Tíminn - 27.05.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.05.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, sunnudaginn 27. maí 1951. 115. blað, Otá kaft ~til Tdia®\ 0Mörk og Rínarljómi. ^ „Tillögugóður Reykvíkingur" ~ # Útvarpið Útvarpið í dag: 8.30—9.00 Morgunútvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Jón Auð- uns). 12.15—13.15 Hádegisút- varp. 15.15 Miðdegisútvarp (pötur). 16.15 Fréttaútvarp til Islendinga erlendis. 16.25 Veður fregnir. 18.30 Barnatími (Þor- steinn Ö. Stephensen). 19.25 Veð urfregnir. 19.30 Tónleikar: Fiðlu lög eftir Sarasate (plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Einleikur á píanó (Magnús Bl. Jóhannsson). 20.40 Erindi: Um íslenzkan messusöng; síðari hluti (Björn Magnússon pró- fessor). 21.10 Sinfóníuhljómsveit in; Róbert A. Ottósson stjórnar; Sinfónía í G-dúr op. 66 (Oxford sinfónían) eftir Haydn. 21.35 Upplestur: Jón Norðfjörð leik- ari les kvæði eftir Matthías Jochumsson. 22.00 Fréttir og veð urfregnir. 22.05 Danslög (plötur) 23.30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: 8.30—9.00 Morgunútvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 12.115 Hádeg isútvarp. 13.00—13.30 Óskalög sjúklinga (Björn R. Einarsson). 15.30 Miðdegisútvarp. — 16.25 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregn- ir. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Frétt ir. 20.20 Útvarpshljómsveitin; Þórarinn Guðmundsson stjórn- ar. 20.45 Um daginn og veginn (Böðvar Steinþórsson). 21.05 Einsöngur: Ria Ginster syngur (þíotur). 21.20 Erindi: Indlands för Högna Björnssonar læknis (ÓÍafur Gunnarsson frá Vík í LóniK 21.40 Tónleikar (plötur). 21.45 íþróttaþáttur (Sigurður Sigurðsson). 22.00 Fréttir og veð urfregnir. 22.10 Búnaðarþáttur: Samtal um kartöflurækt og kartöflutilraunir (Gísli Krist- jánsson o. fl. 22.30 Dagskrár- lok. Hvar eru skipia? Sambandsskip: Hvassafell fór frá Akureyri 22. þ. m. áleiðis til Grikklands. Arn arfell fór frá Vestmannaeyj- um 17. þ.m. til ítalíuf væntan- legt til Genúa n.k. mánudags- kvöld. Jökulfell er í New York. Ríkisskip: Hekla fer frá Reykjavik kl. 20 í kvöld til Glasgow. Esja er á Austfjörðum á norðurleið. Herðubreið er á leið frá Aust- fjörðum til Reykjavíkur. Skjald breið er á Húnaflóa á leið til Skagastrandar. Þyrill er i Faxa flóa. Ármann fer frá Reykja- vík um hádegi i dag til Vest- mannaeyja. fimskip: Brúarfoss er í Hamborg. Detti foss kom til Hull 19.5., fer það- an 29.5. til London, Leith og Reykjavíkur. Fjallfoss er í Kaup mannahöfn. Goðafoss kom til Antwerpen 26.5., fer þaðan 28.5. íil Reykjavíkur. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá New York 18.5., væntanlegur til Reykjavíkur um miðnætti 26.5. Selfoss fer frá Reykjavík kl. 20.00 í kvöld 26.5. vestur og norður. Tröllafoss fór frá Reykja vík 17.5. væntanlegur til New York 27.5. Katla fór frá Reykja vík 25.5. til Gautaborgar. Árnað heiila Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband Guðný Halldórsdótt- ur frá Gunnarsstöðum í Þistil- firði og Snæbjörn Pétursson garðyrkjufræðingur (sonur Pét urs Jónssonar í Reykjahlíð í Mývatnssveit). Heimili þeirra verður að Reynihlíð í Mývatns- kveit. Mörk og Rínarljómi. Tillögugóður Reykvíkingur“ hefir sent blaðinu þessar lín- ur: „íslenzku knattspyrnu- mennirnir hafa orðiðg sér úti um mikið af mörkum í Þýzka- landi, svo sem frægt er orðið, en ekki hefir heyrzt, hvort gjaldeyrisyfirvöldin hér hafi gert ráðstafanir til þess að krækja í eitthvað af þeim, þeg ar vikingarnir koma heim með allan Rínarljómann. Það voru engin dusilmenni, sem sóttu fram í Dússeldorf. Og þeir eiga skilið að fá að halda sinum Rínarljóma sjálfir, er þeir koma af slóðum Sigurðar Fáfn isbana og fleiri kappa, er hafa aflað sér fjár og frægðar á undan þeim.“ Úr ýmsum áttum ímyndunarveikin. Vegna geysimikillar aðsóknar verða tvær sýningar á Imynd- unarveikinni á mánudaginn, önnur klukkan tvö, en hin klukk an átta. Aðgöngumiðasalan verð ur opnuð klukkan ellefu í dag. — Vegna þessa verður frum- sýningu á Rígólettó frestað til 3. júní, og hefst aðgöngumiða- sala á miðvikudaginn. I Tafl- og bridgeklúbburinn, | æfingar alla mánudaga, nán- ar um keppni síðar. j Frá íþróttasambandi íslands. j. Móts- og þátttökureglur Í.S.Í. eru komnar út. Nauðsynlegt er fyrir alla ,sem þátt taka í í- þróttum að kynna sér þessar reglur. Þær, ásamt leikreglum hinna ýmsu íþróttagreina, fást j nú hjá bókaútgáfu Menningar- sjóðs, sem sér um alla sölu á bókum 1.8.1. Skeyti, sem geigar. Vísir ræðst í gær á Tímann fyrir að segja frá því, að tveir togarar í Reykjavík hafi verið auglýstir í Lögbirtingarblaðinu til sölu á nauðungaruppboði og dylgjar óspart um það, að slíkt beri vitni um illvilja. Hverjum, sem eitthvað veit um blaða- mennsku, hlýtur þó að vera ljóst, að blað verður að segja fréttirnar, hvort sem þær eru góðar eða illar, og góður eða ill ur vilji ræður þar engu um. Það er ekki af illvilja, að sagt er frá slysum og óhöppum og afbrotum, og það blað, sem aldrei segði frá öðru en því, sem gleður og örvar, yrði utan garna í lífinu. Það hlýtur óneitanlega að teljast til tíðinda, ef atvinnu tæki sem togarar eru auglýst til sölu á nauðungaruppboði, og þótt búið væri að inna af hönd um tilskilda greiðslu, áður en auglýsingin birtir, þá eru mis- tökin stofnlánadeildinni að kenna, en ekki Tímanum, og þangað ber því Vísi að stefna skeytum sínum, ef þau eiga ekki að geiga. Heimilisskógar (Framhald af 1. síðu.) frumskilyrðið tll, að hægt sé að hefjast handa um skóg- rækt í sveit, þar sem búfé gengur laust. Jarðyrkja að byrja í Borgarfirði er jarðyrkja að byrja, þótt ekki sé klaki farinn allur úr jörð. Er til dæmis svo mikill klakj ennþá að þeir sem ætla að byggja í vor, hafa ekki getað lokið við að grafa fyrir byggingum vegna þelans. Er áformað að byggja heygeymslur á nokkr um bæjum í sumar og einnig peningshús sums staðar. Minna verður hins vegar um íbúðarhúsabyggingar, enda vel byggt á flestum býlum í Borgarfirði. fluylijAtö í Twamm * /I fornutn Veyi: Er þetta öryggi? Hvernig myndi þér getast að því, lesandi góður, ef einhver persóna hefði fengið þá flugu í höfuðið, að hún ætti hjá þér stórfé, sem þú hefðir með rangindum tekið frá henni, héldir fyrir henni einhverjum réttindum, kannske konungstign, tilkalli til ríkiserfða eða öðrum miklum erfðaréttindum, án þess að þú vitir til þess, að þú hefir nokkru sinni komið nálægt neinu því, er þessa manneskju varðar? Segjum ennfremur, að per- sóna þessi sé sífellt að ganga eftir þessum ímynduðu fjármunum eða réttindum með bréfum eða munnleg- um kröfum, svo að ekki verði annað kallað en ofsókn, hafi í hótunum við þíg, beri jafnvel vopn og hleypi kannske af skoti í vistarverum þínum. Þú myndir væntanlega vilja, að andleg heilsa slíks náunga væri rannsökuð. Máske taekist þér að koma því til leiðar, en vera mætti, að þig furðaði á því, ef hann yrði innan skamms tíma útskrifaður sem heilbrigður, einkum ef.sama sagan og áður héldi áfram að marg- endurtaka sig. ★ ★ ★ Nú kann einhverjum að þykja þetta undarlegur pist- ill og gert ráð fyrir ýmsu, sem þú veizt ekki dæmi um. Ekki hafa þó verið tekin önnur dæmi en raunverulega hafa gerzt sum mjög nýlega. En því er þetta fært í mál hér, að sú aðferð, sem virðist tíðkuð, þegar fólk með slíkar flugur í höfðinu á hlut að máli, getur haft í för með sér hættu fyrir líf og öryggi manna. Það er ekki ýkjalangt síðan að ógæfusamur, geðbilaður mað- ur varð að bana ungu barni og særði fleiri. Skeytingar- leysi í þessu efni getur hæglega leitt til þess, að fleiri viðlíka atburöir gerist. Á því er rétt að vekja athygli yfirvalda og einnig þeirra manna, er taka á sig þá ábyrgð að úrskurða hvort hætta getur stafað af þess- um eða hinum, sem svo ógæfusamur er að hafa komizt úr andlegu jafnvægi. J. H. Til sláturgerðar: Vambir, Blóð HERÐUBREIÐ Sími 2678 Vasahandbók bænda 1951 Örfá eintök óseld, fást hér á skrif- stofunni. — Verð kr. 40,00. Búnaðarfélag Islands y.v.v.v.v.v.'.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.’.v.v.v.'/ | Jörð til sölu | I; í Helgafellsveit, laus til ábúðar í næstu fardögum. Sil- í; ungsveiði og vikurtekja, nýlegt íbúðarhús. Uppl. kl. 5— 7 e. h. virka daga. ;• Málaflutningsskrifstofa I; Ma^niis Árnasson & Svavar Jóhannsson ;1 Hafnarstræti 6 — Sími 1431 og 7339 eftir kl 7 »J .V.V.V.V.V, .v.v.v.v.v, V.V.’.V.V.V.V.V.V-V-V. ,V.V.V. V.V.V.V.V...... Samkvæmt heimild í 3. gr. laga nr. 119, 28. desember 1950, um stjórn flug- mála, hefir ráðherra ákveðið að setja reglur um flug- ferðir innlendra flugfélaga. Frá 10. n. m. mega ekki félög eða einstaklingar halda uppi reglubundnum á- ætlunarflugferðum innan lands og utan, nema fengið hafi til þess sérstakt leyfi frá ráðuneytinu. Þeir, sem óska eftir sérleyfum fastra áætlunarflug- ferða á ákveðnum leiðum innanlands og utan, sendi umsóknir til ráðuneytisins fyrir 7. júní n. k. Samgöngumálaráðuneytið, 25. maí 1951. V/AVJ’/.VJV.V.V.V/V.V.W.’.V.V.V.V.V.V.’.V.V.’.V.V V^/.V.V/.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.W.V.V. I Hreðavatn I •; Duglegan kven- eða karmann vantar í næsta mán- ■; ;I uði til þess að veita forstöðu sumardvalarstað vorum •! í að Hreðavatni um 3—4 mánaða skeið. Það fólk, sem hef % ;■ i rhug á þessari stöðu, sendi upplýsingar — m. a. um ;■ I; störf og sérmenntun ásamt kaupkröfu — fyrir 1. júní ;■ ■; til Baldvins Þ. Kristjánssonar, Sambandshúsinu. Hann I; ■; gefur og allar nánari upplýsingar, kl. 11—12 og 16—17. ^ ■I Símar: 7080 og 6657. ■; ■: ;l Samband ísl. samvinnufélaga ;! “■ ■■ í; 26. maí 1951 v.v.w.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v '.V.V.V/.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V ;; Vatnsþétt og höggheld i; KARLMANNSÚR KVENÚR I; í gullplett og stáli I; Sendum gegn póstkröfu £ Úra- og skartgripaverzl. J; MAGNÚSAR ÁSMUNDS SONAR & CO., £ Ingólfsstræti 3. !’ W/rV.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V,V.V.W.V.V * V i • v m4. * v ». , «• .j m v v r. < 0. u K .v •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.