Tíminn - 30.06.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.06.1951, Blaðsíða 3
144 blað. TÍMINN, laugardaginn 30. júni 1951. .f aíj 3. 12 ára dreng fórnað miklar pyndíngar Sex ættarhöfðiiig'jar ákærðir fyrir tráar- morð og glæiisamlog'a iöknn hclgisiða Sex afríkanskir ættarhöfðingjar í Swazííanöi eru ákærð- ir fyrir það að hafa myrt tólf ára gamlan dreng. Var dreng- urinn bundinn við tré í níu mánuði, en súVan drepinn með öxi og vasahníf, og blóð hans tekið til Iyíjagerðar. Dreng- urinn var sonur eins hinna ákærðu höfðingja, og er hér um fórn að ræða, samkvæmt afríkönskum trúarbrögðum. Einn höfðingjanna, gamall og gráhærður, Mapostili að nafni, skýrði frá því fyrir rétti, að ákvörðunin um fórn drengsins hefði veríð tekin fyrir tveim árum. Þegar drengnum hafði verið fórnað, var blóð hans sett í krukku, en meðllmir kynþáttarins i drukku síðan af sér til hug- ! rekkis. Helgiathöfn við pottinn. Maspostili skýrðj emnig frá þvi, að geit hefði verið drep- in um leið, hlutj úr barka hennar tekinn og blandað við hold drengsins, er töfralækr,- ir setti höfuð diyngsins í leir- pott, ásamt nokkru af holdi hans. Síðan var potturinn settur yfir eld og höfðinginn andaði að sér gufunni, sem upp af steig, og hið sama gerðu þegnar hans og dyfu fingrum sinum í pottinn og sleiktu þá. Síðan spýttu þeir til jarðar, fyrst í þá átt, er sólin kemur upp, og síðan í sóiarlagsátt. Að síðustu stukku allir yfir pottinn. Að lokum var bakað brauð, og allir neyttu af holdi drengs ins með því. | 1 .1 i............ Styrkur til vinnu- málanáms Alþjóðavinnumálaskrifstof- an mun veita einum manni frá hverju aðildarlandi stofn unarinnar, þar á meðal ís- landi, ökeypis dvöl og ferða- kostnað í 3—6 mánuð; utan heimalands síns til þess að kynnast ýmsum greinum fé- iagsmála og vinnumála — vinnulöggjöf, vinnumiðlun, verkkennslu og aðstoð við stöðuval, almannatryggingar, öryggsráðstafanir og eftirlit á vinnustöðum, heilbrigðis- mál verkamanna og fleira. Umsóknir ber að senda fé- lagsmálaráðuneytinu eigi síð ar en 10. júlí, og sé umsækj- andi innan 55 ára aldurs, heilsugóður og hafi háskóla- menntun eða tilsvarandi: þekk ingu og reynslú í starfi við þau mál, sem fránn ætlar að kynna sér. Hressingarheimili Nátt úrulækninga- félags Islands M övikud. 20. júní opnaði Náttúrulækr.ingafél. íslands hresslngarheimill sitt, sem það starfrækir í sumar í kvennaskolanum í Hvera- gerði. Sumarheimili þetta er fyrsti vísirinn að væntanlegu he Isuhæli , sem félagíð hyggst aö koma upp óg er m. a. ætlað sjúldingum í aftur- bata. Hefir allmikiö veriö rætt og ritað um hina brýnu þörf á slíku aíturbatahæli, sem mundi létta mjög á hin- um ofhlöðnu sjúkrahúsum. Jónas Kristjánsson lækn r hefir yfirumsjón með sumar heimilinu og skoðar dvalar- gesti, er þeir koma, og aftur, er þeir fara. Fæð-ð er ein- göngu xnjólkur- og jurtafæði, bæði hrátt og soðið, svo sem grænmeti allskonar og heitir grænmetisrétt r, nýmjólk, súr mjólk, skyr og ostar, þurrkað ir ávextir, spírað korn og spír aðar baunir o. s. frv. Starfs- stúlkur mala rúg og hveiti í litilli he miliskvörn og baka sjálfar öll brauð. Mikil eftirspurn er eftir vist í hressingarhe'milinu, sérstak lega eftr minni herbergjun- um. Eru það bæði sjúklingar og aðrjr, sem vilja kynnast mataræðinu, eða „læra át:ð“. Enn fremur hefir verið beðið um lausar máltíðir, og verður reynt að afgreiða þær, eftir því sem aðstæður leyfa. Fyrirspurnum um hress'ng- arheimilið er svarað í skrif- stofu N.L.F.Í., Laugavegi 22, sími 6371, og tekið þar á móti pöntunum um dvöl. ATHUGASEMÐ Fyrir skömmu flutti ég er- indi í útvarpið um huliðsver- ur. Það var óhjákvæmilegt að segja frá ýmsum hlutum furðulegum, sem dulfræðing ar telja s g vita um þessi efni, og mátti búast við, að sumt af því yrði misskilið og mis- túlkað, enda hefir sú orðið raun n á. í Tímanum 26. þ. m. er sagt frá þessum fyrirlestri (( rammagrein á 1. síðu), og kennir þar missagna og mis- skilnings, sem ég tel mér skylt að leiðrétta. Sagt er, að ég haf: m. a. talað um „huldu- fólk og náttúruanda“, eins og þar sé um tvo aðgreinda veru fJokka að ræða. En það var skýrt fram tekið i fyrirlestr- inum, að verur þær, sem í íslenzkri þjóðtrú eru nefndar „huldufólk“, myndu vera sömu verur, sem dulvís'nda- menn kalla „náttúruanda“. Enn fremur segir í klausunni, að fyr rlesarinn hafi sagt, að liann þekki fólk, er sér leiki grmur á að verið hafi náttúru anöar. Hér er ekki rétt hermt. Komizt var að orði á þessa leið: „---mera að segja þekki ég félk, sem grunur Ieik ur á (ekki: sem mér leikur grunur á), að verið hafi nátt úruandar“ etc. Þetta breyt r allmiklu. Um þetta fólk er sagt, að það sé stundum „dá- lítið óútreiknanlegt og óábyrgt“, ekki alltaf, eins og gefið er í skyn i greininni. Fyrrlestrar um dulræn efni, eins og sá, er hér um ræðir, eru ekki vel til þess fallnir að vera gerðir að blaða mat, en sé það gert, má auð- vitað ekki m nna vera en að rétt sé hermt frá efni þeirra. Tel ég þó víst, að í þessu til- felli hafj ekki verið um v-lj- andi missagnir að ræða, held ur ónákvæma eftirtekt, og er reið laust af mér. Grétar Fells. Samnorræna sundkeppnin Ávarji írá laiidsncfndiniii Nú eru aðeins eftir 12 dag- ' ar þar til hinni Samnorrænu [ sundkeppni lýkur hér á landi. Til þessa er eigi hægt að segja annað en að keppnin hafi gengið að óskum. Þjóðin hefir í heild tekið henni vel. Allir sundstaðir eru notaðir. Meira að segja hafa þrír gaml ir sundstaðir verið teknir aft- ur í notkun og ein torflaug verið byggð. Aðsóknin til sund staðanna hefir verið meiri og almennari en dæmi eru til hér á landi. — Sérstaklega hefir kvenfólkið aukið sókn sína til sundstaöanna. Margir sundstaðir hafa kom ið á eða aukið sérstaka kvenna tíma og hafa þeir alls stað- ar yfirfyllzt. ísfirðingar höfðu sett sér að ná 700 þátttakendum. Af þeirri tölu átti kvenfólkið að ná 300. Þær hafa nú náð 260. Að sundhöll Reykjavíkur hefir aðsókn kvenna þrefald- ast. — Einn daginn sóttu 2400 manns Sundlaugar Reykja- vikur, 900 sundhöllina og 500 komu i Nauthólsvíkina. Frá sundlaugarlausum byggðarlögum hefir fólk far- ið í stórum hópum langan veg til sundlauga. T. d. hafa Eyr- bekkingar farið margar hóp- ferðir til Hveragerðis og 70 íbúar þegar lokið keppninni. í Höfn í Hornafirði, þar sem synt er í kaldri tjörn, hafa 25 tekið þátt í keppninni. Mörg samhljóða dæmi mætti nefna frá öðrum byggðalögum og sundstöðum — Af einstökum hreppum er þátttakan almennust, eða um 30% 1 Biskupstungum, Skeið- um, Hrunamannahreppi og í Mosfellssveit. — Árnessýsla mun vera hæst af sýslum, en Ólafsfjörður af kaupstöðum. Hvað sem sigri í keppr.inni líður, þá hefir þegar verið' unninn stór sigur af þjóðinni með þessari auknu sundsókn. Þing hins norræna sund- sambands setti íslandi hæstu jöfnunartöluna, þ. e. 10,000, eða rúm 7% íbúatölu þjóðar- innar. — Hinar Norðurlanda þjóðirnar hlutu jöfnunartölur sem hér segir: Svíþjóð 150.000 eða 2,14% fbfia Finnland 105.000 — 2,63% — Noregur 35.000 — 1,93% — Danmörk 40.000 — 0,95% — Landssundnefndin hefir.á- ætlað þjóðinni aðra tölu. — Eftir fyrstu 20 dagana náð- ust 36,6% þeirra tölu, en nú að loknum 37 dögum 70%. — Tekst þjóðinni á þeim 13 dog um, sem eftir eru, að fylla, mælirinii? Landsnefndin ef- ar ekki að það takist. Hún. veit að margir eru við sundiðk. anir og þeim tekst flestum að synda 200 metrana. Hún treystir því að þeir mörgu, sem enn hafa dokað við með þátttöku, komi til keppninn- ar. Nefndin hefir reynsiu fyr ir því, að margir hafa efast um sundfærni sína og hafa beðið með að gera tilraun þar til þeir sjá hversu jafningj- um tekst til. Hún treystir því að hinir yngri, sem eru of margir eftir enn með þátt- töku, komi, er þeir sjá hve vel' hinir eldri hafa lagt sig' fram, já, meira að segja blincl ir, lamaðir og fatlaðir. Æskunni er enn treyst, — til þesa hefir hún látið bíða um of eftir sér. Vér vitum, að þessar síð- ustu tvær vikur muni aðsókn (Framhald á 6. siðu.) V/.V.V,V.V.V.V.V.V.V.,.V.,.,.V.V.V.V.V:,,.V,V.,,V.V.V.V.V1/VIA,.V.V.,.V/AV.V///. Breiðadalsheiði vestra opnuð Frá fréttaritara Tímans í Dýrafirði. Sólskin og blíða er hér um slóðir dag hvern en sífellt þíurrviðri, svo að tefur mjög sprettu. Byrjað er að slá smá bletti á Þmgeyri, en nokkuð mun enn líða, þar til sláttur getur hafizt almennt í hérað inu. . - Verið er nú að ryðja snjó af veginum yfir Breiðadals- heiði og er gert ráð fyrlr, að heiðin verið opnuð til bif- re:ðaumferðar í dag. Satt og ýkt - kírani sögur um kunna menn Satt og ýkt heitir rúmlega hundrað blaðsíðna kver, sem Gunnar M. Magnúss rithöf- undur hefir tekið saman en Leiftur h f. gefið út. Hefir kverið að geyma gamansögur, sem höfundurinn hefir safn- að um Árna Pálsson prófess- or, séra Bjarna Jónsson, Gest á Hæli, Jóhannes Kjarval, Jónas Jónsson frá Hriflu, Ól- af í Þjórsártúni og Tómas Guðmundsson. Margar þessar sögur eru á vörum almennings, svo að menn rekast hér á gamla kunningja, en þó munu flest- ir finna hér margt nýtt, sem þeir hafa ekki heyrt áður, en j afnframt sakna naargrá sagna, er þeir kunna sjálfir. BÆNDUR! I í Þar sem ég er uppalinn í sveit, þekki ég af eigin raun, hvílíKt vandamál upphitun íbúðarhúsanna er er i flestum tilfellum. Mér er það því mikið gleðiefni að geta nú, eftir ýtarlegar tilraunir, boðið ykkur þenn an olíukynta miðstöðvarketil, sem er allt 1 senn: Ódýr, sparneytinn og öruggur í notkun. Þrátt fyrir sívaxandi dýrtíð er verð katlanna aðeins sem hér segir: Ketill A fyrir 60—70 m-’ einlyft hús .... kr. 2.200,00 Ketill B fyrir 60—100 m- einlyft hús .... — 2.600,00 Ketill C fyrir meöalstórt tvílyft hús .... — 3.000,00 Hverjum katli fylgir reykrör með sjálfvirkum sog- stilli, einnig öryggistæk; af mjög fullkominni gerð, sem algerlega eiga að fyrirbyggja eldhættu af völdum ketilsins. Þetta hvorttveggja er innifalið í verðinu. Ef borgun fylgir pöntun eru katlarnir sendir kaup- endunum að kostnaðarlausu á allar venjulegar við- komuhafnir strandferðaskipanna. Eins og að undan- förnu framleiði ég minar, velþekktu olíukyndingar fyrir eldavélar og miðstöðvarkatla. Verð með tilheyr- andi öryggistækjum kr. 750,00. — Einnig afgreiði ég sérstök öryggistæki. Verð þeirra er kr. 400,00. — Einn- ig baðvatnsgeyma af fullkomnustu gerð sem hér þekk- ist. Verð á 100 1. geymi kr. 800,00. s I Fyrirspurnum svarað um hæl. Pantanir afgreiddar greiðlega. Geymið auglýsinguna. KonráS Þorsleinsson, Sauðárkróki. ■1 ■.■.■AV.V.V.'.^V.V.V.V.V.W.W.WAVW.'AW.V.V.V.V.VtV.W.V.V.V.V.V.V.V.V.’l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.