Tíminn - 27.05.1951, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.05.1951, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Préttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 35, árgangur. Reykjavík, sunnudaginn 27. maí 1951. 115. blað„ Kynlegur ferðamað- nr á sokkaleistun- um í Norðurárdal Á fimmtudaginn og föstu daginn vatr undarlegur gestur á ferð í Norðurár- dal. Á fimmtudagskvöldið mætti Hjörtur Brynjólfs- son bóndi í Hraunsnefi hon um á þjóðveginum, skammt frá Hvammi. Var hann þá á leið niður dalinn, 5^kk á sokkaleistunum og hélt á skónum sínum í hend- inni. Aðspurður kvaðst hann heita Karl Guð- brandsson, en frekari vitn- eskju um hann var ekki að fá. lTm hádegisbilið á föstu- daginn kom hann að Hótel Hreðavatni, þar sem menn eru að vinnu. Voru þe:r að matast, er gestinn bar að, og leit hann fyrst inn um glugga á byggingunni. Gaf sig þá einn verkamann- anna á tal við hann, og spurði gesturinn, hvort hann gæti fengið sígarett- ar. Var hann þá beðinn að bíða, þar til máltíð væri lokið, en gerði það ekki, heldur hélt áfram niður þjóðveginn. Að Hótel Hreðavatni sagðist maðurinn hafa gist i Fornahvammi um nóttina cn það fær- ekki staðizt. Er hann var spurður hvað an hann væri, svaraði hann út af, og kom yfirleitt mjög kynlega fyrir. Fénu sleppt jafnóð- um og ærnar bera Frá fréttaritara Tímans 1 Mývatnssveit. i Bændur hér komust vel af hey í vetur, þrátt fyrir ^hgvinn harðindi. Keyptu beir strax í haust bæði hey og ^óðurbæti, eins og þeir töldu þurfa, og þurftu því ekki a& standa í erfiðum vetrar- ^útningum. Þó nokkur gróð- er kominn hér og sleppa easndur ánum jafnóðum og ^®r bera. Mikill meiri hluti ^hna er tvílembdur, og eru lambaliöld góð. ^lývatn er nýlega orðið úutt. Langt þar til bílfært verðnr til Kópaskers Frá fréttaritara Tímans á Kópaskeri. ^úast má við, að langt sé að bíða þess, að sam- Söngur íandleiðina til Kópa- skers geti hafizt. Feiknamik- í11 snjór er á Reykjaheiði og ^ólssandi, og þó veruleg hlý- |hdi verði, þá á það langt í and, að leiöin opnist. Nýnazistaforingi dæmdur K4RFAVWNSLAM A AKRWESI: t; Yfir 200 manns vinna afia tveggja togara Yfir 200 ntaniiN vinna afla tve^'ja togarai Á Akranesi befir vinnu hvert mannsbarn, sem vill vinna. Fr ástandið þar þannig nú, að ólevst verkefnj bíða jafnai þess, að öðrum sé lokið. Hafa Akurnesingar fengið í sumar annan togara og veiða nú tvö skip fvrir frystihúsin þar og cr gcr< ráð fyrir, aö með lUJini verðmiklu hagnýtingu karf- ans á Akrainesi hafi nokkuð á þriðja hundrað manns stöð • uga vinnu í landi. Otto Frnst Remer höfuðsmaöur, foringi nýnazistaflokks- ins, sem mest vann á í kosningunum í Neðra- Saxlandi á dög- unum, hefir verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir móðganir við Adenauer ríkiskanslara. Remer hlaut upphefð árið 1944, er hann kom upp um samsæri gegn Hitler innan hersins. Remer var í þann veginn að hefja áróðursherferð fyrir fíokk sinn í Hessen, en þar hefir verið lagt bann við þvi, að hann og tveir aðrir nazistaforsprakkar komi fram op- inberlega. Heimilisskógar undir- búnir í Borgarfirði Hvert heimili. sem þátt tckur í skógrækt- inni, fær 100 plöntur í skógarrcit sinn Samkvæmt viðtali, sem blaðamaður frá Tímanum hefir átti við Hauk Jörundsson kennara, formann Skógræktár- félags Borgarfjarðar, hefir fólk í héraði aldrei pantað meira af trjáplöntum en á þessu vori. Standa vonir tii, að hægt verði a£ fullnægja óskum manna í þessu efni. 100 plöntur á heimili. Skógræktarfélagið hefir á- kveðið að reyna að útvega' hverju heimili í Borgarfirði sem tekur þátt í skógræktar samtökunum, um 100 plönt- ur, enda hafa flestir beðið um fulla þá tölu. í uppeldisstöð félagsins að Hvanneyri eru um fjögur þús und trjáplöntur, sem hægt er að láta burt i vor, en það, sem á vantar, verður fengið frá uppeldísstöðvum skóg- ræktar ríkisins. Heimiiisreiíir lil skógræktar. Á mörgum býlum í Borgar- firði er nú kominn skriður á skógræktarmálin, og hafa margir í hyggju að tala smá- reiti til skógræktar í vor. Er sennilegt, að menn sjái sér það fremur fært nú en oft áð ur, þar sem heldur virðist nú vera auðveldara að fá girð ingarefni til þess, en það er (Framhald á 2. síðu.) Saraningar nra beina mjölsverksraiðju á Hofsósi Frá fréttaritara Tímans á Hofsösi. í ráði er að Kaupfélag Aust ur-Skagfirðinga, Hofsósi og Kaupfélag Skagfirðinga, Sauð árkróki, láti reisa í félagi beinamjölsverksmiðju á Hofs ósi. Samningar standa enn yfir á milli félaganna um þetta. Þá er og í athugun að breikk- uð verðí bryggjan á Hofsósi. Bryggjupláss er þar mjög talc markað, og því full þörf á því, að það væri aukið. Fimm trillubátar hafa byrj að róðra þaðan, og fleiri munu bætast við bráðlega, afli er tregur. Einn þilbátur frá Hofs ósi er gerður út frá Siglufiröi. Tveir togarar á viku með karfa. Það er togarinn Fylkir úr Reykjavík, sem Akurnesingar hafa fengið til að sinna í sum ar karfaveiðum fyrir frysti- húsin þar. Lagði togarinn á land í fyrradag röskar 300 smálestir af karfa og um 60 lestir af ufsa og þorski. Áður hafði hann lagt upp 100 lest- ir. Nú stendur þannig á veiðt- ferðum togaranna, að Bjarni Ólafsson er væntanlegur með afla á þriðjudag og ætti þá að vera lokið við vinnslu á afla þeim, sem kom á land í fyrradag úr Fylki. Mun láta nærri, að vinnsla falli saman á afla þessara tveggja togara, sé miðað við, að þeir komi vikulega inn. Á þriðja hundraö manns vinna að afianum. Þegar svo er komið, sem nú er, að tveiT togarar stunda karfaveiðar frá Akranesi, hafa um 20d hundruð manns stöðuga vinnu við vkinslu afl ans í frystihúsunum. Auk þess vinna um 20 menn við fiskimjölsverksmiðjuna, sem að vísu hefir ekki nægilegt hráefni frá aflá þessara tveggja togara. Dagana, sem landanir fara fram, vinna svo 40—50 manns við þær. Er löndun fljótleg á Akranesi, svo að fullfermdir togarar eru losaðir á 12—14 klukkustundum. Skynsamleg hagnýting karfans. Karfavinnslan á Akranesi er athyglisverð. Vinnsluað- ferðirnar eru með þeim hætti, að fullkomin hagnýting afl- ans skapar margfalt meiri gjaldeyrisverðmæti, en þegar öllu er fleygt með haus og' hala í beinamjölsverksmiðj- ur. Á Akranesi er hver hlutj af fiskinum unninn þannig, að sem verðmætust framleiðsla skapist. Skapar slik hagnýt- ing stórfellda atvinnu, sem endurgreiðist í auknum gjald eyristekjum. Þessi meðferð sjávaraflans er því mikilvæg ur áfangi og vísir þess sem koma skal í fiskiðnaði á ís- landi. Hingað til hefir alltof lítið verið hugsað um það að gera sjávarafurðirnar að sem verðmætastri útflutningsvöru (Framhald á 7. síðu.) Góður togaraafli við Bjaruarey Ingólfur Arnarson er nú kominn á veiðar norður við Bjarnarey, fyrstur og einn ís- lenzkra togara. Jón Axel Pét- ursson skýrði Tímanum svo frá í gær, að hann hefði kom ið þangað á miðvikudaginn. var og aflað mjög sæmilega og stundum vel. Hins vega.r er þorskurinn heldur smár. Sæbjörg sækir bil- að skip á lúðumiðin Sæbjörg kom með m.s. Sæ- dís tfl Reykjavíkur. Var skip- ið með brotið gíri um 140 sjó mílur norðvestur frá Reykja- vik. Sæbjörg fór í þennan leið- angur á fimmtudag klukkan þrjú og kom hingað með skip ið í dragi klukkan fjögur i fyrrinótt. Sædís var á lúðu- veiðum. Vertíðaraflinn stóð ekki lengi við Frá fréttaritara Tim- ans á Djúpavogi. Vertíöin hjá Djúpavogsbát um var með allra lélegasta móti, mestur afli um 200 skip pund á bát. Mestur hluti afl- ans, var fryst og er búið að afskipa öllum þeim afurðum, íór það síðasta af frosna fisk- inum með JökuffeH'i til Ameríku. Um 100 skippund af söltuð um fiski er í verkun á Djúpa vogi og er þurrkað úti. Sandá í Öxar- firði brúuð í sumar mun Sandá í Öxar- firði verða brúuð. Hún er kvísl úr Jökulsá á Fjöll- um og oft ill yfirferðar, þegar hlýna fer í veðri og leysing er til jöklanna. Brú á Sandá er mikil sam- göngubót fyrir svokallaðan Austur-Sand, en þar eru fjór- ir bæir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.