Alþýðublaðið - 11.07.1927, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 11.07.1927, Qupperneq 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Reynið ,Hflk-Man‘ dósamjólk. Hún er ódýr, en sérstaklega góð. Auglýsing um skoðuin á bifreiðum og í bifhjólum i Iögsagnarumdæmi Reykja- vikur. Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með bifreiða- og bif- hjólaeigendum, að skoðum fer fram sem hér segir: Þriðjudaginn 12. júli á bifreiðum og bifhjólum RE. 1—50 Miðvikudagrnn 13. — - — — — — 51 —100 Fimtudaginn 14. — - — — — — 101—150 Föstudaginn 15. — - — — — — 151—200 Laugardaginn 16. — - — — — — 201—250 Mánudaginn 18. — - — — — — 251—300 Þriðjudaginn 19. — - — — — — 301—350 Miðvikudaginn 20. — - — — — — 351—400 Fimtudaginn 21. — — — — — 401—450 Föstudaginn 22. — - — — — — 451 —472 Ber bifreiða- og bifhjóla-eigendum að koma með bifreiðar sinar og bifhjól að tollbúðinni á fiafnarbakkanum (simi 88) og verður skoðunin framkvæmd þar daglega frá kl. 10—12 fyrir hádegi og frá kl. 1—6 eftir hádegi. Vanræki einhver að koma bifreið sinni eða bifhjóli til skoðunar, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum. Bifreiðaskattur, sem féll í gjalddaga 1. júlí 1927, verður inn- heimtur um leið og skoðunin fer fram. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli, til eftir- breytni. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 8. júlí 1927. Jón Hermánnsson. zog, uppreistarforinginn frá 1914, tók við af honum. Og þessi síð- arnefndi er ekki Bretum eins auð- sveipur og fyrirrennari hans. Annars hafa stjórnarvöldin í Suður-Afríku margvíslegar á- hyggjur og örðugleika við að striða. Mikill hluti af íbúum rík- ‘isins eru svertingjar, og sambúð- in milli þeirra og hvítu mann- anna veldur stöðugt vandræðum. Þar á ofan anka svertingjamir svo mjög kyn sitt, að hinir óttast, að þeir verði þá og þegar ofurliði bornir. Sagt er, að Hertzog hafi nú á prjónunum hin hörðustu þrælalög gagnvart svertingjum. Þau hafa þó enn ekki náð sam- þykki, enda ekki^ líklegt, að þau yrðu til þess að firra vandræðum. Æt!a mætti, að undir þessum kringumstæðum hlytu hinir tveir hvitu þjóðflokkar að sameinast gegn hættunni, og að þeir hrós- uðu happi yfir því að hafa heims- veldið brezka að baki sér. En samkomulagið milli hvítu mann- anna er alt annað en gott. Með Búum og Bretum er víða bitur fjandskapur, og sá flokkur, sem nú heldur í stjórntaumana, vill sem allra minst hafa saman við Breta að sælda. Mun markmið þeirra vera að losna algerlega undan yfirráðunj þéirra. Þetta vita menn fullvel í Lund- únum og reyna að aka seglum eftir vindi. Það ræður því að lík- um, að alt annar svipur er á því andliti, sem veít að Suður-Afriku- búum, heldur en hinu, sem yglir sig íraman í verkamenn heima á Bretlandi. Eigi að siður hefir brezka stjórnin vakandi auga á rás viðburðanna þar syðra. ' Eins og áður er sagt, er vand- ræðamál mikið á uppsiglingu í Suður-Afriku. Nú er það fáninn, sem deilunni veldur. Hertzog og flokkur hans vill gera Union Jack (brezka fánann) landrækan, en taka upp nýjan og sérstakan fáona fyrir Suður-Afríku. Þetta vilja Bretar ekki ganga inn á. Sumum kann að sýnast, að einu gildi hvor dulan er dreg- in á stöng. En á það verður að líta, að fáninn er tákn ánnars meira. Það skilja Bretar líka of- urvel. Verði brezki fáninn flæmd- ur úr kandi í Suöur-Afriku, fara yfirráð Breta þar fljótlega sömu ksiðiuB. 6.-6,—'»7. ; —m—. Stakkasundið fór fram í gær eins og til stóó. Veður var ekki vel hagstætt, tölu- verð rigning, og var því mótið ekki eins ánægjulegt og annars hefði getað orðið. Orslit urðu þessi: Stakkasundið fór þannig, að fyrstur varð Pétur Á. Árnason sjómaður, Þórsgötu 21, á 2 m. 40,3 sek., næstur gamli bikarhafinn, Jóhann Þorláksson, á 2 m. 44,8 sek., þriðji Sig. Matthíasson á 2 m. 53,2 sek., og eru þessir allir undir metinu, sem sett var í fyrra. 100 ist. baksund fyrir konur synti Regína Magnúsdóttir á 2 m. 12,3 sek. og er það met í bak- sundi hér á landi. Önnur var Ruth Hanson, 2 mín. 12,3 sek., þriðja Anna Gunnarsd. 2 m. 51,2 sek. 50 st. sund fyrir telpur yngri en 18 ára: Fyrst Kornelia Krist- insd. 53,6 sek., önnur Hulda Jó- 'hannesd. 55,2 sek., þriðja Fanney Jónsd. 57,2 sek. Frú Hanson synti 100 st. bringusund og var 2 mín. 49,8 sek. Frúin er 43 ára gömul og má þetta því heita frækilega gert. Ruth Hanson var 3 mín. 4,8 sek. að bjarga systur sinni, Rig- mor. Synti hún með hana 100 stikur. Er það íslenzkt met í þessari xaun. 400 st. frjáls aðferð fyrir karl- menn: Fyrstur varð Jón Ingi Guð- mundsson á 7 mín. 20,6 sek. Er það met. Annax varð Þórður Guð- mundsson 8 m. 56,6 sek., þriðjí Pétur Á. Árnason 9 min. 36,5 sek. Sundið fór vel fram og skipu- lega. Virtust menn skemta sér á- gætlega. Sundsýning Ruthar Han- sons þötti mjög skemtileg. Stakka- sundið dió þó mest að sér at- hygli manna og virtist áhugi manna vera mestur að sjá, hver sigraði þar. Að sundinu 'loknu af- henti forseti í. S. 1. verðlaunin. Þákkaði hann Sjómannafélagi Reykjavíkur fyrir hinn fagra stakkasundsbikar og gat þess, að æskilegt væri, að fleiri sjómanna- félög úti um land vildu fara að dæmi þess og vekja þannig á- huga sjómanna sem víðast fyrir sundi. Sagði hann að síðustu, að sundskálann vantaði mjög tilfinii- anlega bandhægan bát, en lé væri ekkert fyrir hendi- Óskaði hann að einhver vildi hlaupa þar undir bagga, því skálinn væri alls g<5ðs maklegur og þyrfö að vera sem allra bezt úr garði gerður. Erlend símskeyti. Khöfn, FB., S. júlí. Frá frelsisstriði Kina. Frá Lundúnum er símað: Suður- hierinn kínverski nálgast bæina Tsingtau og Tsinanfu. Japanar senda hierlið til þess að vemda járnbrautina milli bæjanna. Ot- lendingar flytja frá Peking, því áð þeir óttast, að svo kunni að fara ‘fyrr en vaxir, að hún falli í heíndur sunnanhiersins. Er norska stjórnin orðin vit- laus? Frá Osló er símað: Fyrirspurn hefir verið gerð í Stórþinginu við- vikjandi norsk-íslenzku samninga- tilraununum. Lykke býst við þrí, að meðferð íslendinga á norskum fiskimönnum breytist. Mowinckel sagði, að Noregur þoli ekki til lengdar mótþróa Islendinga gegn kröfum Noregs, 'þar sem Norð- menn hafi slakað mikið jtil. Járnbrautarslys. Frá Berlín er símað: Jámbraut- arslys varð nálægt Harzen. Níu mennn fórust. Khöfn, FB., 8. júlí. Jafnaðarmenn heimta bætta kjördæmaskiþun. Frá París er símað: Mikið er rætt í þinginu um breytingar á kosningaiögunum. Jafnaðarmenn og róttækir leggja tíl, að fram- vegi® verði éingöngu höfð ein- menningákjördæmi í stað núver- andi listakosninga. Áköf mót- spyrna hægrimanna. Feiknaæsing- ar á þingfundum út af þessu máJi. Flotaminkuninn var auðvitað i nösunum. Frá Genf er símað: Menn búast við því, að árangur af flotamála- ráðstefnunni verði litill eða eng- inn, vegna ágreinings um beiti- skipin. Hafa Þjóðverjar of mikil vig- búning ? Frá Brússel er simað: Hermála- ráðherrann í Belgíu hefir haldið því fram í ræðu, er hann hélt í þinginu, að Þjóðverjar hafi fleiri menn(?) (eða vopn?) til hemað- ar en heimilt er samkvæmt Ver- salafriðarsamningnum. Khöfn, FB., 10. júlí. Ætlar Poincaré að liggja á kosningalögunum ? Frá París er símað: Menn búast við þvú að breytingarnar á kosn- ingalögunum mtmi valda ósam- lyndi innan stjómarflokksins og veikja stjórn Poincarés, jafnveí þótt stjórnin látí breytinguna hlut- lausa. Manntjön og usli af vatnavöxt- um. Frá Berlín er símað: Fádæma vatnavextir eru í Sachsen, eink- um í nánd við Sexelfi í dölun- um kring um Pima. Er vatnsflöð mikið í bæjunum, fjöldi húsa Shrunin, og e:ra mörg þorp og járnbrautir gereyðilögð. Skaðinn

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.