Tíminn - 27.05.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.05.1951, Blaðsíða 4
G. TÍMINN, sunnudaginn 27. maí 1951. 115. blað. BÓNORÐ DÝRANNA Það er slæmur vani, sem' aienn hafa, þegar þeir nota orðið ,dýrslegt“ um frum- .itæðar hvatir og holdlegar girndir í grófu formi eða blátt áfram kynferðislegan <Hifnað. Þetta orð er stundum not- að eins og orðin saurugt eða ogeðslegt, en allir þeir, sem bekkja dýralifið raunveru-! iega, eru sammála um, að petta sé næsta fávíslegt. Þeir! vita, að ástir dýranna eru' annað og meira en siðlausj girnd, og getur oft komið xram í ýmis konar fínlegum ■ilbrigðum. Þegar dýrin elska, votta þau oft tilfinningar sín ar á furðulegan og hjartnæm an hátt, og bónorð sitt flytja pau oft með lotningu og inni egri blíðu. Jafnvel meðal dýra i hin- im óæðri flokkum, sem svo yru nefndir, þekkist fullkom- ó bónorð, með öllu því, sem bar til heyrir ,allt að gjöfum .íanda elskunni. Þannig eri Jpað með dansfiðriidin. Þeg- ar karldýrið er á biðilsbux- unum safnar það saman ýmsu góðmeti og gerir af því gling- urkúlu, til að færa þeirri.sem ajartað heillar, til að votta aenni hollustu sína, líkt og jegar ungur maður gefur ;>túlkunni sinni konfektöskj- nr. Og til eru dansfiðrildi, ;sem hafa miklu meira við bón orðsgjafir sínar og gefa kær ustu skrautgripi eins og gló- andi sandkorn, skrautlita .jöður eða fallegt, lítið blað :d blómi. Þessir bónorðssiðir gilda með ýmsu móti um allt dýra- víkið. Þegar krabbinn er astfanginn gefur hann döm- unni merki með sinni stóru og lituðu krumlu og dansar vyrir framan hana. Margar köngurlær sýna ást sína með vandasömum dansi og tásveifl am. Sporðdrekinn, það 111- ræmda kvikindi, heldur í hendi elskunnar, þannig að hann tekur litlu klærnar hennar í krumlu sína og geng ur sjálfur aftur á bak meðan þau eru að byrja skemmti- gönguna. Og enginn skildi nalda, að maðurinn sé einn um ástarsöngva, því að þeir þekkjast neðarlega í dýrarík- :mu. Fljótakrabbinn leikur astaróð sinn með því að núa fálmara sínum við trýnið og humarinn frændi hans, — sem annars hefir nú ekki sem bezt orð á sér —- á það líka til ytð biðla með hljómlist, þeg- ar ástin þrútnar innan við skelina. Hann slær taktinn <neð krumlunni, svo að smell- ur í. Eftir því, sem hærra dreg- ir í dýraríkinu verða bónorðs- siðirnir finlegri, svo sem vænta má. Fullkomnastir eru þeir hjá fuglunum. Þeir taka öllum fram í því, að birta ást ,sina á töfrandi og hjartnæm- an hátt. Suðurheimsskautslöndin uru eyðileg og ógróin, svo að bað er ekki létt fyrir ástfang- :.nn mörgæsarstegg að velja víðeigandi gjöf handa þeirri, ,sem hann elskar. Heims- skautakönnuðir hafa þó séð .slíka elskhuga leita í grýttri ijöru, og þegar þeir hafa loks ms fundið verulegan falleg- an, núinn stein, kjaga þeir :.neð hann til kærustunnar og Áeggja hann fyrir fætur henn ar. — Músarrindillinn kemur með xallega, litla kvisti, sem eru jgreinileg bending um það, að Vorlð er öðrum árstíðum fremur tími hinnar róman- tísku ástar. Hér birtist nú grein eftir Alan Devoe um bónorð og ástir dýranna, þýdd úr Det bedste. Þar segir, að við gætum margt lært af hinni „dýrslegu“ ást. hann sé fartð að langa til að stofna heimili. Stundum vik- ur hann ennþá berar að því, sem honum býr í brjósti. Þá byggir hann sjálfur hreiður, með öllum sínum karllega klunnaskap, en húsfreyjuefn- ið horfir á. Öðru hverju tek- ur hann sér hvíld frá smíð- inni og flýgur til feiminnar meyjarinnar, blakar vængj- unum innilega, setur hnakka á bak sér og kvakar í ljúfri leiðslu. Þegar silkihalinn er veru- lega ástfanginn, kemur hann með lítil, skrautleg ber, og stingur þeim gætilega upp í vinkonu sina. Hún gerir sér gott af fyrsta berinu og ef til viU einu eða tveimur til við- bótar, en þegar hún loksins hefir fullvissað sig um ást hans og alvöru, tekur hún við næsta beri án þess að éta það, og réttir það gætilega til baka upp i biðilinn. Þar með er sáttmálinn innsiglaður, þau eru trúlofuð og setjast hlið við hlið á sömu grein og láta berið lengi ganga á milli sín. Hvergi í dýraríkinu eru bó eins viðhafnarmikil bónorð og hjá atlaskfuglunum. Þar byggir karlfuglinn laufskála mikinn, sem vel getur verið nokkurra metra langur og all an þennan viðhafnarsal skreytir hann fagurlega með blómskrúði og berjum. Þeg- ar íbúðin er komin í stand flýgur byggingameistarinn til drottningar hjarta síns og biður hana að koma og skoða. En þetta er ekki nóg. Brúð- urin hefir blá augu, — og biðillinn færir henni blóm og ber og steina, — allt saman fagurblátt, eins og augun hennar fögru. Alkunnug er saga hringj- arans í frúarkirkjunni í París, sem vottaði stúlkunni ást sína með því að leika listir sínar fyrir augum hennar uppi í turninum. Líkt fara mörg dýr að, en þó kann ekk ert þeirra aðrar eins listir og kólibrífuglinn, þegar hann ætlar sér að hafa áhrif á þá, sem hann ann. Á skjálfandi vængjum sveifl ar hann sér í boga, eins og hengill í klukku fyrir fram- an raeyna, fram og aftur, upp og niður, með 75 vængjatök- um á sekúndu. Hrifning hans og ástartjáning verður stöð- i'gt ákafari og ákafari, bog- inn stækkar og fuglinn hækk- ar rig stöðugt þangað til hann flýgur skyndilega þráðbeint upp í loftið eins og tundur- skeyti og stanzar í 20—30 metra hæð. Stutta stund held ur hann sér kyrrum uppi i loftinu, en svo sveiflar hann sér til jarðar með miklum hraða og stöðvast allt í einu, eins og með yfirnáttúrlegum hætti beint framundan grein inni, sem unnustan situr á. Þarna heldur hann sér kyrr- um i lausu lofti eins og geisl- andi gimsteinn beint fyrir augum hennar, sem hann elskar, og horfir á þetta allt án þess að hreyfast. En ást dýranna kemur fram oftar en við bónorðið. Eins og mennirnir, þekkja dýrin líka hina djúpu, kyrru gleði af þvi einu, að vera saman. Bæði blíða, tryggð og hollusta til dauðans er til hjá dýrunum. Einhver fremsti náttúru- unnandi í Kanada er gamall véiðimaður, sem heitir Lange Joe. Einu sinni kom hann þar að, sem birna ein var föst í boga, sem hann átti. Hann varð undrandi, þegar hann sá, að bóndi hennar sat þar hjá henni. Stóri, loðni björn- inn hafði lagt hrammana ut- an um konuna sína og vagg- aði henni blíðlega í faðmi sínum og snökkti af örvænt- ingu. Grávöruveiðimönnum er venjulega ekki klökkva- gjarnt, en Lange Joe gleymir þessari sjón aldrei. Það var ekki hægt að bjarga birnunni, en hann hefir aldrei veitt lif- andi dýr frá þeim degi. Bæði úlfar og refir búa með sömu læðunni alla ævi. og hundar sýna oft mikla tryggð. Þar má til dæmis minnast sögunnar um tíkina, sem féll í klettagjótu i veiði- ferð einni. Hún var af spor- hundakyni og komin á efri ár. Maki hennar, sem líka var af léttasta skeiði, fann hana, en gat ekki hjálpað henni upp úr holunni. Hins vegar bjarg- aði hann henni frá hungur- dauða, með því að færa henni æti, þar til henni var bjarg- að eftir 10 daga. Hann át sjálfur ekki nema litið af því, sem honum var skammtað, en hljóp með hitt í kjaftin- um upp í fjall og lét það falla niður í gjótuna til frúar sinn- ar. Hvarvetna um hundaheim- inn má þannig finna dæmi um hreina og trygga ást. Jack og Nelly voru hjón af schæfer-hundakyni, sem áttu heima hjá húsbónda sínum í London í síðasta stríði. Hve- nær sem loftvarnamerki var gefið fór Nelly hvínandi í körfu sína og kúrði sig nið- ur lafhrædd. Hvar sem Jack var staddur, þaut hann heim þegar svo stóð á, og fleygði sér yfir maka sinn, hinu veika kyni til verndar og hugar- hægðar. Þannig lágu þessir tveir hundar lika, þegar björgunarsveitin gróf sig ao körfu þeirra eftir að húsið hafði orðið fyrir sprengju. Ekkert sá á Nelly, en Jack lá dauður ofan á henni. Með sínum stóra og loðna likama hafði hann hlíft henni fyr- ir loftþrýstingnum, þegar sprengjan sundraðist. Það er nærri því alltof freistandi að verða mjúkmáll og mærðarlegur, þegar rætt er um dýr og tilfinningar þeirra. En það er eins og hitt sé jafn auðvelt, að villast af leið á hinn veginn og gleyma því, að allt, sem lifir, er af einni ætt. Ef til vill finnst ykkur, að hveitibrauðsdagar séu alltof rómantískt orð í sambandi við fugla, en jafnvel raunsæustu fuglafræðingar finna ekki maklegri orð, þegar þeir hafa haft tækifæri til að fylgjast með háttum silfurhegrans. Á vorin koma þeir í flokkum til Louisiana í Bandaríkj unum frá Suður-Ameríku, þar sem þeir hafa haft vetrardvöl. (Framhald á 6. siðu.) Börnin í sveitinni vakna hress1 og glöð þessa morgnana. Þau eru fljót á fætur, því að það er margt, sem kallar eftir. Það get- ur svo margt hafa breytzt síðan í gær og það er ekki gott að sofa í letibóli, þegar allir eru búnir að sjá og vita, það sem merkilegt er að gerast. Þá er ólíkt skemmtilegra að geta orð-. ið fyrstur til að finna eitthvað nýtt, vita fyrstur allra eitthvað merkilegt, sem við hefir borið og Verða fyrstur til að segja frá tíðindum. Ærnar eru að bera. Sauðburð- urinn er glæsilegur og heillandi timi. Það er fróðlegt að sjá á morgnana, hvað lömbunum hef- ir fjölgað frá því um kvöldið, hverjar hafa borið og hvað eiga þær? Voru þær einlembdat og hvernig eru lömbin lit? Og gam an er að koma inn til mömmu eða ömmu og segja henni tíðind- in og fá kannske að skjótast heim með lítið lamb og sýna það, ef það er sérstaklega fall- egt. i»að eru margir ungir fjár- bændur, sem bíða þess með ó- þreyju, að ærin þeirra beri. Ef til vill eiga þeir sér í leynum hugans einhverjar óskir í sam- bandi við það. Tvílembd verður hún að vera og gaman væri að fá verulega fallegt lamb, kannske golsótta eða hosótta gimbur. Slíkir draumar og óskir eru stundum vandlega geymdir og engum sagðir. Svo verður lambið ef til vill bara einn hvít- ur hrútur, en ósköp verður hann þá fallegur, mjúkur og hlýr, skemmtilegur og sprækur og sennilega skemmtilegasta kindin í allri lambahjörðinni þrátt fyr- ir allt. Fuglarnir eru að gera sér hreið ur. Þrösturinn hefir verið kring um bæinn síðustu vikurnar. Hann sat í gærkvöld á trjánum í garðinum, því að alltaf kemur skógarþröstur þar, sem trjá- hrísla vex úr grasi, — að minnsta kosti ef ekki er til köttur. Ef til vill á þrösturinn líka hreiður úti í hjalli, hlöðu- syllu eða íjárhúsrjáfri. Þröstur- inn verður nefnilega hálfgert húsdýr, þar sem hann á enga óvini. Og sé hann búinn að liggja á langt á þriðju viku. er betra að verða ekki of seinn til að gá í hreiðrið hans til að vita hvort kominn sé ungi úr eggi. Og maríuerlan var með hross hár í nefinu í gærkvöldi. Eitt- hvað er hún að hugsa fyrir bú- skapnum. Hvar skyldi hún nú ætla að gera sér hreiður? Það væri gaman að geta eitthvað séð til hennar í dag. Garðyrkjan stendur yfir. Það er búið að sá í einstök beð, því sem fyrst á að koma til og það er verið að vinna í görðunúm al mennt. Gaman er að vlta, hvort •nokkuð hefir komið upp í nótt. Og það er líka betra að láta sig ekki vanta, þegar störfunum þar verður haldið áfram. Úti á túni er óðum að grænka og gróa. Sóleyjarnar við lækínn eru á leið að springa út, og það er svo fjarska margt, sem von er á, að það er ekki hægt að sofa, þegar þarf að fylgjast með því öllu. Breytingarnar verða stundum svo undarlega fljótt og óvænt, að það er erfitt að fylgj- ast með því öllu, en ekki má samt missa af því. Þess vegna er svefninn léttur og gott að vakna þessa morgnana. Eftir- vænting og gróska lífsins kallar á fætur. Veturinn hefir verið strangur og sveitalífið er stundum erfitt. En hvers virði er vorgleði sveita- barnanna? Vilja þeir ekki hugsa um það, sem enn þá eru svo lánsamir að búa við hana? Og það er margur fullorðinn, sem alltaf mætir dásemdum og undr um vorsins með opnum og hrifu um barnshuga og nýtur vorsins af djúpri gleði. Starkaður gamli. c«n»attmt»«»»:»:::t»mmmm:mm8K»»»«»»»«t:tn»»:»nK«nm«| Sunnlendingar, athugið! Auglýsingaumboðsmenn voru eru: Kirkjuhæjarklniistri - Vilhjálmur Valdemarsson, útibússtj. p Vfk í Mýrdal Óskar Jónsson, fulltrúi llvolsvelli Ólafur Ólafsson, c/o K.R. Siokkseyri Helgi Ólafsson, útibússtjóri. Eyrarbakka Helgi Viqfússon* útibússtjóri Selfossi Arinbjörn Sigurgeirsson, kaupmaður. fithugii! Ef þér þurfið að koma auglýsingu til birtingar í blaðinu, snúið yður til þess umboðsmanns, sem bú- settur er næst yður og mun hann annast frekari fyr- irgreiðslu auglýsinga yðar. £uhh/eh<f(h$ari / Hafið það hugfast, að Tíminn hefir meirj útbreiðslu en nokkurt blað annað á Suðurlandsundirlendinu. — Þess vegna tryggið þér yður beztan árangur af auglýs- ingum yðar í TÍMANUM. SnáÍÓ yður meb auglýsingar yðar til umbobsmanna vorra n:»»;»»»mm»mm«:»»::»»t»:t»»»»»mt:»»m:»»m:tt»»»»mg»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.