Tíminn - 09.06.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.06.1951, Blaðsíða 5
126. blaff. TÍMINN, laugardaginn 9. júní 1951. 5 Laufiard. 9. jtínt Vaxandi hreyfing Fyrir nokkrum dögum opn- a'ði Kron fyrstu brauðbúð sína í Reykjavík. Það er að sönnu enginn stórviðburður, en þó er það spor í þróun sam vinnumálanna í bænum. að félag neytenda hefir eignazt brauðgerð og rekur brauðbúð í því sambandi. Jafnframt þessari frétt hef ir verið skýrt frá því, að Kaup félag Eyfirðinga hafi sam- þykkt á aðalfundi sínum nú hýlega, að endurgreiða félags mönnum 30% af almennri á- góðaskyldri úttekt, 5% af brauðum og 6% af lyfjavör- úm. Þetta telur K.E.A. sér fært vegna þess, að fyrirtæki þess, sem félagið rekur bera svo ríflegan hlut af sameigin- legum kostnaði. Fréttir sem þessar eru fylli- lega athyglisverðar. Hér er um að ræða þróun félagsmálanna í landinu. Hér er borinn fram öruggur vitnisburður um á- hrif og hlutverk samvinnu- hreyfingarinnar í landinu. Fréttin frá Akureyri sýnir hvernfig almenningur nýtur kjarabóta af því, að hafa byggt upp öflugt samvinnu- félag til að gegna ýmislegri þjónustu fyrir sig. Fréttin frá Reykjavík sýnir hins vegar, að einnig þar setja menn traust sitt á samvinnuskipulagið og úrræði þess. Þessar fréttir eru einstök dæmi um þá þróun, sem er að verki um allt land og hvar- vetna hefir sín áhrif. Kaupfé lögin eru óðum að bæta við sig ýmiskonar þjónustu fyrir al- menning og beint og óbeint njóta menn þar margvíslegra kjarabóta. Á mörgum sviðum er sam- vinnuhreyfingunni einni til trúandi að leysa málin svo að tortryggni og ríg verði bægt frá og óeðlilegum byrðum sé létt af viðskiptamönnum. Hinu má ekki gleyma, að sam vinnu skipulagið gerir ráð fyr ir vakandi gagnrýni og áhuga almennra félagsmanna. Sú gagnrýni hlýtur eðli sínu sam kvæmt að vera góðgjörn, en hún þarf að vera vakandi og athugul engu að siður. Og í sambandi við stórfyrirtæki þarf sérstaklega að gefa gaum að því, að menn eigi þess kost almennt að vita skil á rekstrinum. En þó að þetta sé nefnt, er það einkum áminning til sam vinnumanna almennt, að sofna ekki á verði og svíkja samtök sín með því að bregð- ast almennum þegnlegum skyldum í þeirra garð. Ef fé- lagsmennirnir gera það, er samvinnufélagsskapurinn heil brigður og veitir almenningi miklar raunverulegar kjara- bætur. íslenzkir samvinnumenn eiga eftir að samlaga skipulag sitt og hreyfingu þjóðfélags- háttum og ástæðum á mörg- um sviðum, svo sem eðlilegt er. Öll borgarmenning er í mót- un hér á landi og samvinnu- hreyfingin er alltaf að nema ný lönd og gera nýjar tilraun ir ef svo má að orði kveða. Þegar svo er ástatt kemur margt í ljós, sem reynslan ein getur sannað og kennt. Með hverju ári sem liður, eykur ERLENT YFIRLIT: Á fundi með ný-nazistum Höfðiiigjarnir f Bonn soííja að Renior sé bara nfoinlauN og áhrifalaus götustrákur. — Hann doilir á alla, oj»' sogir að þýzka þjóð in hafi aldrei vorið si^rnð. Undanfarið hafa borizt fréttir af samtökum ný-nazista í Þýzka landi. Flokkur þeirra þótti sig ursæll í kosningum í Saxlandi en litlu síðar var leiðtogi þeirra, Remer herforingi, dæmdur í fjögra mánaða fangelsi fyrir ó- sæmileg ummæli um Adenauer. Norska blaðið Verdens Gang birti nýlega fréttabréf um þessa hreyfingu frá Odd Eidem sendimanni sínum og fer frá- sögn hans hér á eftir: Það var siður í varnarsveitum Þjóðverja að nota ávarpið fé- lagi, og mér er sagt að það sé fallegur siður. Ég stend and- spænis tilkynningu um það, að félagi Remer muni flytja ræðu í kvöld. Það er þá orðið heimilt að kalla hershöfðingja félaga. 1 kvöld ætlar hann að tala við hina félagana. Remer kom mjög við sögu þegar Hitler var sýnt banatilræði 1944. Hann vann að því, að kveða það samsæri niður. Nú hefir hann aftur látið á sér bera, svo að nafn hans hefir flogið um allan heim. Hann er helzti talsmaður ný-nazista og það sýndi sig, að í Neðra-Sax- landi hafði hann 400 þúsund kjósendur bak við sig. Varð þetta mönnum til hréll- ingar? Hinir ábyrgu menn í Bonn brosa rólega í kampinn að fávísum útlendingum, sem hafa áhyggjur af þessu og finnst þeir illa þekkja þýzka þjóðar- sál. „Maðurinn er meinlaus götu strákur", segja þeir og formaður þessarar hreyfingar, Fritz Dorls, hefir yfirleitt enga þýðingu. Remer og Dorls hafa enga þýðingu. Það er gott að heyra. En 400 þúsundir manna eru nú samt sem áður flokkur og þeir búa í litlum hluta Þýzkalands aðeins. Á fundarstaðnum glymja her- göngulög úr gjallarhornunum. Það er þjóðhátið í Þýzkalandi, sex árum eftir að heimsstyrjöld er lokið. Hljómleikarnir eru látn ir heyrast í kilómetra fjarlægð. Við ætlum að hlusta á götu- strákinn, sem svo er kallaður í Bonn. Fyrir framan dyrnar standa ungir menn í röðum. Þeir hafa merki flokksins á handleggnum. Andlitin eru veð urbitin. Menn standa óþreyju- fullir í biðröðum. Það minnir á þegar mest er sótzt eftir að komast inn á knattspyrnuvelli á Norðurlöndum. Aðgangurinn kostar aðeins 20 pfenninga. Bak við ræðustólinn er fán- um raðað. Flokksmenn sitja í hverri röðinni bak við aðra. Þeir horfa rólegum hermannsaugum á samkomugesti. Salurinn fyll- ist. Átján hundruð manns bíða átekta. Það er sagt, að 400 hafi orðið frá að hverfa. Hark heyr- ist úti fyrir dyrum. Einhverjir æpa og sá kvittur heyrist, að komið hafi til ryskinga. Svo þagnar allt. Hljómsveitin leikur „Preuss- ens Gloría“. Þegar því lagi er lokið, lyftir hljómsveitarstjór- inn höndum á ný og nýir tónar berast okkur að eyrum. Hvað er þetta lag? Eg þekki það ekki. Dökkhærður ungur maður með haukfrán augu er allt í einu kominn í ræðustólinn. Hann rétt ir höfuðið hátt og opnar munn inn og eftir merki hljómsveitar | stjórans byrjar hann að þylja. Fingurnir sveiflast meðan hann mælir fram eftir hljóðfalli hljómsveitarinnar. Hann syng- j ur blóðmessu. Orðin hafa dul- rænan blæ eins og miðalda- kvæði. Hann vegsamar hina dauðu. Ó, látnu hermenn! Blóð, dauði. Blóð og dauði. — Þetta segir hann aftur og aftur. Orðin streyma hægt eins og hraun, sem vellur úr gíg. Áhrifin af blóðmessunni síast inn í hug- ann. Fólkið stendur á öndinni. Maðurinn með valsaugun lýkur máli sínu með þessum orðum: Deutschland wird immer und immer bestehen! (Þýzkaland lifir og það mun alltaf lifa). Hann lýtur höfði. Augnablik er allt hljótt eins og í kirkju. Svo brjótast tilfinningarnar fram, loftið fyllist af ópum. Það er hrópað í takt: Sieg heil! Sieg heil! (Mæl heill!) Maðurinn með valsaugun tal- ar. Hann verður oft að gera hlé á máli sínu vegna hrópa þeirra áheyrenda, sem ekki geta hamið hrifningu sína. Hann deiiir á stjórnina í Bonn. (Hvers vegna talar hann nú allt í einu um handsprengjur? Ég skil ekki sambandið.) Hann vegsamar þýzku konuna. Alltaf hefir hún verið fær um að fórna. Hún bar oss fram í siðasta stríði. Hann minnir áheyrendur á Maríu Lovísu drottningu, sem fórnaði sínu gullna hári á altari föður- landsins. Nú fóru enn örlaga- tímar í hönd. Hann lyfti hönd- um og hrópaði: Lifi hið dýrlega þýzka fööurland vort! Eftir nokkra þögn mælti hann svo lágt að varla mátti heyra: Nú talar Remer félagi vor. Við réttum úr okkur og horf- um. Enginn sést. Jú. Maður gengur hægt að ræðustólnum. Það er sá, sem þeir kalla götu- strák. Það er eins og hann heyri ekki ópin og klappið, sem á að hylla hann. Hann horfir beint fram undan sér. Það er eins og hann geri bæn sína og biðji um kraft. Svo lítur hann á okk ur. Hann virðir áhorfendur ró- lega fyrir sér. Hann byrjar með lágri röddu og bældri tilfinn- ingu. Remer hefir karlmannlegan hermannssvip, róleg augu og stálhart bros. Hann ber hendurn ar rólega eins og sá, sem vanur er að skipa fyrir. Hann var yngst ur allra hershöfðingjanna og er nú 39 ára. En þessi ró stendur ekki djúpt. Ólgan getur þá og þegar brotizt út i máli hans. Leyndardómurinn við ræðu- mennsku hans er þetta sam- bland af ólgu og ró. Hann hefir mál sitt á því, að segja, að „óvinir vorir kalla oss bjána, nazista eða moskvumenn. Otto Ernst Remer. Þeir kalla oss landráðamenn". Það leynir sér ekki, að Remer hershöfðingja er mikið í hug, þegar tal hans berst að tilræð- inu við Hitler 1944. Þar fór hann sjálfur með höfuðhlutverk. Ég stend hér, segir hann, sem hermaður með hreina sál og frammi fyrir þjóð minni ber ég ábyrgð á því, sem ég gerði, þeg ar reynt var að myrða foringj- ann. Ég myndi gera hið sama aftur, ef ég stæði í sömu spor- unum í dag. Þessari síðustu setn ingu slöngvar hann fram af miklum krafti og samkoman tek ur undir með dynjandi ópum. Þegar hljóð fæst heldur hann rólega áfram. Það er munur á drottinssvikum og landráðum. Á friðartímum er hægt að steypa einvaldshöfðingja af stóli, án þess að vera landráða- maður. í því tilfelli má tala um drottinssvik. I stríði getur her- maður ekki risið gegn yfirboðara sínum. Þá væru drottinssvik og landráð eitt og hið sama. 1944 voru uppreisnarmennirnir land ráðamenn. ✓ Þessum skýringum er tekið með þögn. Menn fylgjast varla með skýringum herforingjans. (Framhald á 6. síðu * samvinnuhreyfingin á þann hátt dýrmætum skerf við reynslu sina. Til eru þau héruð á þessu landi, þar sem samvinnuhreyf ingin hefir mótað fólkið og öll samskipti þess og hugar- far. Sú þróun heldur áfram og á eflaust eftir að láta til sín taka í miklu ríkari mæli á komandi tímum en hingað til. Samvinnuhreyfingin er enn vaxandi hreyfing um all- an hinn frjálsa heim og stend ur hvarvetna föstum fótum, þar sem hún hefir einu sinni numið land. Og hér á íslandi á hún vaxandi fylgi að fagna. í sveitum og kaupstöðum set- ur þjóðin traust sitt á sam- vinnuskipulagið í vaxandi mæli og þangað leitar hún réttlátra skipta og réttlátra sambýlishátta. Raddir nábúanna Alþbl. segir sjálft frá hugar fari sínu í garð bændastéttar innar á þennan veg: „Alþýðublaðinu dettur ekki í hug að vanmeta starf bænda stéttarinnar. Alþýðuflokkurinn hefir lagt lið öllum þeim mál- um, sem hann hefir talið henni til heilla. Hann vildi gjarna hafa aðstöðu til að leggja bændastéttinni meira lið en hann hefir getað og getur. En Alþýðublaðið hikar ekki við að krefjast þess, að verðlagning landbúnaðarafurðanna hlýti lögum og settum reglum neyt enda og framleiðenda. Og það telur hneyksli, að ólögleg hækk un á lífsnauðsynjum almenn- ings í landinu sé notuð sem hefndarráðstöfun gegn verka- lýðnum og vinningur í póli- tísku happdrætti afturhalds- flokkanna á þessu eða hinu landshorninu eins og nú virðist vera ætlunin. Og Tíminn ætti að spara sér allt sjálfslof um ást á bænda- stéttinni og stuðning við hana. Bændur eiga samleið með öðru vinnandi fólki i landinu, en það ætti að verða þeim hvöt þess að hafna forustu og for- sjá þeirra, sem vilja hafa fram færi af þeim, en hika ekki við að bregðast trúnaði þeirra, ef þeir telja þaö leik á borði sjálfra sín“. Það skal tekið fram, að þetta stendur í forustugrein blaðsins en ekki í „Brotnum pennum“. Fleiri eru nú fyndn ir en Loftur. Rökvillur Þjóðviljans Þjóðviljinn leiðir hjá sér aff svara spurningum Tímans í sambandi viff þaff, aff verff- fella framhfiðslu þe'irra bænda, sem mikið framleiffa, en segir hins vegar „en hitt er þó aðalatriðið, að af hverj- um mjólkurlítra, sem fram- leiddur .er, fæst ákveðinn gróði“. Þetta er undirstaðan undir hagfræði og stjórnfræffi Þjóðviljans. Hér er veilan í dæminu. Reynslan sýnir nefnilega, aff það er yfirleitt alls enginn gróði af því að framleiða mjólk. Með því að ætla bónd- anum lægra kaup á vinnu- stund hverja en Dagsbrúnar- verkamanni á mjólkurfram-______ leiðslan að bera sig, án þess að skila gróða. Þetta er kjarni málsins. Þess vegna er öll stjórnfræffi Þjóðviljans ein rökvilla. Hinn ákveðni gróði, sem hann reikn ar með af hverjum mjólkur- lítra er enginn til. Hann er 0. Og það er alveg sama hvort Þjóðviljinn margfaldar þaff, sem ekkert er, meff einum effa fimm. Fimm sinnum núll er núll. Þegar Þjóðviljinn hefir athugað þetta, er tæpast að tvíla að jafn heiðarlegt blaff endurskoði afstöðu sína. Vitanlega er fjárhagsleg af koma kúabúanna misjöfn, svo mörgu, sem hún er bundin, en hér verður að miða viff meðaltalið. Það má líka lengi deila um margt í þeim reikn- íngum. Það má deila um, hvaff sanngjarnt sé að ætla bónd- anum miklu færri krónur en Dagsbrúnarverkamanni til þess að afkoman sé jöfn. En hér skiptir mestu, aff verðlagsrcikningurinn ætlar bcndanum klippt og skoriff Dagsbrúnarmanns afkomu fyrir vinnu sína og engan gróða af framleiðslu sinni umfram það. Reynslan af opinberum bú- um er sú, að hann hefir oft- ast orðið neikvæður gróffinn af framleiðslu hvers mjólkur lítra. Það hefir verið tap. £ því sambandi má enn minna á kúabú ísfirðinga, sem verka lýðsflokkarnir báðir samein- uðust um að koma úr opinber um rekstri. Það var sannarlega ekki af því, að það væri „ákveðinn gróði“ af að framleiða hvern mjólkurlítra. Það er hægt að komast margvíslega að fáránlegri niff urstöðu með svona reikningi eins og Þjóðviljinn byggir á. Hann getur talað um efnilega menn og þar fram eftir göt- unum, en betur færi að hann Iærði að halda sér við um- ræðuefnið sjálft. En ef Þjóðviljinn telur enn hagfræðilegan grundvöll und ir kröfum sínum um lægra mjólkurverð til „stórbænda", færi vel á því, að blaðið gerffi grein fyrir því, hvernig þaff | hugsar sér þá framkvæmd. Á bara að miða við þann f jölda 1 mjólkurlítra, sem framleiddur j er á búinu, án tillits til þess, ; hver kúaf jöldi og reksturs- . kostnaður er? Eða á að miða | við kúafjöldann, þannig að stefnt verði að því að kaupa kýrnyt á föstu verði, án tillits til þess hvort hún er 2000 eða , 4000 lítrar? Um þetta spyrja I menn að vonum. Þeir, sem kunna að taka svo mikið j mark á Þjóðviljanum, að þeim detti í hug að hann meini sjálfur eitthvað með þvl 1 (Framhald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.