Tíminn - 07.06.1951, Page 4

Tíminn - 07.06.1951, Page 4
«. TÍMINN, fimmtudaginn 7. júní 1951. 124. blað. ÞJÓÐLEIKHÚSIЕ RIGOLETTÓ eftir GUISEPPI VERDI Það var hrifningarstund í Þjóðleikhúsinu á sunnudags- kvöldið, þegar óperan Rigó- lettó var frumsýnd þar, — og dagurinn var sigurdagur fyrir Þjóðleikhúsið. Aldrei hefir nokkurri frúmsýningu verið tekið þar með jafn miklum fögnuði, enda mun ýmsum hafa fundizt, að þar væri um sérstakan sigur að ræða. Og þegar formaður leik húsráðs skýrði frá því, að lokn um leik, að Þjóðleikhúsið myndi reyna að sýna jafnan einn söngleik á ári hverju, var þeirri tilkynningu tekið með dynjandi lófataki. Menn vissu það fyrir, að Stefán Guðmundsson hefir farið 70 sinnum með hlut- verk hertogans af Mantova og er viðurkenndur listamað- ur. Menn vissu líka að Elsa Múhl hafði farið með hlut- \ verk Gildu áður, og bæði hafa þau Stefán flutt þessi hlutverk fyrr í vetur. í sjálfu sér datt engum í hug að ef- ast um hæfileika þeirra. En menn munu hafa beðið með nokkurri óþreyju, og þeir, sem létu sér annast um þessa viðleitni, voru sannarlega milli vonar og ótta. Það er skáldskapur í söng- leiknum um Rigólettó, — og sá skáldskapur er mjög tíma- bær nú. í túlkun þess skáld- skapar reynir mest á Rigó- lettó, þvi að það er hann, sem dregur dár að tilfinning- Stefán Islandi í gervi hertogans af Mantova dregið hana á Elsa Miihl í hlutverki Gildu og Guðmundur Jónsson sem Rígólettó ■ ar og hefir tálar. ! Þessi atburðarás er ef ti: vill nokkuð reyfarakennd, — en við lifum á reyfarakennd- um tímum, — ef svo má segja Og Guðmundur Jónsson túlh ar hlutverk Rigólettós me? svo heitri og sannri tilfinn- ingu, að það verður ógleym- anleg túlkun þeirra sanninda sem Steingrímur orðaði svo: Hefndin er heimskunnar fró hún grípur ætíð í tómt. Og á þessum tímum hern- aðaræðis, hefnda og leigu- morða, er sannarlega tíma- bært að flytja mönnum á á- hrifamikinn hátt ógleyman- lega túlkun og tjáningu þess hve gæfulaus hefndarhugur- inn er. Leikrænt og skáldlegt gildi þessa söngleiks stendur og , fellur með hlutverki Rigólett- ós. Guðmundur Jónsson hef- ir sennilega unnið mestan sigur allra þeirra sigra, sem unnir voru á frumsýning- 'unni. Frá þeirri stund er hann annað og meira en söngvari: Hann er jafnframt listamaður á sviði leiklistar- innar. Sum atriðin í samleik þeirra Guðmundar og Elsu Múhl eru með því angurblíð- asta og hjartnæmasta, sem í Þjóðleikhúsinu hefir sézt. Önnur hlutverk í óperunni um föðurins, sem harmar ör- lög dóttur sfnnar og vinnur þannig til bölbæna hans, og á honum hrína þær. Ef til vill er sú alþýðutrú íarin að dofna, að það hefni sín að gera gys að særðum tilfinningum annarra, og í bölbænum og heiftarhug þeirra, sem svo eru leiknir, felist ægilegur máttur. Sú trú er samt annað og meira en hjátrú, og hún hrín á Rigó- lettó. Hann hjálpar sjálfur til að glata sæmd dóttur sinnar, af því hann er á valdi hefndarinnar, og heldur að hann sé að gera öðrum sví- virðingu. Hann heldur áfram að leita hefnda, en hefndin bitnar á honum sjálfum, þar sem dóttir hans kýs að ganga sjálf í dauðann til að bjarga lífi mannsins, sem hún elsk- en þessi þrjú eru fremur smá, þó að þau geri vitanlega öll sitt til að fylla myndina. Að sýningu lokinni ávarp- aðj Þjóðleikhússtjóri aðalper- sónurnar þrjár úr leiknum. Simon Edvardsen leikstjóri og Victor Urbancic hljóm- sveitarstjóra og afhenti þeim blómvendi. Edvardsen ávarp- aði leikhúsgesti líka nokkr- um orðum. H. Kr. 1 Noregi er til landssamband bindindismanna, því að þar eru ýmsar tegundir bindindisfélaga, en þau sameinast öll í einu lands I sambandi, svo að bindindishreyf 1 ingin í landinu er í raun og veru óklofin. Stjórn bindindissam- bandsins er kölluð landsnefnd bindindismanna. í Osló er líka ; til bindindisnefnd, sem er eins konar sambandsstjórn bindindis , félaga í borginni. Nú langar mig j til að birta hér ávarp, sem for- maður þeirrar nefndar, Haakon Larsen, hefir nýlega birt í blöð um. Það er svona: „„Það hefði getað verið þú“. t Osló og Björgvin er nú verið að sýna sjónleik ffieð þessu nafni. j Ég ætla ekki að skrifa hér neina I gagnrýni um þann leik, en nafn j ið kom mér í hug í sambandi við 1 þá nauðsyn að fá fleiri hæli fyr- ir drykkjumenn. Það hefði getað verið þú, sem áttir þar hlut að máli. Nei, segir þú. Ég drekk ekki. Gott. Þá ert þú öruggur. En þú átt ef til vill börn. Hvað er um I þau? Þú hefir ekki neina trygg- íngu fyrir öryggi þeirra meðan j áfengi er haft til drykkjar í j landinu. Við teljum 20 til 40 þúsund of- drykkjumenn í landinu. Það fyll ist jafnan í skörðin eftir því, sem þeir týna tölunni. Hverjir fylla þau skörð? Það eru þeir, sem nú eru ungir, hraust og falleg börn. Ekki börnin þín, segirðu. Það skal maður vona. En einhverjir eiga þau börn samt. Þau eiga líka föður og móður, sem dreymt hefir fagra drauma um dreng- inn sinn. Hann var framtíðar- von þeirra, en það var því miður hann, sem fór illa. Þú þekktir hann ekki, en fað- ir hans og móðir þekktu hann. Þeim var ekki neitt dýrmætara og kærara“. Ég ætla ekki að þreyta ykkur með neinni útleggingu af þessu, en það er þessi hugsunarháttur, sem hvarvetna er kjarni í bind- indishreyfingu, þar sem ég hef haft spurnir af slíkum samtök- um. 1 Noregi er nú mikið talað um það að auka votheysverkun, ekki sízt í fjallasveitum og harðbýl- um héruðum, þar sem erfitt er um fjölbreytta ræktun. Forustu menn norskra bænda benda á það, að með öruggri fóðurverk- un og fóðurgeymslu megi kom- ast langt til öryggis í búskapn- um, en þar sem menn verði að treysta á kvikfjárrækt og sæta innistöðu að vetrinum, verði öfl un fóðursins megin atriði. Og þá er meira grænfóður og meira vothey það bjargráð, sem treyst er á, þar eins og hér. Gustav Nærland tilraunastjóri hefir nýlega skrifað ritgerð í Norsk Landbruk um vetrarfóðr- un fjár á venjulegu votheyi ein göngu. Engar sýrur voru látnar í heyið en það var fergt með grjóti. Fóðursalt var gefið með votheyinu, blanda, sem í var matarsalt, natríumfosfat, kalsí- umfosfat, koparsulfat, járnsul- fat og koboltnitrat. Þetta reynd ist fullnægjandi fóður fyrir féð. Mér þykir rétt að skýra frá þessu, því að það ætti engu að spilla að vita það, að Norðmenn standa andspænis sama vanda og við og eru að taka upp sömu úrræðin. Þar eins og hér er það meiri votheysverkun, sem treyst er á til að gera landbúnaðinn árvissari og fjárbúin arðvæn- legri. Svo má líka geta þess, ef það væri einhverjum til huggunar, að Norðmenn fluttu inn hey frá Svíþjóð vegna harðinda hjá sér í vor. Lambærnar norsku eru líka þungar á fóðrum þegar þarf að gefa þeim inni á vor- in, en það kom víða fyrir í Noregi í vór. Það geta líka verið misæri, vorharðindi og heyleysi hjá bændum í útlöndum. Starkaður gamli. Middlesex: Valur 4:0 Middlesex Wanderers háðl annan kappleik sinn á þriðju dag við Val og bar sigur úr býtum, skoraði fjögur mörk gegn engu. Þegar ég frétti um niðurröðun Valsliðsins fyrir leikinn datt mér í hug, að þeir sem að niðurröðuninni stóðu, hlytu að vera eitthvað ruglað ir í kollinum, því ekki fleiri en 4—5 leikmenn í þessu Valsliði voru hæfir til að mæta hin- um þrautþjálfuðu Bretum. Eða datt kannske niðurröðun- arnefndinni í hug að Middle- sex Wanderers væri lélegt lið, sem dyggði að senda sæmilega styrktan 1. flokk á móti? Varla. En hver er þá virðing þessara manna fyrir áhorfend unum, sem fjölmenntu mjög á völlinn, aðeins til að sjá hina erlendu gesti leika sér að mót herjum sínum eins og köttur að mús. Að vísu hefir oft verið um meira „bust“ en 4:0 að ræða hér á vellinum, en það var ekki geta íslenzku leik- mannanna í þessum leik, sem var orsök þess, að fleiri mörk voru ekki skoruð, heldur fyrst og fremst kurteisi Bretanna eða kannske öllu fremur á- hugaleysi þeirra fyrir leikn- um. Hjá Val vantaði þrjá af beztu leikmönnum liðsins, þá Einar Halldórsson, Ellert Sölvason og Svein Helgason, en auk þess varð Sigurður Ólafsson að yfírgefa völlinn í byrjun leiksins vegna tognun ar. Ekkert hefði verið auðveld ara en að styrkja liðið með nokkrum góðum leikmönnum úr hinum félögunum, og það hefði ekki verið nein lítillækk un fyrir Val að gera það. Middlesex Wanderers skoraði tvö mörk i hvorum hálfleik. Vinstri útherji, G. Robb, skor aði bæði mörkin í fyrri hálf- leik, en í síðari hálfleik var það miðframherjinn, G. Brown, sem skoraði mörkin. Þrír menn í liði Vals léku prýðilega, en það voru Hall- dór Halldórsson, Hafsteinn Guömundsson og markmaður inn Helgi Daníelsson, en um aðra leikmenn liðsins er bezt að segja sem minnst um. • Dómari var Þorlákur Þórð- arson. H. S. Minnmgarspjöld Krabbameinsfélags Reykjavikur fást 1 Verzluninni Remedia, Austurstræti 7 og I skrifstofu Elll- og hj úkrunarheimilis- ins Grund.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.