Tíminn - 09.06.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.06.1951, Blaðsíða 3
126. blað. TÍMINN, laugardaginn 9. júnf 1951. 3 R / slendingaþættir —! Dánarminning: Þórunn Þórðardóttir, / Meiri-Tungu Fyrir nokkrum dögum barstj mér til eyrna andlátsfregn mætrar og merkrar konu, Þórunnar Þórðardóttur hús- freyju að Meiri-Tungu í Holt um í Rangárvallasýslu, er ‘andaðist 27. f. rm og jarðsung in verður að Árbæ í dag. Þórunn var fædd að Hala í Ásahreppi 31. maí 1873; dótt- ir Þórðar alþingismanns Guð mundssonar, og fyrri konu hans, Valdísar Gunnarsdótt- ur (Bjarnasonar) á Sandhóla ferju. Þriðja júlí 1899 giftist Þór- rmn eftirlifandi manni sín- um, Þorsteini Jónssyni bónda og organleikara í Meiri- Tungu, sem nú syrgir elskaða, konu sína, eftir fimmtíu og! tveggja áfa ástríka og inni- lega sambúð. Er Þorsteinn elzti rhaður sveitar sinnar, senn áttatíu og átta ára að aldri. Þau hjón voru bæöi af hinnil kunnu „Ferjuætt". Þorsteinn er borinn og barn fæddur að Meiri-Tungu og hefir aliö þar allan aldur sinn. Þau hjón, Þórunn og Þor- steinn, eignuðust þrjú börn: Þórdís, gift Ragnarj Mar- teinssyi, .búa í Meiri-Tungu; Kristjón, heima þar í Meiri- Túngu; Þórður, póstþjónn í Reykjavík. Auk þess ólu þau upp að miklu leyti Guðmund Símonarson, verzlunarmann í Reykjavík, og Guðrúnu Sig- urðardóttir, sem gift er í Hafnarfirði. Bæði börn og fósturbörn bera þeim Meiri-Tungu hjón um og heimili þeirra ljóst vítni um kærleiksríkt og gott uppeldi, enda hefir heimili þessara hjóna lengi verið að góðu kunnugt fyrir góðvild, hjartahlýju og hjálpfýsi, í anda kristilegrar lífsstefnu. Vil ég nú reyna að finna þeim orðum mínum stað. Nokkru eftir að Þórunn kom að Meiri-Tungu, (eða nánar tiltekið, veturinn 1907 —1908), réðist hún til að nema ljósmóðurfræði. Gekk hennj það nám vel undir handleiðslu Guðmundar Björnssonar landlæknis. — Hygg ég að það hafi hún gert af sterkri löngun til þess að geta orðið til hjálpar þeim, er hjálpar þurftu. Stundaði hún siðan ljós- móðurstörf í nær 40 ár með stákri lægni, skyldurækni og heppni. Veit ég ekki til að kona hafi dáið af barnsburði í umdæmi Þórunnar á starfs- ferli hennar. Veit ég að þær eru margar konurnar í Holta-, Ása- og Djúpárhreppi, sem blessa minningu Þórunnar, fyrir hennar mildu hjálparhendur og kærleiksríka hjarta. Þess má og geta, að oft var hún sár lasin er hennar var vitjað, því heilsa hennar var ekki sterk seinni hluta æv- innar; en aldrei kom það fyr- ir að Þórunn neitaði kalli er hennar var leitað. Um sama leiti og Þórunn geröist ljósmóðir, var Þor- steinn maður hennar oddviti Holtahrepps um nokkur árj Þá var það ekki ótítt, að hjálparþurfa gamalmenni bærust að Meiri-Tungu og enduðu þar ævi sína. Held ég megi segja, að þau kysu ekki að fara þaðan lifandi, og blessuöu á deyjandí degi nöfn þeirra Þórunnar og Þorsteins. Gestrisni þeirra hjóna, mun fáum úr minni líöa, sem einu sinni hefir hennar notið, þvi hún var frábær. Voru bæði samtaka 1 því sem öðru. Vissi ég margan, sem þar kom á- hyggjufullur og dapur í bragði en fór aftur eftir stundar dvöl hress og kátur, olli þeirri breytingu hjartahlýja og hug hreystandi orð þeirra hjóna. Ekki var það sakir auðs og allsnægta, því auðug voru þau aldrei af veraldar verðmæt- um, en því ríkari af hjartans yl og hjálpfýsi. Nefna mætti læknisferðir Þorsteins fyrir granna sína á hans „góðu árum“; þær voru ekki fáar, og eflaust margar ólaunaðar enn nema með hljóðlátri þökk. Þannig mætti margt nefna, sem prýðir nafn þessara mætu hjóna og minn ingu góðrar konu. Ekki má ég gleyma að minnast á heimilisguðrækni þessa heimilis. Eins og áður getur var Þorsteinn organ- leikari, spilaði hann í mörg- um kirkjum. Og mig langar að segja, að ein kirkjan hafi verið litla stofan í Meiri- Tungu, þegar húsbændur, börn og hjú höföu raðað sér kringum orgelið og organist- ann, Þorstein, og tónarnir bárust um hljóölátt húsið í hrifningu og lotningu fyrir fyrir því háleita og fagra. Allar áhyggjur og kvíði var á flótta rekinn. Þær kenndir áttu aldrei friöland í návist þeirra Meiri-Tungu hjóna. Trúarjátning þeirra ætla ég að verið hafi: Guðstraust með nægjusemi er mikill á- vinningur. Svefnherbergi þeirra Meiri- Tungu hjóna er ekki háreist eða íburðarmikiö, en grun hefi ég um það, — reyndar fulla vissu — aö þaðan hafa stigið bænir í himininn frá tveim samstilltum sálum á hljóðlátum stundum. — En ekki lengra inn í þann helgi- dóm. — Andlega skyggnir menn segja, að hver maður sé sveipaður ljósmóðuhjúp, og að það fari eftir því, hvern ig hann sé gerður að blæ- brigðum, hvort mönnum líði vel eða illa í návist annarra. Ég er viss um, að „geðlíkami“ þeirra Meiri-Tungu hjóna, hefir verið góðrar ættar; því ég véit ekki annað, en að öli- Atvinnulaus drottning Það hefir lengi verið óska- draumur ótalmargra kvenna víða um heim, að mega vera hefðarfrú með fjölda þjón- ustufólks og helzt skjaldar- merki yfir hallardyrum sin- um og borðalagða og gullin- skreytta þjóna úti og inni. Hitt mun vera fágætara að drottning óskj eftir því að mega vera herbergisþerna, en þö eru dæmi til þess, frá þess um hinum síðustu og verstu timum. í litlu herbergi í gistihúsi einu minni háttar í París, í einum þeirra borgarhluta, sem heldri mönnum þykir minna til koma, hefir um skeið búið tignarfrú nokkur. Hún heitir Bagan Djavidan, og 'var drottning í Egypta- landi þegar faðir Faruks kon ungs gekk í stuttum buxum. Þá snérust 65 þjónar í kring- um hana. Nú er hún 74 ára. Þetta er talin fyrsta drottn- ing, sem fæðst hefir í Banda ríkjunum, og nú er hún svo snauð, að hún verður sjáif að þvo fötin sín og hita sér morg unkaffið. Rana langar mikið til þess að geta farið burt úr Evrópu og þó einkum til að sjá fæðingarstað sinn borg- ina Fíladelfíu. En ferð yfir Atlantshafið kostar peninga, — og peninga fá mfenn ekki nú á tímum fyrir ekki neitt, — jafnvel þó að maður hafi einhverntíma verið drottn- ing. Þess vegna var það, að Djavidan prinessa, sem fyrir nærri 50 árum var ríkjandi drottning í Egyptalandi sem kona Abbas Hilmis II., sendi svar og umsókn, þegar hún sá auglýst eftír herbergisþernu í einu Lundúnablaðinu. Henni var skrifað aftur og hún beð- in að senda meðmæli: „Ég veit ekki hvort hægt er að kalla það atvinnu að vera drottn- ing, skrifaði hún, en það er nú samt sem áður eina starf, sem ég hefi haft með hönd- um.“ Þessi uppgjafadrottning gerir sér vonir um atvinnu í Englandi, svo að hún geti spar að saman fyrir Amerikuferð. Hún er vel að sér i málum. En fái hún ekki atvinnu sem herbergisþerna, segist hún ætla að bjóða brezkum kvik- myndafélögum að leika hlut- verk í myndinni: Drottniiig einn dag. Djavic^an er nýlega komin til Parísar frá Innsbruck í Austurríki, en þar hafði hún verið síðan stríðið hófst. Mað ur hennar dó í Genf 1946. Hann var rekinn frá völdum 1913 eftir 13 ára stjórnartíð og bjó hann með drottningu sinni í Sviss, Austurríkj og franska Riviera. um hafi liðið vel í samneyti við þau. Mætti auk annarra nefna kaupstaðarbörnin, sem dvalið hafa í Meiri-Tungu á sumrum og ævinlega hafa þráð og hlakkað til að koma þangað aftur. Fyrir fimmtiu og tveimur árum, (3. júlí), var sunginn við brúðkaup í Háfskirkju, af glöðum röddum, sálmurinn: „Hve gott og fagurt og indælt er / með ástvin kærum á sam leið vera.“ — Þetta reyndist jeinnig svo brúðhjónunum, sem þar voru gefin saman i 'hjónaband svo að með ágæt- ’ um má telja. — En við útför 1 Þórunnar sál. Þórðardóttur Middlesex: Fram-Vík. 3:0 Leikur Þýzkalandsfara Fram og Víkings við Middle- sex Wanderers var mjög harð ur og mótspyrnan var nú meiri en í fyrri leikjum við Middlesex, þrátt fyrir það að markatalan varð ekki hag- stæðari, en tvö af þeim mörk um, sem Fram-Víkingur fengu, verða því miður aö skrifast algerlega á reikning markvarðar liðsins. Þess bcr að geta, að liðið var ekki skip að eins og flesta leikina í Þýzkalandi, þar sem nokkrir leikmenn gátu ekki mætt til leiks. % Fyrri hálfleikur. Leikurinn varð i upphafi all skemmtilegur, en ekki er þó hægt að segja, að knattspyrnu gildi hans hafi verið mikið. Leikmenn Middlesex sýndu sem fyrr yfirburði í samleik og staðsetningum og hraði þeirra var mun meiri. Fyrsta tnark- tækifærið kom á 14. mín., er írski landsliðsmaðurinn og fyrirliði Middlesex á leikvelli, Kelleher, var fyrir opnu marki, en spyrnti framhjá. Þá náðu Fram-Vík. tveimur góð- um upphlaupum frá hægra kanti, sem ekki nýttust. í fyrra upphlaupinu varði mark maðurinn góðan skailknött frá Gunnlaugi, og í síðára skiptið varði hann einnig. Middlesex skoraði fyrsta mark sitt á 32. mín. Upphlaup kom frá hægra kanti og hljóp mark maðurinn, Magnús Jónsson, úr markinu á röngum tima og tókst ekki að ná knettinum, en kantmaðurinn gaf fyrir til miðframherjans Brown, sem skallaði að markinu, en Krist- ján Ólafsson var fyrir og tókst að skalla frá, en Brown náði knettinum aftur og skoraði. Tveimur mín. síðar skoruðu Bretar aftur. Vinstri fram- herji lék upp að vitaceig og spyrnti fastri spyrnu að inark inu. Markmaðurinn varði, en missti knöttinn fyrir fætur Brown, sem þegar sendi hann í markið. Síðari hálfleikur. Leikurinn var nokkuð harð ur í seinni hálfleik mest fyrir tilverknað ísl. leikmannanna, en yfirleitt má segja, að þeir hafi verið harðari í þessum leik, en ieikmenn Middjesex, en þá skorti svo tilíinnan- lega hraða og staðsetningar til að geta staðizt Miridlesex snúning. Eina markið í hálf- leiknum kom á 13. mín., er Kelleher fékk knöttinn á víta teig og skoraði mjög glæsilega með föstu skoti undir þver- slána og í mark. Síðari hluta hálfleiksins sóttu Fram-Vík. talsvert og lá þá mikið á Middlesex, en upphlaupin voru ekki nógu virk, og átti vörn Middlesex létt með að verjast þeim. Dómari var Hrólfur Bene- diktsson og ieyfði hann leik- mönnum alltof mikið og má að nokkru leyti kenna honum um, að leikurinn varð jafn harður og raun ber vitni um. í einu tilfeili var sérstaklega gróft brot eins leikmanns Middlesex inn í vítateig, er hann tók utan um Bjarna Guðnason og hélt honum föst um. Það hefði átt að vera gef in vítaspyrna. Tveir af leikmönnum Fram- Víkings urðu að yfirgefa leik- völlinn vegna meiðsla, þeir Kristján Ólafsson og Reynir Þórðarson, en í þeirra stað komu Kjartan Elíasson og Ingvar Pálsson. H. S. > Frjálsíþróttamót í Noregi og Danmörku Vegna væntanlegrar iands- keppni við Norðmenn og Dani, sem fram fer í Osló í þessum mánuði, mun Timinn eftir föngum skýra frá helzta á- rangri, sem frjálsiþróttamenn þessara landa ná fram aö landskeppninni. Fyrsta frjáls íþróttamótið í Noregi var hald ið um síðustu helgi. Fáir af beztu mönnunum tóku þátt i mótinu og árangur var frekar léiegur. Stein Johnsen kast- aði kringlu 47,12 m. Egil Arne berg hljóp 110 m. grindahlaup á 15,8 sek. í öðrum greinum grunar mig að sungið verði með viðkvæmni: „Far þú í frið, / friður guðs þig blessi, / Hafðu þökk fyrir ailt og allt.“ — Já, haf þú þökk fyr- ir allt og allt, góða og mæta kona. Þér vænti ég að yfir- förin reynist: „Engill, sem til ljóssins leiðir. / Ljósmóðir, sem hvílu reiðir. / Sólarbros, er birta él.“ .... En þú, Þorsteinn minn, sem nú starir blindum aug- um á eftir ástríkum förunaut, munt, með sálarsjón þinni, eygja roöann á „Lífsinsfjöll- um“, og hugsa fagnandi til endurfundanna. G. E. var árangur varla umtalsverð ur. 100 m. hlaupið vannst á 11,2 sek., langstökk á 6,48 m. og 300 m. á 36,8 sek. Björn Poulsen, sem varð annar í há- stökki á Ólympiuleikunum í London, er nú algerlega æf- ingarlaus og stökk á móti ný- lega aðeins 1,75 m. Erik Stai sigraði stökk 1,80 m. Erling Kaas hefir stokkið 4,12 m. í stangarstökki og Gunnar Ström kastaði spjóti 57,81. K. Vefling keppti nýlega í París og varð þriðji i 1500 m. hlaupi á 3:57,0 mín. Fyrstur varð el Mabrouk á 3:55,6 og annar Minoun á sama tima og Vefl- ing. Danmörk. Nokkur mót hafa verið hald in í Danmörku og bezti ár- angur, sem náðzt hefir, er þessi: 100 m. hlaup Knud Schibsby á 11,0 sek. Tveir ný- liðar hafa stokkið tæpa 14 m. í þristökki. Aage Poulsen hef ir hlaupið 5000 m. á 14:40,0 mín. og R. Greenfort 10 km. á 31:27,0 mín. Þá hefir Munk Plum kastað kringlu um 47 m. og Tomas Bloch spjótinu tæpa 58 m. Anglýsið í Timanmn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.