Tíminn - 11.05.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.05.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, föstudaginn 11. maí 1951. 103. bíað'. Útvarp'íð Útvarpið í dag: 8.30—9.00 Morgunútvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegis- útvarp. — 16.25 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tón- leikar: Harmonikulög (plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Nótt í Flórenz" eftir Somerset Maug- ham: VIII. (Magnús Magnús- son ritstjóri). 21.00 Tónleikar (plötur: Tvö píanóverk: Són- atína og „Gosbrunnurinn“ eftir Ravel (Alfred Cortot leikur). 21.15 Erindi: Úr Öræfum (frú Rannveig Bjarnadóttir). 21.40 Tónleikar (plötur). 21.45 Frá út löndum (Hafþór Guðmundsson lögfræðingur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Skólaþáttur inn (Helgi Þorláksson kennari). 22.35 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Hvassafell lestar saltfisk í Vestmannaeyjum. Arnarfell er í Hafnarfirði. Jökulfell lestar frosinn fisk og kjöt á Austur- landi. Ríkisskip: Hekla fór frá Reykjavík kl. 20 í gærkvöld austur um land til Siglufjarðar. Esja kom til Reykjavíkur í gærkvöld að aust an og norðan. Herðubreið er á Vestfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er á Húnaflóa á norðurleið. Þyrill er í Reykja- vík. Oddur átti að fara frá Reykjavik í gærkvöldi til Aust- fjarða. Straumey lestaði í Reykjavik i gær til Breiðafjarð arhafna. Eimskip: Brúarfoss er ,í Reykjavík. Dettifoss fór frá Alexandria 8.5. til Hull og London. Fjallfoss er í Reykjavík. Goðafoss er á Akra nesi, fer þaðan siðdegis í dag 10.5. til Reykjavikur. Lagarfoss fór frá Reykjavík 2.5. til New York. Selfoss er á Sauðárkróki. Tröllafoss fór frá Norfolk 3.5. til Reykjavíkur. Dux kom til Reykjavíkur 9.5. frá Hamborg. Hilde kom tli Reykjavíkur 9.5. frá Léith. Hans Boye fermir í Álaborg og Odda í Noregi um miðjan maí til Reykjavíkur. Katla fór frá New York 8.5. til Reykjavíkur. Liibeek fór frá Hull 8.5. tfl Reykjavikur. Teddy kom til Reykjavíkur 8.5. frá Kaupmananhöfn. Force kom til Reykjavíkur 10.5. frá Hull. Árnað heilla Mjónaband. f dag verða gefin saman af séra Sigurði Norland ungfrú Sigrún Jóhannsdóttir frá Hjörs ey og Sigurður Jóhannsson iðn nemi. Heimili þeirra verður Sörlaskjól 24. Flugferbir Flugfélag' fslands: ‘Innanlandsflug: f dag er ráð gert að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, Kirkjubæjar- klausturs, Fagurhólsmýrar og Hornafjtirðar. Á morgun eru á- ætlaðar flugferðir til Akureyr- ar, Vestmannaeyja, Blönduóss og Sauðárkróks. Míllilandaflug: Gullfaxi fer cil Kaupmannahafnar kl. 8,30 í fyrramálið. Úr ýmsum áttum Fitigfélag fslands: Farþegaflutningar með flug- vélum Flugfélags íslands 1 3.príl mánuði jukust um 25% miðað við sama tíma í fyrra. Fluttir voru nú 1116 farþegar, þar af 848 innanlands en 268 á milli landa. í fyrra var farþegatalan hins vegar 896. Vöruflutningar voru miklir í mánuðinum, og hefir aldrei fyrr verið flutt líkt því eins mikið magn af vörum á þessum tíma árs. Farnar voru fjölmargar ferðir með fóðurbæti, hey og ýmsan annan varning til staða, sem erfitt áttu um allan að- drátt sökum snjóþyngsla. M. a. var varpað niður heyi til bænda í Álftaveri, Hróarstungu og á Möðrudal á fjöllum. Þá hefir einnig verið flutt allmikið af öðrum vörum, "svo sem tilbún- um áburði, girðingarefni, korn vörum og saltkjöti. Alls fluttu flugvélar F. 1. 56.276 kg. af vör- um innanlands í apríl, og er það um tífalt meira magn en í sama mám^ði í fyrra. Þá flutti Gullfaxi 4093 kg. af vör- um á milil landa í mánuðinum. Póstflutningar innanlands námu 6462 kg. í s. 1. mánuði og 862 kg. á milli landa. Hafa þess ir flutningar næstum þrefald- ast borið saman við sama tima s. 1. ár. Flugveður var ekki sem hag- stæðast í apríl, og urðu flug- dagar þar af leiðandi ekki nema 22. Braggarnir við Breiðholtsveg. Á fundi bæjarráðs á þriðju- daginn var lagt fram bréf frá íbúum við Breiðholtsveg, þar sem var eindregið óskað, að braggarústir í grennd við hús þeirra verði hreinsaðar brott. Máli þessu hefir verið vísað til borgariceknis.. FÍLACSLÍF Vormót 1. R. Síðari hluti fer fram 20. mai n.k. Keppnisgreinar eru: 200 m hlaup fyrir drengi og fullorðna, 400, 100, 5000 m hlaup, 110 m gr. hlaup, 1000 m boðhlaup, sleggjukast, þristökk og stang- arstökk. Þátttökutilkynningar berist fyrir 15. maí n. k. Gjafir og áheit sem S.í.B.S. liafa borizt mán- uðina janúar, febrúar, marz og apríl. Janúar: Jórunn Þorsteins- dóttir, Borgarnesi, kr. 50, kona í Rangárþingi, 150, Guðmundur j torsteinsson, gullsm., 100, N. N. 50, I. K„ 500, Jónína Bjarna-1 dóttir, 10, N.N.,15, N.N., 20, Þórð ( ur ^ónsson, Keflavík, 16,30, Þór j ey Þorleifsdóttir, 40, Þórunn Jónsdóttir, 40, Sigurgeir Steins- j son, 50, S. G., 100, Ingibjörg1 I Sigurðardóttir, 440, Guðrún Pét ursdóttir, 25, Aðalheiður Böðv- arsdóttir, 10, N. N„ 10. Samtals kr. 1626,30. Febrúar: Þorri, 100, G.T., 500, Jónina Björnsdóttir, 60, Á.S., 10, frá ísafirði, 30, D.O., 100, Jóhann G. Sigurðsson, Dalvík, 110, Þorbjörg Jóhannesdóttir, N. -Þing., 5000, Olga Berndsen. 50, Helga, 100, Arndís Þorvalds- I dóttir, 50, N.N. 25, N.N. Ytri- Njarövík. 50. Samtals kr. 6185.00. Marz: Sigríður Sigurðardóttir, S.-Þing„ 1000, Systkini Engil- j berts Jónassonar, 1000, Gunnar | Sigurðsson, 17,50, N.N. gefinn! vinningur, 100, N.N. gefinn sölu laun, 13,30. Samtals kr. 2130.80. Apríl: N.N. ísafirði, 100, G.J., kranesi, 100, Olga Berndsen, 50, Gunnlaugur Ingason, 25, N.N., 100. Samtals kr. 375,00. Kærar þakkir M. H. TENGILL H.F. Sími 80 694 HeiSl vtS Kleppsveg annast hverskonar raflagn- lr og viðgerðir svo sem: Veri smlðjulagnir, húsalagnlr sklpalagnir ásamt viðgerðun: og uppsetnlngu á mótorum röntgentækjum og helmilia- í vélum. fi pmm fofit Á lokadaginn Það er nýr svipur að færast yfir allt, enda er sjálfur lokadagurínn í dag. Það var mikill hátíðisdagur meðal sjómannastéttarinnar fyrr á árum, en hefir nú misst mikið af svip sínum. Samt er órói í blóðinu. Lokadag- urinn boðar enn, að sjómennirnir, sem sótt hafa lang- ar leiðir í verstöðvar sunnan lands, fara að halda heim til sin eftir langa og stranga útivist. Og heima bíður þeirra vorið með grænkandi tún og bala og fagnaðar- bros á vörum á vörum þeirra, sem heima sátu. Litlir hnokkar munu standa á bryggjunni og heilsa pabba sínum með feginleik og aðdáun, og við glugga einhvers húss undir fjallshlíð stendur kannske ung stúlka með þrá í augum og horfir út á bláan fjörðinn, þar átem von er báts, er flytur unnusta hennar heim einn morg- un í maí. ★ ★ ★ Og það eru viðar óvenjulegar hræringar. Það eru lika merkisdagar hjá skólafólkinu. Unga fólkið úr héraðsskólanum er að koma heim og rabbar prunkið við nágrannana á bæjum eða húsunum í kring. Og i strætisvögnunum í Reykjavík var í þröng af ungling- um, sem ræddu af miklum alvöruþrunga um rafmagn- aða fiska, hvalategundir og eiginleika svínanna. Þetta var örlagaþrungið umræðuefni, því að fyrir höndum var próf, þar sem veita varð fullnægjandi svör um þessi merkilegu viðfangsefni. ★ ★ ★ Það er óskandi, að hinir rafmögnuðu fiskar verði skólafólkinu ekki ofurefli við að kljást, og megi allir allir þeir, sem í vetur hafa dvalið fjarri heimili sinu og heimaslóð, eiga góða heimkomu, jafnt sjómenn sem skólafólk. Verði júnínæturnar í sumar bjartar og heið- ar, eins og þær sem Þorsteinn Erlingsson kvað um, og blessaði í nafni hinnar saklausu ástar í dölum ís- lands. \ j. n. ♦♦♦♦•♦♦•♦»»♦♦»♦♦»♦ • II ♦ »» | Iðnaðarfyrirtæki íil sölu S \ Arðvænlegt iðnfyrirtæki til sölu, ásamt vörulager. § 5 Upplýsingar gefur »| : ' n Æ«ii* Olafsson, | : Laugaveg 18 B. — Sími 7373. :| ztaæxju. jReykjavík - Kjalarnes - Kjós Frá Reykjavík: Mánud., þriðjud., miðvikud., fimmtud., föstud. kl. 6 (18), laugard. kl. 1,30 og kl. 5, sunnud. kl. 8 f. h. 1,30, 7 og 11 e. h. Frá Hálsi: Mánud., þriðjud., miðvikud., fimmtud., föstud. og laugard. kl. 8 f. h. og laugard. kl. 7 e. h., sunnud' kl. 10 f. h., kl. 5 e. h. og kl. 9 e. h. Júlíiis Jónsson Ferðaskrifstofan. V.V.'.V.Y.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.Y.V.V.W.", tilkynning! Fjárhagsráð hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á unnum kjötvörum: ' > í heildsölu Miðdagspylsur ........... kr. 12.80 Vínarpylsur og bjúgu .. kr. 14.00 Kjötfars .............. kr. 8.40 I smásölu kr. 15.75 pr. kg. kr. 17.25 pr. kg. kr. 10.50 pr. kg. Reykjavík, 10. maí, 1951 VERÐLAGSSKRIFSTOFAN -V/.V.V.1 .w.v, NYTT SMJÖRLIKi FLÓRA Ljúffengt, bragðgott og bætiefnaríkt Frystihúsið HERÐUBREIÐ Sími 2678 naanai I ♦ ♦ : : Byggingafélög og einstaklingar Við framleiðum og seljum beint frá verksmiðju: Hurðir Glugga — Karma Skápa allskonar og innréttingar Dúklista og þyljur Innréttum samkomuhús. Sendum hvert á land sem er. Gerum fyrirfram verð- tilboð, ef teikningar og verklýsingar fylgja pöntunum. Samband ísl. byggingafélaga Byggir h.f. Símar 7992 og 6069. — Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.