Tíminn - 30.06.1951, Blaðsíða 5
144 blað.
TÍMINN, laugardaginn 30. júní 1951.
8
tmw
Lauqurd. 30. iiiní
ERLENT YFIRLIT:
Olíudeilan í íran
Sauikoninla^ i*'t‘íur nást enn, þótt horfnrn
ar séu orðnar ísky^iU‘!*ar
Árásirnar á Benja-
mín Eiríksson
Síðastliðið mánudagskvöld
ílutti dr. Benjamín Eiríksson
útvarpserindi, þar sem hann
m. a. ræddi um seinustu kaup
samninga milli verkalýðsfé-!
laganna og atvinnurekenda.'
Erindið var algerlega fræði- j
legt og laust við allar ádeilur j
á einn eða annan. Væri gott
til þess að vita, ef útvarpið
léti þetta verða úpphaf á þeim
sið, að fá öðru hvoru hlút-{
lausa fræðimenn til að flytja
yfirlitserindi um einstaka j
þætti fjárhagsmálanna. Það
gætj orðið til þess, að almenn
ingur gæti betur áttað sig á
því moldviðri, sem ýmsir öfga
menn þyrla oft upp um1
þessi mál.
Svo kynlega bregður við, að
aðalmálgögn stjórnarandstæð
inga, Alþýðublaðið og Þjóð-
viljinn, ýfast mjög út af
þessu erindi 'Benjamíns og
snúa bæði geiri sínum gegn
honum í forustugreinum sín-
um í gær. Lítið er þó að finna
af rökræðum í þessum skrif-
um þeirra, en þeim mun meira
af persónulegum dylgjum og
áreitni i garð dr. Benjamíns.
Það verður vissulega ekki
annað sagt, en að þessi á-
reitni stjórnarandstöðublað-
anna við dr. Benjamín sé í
fyllsta máta ósanngjörn og
óeðlileg. Dr. Benjamín hefir
ekki blandað sér neitt inn í
erjur stjórnmálaflokkanna og
ekki sýnt neínn hug á þvi
að gera það. Hins vegar hefir
hann orðið við þeim óskum
íslenzkra stjórnarvalda að
vera þeim til ráðuneytis, er
þau hafa óskað þess, og hefir
sú viðkynning orðið til þess,
að hann hefir nú verið
ráðinn ráðunautur ríkisstj’órn
arinnar í fjárhagsmálum.
Starf sitt hefir hann unnið
og vinnur á alveg ópólitísk-
um grundvelli og miðar til-
lögur sínar við það, er hann
telur hagkvæmast og réttast,
hvort sem það kemur einum
eða öðrum flokki betur eða
ver. Ætti það vissulega að
geta gert mikið gagn að láta
óháðan fræðimann fylgjast
þannig með gangi fjárhags-
málanna, segja um hann kost
og löst og gera tillögur til leið
réttingar.
Það mætti vera jafnt stjóm
arandstæðingum sem stjórn-
arsinnum fagnaðarefni, að
Benjamín hefir tekið þetta
starf að sér. Hann er ekki
aðeins lærðasti fræðimaður,
er við eigum nú á þessu sviði,
heldur nýtur mikillar viður-
kenningar erlendis. Þar hef-
ir honum verið sýndur mik-
ill trúnaður og mátti þó
vænta meiri frama. í því
starfi, sem hann gegndi þar,
hafði hann mjög há laun
eftir íslenzkum mælikvarða og
naut skattfrelsis sem starfs-
maður alþjóðlegrar stofnunar.
Þetta starf hefir, hann yfir-
gefið og þær framavonir, sem
við það voru bundnar, til
þess að geta unnið hér heima,
þótt launakjörin væru miklu
óhagstæðari. Ástæðan var sú,
að hann kaus heldur að vinna
að íslenzkum málum og helga
íslandi krafta sína en að
starfa á erlendri grund. Hann
Horfur eru nú á, að til stórra
tíðinda geti dregið þá og þégar
í olíudeilunni í íran. Deilan er
nú komin á það stig, að ekki
getur þurft mikið út af að
bera til þess, að hún leiði til
alvarlegustu átaka. Það mun að |
likindum reyna mikið á stiórn
málahyggindi Breta næstu vik- ‘
urnar, ef þeim á að auðnast
að halda fram máli sínu, án
þess að til alvarlegra atburða
komi. Svo mjög er treyst á
hyggindi Breta, að enn er ríkj-
andi veruleg trú á friðsamlega
lausn deilunnar, þótt horfurn- '
ar séu vissulega ískyggilegar og
ekki hafi neitt gerzt að undan-
förnu, er bent geti til friðsam-
legrar lausnar,' nema síður sé.
Vel getur þó svo farið, að
þessar vonir bregðist, því að deil
an er komin í það hórf, að smá- |
vægilegir, óvæntir -atburðir
geta orðið til þess að koma
henni inn á nýjar og óheilla-
vænlegar brautir.
Forsagan.
Óþarft er að rekja hér for-
sögu þesarar deilu, nema í höf-
uðdráttum, því að það hefir ver
ið gert oft áður. Það voru Bret- j
ar, er fyrstir hófu oiíuvinnslu
í íran og hafa komið. henni í
það horf ,sem hún er nú í. Ár- ■
ið 1933 var gerður samningur
til 60 ára milli írönsku stjórn-
arinnar og Anglo-Iranian olíu-
félagsins, en brezka ríkið á
meira en helming af hlutabréf-
um þess. Samkvæmt þessum
samningi skyldi félagið gegn
vissu gjaldi hafa einkarétt til
olíuvinnslu í Iran á helztu olíu-
lindasvæðunum í suðurhluta
landsins. Gjald þetta var ákveð
ið svo ríflegt, að það nemur nú
helmingi af öllum ríkistekjum
írans.
Eftir síðari heimsstyrjöldina
var þó viðurkennt af félaginu,
að gjald þetta mætti verða
hærra og náðist samkomulag
mili þess og stjórnarinnar um
verulega- hækkun þess. Þingið í
íran fékkst hins vegar ekki til
að staðfesta samninginn, því að
kröfur um þjóðnýtingu olíulind-
anna fóru þá sívaxandi. Nýr
skriður komst á málið í vetur,
þegar forsætisráðherra lands-
ins, sem var hlynntur nýja samn
ingnum, var myrtur. Þjóðnýting
arstefnunni óx þá skyndilega
fylgi, enda munu margir þing-
menn hafa óttast um líf sitt,
ef þeir veittu henni ekki lið-
veizlu. Niðurstaðan varð sú, að
þingið samþykkti að þjóðnýta
eignir Anglo-Iranian-félagsins
og nokkru síðar var Mossadegh,
foringi þjóðernissinna, skipað-
ur forsætisráðherra stjórnar, er
skyldi sjá um framkvæmd þjóð
nýtingarinnar.
Bretar hafa síðan deilan
komst á þetta stig, hvað eftir
annað boðið upp á viðræður og
samninga, en þeim hefir jafnan
verið hafnað. Þó féllst stjórnin
á það að ræða við fulltrúa frá
olíufélaginu í seinustu viku.
Þeir buðu af hálfu Breta stór-
hækkaða leigu og að Bretar
skyldu viðurkenna þjóðnýting-
una gegn því, að íranska ríkið
fæli Anglo-Iranian að annast
reksturinn það, sem eftir væri
af samningstímanum. Þessu
hafnaði stjórnin og setti það
sem skilyrði fyrir áframhald-
andi viðræðum, að félagið af-
henti sér 75% af nettótekjum
sínum frá 20. marz síðastl. Þetta
töldu samningamenn Breta óað
gengilegt og slitnaði þá alveg
upp úr frekari viðræðum.
Þjóðnýting hafin.
Eftir að endanlega slitnaði
upp úr þessum viðræðum, hef-
ir atburðarásin orðið hraðari
en áður. íransstjórn lýsti því
þá yfir, að þjóðnýtingin væri
komin til framkvæmda. Jafn-
framt krafðist hún þess að
starfsmenn Anglo-Iranian lýstu
sig starfsmenn hins nýja ríkis-
fyrirtækis og skipstjórar olíu-
skipa, sem flyttu olíu frá íran,
undirrituðu yfirlýsingu þess efn
is, að þeir viðurkenndu eignar-
rétt Iransstjórnar. Þessum síð-
ari kröfum hennar hefir yfir-
leitt ekki verið hlýtt. Skipin
hafa því enga olíu fengið og eru
olíugeymarnir nú óðum að fyll-
ast og stöðvar það olíuvinnsluna
af sjálfu sér. Þá mundi hún einn
ig stöðvast af því, ef hinir
brezku sérfræðingar leggja nið-
úr vinnu, en búast má við, að
þeir geri þá og þegar.
1 Bretlandi hefir talsvert bor
ið á þeirri kröfu, að brezka
stjórnin beitti vopnavaldi til að
tryggja réttindi olíufélagsins.
Þessu hefir stjórnin hafnað.
Hún hefir að vísu sent her-
skip á vettvang, en því er að-
eins ætlað að vernda líf brezkra
borgara, ef þess v.erður talin
þörf. Hins vegar ætla Bretar
ekki að gera neitt til að verja
eignir olíufélagsins. 1 þess stað
hafa þeir skotið málinu til al-
þjóðadómstólsins í Haag og
krafizt þess, að samningsrof
Iransstjórnar verði dæmt ógilt.
Osannindi Mbl. um
raforkumálin
Morgunblaðið birtir forustu
grein í gær, þar sem hrúgað
er saman meiri ósannindum
um raforkumálin en trúlegt
var að hægt væri að koma
saman í stuttrj blaðagrein.
Kjarninn í þessum ósann-
indavaðli Mbl. er sá, að Sjálf
stæðisflokkurinn hafi haft
alla forustu í rafvirkjunum
hér á landi, en Framsóknar-
flokkurinn hafi verið kyrstöðu
flokkurinn í þeim málum.
Hann hafi meira að segja rof
ið þingið 1931 til þess að
hindra framkvæmd Sogsvirkj
unarinnar!
Hér er sannleikanum alveg
snúið við. Þingrofið 1931 áttt
rætur að rekja til kjördæma-
skipunarinnar, eins og aliir
vita. Sjálfstæðisflokkurinn
var líka síður en svo fylgjandl
virkjun Sogsins á þeim tíma,
því að um líkt leyti sam-
þykkti hann í bæjarstjórn
Reykjavíkur, að viðbótarvirkj
un við Elliðaárnar væri alveg
nægileg. Það var Sigurður
Jónasson, sem hóf baráttuna
NAVAB SAFAVI
leiðtogi ofbeldissamtaka þjóð-
ernissinna í íran, er myrtu
forsætisráðherrann í vetur.
Iransstjórn hefir neitað að
verja málið þar, þar sem hér sé
um innanlandsmál, en ekki
milliríkjamál að ræða.
Orðaskipti deiluaðila.
Rök Breta eru þau, að hér
sé ekki um rétt íransstjórnar
til þjóðnýtingar að ræða, held
ur snúist deilan um það, hvort
samningar við erlendan aðila , , . ... , , „ .
skuli haldnir. Hvert einstakt 1 bæJarstJ°rninin fyrir virkj-
ríki geti framkvæmt þjóðnýt- un Sogsins, en Sjálfstæðis-
ingu að vild sinni, ef það brjóti menn þar voru á móti henni
ekki í bága við milliríkjasamn- meðan þeir gátu og þorðu.
inga. Þá tekur brezka stjórnin Þeir breyttu fyrst um stefnu,
það fram, að hún sé fús til að þegar Hjalti Jónsson hótaði
yerða við öllum sanngjömum haustið i932 að gera banda-
óskum Iransmanna, en þeir
verði þá að koma málum sín-
lag við Alþýðuflokkinn
°g
um fram eftir samningaleiðinni, i Framsóknarflokkinn um að
en megi ekki beita ofbeldi. | aJ°sa Sigurð Jónasson sem
Iransstjórn ver sig einkum borgatstjóra, ef Sjálfstæðis-
með því, að olíufélagið hafi fé- j flokkurinn félli ekki frá and
flett þjóðina á undanförnum stöðu sinni gegn Sogsvirkjun
áratugum og slíkt sé ekki hægt jnni. Segir greinilega frá
að þola lengur. Brezka stjórn-1 þessu { ævisögu Hjalta og hef
in segist ekki neita þessu, en það ir MW aldrei treygt gér tu a#
skipti ekki máli nú, þegar boð'
in séu betri kjör. Það hafi
(Framhald á 7. síðu.)
Raddir nábúanna
í Framsóknarblaðinu 27. þ.
m. birtist grein eftir Helga
Benediktsson um skuldaskil
útgerðarinnar. í greininni er
því m. a. lýst, að margir ein-
staklingar og smáverzlanir,
sem hafa átt viðskipti við út-
gerðina, tapi verulegu fé á
skuldaskilunum og sé það illa
farið. Síðan segir:
mótmæla því.
Samt er Mbl. svo óskamm-
feilið, að það eignar Sjálf-
stæðisflokknum forgönguna
um virkjun Sogsins. Sama firr
an er það, þegar Mbl. er að
eigna Sjálfstæðisflokknum
lögin um raforkusjóð frá 1942.
Framsóknarmenn voru þá
margoft búnir að flytja frv.
um slíka sjóðstofnun, en
Sjálfstæðismenn tóku hug-
myndina fyrst upp þegar bú-
ið var að vinna henni vin-
sældir. Eina nýjungin, sem
frá þeim kom, var nafnið á
sjóðnum.
Ekki verður þó sagan hag-
„Búast má við því, að sá
háttur, sem á var hafður um stæðari, þegar komið er fram
mun og hafa viljað, að börn
sín yxu upp í íslenzk-
um jarðvegi. Vissulega er það
fagnaðarefni, þegar miklir
hæfileikamenn hverfa þann-
ig heim og hafna betri kjör-
um og þægilegri til þess að
geta unnið landi sínu og
þjóð. Slíkum mönnum ber
sannarlega ekki aö taka í
upphafi sem óvelkomnum
gestum.
Sá boðskapur, sem fólst í um
ræddu erindi dr. Benjamíns
var í fullu sámræmi við hin-
ar þjóðlegu tilfinningar, sem
ráðið hafa mestu um heim-
komu hans. Boðskapur hans
var í stuttu máli þessi: Ef þjóð
in lifir um éfni fram eða eyð-
ir meiru en framleiðslan gef-
ur af sér, gerir það hana
efnahagslega ósjálfbjarga og
háða erlendu gjafafé. Leiðin
til þess að tryggja efnahags-
legt sjálfstæði þjóðarinnár er
að hún eyði ekki meiru en hún
aflar og verða þannig_ óháð
erlendri hjálp. Þjóðin Verður
því að miða kröfur sínar við
afkomu framleiðslunnar og
vinna að bættum kjörum sín
um með því að auka fram-
leiðsluafköstin, en ekki með
erlendu gjafafé.
Það er skiljaniegt, að komm
únistum sé illa við þennan
boðskap. Þótt þeir látist vera
andvígir erlendri aðstoð,
telja þeir sér i raun og veru
hagkvæmt, að þjóðin verði
sem háðust henni. Það sé
þeim vænlegt til pólitísks
framgangs. Þess vegna þarf
engan að undra, þótt þeir
beini orvum sínum að dr.
Benjamín Eiríkssyni. Hins
vegar er erfiðara að skilja af
stöðu Alþýðuflokksins sem er
þjóðlegur flokkur, og veit, að
það byggist fyrst og fremst
á afkomu framleiðslunnar,
hvort hægt sé að bæta lífs-
kjörin og halda uppi þeirri
: tryggingastarfsemi, sem Al-
j þýðuflokkurinn getur þakkað
sér að miklu leyti að hér hef-
ir komið á, en ekki fær stað-
izt ef framleiðslan er ekki
blómleg og vaxandi. í því sam
bandi væri foringjum Alþýðu
flokksins vissulega hollt að
kynna sér skoðanir flokks
bræðra sinna í Bretlandi.
framkvæmd skuldaskila út-
gerðarinnar, verði ekki til þess
að létta og greiða fyrir fram-
tíðarviðskiptum þeirra aðila,
sem með þessum hætti koma
til með að létta á sér skuld-
um, ekki sízt þar sem líka eru
dæmi um það, að til eru þeir
aðilar, sem beinlínis nota
skuldaskilaformið til þess með
ráðnum hug að baka samborg
urum sínum tilefnislaust tjón.
Þegar Jóhann Þ. Jósefsson
fékk með Nýbyggingarráðs-
formennsku sinni aðstöðu til
þess að rassakastast með fjár-
mál útgerðarinnar, gerði hann
víðtæka tilraun til þess að
hafa endaskipti á stórum hluta
útgerðarmanna, og eru þess
nærtæk dæmi, hvernig ráð-
stafanir hans settu fjölda út-
gerðarmanna úr leik, þannig.
að þeir urðu að hætta útgerð. I
stað þess t. d. í Eyjum að
hjálpa útgerðarmönnum að
losna við báta sína, sem ekki
lengur hentuðu hér vegna
stærðar og breyttra ástæðna,
og fá aðra nýja í staðinn með
milligjöf, þá var stór hluti
Eyjaflotans gerður verðlaus.
Nú eru afleiðingarnar komnar
í ljós.“
H. B. segir að lokum, að
það sé ekki þeim að þakka,
er að óhappaverzluninni
stóðu, að hér tókst þó ekki
verr til en raun varð á.
á stríðsárin. Framsóknar-
menn fengu þá skipaða sér-
staka raforkumálanefnd, er
gerði tillögur um heildarvirkj
un fyrir landið og yrði veru-
legum hluta stríðsgróðans
varið til þeirra- framkvæmda.
Þessar tillögur fluttu Fram-
sóknarmenn hvað eftir annað
á þingi, en þær voru jafnan
svæfðar af Sjálfstæðisflokkn
um og bandamönnum hans,
unz samdar voru upp úr þeim
nýjar tillögur, er samþykktar
voru á þingi rétt fyrir kosning
ar 1946, en ekkert var gert
til þess að framkvæma þær.
Öllum stríðsgróðanum var
eytt, án þess að liafist væri
handa um meiriháttar vatns
virkjanir. Fyrst eftir að Fram
sóknarmenn voru komnir í
stjórn aftur og fóru þar með
raforkumálin, var hafist
handa um þær stórvirkjanir,
sem nú er verið að byrja á
við Sogið og Laxá. Á sama
hátt varð þá að vinna að því
að tryggja fé til Andakílsár-
virkjunarinnar.
Þetta eru staðreyndirnar í
sögu raforkumálanna. Sjálf-
stæðismenn hafa þar ekki af
neinu að státa. Þeir börðust
gegn Sogsvirkjuninni meðan
tFramhald á 6. siðu.J