Tíminn - 07.06.1951, Síða 7

Tíminn - 07.06.1951, Síða 7
124. blað. TÍMINN. fimmtudaginn 7. júni 1951. r Yólabilanirnar (Framhald af 8. síðu.) uð, og jafnframt ætti harð- asta samkeppnin að hverfa og þar með mesta eyðilegg- ingin. Það munu ef til vill einhverjir segja, að það sé útilokað að tempra hraðann við ákveðinn mílnafjölda, en hvað hafa ekki frændur vor- ir Norðmenn gert á sinum þröngu Lófótmiðum? Við Ló- fót fara fiskigæzlumennirn- ir með bátunum út á miðin og sjá um, að þeir brjóti ekki settar reglur. , '1 ti ' Stýrisbilanir. Þá má benda á annað tjón, sem margir bátar hafa orðið fyrir, og þá sérstaklega Sví- þjóðarbátarnir, og það er stýrisbilanir. Það virðist hafa vefið svo illa gengið frá þessu i upphafi, að nú kváðu flestir þessara báta vera búnir að verða fyrir stýrisbilun, og sumir jafnvel oftar en einu sinni. Ekki hefði nú verið úr vegi, að ábyrgir aðiljar hefðu látið fara fram viðgerð á þess um hlutum, þegar þeir sáu, hvað verða vildi, og hver bát urinn á fætur öðrum var dreg inn að landi með sams konar bilun. Það getur oft komið sér illa að missa eða brjóta stýrið, því þá er skipið stjórn laust með öllu, og það heíir einhvern veginn sýnt sig, að menn eru yfirleitt ekki undir það búnir að þurfa aö hjálpa sér sjálfir, hvorki til að út- búa neyðarstýri eða annað, og treysta meir en góðu hófi gegnir á hjálp úr landi. Hálfur lúðuveiðiflotinn dreginn að landi. Nú i vor hafa 18—-20 bátar stundað lúðúveiðar 130—160 sjómílur frá Reykjavik. Á rúmum mánuði hafa hvorki meira né minna en 9 bátar bilað á þessum veiðum og ver ið dregnir að landi. það er að segja hér um bil helming-' urinn. Þegar hugsað er um þetta, þá vaknar ósjálfrátt hjá manni spurning um, I hvort íslenzki vélbátaflotinn sé fær um að sækja á fjar- læg mið, eins og allt er í pott inn búið. Venjulega eru þessi skip allsendis ófær að bjarga hvort öðru að landi, þannig að skip, sem eru sérstaklega i það búin, verða að vera til taks, og þá lendir það oftast nær á varðskipunum. Landhelgisgæzlan. Þá er það ein spurning, sem varpa má fram í þessu sam- bandi, og það er hvort við ÍSlendingar höfum efni á því 'að hafa öll varðskipin bund- in við bátadrátt og veiðafæra- gæzlu að meira eða minna leyti á meðan á vertíðinni stendur. I Ég held, að það hljóti að leiða að því, að landhelgis- gæzlunni verður minni gaum ur gefinn, og ágangurinn vex aftur að sama skapi. Eins og allir vita, þá má segja, að landhelgin sé eins konar horn steinn að öllum okkar fiski- veiðum og það er hennar, sem við þurfúm að gæta öllu frem ur. Varðskipum rikisins hefir j áreiðanlega verið ætlað það sem aðalhlutverk að gseta lándhelginnar, en ekki að vera bundin við bátadrátt eða veiðarfæragæzlu, en eftir því, sem varðskipin hafa meira að gera í öðru, því meiri tíma hafa landhelgisbrjótarnir að arðræna íslenzka landhelgi. Annars væri athugandi, hvort bátarnir gætu ekki lijálpað meira hver öðrum en þeir liafa gert, því að slíkt mundi að sjálfsögðu spara bæði tíma og kostnað. Verst við Faxaflóa. Annars virðist þurfa að taka á þessum málum með meiri festu en hingað til hef- ir verið gert, og stuðla að því, að einhverjir ábyrgir að- ilar komi fram í þessum mál- um, þannig að hinar tiðu bil- anir minnki til muna. Þess má að lokum geta, að úr öðrum verstöðvum á land- inu eru bilanir ekki líkt eins tíðar og hér við Faxaflóa, og veldur það ef til vill, að ekki er eins hörð samkeppni þar, og vélarnar því ekki eins yf- irkeyrðar. Svo er það trassaskapurinn, sem ekki væri úr vegi að minn , ast lítillega á. Oft þegar bát- | ar bila, þá er ekki ein einasta segltuska til um borð, engin varaolíuljós, ekkert til að lóða með og svo mætti lengi telja. Þetta er að sjálfsögðu hlutir, sem skipaeftirlitið ætti að láta meira til sín taka, því að I; það er áreiðanlegt, að aukið eftirlit og aukin fræðsla mun koma hér að miklu liði. Annars væri óskandi, að allir aðilar sem hlut eiga að máli sameinist um að koma i veg fyrir hin tíðu tjón, og geri eitthvað til úrbóta í þess- um efnum. G. P. ^W.V.V.VAVV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V/.V.V.V/, £ TILKYNNING Samkvæmt samningum vorum við Vinnuveitendasambands íslands, at- vinnurekendur í Hafnarfirði, Árnessýslu og á Akranesi, Verður leigugjald fyrir vörubifreiðar í tímavinnu, frá og með 7. júní 1951, og þar til öðruvísi verður ákveðið, sem hér segir: D Fyrir 2y2 tonn vörubifreiðar .. 41.46 Fyrir 2 ys til 3 tonna hlassþunga 46.33 Fyrir 3 til 3y2 tonns hlassþunga 51.17 Fyrir 3l/2 til 4 tonna hlassþunga 56.03 Fyrir 4 til 4y2 tonns hlassþunga 60.87 Allir aðrir taxtar vorir hækka í sama hlutfalli. E N&h i 48.06 54.65 í 52.93 59.52 í 57.77 64.36 ■: 62.63 69.22 s 67.47 74.06 5 Vörubílstjórafélagið Þróttur Reykjavík Vörubílstjórafélagið Mjölnir Árntssýslu I■ I Gjörizt áskrifendnr að ZJímaniun Áskriftarsimi 2323 '.V.V 'AV.V .V/. I* Vegna sumarleyfa verður V.' \ AÐALSKRIFSTOFA ij £ Áfengisverzlunar ríkisins, Skólavörðustíg 12, ■! I" ■■ :• ásamt iðnaðar- og lyfjadeild :■ !■ lokað frá mánudegi 16. júlí til mánudags 30. júlí n. k. «■ í :■ ■H Sérstaklega er vakin athygli á lokun iðnaðar- og «. lyfjadeildar hina tilgreindu daga 16. til 30. júlí. £ | ; ■: l Áfengisverzlun ríkisins j! ÍV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV.V.W.V.V.V.V.V Hótel Garöur er opinn á ný Vörubílastöð Hafnarfjarðar Hafnarfirði Bifreiðastöð Akraness Akranesi ttttmtmtttiittt«titnninttn:ntsimttttttsnn:-iM i H. f. Eimskipafélag Islaiuls Gullfoss fer frá Reykjavík laugardaginn 9. júní kl. 12 á hádegi til Leith og Kaupmannahafnar. Tollskoðun far angurs og vegabréfaeftirlit byrjar í tollskýlinu vestast á hafnarbakk- anum kl. 10y2 f. h. og skulu allir farþegar vera komnir í tollskýlið eigi síðar en kl. 11 f. h. Býður yður vistleg herbergi til afnota. Hringið í síma 5918 eða 6482. HÓTEL GARÐUR. Þakka af alhug öllum fjær og nær, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu með gjöfum og skeytum. Sérstaklega vil ég færa börnum minum og tengda- toörnum ásamt Áshverfingum mínar innilegustu þakk- ir, sem gerðu mér daginn ógleymanlegan. Ég bið ykkur öllum gæfu og guðsblessunar Jón Halldórsson, Framnesi atmtittttittastwatnmstt SYNING á verkum finska málarans Akseli Gallen—Kallela i þjóðminjasafnsbyggingunni við Hringbraut. — Opin daglega kl. 1—10 e. h. — Aðgangur kr. 5,00. iititstiittitsitsiiissst:: ORÐSENDING TIL BÆNDA Nautgripakjöt af nýslátruðu er nú í háu verði. Æskilegt .er að bændur slátri sem mestu af alikálfum og nautum í júní og fyrri hluta júlí-mánaðar, og afhendi kaupfélagi sínu til sölumeðferðar. Um eða uppúr miðj- um júlí fer venjulegast að berast meira af nautgripakjöti á markaðinn, en hægt cr að selja jafnóðum. Verður því að frysta megnið af kjötinu og geyma til'vetrarins. Leggst þá óhjákvæmilega aukakostnaður á kjötið, sem orsakar lægra verð til bænda. Bændur sendið kjötið á markað í júní og fyrri hluta júlímánaðar, á meðan að sölu- möguleikar eru beztir, verðið hæst (sumar- verð) og kostnaðurinn minnstur við dreif- ingu þess. Til þess að geta fengið hátt verð fyrir naugripakjöt, verður umfram allt að vanda vel slátrun gripanna og meðferð kjötsins og gæta ýtrasta hreinlætis við flutning á þvi til sölustaðar. 1 Munið að blóðugt og óhreint kjöt verður alltaf miklu verðminna en hreint og vel með farið kjöt, og bezt borgar sig að láta slátra öllum gripum í sláturhúsum. Samband ísl.samvinnufélaga

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.