Tíminn - 07.06.1951, Page 1

Tíminn - 07.06.1951, Page 1
 Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 35. árgangur. Reykjavík, fimmtudaginn 7. júní 1951. 124. blað. Saltvinnsla við hverina á Reykja- nesi gæti orðið samkeppnisfær Jsfnframt fen^ist undirstaða innleuds efnaiðnaðar. — Rannsóknir Raldurs Lrndal Baldur Líndal efnaverkfræðingur hefir síðustu missori unnið að rannsóknum á hagnýtingu hverahitans til iðnaðar, eg telur hann, að bæði megi nota jarðhitann við salívinnslu og í öðru lagi nota hann sem undirstöðu efnaiðnaðar. Flóttabörn í Kóreu skipta hundruðum þúsunda, og fjöldi þeirra er særður, sjúkur og langhrjáður af skortj og illri að- búð á allan hátt. S. Þ. hafa þó gert mikið til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu næmra sjúkdóma, og hafa tólf milljónir manna verið bólusettar gegn bólusótt, níu miljónir gegn taugaveiki og þrjár miljónir gegn kóleru. íslendingar reyna síld- veiðar við Jan Mayen 'Vélbáturinn Faxaborg fvljjir norska flot- anum í sumar norður yfir „kalda álinn“ Það er nú afráðið að íslendingar reyni í sumar síldveiðar á norðlægum slóðum, þar sem norski flotinn býst til veiða í sumar. Hefir síldarrannsóknarnefnd tekið á leigu vél- bátinn Faxaborg til að vera við síldveiðar norður í hafi og mun ætlunin að fylgja norska veiðiflotanum. Fundu „köldu kvíslina“ í fyrra. Norskir fiskivísindamenn, sem voru hér á rannsóknar- skipi í fylgd með norska sild veiðiflotanum í fyrrasumar, ( komust að þeirri niðurstöðu 1 lok vertíðarinnar, að síld-1 arleysið við Norðurland stafi aðallega af því, að köld kvísl sé fyrir norðan land og | fari síldin ekki suður fyrir, þessa kvísl á sínar venjulegu slóðir. Þess vegna búast norsku síldveiðiskipin til veiða í sum ar fyrir norðan þessa köldu kvísl og ætla sér að stunda veiðarnar allt norður undir Jan Mayen. íslenzkt veiðiskip á nýju síldarmiðin. Skip það, sem síldarrann- sóknarnefnd ætiar nú að senda á þessar veiðistöðvar er vélbáturinn Faxaborg, rösk- lega 100 lesta Svíþjóðarbátur. Er ætlunin, að báturinn veiði síldina i reknet og verði aflinn saltaður. Hafi skipið meðferðis um fimm hundruð síldartunnur undir aflann. í ferðinnj verður fiskifræð ingur, og mun þessi för gerð til að afla íslenzkum aðilum nokkra þekkingar á veiðum og síldargöngum á þessum nýju síldveiðislóðum. Getur vel svo farið, að í framtíðinni verðj þarna um þýðingarmikl ar veiðistöðvar að ræða fyrir íslenzka síldveiðiflotann. Fundur Framsóknai p félaganna í Arnes- sýslu Eins og frá hefir verið ksýrt í Tímainum, halda Framsóknarfélögin í Ár- nessýslu almennan fund í Selfossbíói á .sunnudags- kvöldið kemur, .og hefst hann klukkan 8,30. Meðal ræðumanna á fundinum verða Hermann Jónasson landbúnaðarráð- herra og Jörundur Brynj- ólfsson alþingismaður. Á fundinum mun meðal annars verða rætt um sam göngumál héraðsins, og væri æskilegt, að héraðs- búar notuðu tækifærið til þess að koma - á framfæri skoðunum sínum og áhuga málum. Saltvinnsia á Reykja- nesskaga. — Hér á landj þekkist ekki önnur saltlind en sjórinn, seg ir Baldur, og í hverunum er oft saltmengað magn, eink- um næst sjónum, en því að- eins er hægt að vinna salt úr sjó, að hitaorka til uppguf- unar sé nægilega ódýr. Jarð gufu má virkja með ekki meiri tilkostnaði en svo, að orkan verði tiltölulega ódýr. Hveravatn saltara en sjór. Á Reykjanesskaga má ekki aðeins fá næga gufu, heldur einnig sjóðandi sjó úr salt- hver, sem er saltart en venju legur sjór. Er þetta hvera- svæði í hrauninu, skammt frá Reykjanesvita. Skammt ofan við veginn er sjóðandi pyttur með söltu vatni, og hef ir efnagreining sýnt, að salt er þar 40% meira en i sjó. Mundi vinnsla þar spara mikla uppgufun. Víðar spýt- ist þarna upp sjóðandi salt- vatn og mikla gufu leggur upp úr hrauninu á stóru svæði. Auk þess myndi það gera saltvinnslu þarna auðveld- ari en ella, að minna er af súlfati, kalsíum og magnesi- um en í sjó, en slík efni tor- velda saltvinnslu. — Þetta jarðhitasvæðj er um 1200 metra frá sjó. 20 þúsund smálesta verksmiðja. Baldur hefir gert áætlun um vinnslu salts á þessu svæði, ef boranir leiddu í ljós, að nægilegt af saltvatni og gufu fengist. Gerir hann í á- ætluninni ráð fyrir, að fram leiddár yrðu tuttugu þúsund smálestir af fisk- og kjötsalti og salti til efnaiðnaðar. Nauð synlegur stofnkostnaður slíkr ar saltverksmiðju yrði um 11 miljónir króna, ef miðað er salt í kjöt og fisk og reiknað með verðlagi í lok ársins 1949, en meiri, ef um salt til efnaiðnaðar væri að ræða. Er þá gert ráð fyrir virkjun- um öllum, vélum, verksmiðju byggingum, íbúðarhúsum Fyrsti reknetabát- urinn fékk 100 tunnur Reknetaveiðar eru um það bil að hefjast frá Akranesj og hugur í sjómönnum og út- gerðarmönnum að stunda þær veiðar nú. Einn Akranesbátanna, Far- sæll, er búinn að fara í veiði ferð, með reknet út i flóann til reynslu. Fékk hann 100 tunnur síldar á þremur nótt- um. Sildin var mögur og lát- in til bræðslu i verksmiðjuna á Akranesi. 8 hvalir á einni viku Hvalveiðarnar eru nú bún- ar að standa í um það bil eina viku. Fóru hvalbátarnir fjórir út sitt í hverja áttina, út af Snæfellsnesi og Reykja nesi og fengu allir veiði svo til strax. Ekki verður því ann að sagt en vel líti út með hvalveiðarnar, ef dæma má eftir byrjuninni. Sumir hvalabátanna eru búnir að koma inn með hvali oftar en einu sinni, og er búið að taka á móti átta hvölum í hvalstöðinni í Hvalfirði. Dregur úr lúðu- aflanum Svo virðist sem heldur sé farið að draga úr lúðuaflan- um á miðunum út af Snæ- fellsnesi, en þar hefir verið ágæt lúðuveiði, það sem af er vertíðinni við þær veiðar. Stunda þar veiðar um 20 bát ar frá mörgum verstöðvum, aðallega þó úr Faxaflóa. Guðmundur Þorlákur kom til Akraness fyrir þremur dög um eftir viku útivist á mið- unum, og setti þar á land 330 lúður, samtals um 40 smá- lestir. Prestskosning í Ögurþingum Prestskosning hefir farið fram í Ögurþingum við ísa- fjarðardjúp. Umsækjandi var aðeins einn, séra Magnús Guðmundsson, settur prestur i Ögri. Náði hann löglegri kosningu, hlaut 143 atkvæði, en sex urðu ógild. 233 voru á kjörskrá. Furðugóð afkoma á Héraði Það má segja, að fénaðar- höld hafi orðið furðugóð á Flj ótsdalshéraði, þótt illa horfði. Sauðburður er nú langt kominn og hefir geng- ið ágætlega. Allgóður sauðgróður er kom inn, og farið að láta út kýr. Þurrt hefir þó verið hér í vor og kalt lengi fram eftir, en er nú orðið sæmilega hlýtt. Minnismerki um látna Breta í Fossvogsgarði Verðnr vígt með viðhöfn í dag í dag á afmælisdegi Bretakonungs verður afhjúpað í Foss- vogskirkjugarðinum minnismerki um Breta þá, sem jarðsett ir voru þar á styrjaldarárunum. En fjöldi brezkra hermanna hlaut á þeim árum leg í íslenzkri mold, fjarri fósturjörð sinni. Brezkt herskip er komið _____________hingað til iands, og munu sjó starfsmanna og vegi til | liðar af þvi standa heiðurs- Grindavíkur. Með þessum hætti fengist smálest af venjulegu saltj fyrir 122 krón ur, salt til efnaiðnaðar á 127 krónur og borðsalt, ef það væri framleitt, á 168 krónur smálestin. — Flutningskostn aður á saltinu til Reykjavík- ur er áætlaður innan við þrjá tíu krónur á smálest, ef góð (Framhald á 2. síðu.) vörð við legstað hinna brezku manna, er athöfnin fer fram klukkan ellefu fyrir hádegi í dag. Herskip þetta hefir verið sent hingað til lands vegna þessarar athafnar, sem fram fer yfir moldum hinna látnu Breta, er dóu hér á norður- slóðum, er Bretland var í hættu statt. 74 ára bóndi í sund- keppninni Sjötíu og fjögra ára gamall bóndi I Mývatnssveit, Bene- dikt Guðnason á Grænavatni, tók í fyrradag þátt í sam- norrænu sundkeppninni. Sund sltt þreytti hann í sund lauginni á Laugum. — Geri aðrir betur!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.