Tíminn - 11.05.1951, Blaðsíða 4
4.
TÍMINN, föstudaginn 11. mai 1951.
103. blað.
Svar til Brands Stefánssonar
Ef einhvei- hefði sagt við
mig fyrir nokkrum vikum, að
ég myndi bráðlega fara að
skrifa í blöðin, þá hefði ég
vafalaust tekið þvi mjög
fjarri en þegar ég las grein
Brands Stefánssonar í Morg-
unblaðinu hinn 20. marz síð-
astliðinn þá fannst mér, að
ekki væri lengur sætt, enda
verð ég að líta svo á eftir
lestur þeirrar greinar, að
Brandur sé því ekki mótíall-
inn að eiga orðastað við fleiri
menn hér en Odd kaupfélags
stjóra. Því hann getur ekki
ætlast til, að samvinnumenn
hér séu þau ómenni að svara
engu þeim svívirðingum sem
hann ber þar á O. S. og reynd
ar fleiri.
Ef Brandur hefði látið sér
nægja að deila um verzlunar*
málin við Odd Sigurbergsson,
þá hefði ég fyrir mitt leyti
getað látið það hlutlaust, en
hann fer nú pínulítið lengra
sá góði maður, enda er mér
næst að halda að nú væri rétt
ast fyrir Brand Stefánsson að
stinga við fótum, svo notuð
séu hans eigin orð, og jafn-
framt ætti hann að hugleiða
hvort ekki væri hugsanlegt að
hans frami gæti orðið meiri
á einhverju öðru sviði held-
ur en við ritstörf.
Ég ætla ekki að ræða mikið
um þessa nýju verzlun í Vík.
Ég segi ekki félag, blátt á-
fram af því, að ég veit ekki
hvort svo er, og það vita ekki
heldur sumir þeirra, sem
standa nær henni en ég. En
það er broslegt hvernig
Brandur talar um þennan um
skipting sinn. Það er blátt
áfram eins og hann hafi bjarg
að sökkvandi skipi eða óvita
frá að leika sér með voða, en
gat nokkur séð að Jón Hall-
dórsson væri í hættu staddur
með sína verzlun? Ég held
ekki, enda grunar mig, að
þes^i björgunarleiðangur sé
gerður fyrir annað fremur en
Jón Halldórsson.
Eitt er það í grein Brands,
sem ég gæti trúað að væri al
veg satt, það er að þeir hafi
lengi verið myrkfælnir. Það
er ekki ósennilegt, en sýnir
bara það, að mennirnir eru
ekki í góðri birtu. En hvað
var það svo sem þeir óttuð-
ust? Jú þeir voru hræddir um
að þeir gætu ekki fengið hæf
an mann fyrir verzlunina.
Þetta hélt ég nú, að hefði
verið á annan veg. Ég hélt
nefnilega að þeir hefðu verið
búnir að eiga framkvæmda-
stjórann í nokkra mánuði
þegar þeir fengu vissu fyrir
því að geta stofnað fyrirtæk-
ið, en náttúrlega veit Brand-
ur þetta nú betur en ég.
Þegar Brandur fer að minn
ast á óhróður þá efast ég um,
að hann athugi hvar hann
sjálfur er staddur það er
ekki hyggilegt að kasta
grjóti, ef menn búa í gler-
húsi, en það væri freistandi
að spyrja Skaftfellinga hven
ær þeir hafi helst orðið varir
við óhróður og hver hafi rekið
hann og með hvaða meðölum.
Annars þarf ég ekki að spyrja.
Ég veit þetta alltsaman. En
hvernig er það með þig Brand
ur? Veizt þú það?
Og nú verð ég að spyrja B.
S. um. Hvaða áróðursmeðöl
hefir Oddur Sigurbergsson og
hans fylgismenn notað gegn
hinni nýju verzlun, sem eru
svo voðaleg, að ekki einu sinni
hann getur látið þau á prent?
Þetta er þó engin lydda hann
Brandur. En af því að ég býst
frá Stehtjsóri E* Jóstssyni
við, að það standi dálítið á
svarinu, þá ætla ég að taka
það fram, að þangað til hann
bírtir þessi meðöl og sannar
notkun þeirra mun ég taka
hann sem algerðan óvita.
Ég get bætt því hér við, að
ég hef engan heyrt tala* illa
um þessa nýju verzlun í Vík.
Ég tel heldur enga ástæðu
til þess. Þetta er lítið og hef
ir sjálfsagt ekki mikla þýð-
ingu það lakasta, sem ég hef
um það heyrt er bara frá
mönnum, sem þar eru nú
bundnir við, en það var vit-
anlega sagt á meðan ekki var
búið að koma á þá spottan-
um.
Brandur talar um úrræðið
með miklum hryllingi og má
segja að þar verði tvennir
tímarnir ekki síður en ann-
arsstaðar. Mig minnir nú, að
tónninn væri dálítið annar
frá þessum herbúðum meðan
Hitlers-einræðið stóð með
blóma, en það er nú alvana-
legt að sá sem tapar í stríði
tapi líka sínum fyrri vinum.
Brandur segir í grein sinni
að Oddur Sigurbergsson vilji
fá einkarétt á mannflutning
um. Það hefi ég nú ekki heyrt
fyr. Það skildi þó aldrei vera,
að þarna hafi ruglast nöfnin
og standi Oddur þar sem átt
hefði að vera Brandur? En
nú vil ég spyrja. Hversvegna
ekki samkeppni þar eins og
í verzluninni?
Hitt er svo alveg rétt, að
Erandur var brautryðjandi á
því sviði og það með mikilli
prýði og fyrir það starf var
hann líka vinsæll. En þegar
ég ber saman Brand bílstjóra
og Brand verkstjóra, þá sakna
ég þess fyrneínda. Það er
nefnilega fleira til, sem hefir
afleiðingar, en það að kasta
ellibelg.
Að síðustu vil ég spyrja
Brand Stefánsson. Hvað er
það, sem Oddur Sigúrbergs-
son hefir af sér brotið síðan
hann tók við K. S.? Ég get
reýndar farið að dæmi
Brands og svarað fyrir hann
Oddur hefir stjórnað of vel.
Ef hann hefði verið atkvæða
lítill og stjórnað illa, þá hefði
hann vérið látinn í friði. En
nú hefir honum orðið á sú
skyssa að stjórna K. S. nokk-
uð betur en kokkabækur verzl
unaríhaldsins í Vík mæla fyr
ir um.
Það skal fram tekið, að
þessi ummæli eru ekki að
neinu leyti meint til Jóns
Halldórssonar.
Brandur Stefánsson virðist
vera kominn að þeirri niður-
stöðu, að rógur og illmælgi
borgi sig ekki. Um það er
ekki nema gott eitt að segja
því sennilega verða þeir nógu
margir samt, sem halda áfram
þeirri iðju. En það má segja
skemmtilegra að það sæist víð
að ef hann hefir nú höndlað
þessi lífssa'hnindi, þá væri
ar en á pappírnum. En hitt
fæ ég ekki skilið, hvernig
hægt er að nefna Odd Sigur-
bergsson rógbera fyrir það
eitt, að segja sannleikann um
verzlunarmálin hér og þá
mætti kannske spyrja:
Hvað eiga þeir menn að
kallast, sem skapað hafa þann
sannleika, sem svo er falleg-
ur?
Því miður kann ég ekki sögu
K. S. frá byrjun en vissa
kafla úr henni kann ég nokk-
uð vel og í sambandi við það,
sem er að gerast hér nú, dett
ur mér í hug eitt tímabil úr
sögu K. S., en það var þegar
Þórður Pálmason var kaup-
félagsstjóri. Vinnubrögð and
stæðinganna eru það svipuð
nú, að ekki veröur varist
þeirri hugsun, að sagan end-
urtaki sig. En ef svo fer, þá
held ég, að það verði okkur
Skaftfellingum hvorki til sóma
né ávinnings. Ég fyrir mitt
leyti vildi að minnsta kosti
óska annars fremur og þess
vegna heita á alla sámvinnu-
menn, að sýna nú þann félags
þroska sern nægir til þess, að
þeir sem búnir eru að safna
saman áróðurs meðölum, sem
ekki má nefna á prenti, sjái
þann kost vænstan að hella
þeim niður og umfram allt
tökum ekkj við því með þögn
að okkar starfsmenn séu sví-
virtir fyrir það eitt að rækja
vel sitt starf.
Sveinn Svejnsson frá Fossi
rabbar hér um sauðfjáreign og
heyásetning:
tslendingaþæftir
(Framhald af 3. síðu.)
flestum að vera það mikið
undrunarefni, hversu marg-
þætt og stórfellt verkefni hef
ir verið og er innt af hendi á
heimili frú Guðrúnar. Þar
virðist alltaf vera rúm fyrir
gestú Ef það er sannmæli u:n
nokkurn, að hann hafi reist
skála um þjóðbraut þvera
fyrir gesti og gangandi, á það
framar ílestum við um heim-
ili þeirra Guðrúnar og Páls.
Á þfiísum afmælisdegi er-
um við vinir og kunningjar
írú Guðrúnar, þakklátir fyrir
mjcg margt, og minnumst
margra ógleymanlegra á-
nægjustunda í samstarfi og
viðkynningu. Fyrst og fremst
þeir. sem enn muna hana og
með henni unnu í ýmsri fé-
lagsstarfsemi heirna i átt-
högunum á fyrsta og öðrum
áratug þessarar aldár Það er
ef til vill bezt og lengst mun-
að. Auk þess eru nernendur
og samstarfsmenn manns
hgnnar bæði við skóia þá, er
hann kenndi í, eða stýrði og
úr öðrum starfsgreinum. Þá
eru einnig þeir mörgu menn,
viðsvegar um landið, sem not
ið hafa aðstoðar, hollráða og
vinsemdar manns hennar um
úrlausn allskonar vandamála,
sem minnast einnig frú Guð-
rúnar fyrir hlutdeild hennar
í þvi. — Margra vandl hefir
verið leystur af þeim sameig-
inlega og hvoru um sig, Qg
bæði céga þau óskiptar þakk-
ir fjölda manna fyrlr það. —
Vinir og kunningjar frú Guð-
rúnar samfagna henni vegna
hins mikla starfs, er hún hef
ir innt af hendi, samfagna
henni yfir því, að hún hefir
haft aðstöðu til og ástæður,
sem hafa gert henni fært að
ná til fjölmargra samferða-
manna með leiðbeiningar, góð
ráð og margskonar aðstoö, er
þeirra hefir mest þurft. Gæf-
an hefir verið henni gjöful á
marga lund. Hún naut þeirr-
ar gæfu. að alast upp á góðu
heimili í hópi inargra syst-
kina hjá góðum foreltírum.
Hún hefir lifað í ástríkri sam
búð við mann sinn og mann-
vænleg börn þeirra og jafn-
framt getað haldið við nánu
sambandi við fjölda annarra
ættingja sinna og vini.
Borgfirðingur.
„Mánudaginn 23. apríl talaði
alþm. Gísli Guðmundsson um
daginn og veginn, og talaði hann
um sauðfjáreign landsmanna á i
síðari öldum, harðindi og góð- j
æri, fjárkláðann og fleiri pestir,
svo sem móðuharðindin. Vegna1
alls þessa var fjáreignin mjög'
misjöfn að tölu, og var erindið 1
mjög fróðlegt, sem vænta mátti.!
Þegar ég var að alast upp í
Skaptafellssýslum, töluðu eldri
menn mikið um sýkingarpest-
ina og svo var líka í minni tíð.
Lömb og veturgamalt fé hrundi
oft niður frá þvi snemma á
haustin og fram eftir vetri, og
var oft af því mikið tjón. Stund
um var líka skita og ormar, svo
ekkert varð ráðið við, þar til að
ormameðalið og bólusetningar-
meðalið kom til sögunnar og er
það ómetanlegt fyrir sauðfjár-
eigendur, og verður um alla
framtíð.
Gísli Guðmundsson talaði líka
um hvaða þýðingu sauðfjáreign
in hefði haft fyrir líf þjóðarinn
ar og þaö gerði líka Bjarni Ás-
geirsson í útvarpserindi hér um
árið. Lýstu þeir með fögrum
orðum, hvað sauðkindin hefir
fætt og klætt fólkið í landinu.
Og enn í dag er það svo, að
engar afurðir bænda eru eins
dýrar og í háu verði eins og
afurðir sauðkindarinnar, og þeg
ar fráfærurnar tíðkuðust, þá var
sauðamjólkin aðal bætiefni
fólksins í sveitunum, sumar og
vetur — með skyri, osti o. s. frv.,
fyrir utan alla þá skemmtun
og ánægju, sem fólk hefir haft
af að fást við sauðfé, vetur,
sumar, vor og haust, og börnin
sem ólust upp við sauðfé, hlökk
uðu ekki til neins eins mikið og
smalamennsku, haust og vor, og
margur fjármaðurinn hefir lif-
að einar af sínum mestu ánægju
stundum við fjárhirðingu.
Það er því sorglegt til þess að
vita, að alltaf skuli sauðkindin
hafa lifað í hættu fyrir fóður-
skort, hvenær sem hefir ábját-
að með tíðarfar, vetur og vor, og
allt fyrir skakkt búskaparlag,
samanber það, að alltaf hefir
einn og einn bóndi komizt af
með hey á hverju sem hefir
gengið með tíðarfarið, og þó
með líkar aðstæður og fjöldinn,
bæði með slægjur og fólk o. fl.
Auðvitað er þetta víða að lagast
bæði fyrir breytingu á hugsunar
hætti fólksins, vélamenningu og
ræktunarskilyrðum með tilbú-
inn áburð, fóðurbæti o. s. frv.
En betur má ef duga skal. Það
þarf að verða almennt á landi
hér, að allir, sem eiga lifandi
skepnur eða fénað, setji hann
ekki á vogun. Að vísu segir mál-
tækið, að vogun vinnur og vogun
tapar, enda hafa líka margir
bændur um dagana notað sér
það, stundum grætt á því, en
oftar tapað á því og það aleigu
sinni, og liðið við það sálarraun
ir og haft fyrir það amstur og
áhyggjur og fjárhagslegt tjón,
sem seint eða aldrei hefir verið
hægt að bæta upp. í grasleysis
árum eða á rosasumrum hafa
oft verið erfiðleikar að afla
heyja og þá að haustinu verið
lítil hey og léleg, og annað hvort
orðið að stórfækka fénaði eða
setja hann á vogun, en hvorug-
ur kosturinn er góður, en ef að
sá kosturinn er tekinn, að setja
á vogun, og ef þá yrði snjóavet-
ur og hart vor, þá sjá menn í
hendi sér úrslitin — með öllum
þeim kostnaði, afurðatapi meira
og minna og ef til vill að fella
allann stofninn. Betra hefði ver
ið að taka fyrri kostinn: að
fækka fénu það mikið að haust
inu, að því væri óhætt, sem á
er sett, þó vetur og vor yrði hart
og fá af því góðar og tryggar
afurðir.
Dæmi: Bóndi telur sig þurfa
að setja á vetur 200 ær, og væri
góður með það í meðal vetri
og góðu vori, en hefði ekki fóð-
ur nema fyrir 100 ær í vondum
vetri og hörðu vori. Auðvitað
græddi hann á því að setja á
200 ær, ef veturinn yrði mildur
og vorið gott, en ef veturinn
og vorið yrði vont, þá hlyti sá
bóndi að fara illa út úr því, með
ærnum kostnaði, afurðatapi, og
ef til vill fjármissi. Þá kæmi í
ljós, að sá bóndi, sem ætti
framgengnar 100 ær vel fóðrað
ar og afurðaríkar, væri orðinn
mikið stöndugri að vorinu, en
sá bóndi, sem að haustinu átti
200 ær. Sama gildir, hvort bónd
inn er ríkur eða fátækur. Allur
óvarlegur ásetningur á vog-
un vegna fóðurskorts í harðind
um hefnir sín og gerir hann blá
fátækan áður en hann veit af.
Fyrir utan alla þá raun, sem
því fylgir að lenda í fóðurskorti
fyrir fénað sinn í harðindum.
En sá bóndi, hvort sem hann er
ríkur eða fátækur, sem ekki set-
ur á fleira fé en það, að hann
geti gefið því mest allan vetur-
inn og vorið fram yfir fardaga,
ef því er að skipta, stendur
traustari fótum efnalega, en
hinn bóndinn, þó að hann hafi
til jafnaðar færri fénað og græði
minna á góðu vetrunum.
f dag las ég í Tímanum, að
bóndi á Norðurlandi, sem seldi
sauðfé sitt sökum brottflutn-
ings, fékk fimm hundruð krónur
fyrir kindurnar upp til hópa,
ær og gemlinga, nú um sumar-
málin. Já, það er dýrt að kaupa
sauðfé núna, og dýrt að missa
það. Fyrir eina kind fæst nú
á dögum verð, eins og fyrir tvær
snemmbærur til samans, ekki
íyrir svo ýkjamörgum árum, og
þó að dýrtíöin, og hækkunin sé
mikil á öllu dauðu og lifandi,
þá held ég að sauðkindin skari
þar fram úr öllu í samanburði
við það, sem áður var með verð
lag. Það er því mikið í húfi að
sauðféð falli ekki fyrir fóður-
skorti, enda eru ráðamenn þjóð
arinnar farnir að hafa af því
miklu meiri afskipti en áður var,
og er það vel farið. Mér finnst
að þeir ráðherrar, sem sitja nú
i ríkisstjórn landsins, hafi með
sér góða samvinnu að styrkja
hvern annan. Hermann
Jónasson hefir nú land-
búnaðarmálin í sínum verka-
hring. Mér finnst, að bændur
landsins, hvaða stjórnmálaflokki
sem þeir tilheyra, geti einmitt
borið traust til hans, að ráða
fram úr þessu vandamáli, sem
hér hefir verið gert að umtals-
efni og komið hey-á-setningar-
málinu á traustan grundvöll.
Það skal enn játað, eins og
fyrr er tekið fram, að alltaf eru
bændur til, sem aldrei bila með
hey, hvað hörð sem tíðin er.
Bændur landsins eiga að vera
sómi þjóöarinnar, en það eru
þeir ekki, nema þeir séu traust
ir landbúnaðarmenn, en það
geta þeir ekki kallazt, nema
þeir hafi allan sinn fénað eða
skepnur vel tryggðar með fóður
í harðindum“.
I þessu sambandi vil ég spyrja
menn, hvort þeir muni yfirleitt
eftir mörgum bændum, sem illa
hafa bjargazt og þurft hjálpar
með, hafi þeir aldrei komizt í
heyþrot. Það svipast hver um
hjá sér.
Starkaður gamli.
GERIST ASKRIFIMH R AÐ
TIM ANUM. - ASKRIFTASIMI
2323.