskaðs en ógæfusams bróður síns. Sorgin hafði varpað svo taildum blæ á ar.dlit hennar. — Stundin er komin, sagði Tómas lágt við Friðriku. Hún reis á fætur, laut yfir lík bróður síns og kyssti það á ennið, eins og siður var í fjölskyldu hennar, þegar einhver fór í langferð. Þegar hún leit upp aftur, stóðu tveir ókunn- ugir menn í klefanum. Þeir voru með stórt, grátt lak. Frið- rika tók við lakinu og breiddi það yfir líkið. Wladimir tók í hönd henni og leiddi hana út. — Þau eru bæði fögur, mælti Marta. Og ástfangin. — Og þó er sennilegt, að nokkur ár nægi til þess að deyfa ást þeirra. Eða það, sem verra er: að annað hætti að elska hitt, sagði Tómas. — Ef til vill eignast þau falleg börn, sem tengja þau enn traustari böndum,’ svaraði Marta. Tómas var henni þakklátur fyrir þessi orð, því að þati

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.