Tíminn - 27.05.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.05.1951, Blaðsíða 3
115. blað. TÍMIXX. sunnudaginn 27. maí 1951. 3. ísierLdingajpættir Minningarorð: Guðný Þorsteinsdóttir, Kjalvararstöðum og Þorsteinn Þor- steinsson, Brúsholti D » Þegar ég var ungur, varð ég þess oft var, að það fólk, sem hafði næg efni eða taldi sig með betri hluta þjóðfélags ins, leit smáum augum á hina, sem fátækir voru eða nánir afkomendur fátækra manna. Nú eru tímarnir breyttir, svo að nú er meira spurt um at- gervi en uppruna. Lífsbarátta sveitafólksins hefur jafnast, og afkomendur hinna fátæku hafa fengið svigrúm til að sýna hvað þeir gátu. Eins og mörgum Borgfirð- ingum er kunnugt, var býlið Gróf i Reykholtsdal mjög lít- ið fram undir síðustu áratugi, °g bjó þar á þeim árum fá- tækt fólk. Fyrir 1870 og lengi Þar á eftir bjuggu þar hjónin Guðríður Jónsdóttir og Þor- steinn Sigmundsson, og áttu þau mörg börn, og meðal Þeirra voru systkini þau, sem Þér eru nefnd. Það var eins hieð þessi hjón og armað sveitafólk, að þau urðu að vinna höröum höndum með- an orkan leyfði, en þrátt fyr- ir skortinn og harðréttið varð mannkostaeðlið hvorki hor- öautt né hungurmorða. Guðný Þorsteinsdóttir var fædd að Gróf 15. sept. 1870.' Hún fluttist 5 ára gömul að Hurðarbaki til Steinunnar Asmundsdóttur, sem þar bjó Þá ekkja eftir Þorstein Þið- tiksson, en hann var bróðir Sigmundar, afa Guðnýjar. Guðný ólst upp með Stetn- únni og svo Bjarna syni henn ar og Vilborgu konu hans. — Að Hurðarbaki var, eins og bæði fyrr og síðar, mikiö hiyndarheimili. Leið Guðnýju Þar vel og fékk hún þar góð- an undirbúning undir lífs- starfið hjá þessum ágætu hiyndarkonum. Þó þráði hún ^vallt móðurfaðminn og for- eldrahúsin — þrátt fyrir allt. hegar hún þroskaðist, varð hún afburða dugleg og mynd- arleg stúlka. Árið 1893 giftist hún eftir- lifandi manni sínum, Halldóri Þórðarsyni, og hófu þau bú- skap að Kjalvararstöðum vor iö 1894 og bjuggu þar óslitið til vorsins 1942, * er sonur þeirra tók við jörð og búi. - Þau hjónin eignuðust 10 börn og eru 8 af þeim á lífi: 3 synir og 5 dætur. Það lætur að líkum að Guð- ný hefir haft ærið starf að vinna með barnahópinn sinn. En þó varð sú raunin á, að hún gat hvenær sem var bætt við sig nýju verkefni og leyst það af hendi svo vel, sem bezt mátti verða. Öll vinna var eins og leikur í höndum henn- ar, léttleiki, lipurð og hagsjmi auðkenndu allt dagfar hennar og vinnubrögð. Hún var alltaf að vaxa fram á síðustu elli- ár. Hún var orðin gömul aö árum, er kvenfélagið i sveit- inni tók til starfa, en þar gekk hún að verki sem ung væri og lét hvergi á sig halla. Hún var ekki þannig skapi farin, að hún léti aðrar kon- ur þurfa að bæta við sig því hlutverki, sem hún átti að vinna. Börnum og gamalmennum, sem leituðu skjóls hjá henni eða urðu á vegi hennar, reynd ist hún eins og góð móðir. Skulu hér nefnd tvö dæmi: Einhverju sinni, skömmu fyrir slátt, var hreppsnefnd- in í dalnum í vandræðum með gamla konu, sem þurfti að ráðstafa. Þessi gamla kona átti engan að, var útslitin eft- ir erfiði lífsins og auk þess helsjúk. Bændur voru þá að safna að sér kaupafólki. og því víða ónóg húsakynni. En þegar komið var til Guðnýj- ar, sem þó átti fullan bæ af börnum, hafði hún nóg hús- rými og nóg úrræði. Hún tók að sér gömlu konuna og sinnti um hana af hinni mestu prýði þar til yfir lauk. Öðru sinni að haustnóttum kom til hennar vanfær kona, fátæk og húsnæðislaus og bað hana um húsaskjól þangað til hún yrði léttari. Það var auð- sótt mál. Svo tók Guðný barn ið hennar og annaðist um það til vorsins, svo móðirin gæti unnið eitthvað sér til bjargar. Svona reyndist hún ætið: Bezt þegar mest reyndi á. — Hún lézt 2. marz 1951. Með Guðnýju er til moldar gengin merkileg kona. Hún jvar vel gefin bæði andlega og líkamlega, og um hana var alltaf bjart og hlýtt. í návist hennar leið öllum vel. Þorsteinn Þorsteinsson fædd ist að Gróf 20. ágúst 1876. Hann ólst upp með foreldr- um sínum og dvaldist að Gróf til vorsins 1907. Hann fór ungur að stunda sjóróðra, ýmist á Akranesi eða Suður- nesjum og reri þá allar ver- tiðir ársins: vetrar-, vor- og haustvertíðir og gerðist brátt vel liðtækur sjómaður. Þess- um háttum hélt hann meðan hann dvaldi að Gróf. Vorið 1907 fluttist hann að Brúsholti og byrjaði þar bú- skap með eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Gísladóttur, sem reyndist honum hinn bezti lífsförunautur, og gift-1 ust þau 25. okt. það ár. Þau bjuggu þar óslitið til vorsins' 1948, að Sigurður Albertsson,l fóstursonur þeirra, tók við. jörð og búi. Þau Þorsteinn og Guðrún voru systkinabörn, og ekki varð þeim barna auðið, er á. legg kæmust, en þau ólu upp' þrjú börn: Gísla Sigmundsson frá þriggja árstoaldri, Jónínu Sigmundsdóttur frá 10 ára aldri og Sigurð Albertsson, er þau tóku ársgamlan. Reynd- ust þau fósturbörnum sínum sem góðir foreldrar og þau þeim sem góð börn. Brúsholt er mjög rýrt býli og Þorsteinn var leiguliði öll búskaparár sín. Eini kostur- inn var góður leigumáli. Hvers vegna breytti hann ekki um bústað?, mun einhver spyrja. Ekki treysti ég mér að svara því. Geta mætti þess til, að þarna voru æskustöðvar hús- freyjunnar. Þarna var hún borin og barnfædd og því bundin rammri taug. Getur líka verið, að þarna sé fleira unaðslegt en ókunnugir sjá við fyrstu sýn. — Engin tök voru á að vinna þarna meíri umbætur en Þorsteinn gerði, nema með hóflausum kostn- aði. Þorsteinn varð þar aldrei stórbóndi, en átti gott og gagn samt bú. Hann var farsæll bóndi og traustur og maður, sem ætíð mátti reiða sig á. Hann komst því ekki hjá því að vinna ýms trúnaðarstörí fyrir sveit sína. Hann var um langt skeið í sóknarnefnd Reykholtssóknar og lét mjög til sín taka málefni kirkjunn- ar. Hann var og ætíð fram- arlega í samvinnumálunum, og um áratugi fulltrúi á að- alfundum Kaupfélags Borg- firðinga. En mesta verkið í þágu sevitarinnar mun hann þó hafa unnið sem forða- (Framhald á 5. síöu) Fátækt vantrúarinnar Sannleikurinn er fyrir öllu.' Við verðum að sætta okkur við að himinn trúaripnar | brotni .. er hann er úr gleri. Hin himneska Jerúsalem, líf- ið eftir dauðann, bregst að sjálfsögðu, .. sé það tómar hillingar. En hitt er jafn víst. Eins og enginn hefir sjálfur ráðið þvi að hann fæddist inn í þennan heim, þýðir vantrúar mann-j inum ekki að berja höfðinu við steininn og neita öðru lífi, ef það geislar í kringum hann eins og vorið, þegar hann kemur inn úr dyrum I dauðans. ! Og ég tek nú undir orð postulans. Kristur er sannar- lega upprisinn. Þess vegna j munum við lifa þótt við deyj- um. Það er annars einkennilegt hvað ýmsir telja það skipta litlu máli, hvort Guð og ei-1 lífðin sé til eða ekki. Ýmsir brosa ósköp góðlátlega að ( trúmönnunum, eins og þeir. gangi með tiltölulega mein- lausar grillur, sem trúleys- inginn sé þó til allrar ham- ingju laus við. En það er helzt' til mikil skammsýni að áttaj sig ekki á því, að líf hins trú- aða er ólíkt auðugra, og lang- sýni hans ósambærilega meira en hins trúlausa. Svo auðug er trúin, að sú spurning getur jafnvel vakn- að, hvort draumur hennar væri ekki þess virði, að í honum væri lifað, þótt hann reyndist tál. Maður fengi heldur aldrei að vita það. Sá einn, sem lífir dauðann, fær ráðið gátu hans. Ég minntist síðast á grein eftir A. J. Cronin, lækninn og skáldsagnahöfundinn, og heitir hún „Hvers vegna ég trúi á Guð.“ Ég kem hér með lok hennar. ....„ Þegar ég var starf- andi læknir fylgdi ég manni til grafar, sem alla ævina hafði stært sig af guðleysi sínu. Ég gleymi þeirri reynslu minni aldrei. Við ókum í helli regni út í kirkjugarðinn. Það var ekki um neina kirkjulega JA,AW\%W.V.VA\W.WV.V.,.W.V.W.,..,.V.V,V.,.W.V.VAWi%WíW.,.,.V.,AW.V % 1 l KARLM AN NAFATAEFNI i 1 : í OJS GABARDIN i getum vér útvegað leyfishöfum með stuttum fyrirvara af birgðum í j Pcllahcti i Sýnishorn í skrifstofu vorri \ athöfn að ræða, engar bænir né neinn sálmasöngur. Blaut og eyðileg gapti gröf- in við manni. Dauðaþögn ríkti á meðan kistunni var sökkt. Enginn prestur var viðstaddur. Líkaminn var ekki með einu orði helgaður hvíldinni. Þögnin ríkti áfram, hræðilegt tóm, sem aðeins raufst við að blaut mölin buldi á kistulokinu. En á á- kveðnu augnabliki hóf lög- fræðingur í líkfylgdinni upp raust sína og las þetta af pappírslappa: „Ég er ekki til lengur. Ég er dauður og grafinn, horf- inn í vitundarleysið, sem ég kom úr. Ég þrái hvorki sam- úð né minningu. Ég óska þess eins að vera gleymdur." Athöfnin var úti. Enginn fær með orðum lýst óbeit þeirri og dauðans angist, sem greip mig, þegar ég sneri heimleiðis,. ,.Ef að þetta,“ hugsaði ég með mér, „leiðir af því að hata Guð.....þá fylgi ég hinum.“ Við eigum allir sama valið. Þeir, sem ekki eru með Guði, eru á móti honum. Um allar aldir hafa ótelj- andi menn náð sannri göfgi og sýnt skínandi fyrirdæmi sakir trúarinnar á Guð. Hann hefir fært veikum dug, ör- magna þrótt og örvænting- arfullum von. Hann er alls staðar um- hverfis oss, á hafinu og uppi í háloftunum. Hann er innra með okkur öllum, ef við að- eins leitum hans“ .... Mér finnst þessi frásögn Cronins umhugsunarverð. Því verður að vísu ekki neitað, að mörg óþarfa orð eru á stund- um sögð af okkur prestunum við líkbörurnar. En þögnin getur líka orðið of þung. Og mikill harmaléttir er það að geta staðið á grafar- barminum og horft upp í himininn og sagt. „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesum Krist.“ G. Á. '.V.V.V.V.V.V.V.VV.'.V.V.V.W.'.W.V.'.'AW.V.W.'.SX Laugaveg' 18 B. MARS TRADING COMPANY I S smi 7373. ^’.V.W.V.V.V.V.V.W.V.V.VW.V.V.W.W.V.V.W.W.W.V.V.W.V.V.V.' TILKYNNING frá Menntamálaráði íslands f byrjun júlímánaðar n. k. mun Menntamálaráð út- hluta nokkrum ókeypis förum með skipum Eimskipa- félags íslands til fólks, sem ætlar milli íslands og út- landa á fyrra helmingi þessa árs. — Eyðublöð fyrir um- sóknir um förin fást í skrifstofu ráðsins. Ekki verður hægt að veita ókeypis för því námsfólki, sem kemur heim í sumarleyfi. I V.V.W.Y.V.W.V.V.V.VAW.V.V.’AWAWAW.W.V: AW.VAV.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.W.V.V.V.V.V.V.VA Barnavinafélagið SUMARGJÖF «* TILKYNNIR Leikskólinn i Grænuborg tekur til starfa 2. júni n.k. Innritun barna í Grænuborg þriðjudag og miðvikudag kl. 1—5 báða dagana. — Sími 4860. Stjórnin. 5 ■ \VAW.VA,.V.VAV.V.WA,A,A^VA%VWA\,A%V.WJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.