Tíminn - 27.05.1951, Blaðsíða 8
„A FÚRMH VEGi“ t DAGi
35. árgangur.
Reykjavík,
Er þetta öryfini?
27. maí 1951.
115. blað.
Anna Borg í ísl. bún-
ingi á afmæli Parísar
Hinn fimmta júní gangast sendiráð Norðuriandanna í
París fyrir hátíðakvöldi þar í tilefni af 2009 ára afmæli borg
arinnar. Munu þar koma fram ýmsir norrænir listamenn.
Námskeið fyrir
kennara
Kennaranámskeið i íslenzku
dönsku og söng hefjast í
Reykjavík 1. júlí n. k. og
standa yfir í 8-—12 daga. Leið
beinendur í íslenzku verða
Sveinbjörn Sigurjónsson, yfir
kennari, og Lárus Pálsson,
leikari. Viðfangsefni Svein-
bjarnar verður aðallega setn
ingafræði- og hljóðfræði-
kennsla, en Lárus mun leið-
beina um framsögu og upp-
lestur.
Martin Larsen, lektor’, og
Elsa Hansen, kennari, munu
ieiðbeina á dönskunámskeið
inu. Þetta mun verða siðasta
tækifærið að sinni til að njóta
hér tilsagnar lektorsins, þar
eð hann er nú á förum eftir
rösklega 5 ára kennslustörf
hér við háskólann. Elese
Hansen hefir hins vegar starf
að við framhaldsskóla Reykja
víkur í vetur og kynnzt þar
dönskunámi eins og því er
nú háttað hér. Martin Lar-
sen mun flytja 3 fyrirlestra
á námskeiðinu og fjalla þar
m. a. um danskt ríkismál,
framburðarkenns.'ju en Else
Hansen mun svo leiðbeina
um undirstöðuatriði dönsku-
náms.
Á námskeiði söngkennara
mun dr. Edelstein kynna
kennsluaðferðir, sem eru við
barnahæfi, og Robert A. Ottós
son leiðbeinir um grundvall-
aratriði söngstjórnar svo sem
taktslátt, hlutverk hægri og
vinstri handar, tækni og túlk
un. Áherzla verður lögð á
verklegar æfinga/r þátttak-
enda.
Þessi námskeið eru að sjálf
sögðu fyrst og fremst ætluð
starfandi kennurum á hvaða
skólastigi sem er. Hins vegar
verður öllum áhugamönnum
heimili þátttaka, ef rúm leyf
ir. Kennslutíma verður hagað
þannig, að menn getí sótt öll
námskeiðin ,ef þeir óska.
Námskeið þessi, sem Land-
samband framhaldskólakenn
ara beitir sér fyrir í samráði
við fræðfclumálastjóri, verða
haldin i Gagnfræðaskóla
Austurbæjar við Barónsstíg.
Þátttaka tilkynnist fræðslu-
málaskrifstofunni sem allra
fyrst.
Fyrir íslands hönd mun
koma fram frú Anna Borg-
Reumert. Verður hún klædd
íslenzkum búningi og les
kafla úr íslendingasögum á
íslenzku. Einnig verði sýndar
lítkvikmyndir frá íslandi.
Paul Reumert kemur fram
af hálfu Dana og mun lesa
ævintýri eftir H. C. Andersen.
Finnskir, norskir og sænskir
listamenn munu einnig koma
þarna fram, en af hálfu Fær
eyinga mun engin þátttaka
verða.
Ær á Sléttu
láta lömbum
Frá fréttaritara Tímans
á Kópaskeri. i
Talsverð brögð hafa verið
að því í vor á Melrakkasléttu,
að ær hafl látið lömbum.
Hafa margir bændur þar orð
ið fyrír þungum búsifjum af
þeim sökum. Á Oddsstöðum,
en þar hefir mest borið á
þessu, hafa um tveir þriðju
hlutar ánna látið.
63 í gagnfræða-
skóla Húsavíkur
Gagnfræðaskóla Húsavíkur
var slitið fyrir nokkur. Voru
nemendur 63, og luku seytján
gagnfræðaprófi og tveir mið
skólaprófi. Hæsta gagnfræða
prófseinkunn hlaut Jónhild-
ur Halldórsdóttir í Húsavík,
j 8,91. Hún hlaut einnig verð-
laun úr minningarsjóði Bene
díkts Björnssonar fyrir bezt-
an námsárangur í íslenzku
og sögu.
Hæsta einkunn 1 skólanum
hlaut Sverrir Bergmann, nem
andi í öðrum bekk, 9,23.
Skólinn starfaði í vetur
samkvæmt hinni nýju skóla
löggjöf og tók við börnum,
sem lokiö höfðu barnaprófi
úr sjötta bekk barnaskólans.
— Nýr kennari við skólann i
vetur var Jónas Geir Jóns-
son, áður kennari við barna-
skólann.
Unnið að málamiðl-
uo milli Rússa og
Bandaríkjamanna
Wallenberg, bankastjóri rík
isbankans í Stokkhólmi, er nú
sagður vinna að málamiðlun
og sáttargerð milli Rússa og
Bandaríkjamanna. Er Wall-
enberg staddur um borð í
skipi í grennd við Kirkjunes
i Norður-Noregi, og mun þar
vera með honum háttsettur
embættismaður úr bandaríska
utanríkismálaráðuneytinu.
Ekki er vitað hvort fulltrúi
frá Rússastjórn er einnig á
skipinu.
Afli að glæðast
í Húsavík
Frá fréttaritara Timans
í Húsavík.
Afli hefir glæðzt hér síðustu
daga, og er fiskurinn lagður
upp til vinnslu, í hraðfrysti-
hús fiskiðjusamlags Húsavík-
ur og til söltunar hjá söltun-
arstöð hlutafélagsins Ugga.
Robert Davis.
Kvikmyndir af Islandi
eftirsóttar í U.S.A.
Ungur Bamlaríkjamaður kominn hingað til
að taka kvikmynd af landi oj»' |»j«ð
Með síðustu ferð Kötlu frá Vesturheimi kom hingað ungur
Bandaríkjamaður, sem ætlar að taka kvikmyndir hér á landi
til að sýna síðar vestan hafs. Þessi ungi maður, sem Robcrt
C. Davis heitir, hefir atvinnu af því fyrir vestan að halda
skemmtifyrirlestra og segja ferðasögur og sýna kvikmyndir,
sem hann hefir sjálfur tekið, einkum í fylkinu Arizona f
Drykkjugildi nppi
á kirkjuþakinu
Tveir bræður, Alhola að
nafni, klifruðu upp á þakið á
kirkjunni í Lójó í Finnlandi og
settust þar að drykkju. Er
þeir höfðu þjórað um hríð,
féll annar bróðurinn niður
um þakglugga og rotaðist
hann á gólfi kirkjuloftsins.
Hinn bróðirinji féll aftur á
móti niður í kirkjugarðinn,
og gat hann dregizt brott.
Það vitnaðist ekki um þenn
an atburð, fyrr en bróðirinn,
sem í kirkjugarðinn féll, kom
f sjúkrahúsið í Lójó og bað
um læknishjálp. Var hann illa
meiddur og mjög drukkinn.
Hann gat þó skýrt frá því, að
þeir bræðurnir hefðu setið
uppi á kirkjuþakinu að
drykkju, og bróðir sinn hefði
verið svo óheppinn að hrapa
niður um þakglugga.
Sögunni var tæplega trú?.ð,
en þó var farið i kirkjuna.
Fannst hinn bróðirinn þar
dauður. Hafði hann í'otazt
við tuttugu metra fall.
Hreinsað til í finnska
kommúnista-
flokknum
Bandaríkjunum.
ísland lítið þekkt.
— Ég ákvað að fara til ís-
Iands, sagðrRobert í viðtali
við blaðamann frá Tímanum,
vegna þess að mikill áhugi er
fyrir landi ykkar vestan hafs,
en kvikmyndir eru engar til í
Bandaríkjunum frá íslandi
svo heitið geta.
í Bandaríkjunum eru ferða
sögur og kvikmyndir um fjar
læg lönd vinsælt skemmtiefni
og margir kvikmyndatöku-
menn þar, sem ferðast um
heiminn og sýna síðan fólki
kvikmyndir sínar frá ýmsum
löndum, þegar heim kemur,
og segja fræðandi frá kynn-
um af löndum og þjóðum.
Nú er það svo, að öll gömlu
löndin í Evrópu eru orðin nokk
uö mikið notuð á þennan hátt
og fólk vill gjarnan sjá kvik-
myndir frá nýjum stöðum og
heyra um lönd, sem lítil
fræðsla hefir áður fengizt
um. Slíkt land er einmitt ís-
land.
Var hér í Banda-
ríkjaher.
Robert Davis var hér á fs-
landi sem hermaður á styrjald
arárunum, og var þá lang-
dvölum í herbúðum við
Reykjavík og siðar á Kefla-
víkurflugvelli. Tók hann á
þessum árum tryggð við ís-
lenzka náttúrufegurð og seg-
ir sem er, að mikil tækifæri
séu hér til fjölbreytilegrar
kvikmyndatöku í óvenju tíl-
komumiklu og fjölbreyttu
lancli og tæru lofti, þegar
heiðskírt er á annað borð.
(Framhald á 7. síðu.)
K jarnorkuf ræðingi
Perons varpað
í fangelsi
Braslíublaðið Tribuna da
Imprenza skýrir frá þvi, aö
Peron Argentínuforseti hafi
skipaö lögreglunni að hand-
taka austurríska visindamann
inn Ronald Richter, forstöðu
mann kjarnorkurannsókna
argentínska ríkisins á Huemúl
eyju.
Það eru aðeins tveir mánuð
ir siðan Peron tilkynnti opin
berlega, að þessi maður hefði
leyst kjarnorkú úr læðingi á
nýjan og auðveldari hátt en
áður hafði tekizt. Var Richt-
er þá sæmdur æðsta heiðurs-
merki, sem Peron veitir.
En þegar sérfræðingar frá
argentinska hernum fóru að
kynna sér starfsaðferðir vís-
indamannsins, lýstu þeir því
yfir, að allar kjarnorkurann-
sóknir hans væru ein svika-
mylla. Þegar Peron frétti
þetta, varð hann hamslaus af
reiði og lét varpa prófessorn-
um í fangelsi.
Yrjo Leino, einn af helztu
foringjum kommúnista í Finn
landi og fyrrverandi innan- 1
ríkisráðherra, verður ekki í
kjöri við þingkosningarnar í
júlí i sumar. i
Leino var þrj ú ár ráðherra,
en lét af embætti 1948 og var
síðar sagður fallinn i ónáð.
Hann var þó í kjöri við kosn-
ingarnar 1948.
Síðastliðið ár skildi Leino
7. alþjóðamót skáta
í Austurríki í ágúst
Um 25 íslonzkir séátar muiiu hafa hug á að
sækja alþjóðamtUið, ef kostur er á
Sjöunda alþjóðamót skáta, Jamboree, verður haldið í Aust
við konu sína, hina frægu
Herttu Kuusinen, eftir fj07-1
urra ára hjónaband. Hertta1
Kuusinen er nú foringi
finnska kommúnistaflokksins.
Tveir aðrir kommúnistaþing
menn fá ekki að verða í kjöri
aftur, E. K. Kujanpaa og T. I
Sormunen. Sá síðarnefndi var j
látinn leggja niður þing-!
mennsku siðastliðið haust, og
mun honum hafa verið gef-
inn Títóismi að sök.
Treg lúðuveiði út
af Austfjörðura
Afli er tregur fyrir Austur-
landi og virðist svo sem lúðu
afli sé þar einnig með minnsta
móti að þessu sinni. Frá
Djúpavogi eru tveir bátar
urríki i sumar, og munu um 25 íslenzkir skátar hafa hug á að
sækja það. Áttu fslendingar rétt á að senda þangað fjöru-
tíu skáta, fjórtán til seytján og hálfs árs að aldri. Ilafa
tslendingar jafnan sótt aiþjóðamót skáta síðan 1924.
Nokkrir erfiðleikar munu
þó vera í vegi skátanna af
gjaldeyrisástæðum, en vonað,
að það mál leysist af sann-
girni og góðvild.
Verði af förinni, leggja
skátarnir af stað með Gull-
fossi 21. júlí og slást í hóp
hinna norrænu skátanna í
Kaupmannajiöín.
Fagur mótstaður.
Mótið fer fram fyrri hluta
ágústmánaðar og verður það
byrjaðir lúðuveiðar og kom
annarr þeirra inn eftir tvo
daga með hálfa aðra smálest
af lúðu.
á mjög fögrum stað, Salz-
kammergut, milli borganna
Strobl og Bad Ischl, fimmtíu
kílómetra suðaustur frá Salz
burg. Er mótsvæðið afmarkað
af greni- og furuskógum, en
2000—3000 metra háir tindar
Alpanna skammt frá.
Á heimilum austur-
rískra skáta.
Að loknu Jamboree er fyrir
hugað að skátarnir dvelji s^r
algerlega að kostnaðarlausu
á heimilum austurrískra
skáta í vikutíma. Heim er ráð
gert að halda frá Austurríki
21. ágúst og koma með Gull-
fossi til Reykjavíkur 30. ágúst.