Tíminn - 07.06.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.06.1951, Blaðsíða 6
TÍMINN, fimmtudaginn 7. júní 1951. 124. blað. r^Hn Týndur þjóðflokkur (The Lost Tribe). Viðburðarík og spennandi amerísk mynd um Jim kon- ung frumskógarins, og viður esgnir hans við villidýr. Mynd in er tekin inn í frumskógum Afríku. Johnny Weissmuller, hinn víðkunni sundgarpur og \ Elena Verdugo. Sýnd kl. 5, 7 og 9 TRIPOLI-BÍÓ Elskhugi prinsessunnar (Saraband for dead lovers) JSannsöguleg ensk stórmynd “tekin I eðlilegum litum. Stewart Granger, Joan Greenwood, Flora Robson. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára Ævintýramyndin ífega._________ skemmti- Dick Sand Sýnd kl. 5. NÝJA BÍO Árás Indíánanna Hin óvenju spennandi og æfintýraríka htmynd, með Dana Andrews Patrica Roc Brian Donlevy Susan Hayward Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn. BÆJARBIO HAFNARFIRÐI Austurlcnsk ævintýri (Saigon) Afarspennandi ný amerísk mynd, er gerist í Austur- löndum. Aðalhlutverk: Alan Ladd Veronica Lake Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. i JryuilnxríCfJcr^uAjuU. Ku áejtat! 0CiufeUi$u?% Rafmagnsofnar, nýkomnirj 1000 wött, á kr. 195,00. Sendum í póstkröfu. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI H. F. Laugaveg 79. — Sími 5184. j Austurbæjarbíó Sagan af Vidocq Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 os 9. Gög' og Gokkc I fangclsi Sýnd kl. 5. jTJARNARBÍÓ jAstir og rómantik Ný amerísk gamanmynd. Aðalhlutverk: Veronika Lake Billy De Wolfe. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ Múturnar (The Bribe). Spennandi amerísk kvik- mynd. Robert Taylar, Ava Gardner, Charles Laughton, Vincent Prise. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Börn fá ekki aðgang. HAFNARBIO Upprcisn um borð (Muiting ahead) Spennandi amerísk mynd |um fjársjóðsleit á hafsbotni, ‘ uppreisn og ástir. Neil Hamilton Kathleen Burke. Sýnd kl. 5, >7 og 9 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ MUIVIÐ: Auglýsingasimi TÍMMS er 81300 —> ELDURINN gerir ekki boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá Samvinmjtryggingum Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Sími 5833. Heima: Vitastig 14. ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦o Kaupum - Seljum !— allskonar húsgögn o. fl. jmeð hálfvirði. — PAKKHÚSSALAN Ingólfsstræti 11. Sími 4663 Nýja sendi- bílastöðin hefir afgreiðslu á Bæjar- bílastöðinni, Aöalstræti 16. Sími 1395. Auglýsingasími TIMANS er 81 300. Erlent yfirllt (Framhald af 5 síðu.> er viðurkennd af Sameinuðu j í þjóðunum og staðfest í stofnskrá! þeirra. Hér ber sérstaklega að j geta samþykktarinnar, er gerð! var 3. nóvember 1950 um að j sameinast í þágu friðarins, en j þar tekur allsherjarþingið fram, að það sé, ....fyllilega meðvit ^ andi þess, að varanlegur friður ' muni ekki eingöngu verða tryggður með því að skapa fé- lagslegt öryggiskerfi gegn frið- rofi og árásúm, heldur sé traust ur og varanlegur friður líka und ir því kominn, að allar grund- vallarreglur og markmið, sem felast í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna séu virtar, allar sam- þykktir Öryggisráðsins fram- kvæmdar og sömuleiðis allar samþykktir allsherjarþingsins og annarra aðalstofnana banda lagsins, er þær eru gerðar í því skyni að viðhalda alþjóðafriði og öryggi, eins og bezt verður við komið, og sérstaklega með því að halda mannréttindum og einstaklingsfrelsi í heiðri öllum til handa, og á því að sköpuð verði efnahagsleg og félagsleg velferð í öllum löndum og því ástandi viðhaldið". IVV.V.V.VAW.VAV.V.V.V.V.W/.V.W.V.V.W.W.V/ Askriflarsfmf: TIMINN 2323 Það mun reynast erfitt að finna betri skýringu en þessa á markmiði stofnskrárinnar, né nokkra betri táknun á verði frið arins. Brautin er ógreið og hætt ur á hverju strái. En eftir því sem okkur sækist á brekkuna víkkar sjóndeildarhringurinn, og við að horfa á hin stóru við- fangsefni munu augu okkar vaxa. Við skulum hafa trú á Sameinuðu þjóðunum og biðjum þess, að þeim verði gefinn „styrk ur til að leysa verkefni dagsins, hugrekki til að horfa fram á veginn, glaðlyndi til að létta hina erfiðu byrði ferðarinnar og líka innri gleði til að njóta hvíld arstundanna með því að fagna öllu, sem við höfum séð og heyrt“. Á vlð og dreif (Framhald af 3. síðu.) manna að athuga, hver í sínu byggðarlagi. Það væri stórum félagslega þroskandi fyrir ungt fólk að koma saman á hverju vori til að gróðursetja ný tré. Skóg- rækt er verk, sem laun verða ekki heimt fyrir að kvöldi, en niðjar trjágræðendanna munu njóta ávaxtanna af starfi þeirra. Slík störf eru þrosakndi fyrir alla og þess viröi að þeim sé lagt lið. Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Siml 7752 Lögfræðistörf og eignaum- sýsla. i Bernhard Nordh: >onci VEIÐIMANNS ,______________________? .V.V.V.V.V.V.V.V. 32. DAGUR ,,b*í%via%..%....,íV.v.,.v Di ÞJÓDLEIKHÚSID Fimmtudag kl. 20.00 RIGOLETTO ópera eftir G. Verdi. Gestir: Stefán Islandi og Else Múhl. Leikstjóri: Simon Edwardsen. Hljómsveitarstj: Dr. V. Urbancic Uppselt. Föstudag kl. 20.00. RIGOLETTO Uppselt. Sunnudag kl. 20.00 RIGOLETTO Þriðjudag kl. 20.00 RIGOLETTO Aðgöngumiðasalan er opin daglega kl. 13,15—20. Tekið á móti pöntunum í síma 80000. drepið hund frumbýlingsins, en fannst það þó meiri háttar slysni, að hann skyldi ekki einnig verða manninum að grandi. Fimmtán hreintarfa hefði hann viljað missa, ef þessi ná- ungi í Bjarkardal hefði líka fengið að leggja upp laupana. Tómas var ekki fyllilega sáttur við sjálfan sig, þótt hann nyti þess undir niðri, að hann hafði staðið sig vel i orða- skakinu við frumbýlinginn. Það var illt yfirvofandi, og það var eitthvað illt, sem hafði stýrt tungu hans og stuðlað að því, að hann ýtti fremur undir gremju frumbýlingsins en sef- aði hana. Brenna bjálkakofann — það hefði hann ekki átt aö segja. Það hlauzt ekki gott af þvi, að tendra eld í þurrum viði. Lappinn tróð i járnpípu sína. Bjarminn frá eldinum flökti um brúnt andlit hans. Hann var þungt hugsi. Varðveita friðinn við nýbýlingana — jú. En ekki var þó hægt að semja frið við úlf og jarfa. Úthellti frumbýlingurinn hreindýra- blóði, gerði hann sig að villidýri, sem hrekja varð úr beiti- landinu. — Við verðum að brenna kofann, sagði faðir hans allt í einu. Tómasi varð hverft við. Hugur hans hafði leitt hann út á viðsjála braut. — Nei, sagði hann hvasst. — En þú segir, að hann hafi hótað að skjóta hreindýrin. — Já. En við bíðum, þar til hann hefir hleypt af skoti. Og þó hann drepi hreindýr, brennum við ekki ofan af hon- um þakið. Komi sýslumaður, getur hann haft spurnir af því og frétt fleira, sem ekki er gott, að hann viti. Það er ekki æskilegt að deyja með snöru um hálsinn. Það fóru kippir um hrukkóttar kinnar gamla mannsins, og rauð augun störðu i eldinn. Með snöru um hálsinn — nei, ekki snöru. Svo slæmar sögur gat sýslumaðurinn ekki heyrt. Hann gat ekki leitað frétta hjá öndunum. Nikulás gerði ekki aðra tilraun til þess að eggja son sinn. Enginn þekkti betur en hann, hve háskalegt það gat ver- ið að grípa til eldsins. Brunarústir vöktu illan grun, og það var betra, að frumbýlingur hyrfi einhvers staðar og fynd- ist aldrei siðan. Hann hafði aðeins viljað reyna son sinn, er hann stakk upp á því að brenna kofann. Og enn hafði Tóm- as ekki rétt viðhorf til frumbýlinganna. Gamli maðurinn starði í eldinn. Það var sem hann sæi eitthvað gerast í órafjarska. — Á frumbýlingurinn gripi? spurði hann svo. — Nei. — Þá verður hann að skjóta hreindýrin til þess að afla sér matar. — Það vitum við ekki. — Jú. Og hvað ætlið þið að gera, þú, Andrés og Páll, ef hann stelur hreindýrum. — Við stefnum honum og komum í veg fyrir, að honum verði leyft að setjast að i Bjarkardal. Nikulás sletti 1 góminn, og slefan rann út úr honum. Tóm- as var sannarlega barn, sem átti margt ólært. Hann varö sjálfur að taka þetta mál í sínar hendur. Fætur hans voru ekki enn þrotnir, svo að hann gat farið ferða sinna, ef með þurfti, og í bi'jóstvasa skinnúlpu sinnar átti hann meðal, sem gat lagt Bjarkardal í auðn á ný. X. Októbermánuður leið, en hin mikla hjörð Nikulásar og sona hans var enn I fjallinu í grennd við Bjarkardal. Það var ekki kominn snjór, sem væri hreindýrunum til baga. Uppi á heiðunum sópaði vindurinn snjónum burtu jafnóð- um, og í víðirunnunum og birkikjarrinu var hann svo laus, að hreindýrin náðu auðveldlega til jarðar. Þau voru feit og falleg og nú voru þau laus við mýbitið, sem hafði hrjáð þau sumarlangt. Fengitíminn var liðinn, og tarfarnir voru aftur orðnir spakir og friðsamir, hættir að stangast og hætt- ir að reigja sig. Maður, sem náði taki á hornum þeirra, gat með hægu móti snúið þá niður. Erlendur vissi ekki, að tarfarnir voru einmitt aðfara- minnstir um þetta leyti árs, enda skipti það litlu máli. Hann virtist ekki eiga að fá að njóta þeirrar ánægju að hefna sín fyrir ófarirnar síðast. Kæmi hann í námunda við hrein- dýr, forðuðu þau sér undir eins, svo að honum gafst ekk- ert tilefni til þess að skjóta á þau. Erlendur var ekki ánægður, þótt hreindýrin tryðu hon- um ekki um tær. Þau spilltu fyrir honum veiðinni og styggðu 'önnur dýr og fugla. Það var tilgangslaust að egna snörur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.