Tíminn - 17.05.1951, Síða 4

Tíminn - 17.05.1951, Síða 4
4. TÍMINN, fimmtudaginn 17. maí 1951. 106. blað. Vorboðskapur Björns Jóhanness. Enn einu sinni hefir for- stöðumaður jarðvegsrann- sókna við Búnaðardeil At- vinnudeildar háskólans dr. Björn Jóhannesson flutt; bændum og öðrum sinn venjul lega vorboðskap í útvarpið! um notkun og hagnýtingu til1 búins áburðar. Föstudaginn | 4. maí s. 1. flutti Björn erindi! í útvarpið „Ávarp til bænda í um tilbúinn úburð“. í þessu| erindi hélt Björn því fram! meðal annars, að allan tilbú- inn áburð megi blanda sam- an. Um svipað leyti í fyrra vor nánar tiltekið 9. og 10. maí — flutti Björn tvö stutt erindi í útvarpið um sama efni, sem sé hagnýt ráð og leiðbeiningar um notkun tíl- búins áburðar. Efni erindanna frá í fyrra skal ekki rakið hér, að öðru leyti en því, að Björn hélt því fram þá eins og nú, að öllum tilbúnum á- burði megi blanda saman, án þess að nokkuð sé við þaö að athuga. Þetta atriði gaf mér tilefni til þess, að andmæla órökstuddum fullyrðingum Björns í stuttri blaðagrein. í umræddri grein minni beindi ég nokkrum spurningum til Björns, sem ég bað hann að svara. En 1 stað þess, að leits ast við að svara spurningum minum, svo sem hver virðu- legur kunnáttumaður myndi hafa gert í Björns sporum fer hann undan í flæmingi og lætur sem svo að mál þetta sé ekki þess vert, að um það sé deilt. Af stuttu samtali sem við Björn áttum saman eftir, að hann hafði lesið grein mína í fyrravor kom það í ljós, að manninum kom það alveg á óvaft hverjar skoðanir evróp ízkra fræði- og vísinda- manna eru á þessum málum, í þessu samtali ökkar benti ég Bírni á nokkrar staðreynö- ir, sem hann þá virtist fall- ast á og veit ég rejmdar ekki hvemig annað hefði átt að vera. Nú gæti maður hugsað sem svo að nú hafi Björn kynnt sér skoðanir hinna ýmsu þjóða hér í álfu á þess- um málum. En það er nú öðru nær, en svo virðist vera eða þá hann virðir þær full- komlega, að vettugi. Það er í sjálfu sér ekkert tiltökumál þótt menn deili um lítt rann sökuð atriði, og sem vafi get ur leikið á hvað sé hið rétta. En hitt finnst mér at- hyglisvert, að Björn Jóhannes son skuli leyfa sér hvað eftir annað, að halda fram þó ekki sé nema gegn skoðunum nokkurra þúsunda fræði- og vísindamanna, um blöndun hinna ýmsu tegunda tilbúins áburðar, án þess að gera hina minnstu tilraun að færa rök fyrir staðhæfingum sín- um. Það hefir aldrei verið neitt ágreíningsefni á meöal sér- fróðra manna á þessu sviði um það hvaða áburðartegund um megi blanda saman og hverjum ekki, að minnsta kosti ekki í aðalatriðum. Vegna hvers má ekki blanda tilbúinn áburð hvernig sem hehst? Hér skal nú nokkuð vikið að því vegna hvers ekki er rétt talið, að blanda saman tilbúin áburð hvernig sem helzt og jafnframt hverjar hinar heiztu áburðartegund- ir eru, sem ekki er rétt að blanda, svo og hínar sem má blanda saman. Ennfremur ofíir Friðjón Jíilíussoii skal lítið eitt af því vikið ið og blandan réttilega not- hverjir gallar og kostir áburð atblöndunar eru. -Þegar áburðartegundum, er. blandað saman, sem ekki mega koma í srtertingu hvor við aðra þá er það þetta sem á sér stað: í fyrsta lagi beint tap af köfnunarefni, sem tapast sem amoniak t. d. þegar á- burðartegundum, sem brenni steinssúru Amoniaki, Kalk- amoniakssaltpétri og Amon- iakssulfatsaltpétri er bland- að saman við tómasforsfat og og Kalsíumeyanamid þ. e. Tröllamjöl. Nú vill svo heppi lega til fyrir þá. sem trúa á Björn Jóhannesson, að tómas fosfat hefir ekki fluttzt til landsins í nokkur undanfarin ár og m'un svo enn vera að þessu sinni. Á Tröllamjöl, er komm sú hefð hér á landi, að það er meira notað sem ill- gresislyf en áburður, og því, að maöur vonar, borið á á öðrum tíma en algent er um annan áburð. En eigi að síð- ur má minna á þetta. í öðru lagi myndast ný efna sambönd sem eru mun tor- leystari fyrir nytjajurtirnar* en hin upprunalegu efnasam bönd sem í áburðinum eru, sem blandaður er. Þetta er t. d. tilfellið sé súperfosfati blándáð saman við tröllamjöl, tómasfosfat og kalksaltpétur. Auk þe,ss geta myndast eiturefni, sem. eru jurtunum skaðleg ef t. d. súp erforsfat er blandað við trölla mjöl eða ef þessar áburðar- tegundir eru bornar á 'sam- tímis eða ef sú, sem fyrr hef ir verið borin á, hefir ekki náð að rigna niður í jarð- veginn áður en hinni síðar er dreift á sömu spildu. Og í þriðja lagi er óbeint tap, sem á sér stað þá áburð blandan rennur í kögla. Því skal t. d. aldrei blanda kalk- saltpétri saman víð kaliáburð hvaða nafni sem hann nefn- ist, nema því aðeins að áburð arblöndunni sé dreift sam- stundis, sama gildir, ef kalk saltpétri er blandað saman við ammonsúlfatsaltpétur, brennisteinssúrt ammoniak og kalkammonsaltpétur. Af sömu ástæðu má heldur ekki blanda ammonssúlfatsalt- pétur saman við vissar teg- undir kaliáburðar svo . sem komit og venjulegt kali. Já svona mætti lengi telja, en sé ekki ástæðu til þess hér, enda yrði það alltaf þvælu- legt — og langdregið mál. í þess stað vil ég benda á nokkr ar einfaldar almennar reglur viðvikjandi blöndu tilbúins áburðar, sem auðvelt er að muna og skal nánar vikið að því síðar. í fyrra vor var mér kunn- ugt um það, að menn blönd- uðu saman ammonsúlfatsalt- pétri og einhverri þeirra á- burðartegunda, sem hér að framan er getið og bökuðu sér með því tjón, þó ekki væri nema með því, að verja mik- illi vinnu í að berja-sundur köglanna. Slíkur áburður verð ur aldrei eins góður, sem ó- blandaður væri. Hvaða áburðartegundum má blanda saman? Ef menn vilja blanda áburð ihn áður en honum er dreift sem í sjálfu sér er ekkert við að athuga sé réttilega að far uð, þá held ég það skaði ekki að hafa eftirfarandi atriði í huga. Súperforsfati, svo sem öll- um öðrum fosfórsúrum áburði má blanda við kaliáburð hvaða nafni sem nefnist. Þess ber þó að gæta að blanda aldrei superfosfati og tómas fosfati saman. Brennisteins- | súru ammoniaki má blanda saman við superfosfat og þrí fosfat, en alls ekki við tómasij fosfat. Ennfremur má blanda' brennisteinsúru ammoníaki við allan kaliáburð. Vara ber| við því, að blanda nokkrum öðrum köfnunarefnisáburðH Við súperforsfat en brenni-j steinssúru ammoniaki. Þá ætti enginn að blanda sam- an innbyrðis hinum ýmsu teg undum köfnunarefnisáburð- ar. Kostir og ókostir. Víða erlendis, er því hald- ið fram, að með því, að blanda áburðinn áður en hon um er dreift sparist vinna. En þrátt fyrir þetta blanda bændur ekki öðrum áburðar- tegundum saman, en þeim, sem fræðimenn viðkomandi þjóða telja hyggilegt. Hér eru vist skiptar skoð- anir um það, hvort vinna sparist við það, að blanda á- burðinn áður en honum er dreift. Sumir halda því fram að það sé hagkvæmt að blanda áburðinn áður en hann er bor inn á. Aðrir halda fram því gagnstæða. Um þetta atriði má sjálfsagt deila. Enginn dómur verður lagður á það hér, hvað sé hagkvæmast í þessum efnum. Fullan rétt getur það átt á sér, að blanda t. d. garð- áburð sé það réttilega gert fyrir kaupstaðarbúa, sem að eins þurfa á litlu magni að halda. Þetta getur iíka kom- ið í veg fyrir það, að áburð- urinn verði ekki eins rang- lega notaður. Ókostir blandaðs áburðar eru meðal annars: Mikil vínna er í því fólgin að blanda mikinn áburð. Nytja- jurtírnar gera misstórar kröf ur til hinna ýmsu næringar- efna auk þess er innihald jarðvegsins oft mjög ólíkt af hinum þrem verðmætu jurta næringarefnum. Þetta getur valdið þvi að jurtirnar fá of mikið af einu eða tveim efn- um, en kannske of lítið af því þriðja. Það getur því verið all vandasamt verk, að blanda á- burðinn þannig að öll hin þrjú jurtanæringarefni verði í réttum hlutföllum við þarfir jurta og jarðvegs. Við þetta er hægt að eiga ef áburðarefnin eru borin á hvort í sínu lagi. Áburðarblöndur í öðrum löndum eru oft framleiddar áburðarblöndur fyrst og fremst sem garðáburð ur. Áburðarblöndur þessar eru ýmist þrí- eða tvígildar þ. e. a. s. í þeim eru ýmist öll þrjú hin verðmætu jurtanær ingarefni eða aðeins tvö. í þrígildri áburflarblöndu eru því köfnunarefni, fosfórsýra og kalí, en í tvígildri áburðar blöndu eru t. d. köfunarefni og fosfórsýra eða köfnunar- efni og kali og stundum bara (Framhald á 7. síðu.) H. J. sendir mér ávarp. Hann ] er stuttorður og gagnorður að ( vanda og ber tungu sína fyrir brjósti. Hann mælir svo: „Reykjavík, vinnuhjúaskil- daginn 1951. Góði Starkaður.' Verði sumarið hlýtt og heilla-' ríkt. Þigg hér með þakkir fyrir að hafa snúið röngu í rétt. Sjálf' ur veistu, að það var og er ekki þakkarvert, — en eins og á stóð. *— j Margt verðum vér nú að hlusta á. Nýlega hafa einum' forustumanni vorum hrotið þessi orð af vörum: „Nú hef ég gefið fyrirskipun um ....“ Smali uppalinn í sveit mundi hafa orðað þetta þannig: „Nú' hef ég skipað svo fyrir ....“ Fínnurðu muninn? Pálmi skólameistari Hannes- son flutti prýðilega ræðu í gær- j kvéldi. Henni var útvarpað. Tal j aði skóiameistarínn eins og menntamanni sómdi. Er það gleðilegt, að tvítölufarganið hef ir ekki sýkt hann. Illu eigum vér að venjast. Það er ofraun góðgjörnum les- anda og hlustanda að sjá og heyra virðulega háskólakenn- ara una niðurlægingu tvítölunn ar, en þetta er á oss lagt. Lifðu nú heill.“ Ekki er Víkverji ónýtur í sam göngumálum Sunnlendínga heldur en fyrri daginn. Ilann segir svo í gær um veginn aust ur: „Hvörfin þrjú í þjóðveg- inum, sem voru eini farartálm- inn, hefði 'mátt fylla í með svona tveimur vörubílhlössum af „púkki“ og hefði það vafa- laust dugað fyrir sumarið. En engum datt í hug, af þeim mörgu vörubílstjórum. sem fóru þarna um með tóma bíla að hvolfa hlassi í hvörfin og lag færa þannig veginn með lit- illi fyrirhöfn og sáralitlum til- kostnaði.“ Það er ekki tiltökumál þó að Víkverji hafi lítið vit á vega- vinnu. Hver getur ætlast til að hann sjái hvort frekar þurfi tvö eða 40 bílhlölss til að bæta veg? Og hver getur ætlast til að hann geri sér grein fyrir því, hvar næst í „púkkið“ eíða yfirleitt, að það þurfi að láta það á bílinn áður en því er hvolft af honum? Það er ekki hægt að ætlast til þess, að Vík- verji sé annar en hann er og ekki tiltökumál, þó að þekking hans sé takmörkuð. Hitt er til- tökumál, að hann heldur sig hafa vit á öllu, svo að hann geti jafnvel kennt bílstjórum austan fjalls eínfalt ráð til að gera veginn góðan, svo að vafalaust dugi fyrir allt sumarið. Það er bara ,að hvolfa hlassi í hvörfin“ af einhverjum tómu bílunum, sem fara þar um, svona tvö hefðu dugað. Svo blöskrar hon- um hirðuleysið hjá mönnum, að geta ékki látið sér detta þetta snjallræði í hug. Víkverji hefir áhyggjur af því, að mjólkin súrni meðan veg irnir eru ekki færir. Það er eins og hann haldi, að henni sé allri safnað saman og hún geymd heima, þangað til vegirn ir opnast og flutningar hefjast á ný. Varla gerir hann sér grein fyrir því, að það þurfi ílát und ir mjólkina, svo að ekki sé lengra farið. Bændur láta hana líklega súrna í haug. Þeir, sem lesa svona hugíeið- ingar hjá Vikverja, munu sum- ir telja að nærri llggi, að hægt sé að fylla marga dálka með því að hvolfa í þá „púkkí“ úr tómri höfuðskel eða því sem næst tómri, og með hliðsjón af því sé vorkunn, þó að Víkverji haldi, að ekki þurfi mikið ofan í veginn. En hitt er tiltökumál, að Víkverji skuli vera hafður við það starf, sem hann vinnur. Starkaður gamli. B.S.S.R. II B.S.S.R. H Byggingarsamvinnufélag starfsmanna ríkisstofnana u 1 tilkynnir félagsmönnum eftirfarandi: 1. Árgjöldin féllu í gjaldaga í marsmánuði. 2. Skrifstofa félagsins er á efstu hæð í Edduhúsinu, Lindargötu 9A, og vorður opin alla virka daga og þessa og næstu viku kl. 17 til 19. 3. Á þeim tíma eiga þeir félagar að mæta, sem eiga eftir að undirrita tryggingabréf vegna lántöku, og ber að greiða kostnað vegna þingslesturs um leið. 4. Þriggja herbergja kjallaraíbúð er til sölu, íbúðin er tilbúin undir málningu. Upplýsingar veittar i skrifstofutíma þeim er að ofan getur. 5. Vegna efniskaupa er nauösynlegt að þeir félagar, |{ sem hafa sótt um íbúð í sambyggingu, greiði stofn H fé á sama ítma. 6. Þeir félagsmenn, sem hafa í huga að kaup raf- knúin heimilistæki, geri skrifstofunni aðvart, ef þeir óska að félagið semji um innkaup. Stjórn B.S.S.R. ♦>» <>—<* Þakka innilega öllum þeim er glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 9. maí síðastlinn með heimsóknum og gjöfum. Ég trúi að allt sem vel er gjört fái sín laun. Verið öll blessuð. SIGURLEIF SIGURÐARDÓTTIR Lýtingsstöðum. ife(gfcfcái--

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.