Tíminn - 27.05.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.05.1951, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, sunnudaginn 27. maí 1951. 115. blað. La Traviata Sýnd kl. 9. Sambi litli lappi Sýnd kl. 3, 5 og 7. TRIPOLI-BÍÓ Hættnlegur leikur Frönsk stórmynd, mjög vel leikin með Charles Boyer Michele Morcah Sýnd kl. 7 og 9. Dick Saml Hin bráðskemmtilega og ævintýraríka rússneska kvik mynd, byggð á skáldsögu Jules Verne, sem komið hef- ir út í ísl. þýðingu. Sýnd kl. 5. NÝJA BIO Elskulegi Agústin (Ach du lieber Augustin) Mjög skemmtileg músík- og gamanmynd frá Vínarborg. Aðalhlutverk: Paul Ilorbiger Maria Andergast Sýnd kl. 5, 7 og 9. Braskararair og bændurnir Hin spennandi kúrekamynd með kappanum Rod Cameron Aukamynd: Tvær nýjar teiknimyndir. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. BÆJARBÍÓ HAFNARFIROI Abbott og Costello i lífshættu (Meet the Killer) Ný sprenghlægileg amerísk gamanmynd með hinum af- ar vinsælu skopleikurum: Bud Abbott Lou Costello ásamt Boris Carloff. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. >♦'♦♦« JmuArungJoéÍuAjviA. Mu áejbuAJ 0uu/eUi$c(f% Rafmagnsofnar, nýkomnlr 1000 wött, & kr. 195,00. Bendum 1 póstkröfu. Gerum við straujáin og finnur helmilistaekl Raftækjaverzlunln LJÓS & HITI H.F. Laugaveg 79. — Sfml 5184. Ansturbæjarbíó Ilermaðurinn frá Kentucky Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Glófaxi Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. TJARNARBÍÓ Ausíurlensk æfintýri (Saigon) Afarspennandi ný amerísk mynd, er gerist í Austurlönd- um. Aðalhlutverk: Alan Ladd Veronica Lake Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ilrói Höttur Hin fræga ævintýramynd í eðlilegum litum. Sýnd kl. 3. GAMLA Hin heimsfræga ítalska verð launakvikmynd: Reiðhjóla- þjófurinn (The Bicycle Thief) Aðalhlutverk: Lamberto Maggiorami Enzo Stoiola (9 ára) Myndin er með dönskum skýringartexta. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ Tíðindalanst á vest urvígstöðvunum (All quat on the vestem Front). Amerísk stórmynd gerð eftir samnefndri sögu Erich Maria Remarque. . Aðalhlutverk: Lew Ayres Louis Wolheim Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Myndin er ekki fyrir taugaveiklað fólk. Hlástakkar Nils Poppe Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. Bergur Jódssod lálaflutnlngnkrlfitote Laugaveg 65. Blml 5833. Helma: Vitaatlg 14. VIÐSKIPTI h0s*Ibúdir LÓÐIR • JARÐIR SKIP* BIFREIDAR ; EINNIG: Verðbrcf Vátryggmgar g||g Auglýsingastarfsemi FASTF.IGNA SÖLU MIÐSTÖDIN Lækjargólu 10 B SÍMl 6530 Bónorð dýranna (Framhald af 4. síðu.) Þegar þeir nálgast ákvörðun- arstað, skiptist flokkurinn í pör og hvert par fer þangað, sem það ætlar sér að reisa bú. En það er ekki ennþá orð- ið tímabært að hlaða niður ómegð. Fyrst þurfa þau aö eiga sína hveitibrauðsdaga, og hamingja þeirra og ástarsæia er svo mikil, að næstum geng ur yfir mannlegan skilning. Víðfrægur vísindamaður, líf- eðlisfræðingurinn Julian Huxley, ætlaði ekki að trúa sinum eigin augum, — en hann varð að gera það. Dögum saman eru hegrarn- ir tveir óaðskiljanlegir. Klukkustundum saman sitja þau á sama tré án þess að hreyfa sig. Kvenfugiinn situr einni grein lægra, svo að hún geti hallað höfðinu að síðu bónda síns. En öðru hvérju lyfta báðir fuglarnir vængj - unum og teygja úr hálsunumi og vefja þeim hvorum um annan og heyrast þá frá þeim ástarhljóð. Hegrinn er svo hálslangur, að hann getur vafið hálsinum utan um háls unnustunnar og þannig sitja fuglarnir langtimum saman í faðmlögum. Síðan taka fuglarnir hver um sig fjaðrir hins í gogginn og strjúka þær blitt og gæti- lega og „kyssa“ þær endilang ar. Þegar þessum atlotum lýk ur sitja þeir lengi í rólegri, hljóðlátri hamingju. Hlið við hlið sitja elskendurnir, og konan hallar höfðinu að brjósti manns síns. Svona get ur heil vika liðið. Oft sést það hjá mönnun- um,að annað ræður meiru en fagurt útlit — og á það ekki sízt við um ástina með öllum hennar afbrigðum. Það er eins með ástina í dýrarikinu. Fyrir nokkrum árum var ung simpansapynja í dýragarð inum í London. Hún hét Bó- bó. Það var fögur skepna og stjórnendur dýragarösins lögðu sig fram til að íinna henni verðugan maka. Fyrst var hún látin kynnast öllum þeim simpansöpum, sein þar áttu heima, einum af öðrum, en hún leit ekki við þeim. Þá voru fengnir simpansar frá öðrum dýragörðum víðsvegar um England og frá útlöndum. En allt kom fyrir ekki. Bóbó hafði alltaf sama íshjartað. Loksins var dýragarðurinn í Bristol látinn senda simpans- inn sinn. Það var aldraður ýstrubelgur, sem Kókó hét, snjáður á lagðinn og illa hærður á höfði, því að þar hafði hann hlægilega hár- leppa. En samt sem áður varð þarna ást við fyrstu sýn. Strax og Kókó var kominn inn í búrið til Bóbó, leiftraði blik I augum hennar og ekki liðu margar mínútur þar til þau féllust í faðma. Árið eftir bar Bóbó frumburð sinn í fangi, indælt smábarn og þar að auki fyrsta simpansinn, sem fæddist í dýragarðinum í London. ív.vav.v.v.v.v.v.vv.v.v.v.v/.v.v/.w.w.v.vav; Bernhard Nordh: ^ona VEIÐIMANNS »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ í iti , W . ÞJÓDLEIKHUSID Sunnudaginn kl. 14.00. Imyndunarvcikiii Uppselt. Sunnudag kl. 20.00 tmyndunarvcikin UppselL Síðasta sinn. Aðgöngumiðar seldlr frá kl. 13,15 tll 20,00 daglnn fyrir sýn- ingardag og sýnlngardag. Simi 80000. v.w.w.v.w.w.w, 23 DAGUR .■.v.w.v.v.v.v.v, unaðslegt væri ekki lífið, ef þau Erlendur ættu álíka býli og Akkafjall — gott hús, kýr, hey á þurrkvelli, kartöflur í jörð- inni og korn á akri! Moldin var traustari en veiðilendurnar. Það var nauðsynlegt að sannfæra Erlend um, að þau yrðu að nytja jörðina, ef þau áttu að lifa. Hér í Akkafjalli sýndi allt og sannaði, að jörðin endurgreiddi með vöxtum þann svita og strit, sem henni var fórnað. Fara heim á morgun? Nei! Henni datt í hug, að Erlendur myndi kannske reyna að neyða hana til þess, og þá dró hún andann dýpra en áður. Væri hann svo heimskur, skyldi hann fá að fara einn. Hún ætlaði ekki að fara ílátalaus frá Akkafjalli. Ingibjörg bylti sér, og hún gat ekki fest blund. Hún sá í anda allt, sem fyrir hana hafði borið um daginn, og það vakti óró í blóðinu. Það stoðaði ekki, þótt hún færði sig nær Erlendi. Allt í einu reis hún upp. Var einhver á ferli úti fyrir? Hún hlustaði, en heyrði ekkert nema sogandi andar- drátt Erlends. Þá lagði hún sig út af aftur og lokaði augun- um og ætlaði að sofna, en opnaði þau jafnskjótt á ný og starði upp i gildar sperrurnar í þakinu. Blóðið dunaði í æð um hennar. VII. Dagarnir liðu, og Árni og Ólafur sveifluðu orfum sínum á enginu. Nýtt hey var látið á hesjurnar í stað þess, sem flutt var heim í hlöðurnar þrjár. Það var búið að heyja nóg til næsta vetrar, en Jónas Pétursson hafði lifað þau sumur, þegar tíðin var svo grábölvuð, að engin tugga náðist ó- skemmd. Tómar hlöður boðuðu eymd og þrot, og þá var hætt bæði mönnum og skepnum. Það varð að nota góðu árin til þess að fleyta öllu yfir vondu árin. Væri hægt að heyja til tveggja ára á einu sumri, þurfti ekki að óttast hungur og horfelli. Á hverju kvöldi sór Erlendur og sárt við lagði, að nú skyldi lokið þrældómnum hjá þessum bændum, en það fór jafnan svo, að hann var ekki eins sannfærður um það að morgni, að skynsamlegt væri að hætta og fara heim. Þá kaus hann heldur að þráast við og sýna þessum bændalyddum, að hann stæðist þeim snúning. Eitt kvöldið var hann mjög stúrinn við Ingibjörgu. Var það nauðsynlegt að tala svona mikið við þennan Árna? Ingibjörg hnussaði. Hvað var nú þetta? Mátti hún ekki tala við fólk? — O-jú. En ég kæri mig ekki um neitt kjams. Ingibjörg svaraði reiðilega. Hann ætti að skammst sín. Var Ella kannske ekki alltaf með henni? Og svo var Ólafur líka! En það voru til karlmenn, sem ekki hugsuðu um ann- að en viðra sig upp við kvenfólk. Það sauð niðri í Erlendi gremjan, en hann reyndi að sitja á sér. Þetta var varla sú sama Ingibjörg, sem hafði yfirgefið heimili föður síns til þess að fara með honum upp í óbyggðirnar. En hann gat ekki sýnt henni í tvo heimana, því að presturinn hafði ekki blessað yfir þau, og hún var ekki einu sinni orðin vanfær heldur. — Hvenær eigum við að fara til prestsins? spurði hann, og nú var röddin mun blíðari en áður. Ingibjörg sagði, að það yrði messað í Lappakapellunni í septembermánuði. Fyrr gæti ekki orðið af því. Erlendur reyndi að gæla við hana, en tókst þó ekki að ná fullum sáttum að sinni. Hann hafði komið við allt of auman blett. Ella var í sjöunda himni þessa heitu sumardaga. Á hverj- um eyrun þjóta, þótt það kynni stundum að geta bjargað umráða. Jónas Pétursson var þeirrar skoðunar, að það væri hægt að nota tímann verr en til þess að læra að synda. Hann bauð Erlendi sömu kosti, en honum fannst kalt vatn- ið ekki fýsilegra en fyrsta daginn. Hann lét það sem vind um eyrun þjóta, þótt hann kynni stundum að geta bjargað mönnum frá drukknun, ef þeir kynnu ekki að synda. Hans veiðilönd voru á þúrru landi en ekki í vatninu. Og vildi hann veiða silung, þá gerði hann það ekki með því að busla og baða út öngunum. Og veikir gátu menn orðið af ofkæl- ingu — það vissi hann dæmi um. Ingibjörg reyndi ekki að telja honum hughvarf. En sjálf sótti hún sundnámið af því kappi, að fyrr en varði fann hún ekki lengur til kuldans í vatninu. Hún hlýddi vandlega leið- beiningum Ellu, lærði rétt sundtök og æfði sig af mikilli elju. Sá dagur kom fljótt, að hún fann, að hún flaut í vatn- inu, og í það skiptið varð Ella að margminna hana á, að nú yrði hún að fara að koma upp úr. Árni var aldrei langt frá, er stúlkurnar voru að baða sig I vatninu. Hann lagði að vísu ekki frá sér orfið, en heyrn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.