Tíminn - 05.07.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.07.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, fimmtudaginn 5. júlí 1951. 148. blað ')rá kafi tii keiía Útvarptð Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Einsöngur: Tito Gobbi syngur (plötur). 20.45 Dagskrá Kvenfélngasambands íslands — Fréttir Irá landsþingi sambands ins .2110 Tónleikar (plötur). 21.15 Fra útlöndum (ívar Guð- mundsscm ritstjóri). 21.30 Sin- fónískir tónleíkar (plötur). 22. 00 Frétt.r og veðurfregnir. 22.10 Framha d sinfónísku tónleik- anna. 2: .45 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: 20.30 Útvarpssagan: .T’aðir Goriot" sftir Balzac; VII. (Guð- mundur Daníelsson rithöfund- ur). 21.00 Samnorræna sund- keppnin: Ávörp, erindi, upplestr ar og tónleikar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 fþróttaþátt- ur (Sigvrður Sigurðsson). 22.30 Dagskrá..’lok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Hvassafell losar salt á Vestur landi. Arnarfell losar salt á Ak- ureyri. Jökulfell er á leiðinni frá Guayaquil til Valparaiso í Chile. Ríkisskip: Hekla fór frá Reykjavík kl. 20 í gærkvöld til Glasgow. Esja er á Austfjörðum á norðurleið. Herðubreið var á Patreksfirði í morgun á vesturleið. Skjald- breið fór frá Reykjavik í gær- kvöld til Húnaflóahafna. Þyrill fór frá Reykjavik i morgun til Norðurlandsins. Ármann fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vestmannaeyja. Eimskip: Brúarfoss fór frá Hamborg 3.7. til Antwerpen, Hull og Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Reykjavík 26.6. til New York. Goðafoss fór frá Leith 2.7. vænt anlegur snemma í fyrramálið 5.7. til Reykjavíkur. Gullfoss kemur til Reykjavíkur kl. 7,00 í fyrramálið 5.7. frá Kaupmanna höfn og Leith. Skipið kemur að bryggju um kl. 8,00. Lagarfoás fór frá Húsavík 3.7. til Gauta- borgar. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss er í Hull fer þaðan til London og Gautaborgar. Voll en kom til Reykjavíkur 2.7. frá Hull. Barjama fermir í Leith í byrjun júlí til Reykjavíkur. Árnað heilia Hjónaband. Síðastliðinn sunnudag 1. þ. m. voru gefin saman i hjóna- band í „Höjby“ á Norður- Sjá- landi frk. Signe Grönbæk og Erlingur Guðmundsson bygg- ingaverkfræðingur við Sogsvirkj unina. Ungu hjónin eru vænt- anleg til landsins með Gull- faxa 15. þ. m. og verður heimili þeirra austurfrá, við Sogsvirkj- unina. r Ur ýmsum áttum t frásögninni af beði Náttúrulækningafé- lagsins og hreppsnefndar Hvera ! gerðis láðist að geta eins ræðu- mannsins, Gunnars rithöfundar Benedik'.ssonar. Leiðabókin 1951 er ekk; komin, var tjáð manni, sem spurðist fyrir í ferðaskrif- stofunni um áætlunarferðir bíla á Norðurlandi í sumar. Sjálf hafði ferðaskrifstofan ekki heldur á reiðum höndum upplýsingar þær, sem um var beðið. Þetta er slæleg frammi- staða. Það er ekki gott, að leiða- bókin sé ekki komin út í júlí- ; byrjun, en þótt svo sé, hefði | ferðaskrifstofan átt að hafa til- tæk svör um áætlunarferðir bíla. Frá ríkisráðsritara. Á ríkisráðsfundi hinn 3. þ. m. I voru afgreidd þessi mál: I Baldur Johnsen skipaður hér- aðslæknir í Vestmannaeyjum ! frá 1. júlí s.l. að telja. I Pétur Benediktsson skipaður ■ sendiherra íslands í Irlandi. I Karl Frederic skipaður vara- ræðismaður íslands í Seattle i Bandaríkjunum. Staðfest útgáfa bráðabirgða- laga um breytingu á lögum nr, 117/1950, um breytingu á lög- um nr-. 22/1950, um gengis- skráningu, launabreytingar, stóreignaskatt, framleiðslu- gjald o. fl. 4 fírHum tieqii Staðfest útgáfa bráðabirgða- laga um breytingu á lögum nr. 120/1950, um aðstoð til útvegs- manna. Flugþjónusta Loftleiða. í síðastliðnum júnímánuði hafa flugvélar Loftleiða flogið alls 48,738 km. milli 20 flug- stöðva á landinu. Fluttir hafa verið 1970 far- þegar, 20,818 kg. af farangri, 31,742 kg. af vörum og 1,854 kg. af pósti. Við samanburð á þessum töl- um frá því í fyrra sést, að það eru vöruflutningar, er einkum hafa aukizt, því að nú hafa ver- ið flutt rúm 22 þús. kg. af vör- um umfram það magn ,sem flutt var í júnímánuði í fyrra með vélum félagsins. Loftleiðir halda nú uppi föstum áætlunarferðum frá Reykjavík til 15 flugstöðva á landinu. Lestrarfélag kvenna 40 ára. Lestraríélag kvenna í Reykja- vík heldur samsæti að Valhöll, Þingvöllum, í tilefni af 40 ára afmæli félagsins, föstudaginn 20. júli Félagskonur eru vin- samlega beðnar að tilkynna þátt töku sina í síma: 3105 Valgerð- ur Björnsdóttir, 2250 Friede Briem, 2532 Margrét Jónsdóttir, 1671 Ólöf Sigurjónsdóttir, 5906 Arndís Björnsdóttir. Leiðrétting. Sú prentvilla varð í fyrirsögn hér í blaðinu i gær, að aðal- íþróttamót Austfirðinga ætti að vera 2. júlí að Egilsstöðum. Það á að vera 22. júlí. H.f. Eimskapafélag ísiands M.s. ,Gullfoss’ fer frá Reykjavík laugardaginn 7. júlí kl. 12 á hádegi til Leith og Kaupmannahafnar. Tollskoðun farangurs og vega- bréfaeHiríjit b:yírjaf í tollskýlinu vestast á hafnarbakkanum kl. 10y2 f. h. og skulu allir farþegar vera komnir í tollskýlið eigj síðar en kl. 11 f. h. nuniiiittti*" iiiiiamimtiiiiniinania’irtica »mt:atm:»tminHmtwniiiiuHin«:»iiu«a»tmttima»mm»twui»atn« Verðlaunalögin í Danslagakeppni S.K.T.: Stjarna lífs mins, Vala kæra Vala, Dansinn er draumur, Vals moderato, Abbalá, Vor- kvöld og Álfamey, er danslagaheftið, sem beðið hefir verið eftir um land allt. íslenzkur texti með hverju lagi. Aðalútsala: Bókabúð Æskunnar, Reykjavík. Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Síml 7752 Lögfræðistörf og eignaum- sýsla. Þátttakendur f borgfirzku bændaförinrf., komnir heim heilu og höldnu úr ferð um suður- og suðvestur- land, senda fólkinu í þessum byggðum hjartans kveðj- ur og þakkir fyrir ágætar viðtökur. Sérstakar þakkir færum við þeim félögum, sem tóku á móti okkur með frábærri rausn og gestrisni, og ekki síður öllu því góða fólki, er kom til móts við okkur eða fylgdi okkur á leið og gerði þessar móttökur með sérstökum hætti ógleym anlegar. Við samgleðjumst ykkur yfir því með hve mikl um dugnaði og myndarskap þið byggið, ræktið og fegr- ið ykkar fögru byggðir. Búnuðarsambtmd BorqarSJiarðtir. ——————------------------—~ Flugferðir Loí'tleiðir: 1 dag er ráðgert að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferðir), Isa- fjarðar, Akureyrar og Keflavík- ur (2 ferðir). Áætlað er að íljúga til Vestmannaeyja, fsa- fjarðaí’, Akureyrar, Siglufjarð- ar, Sauðárkróks, Hólmavíkur, Búðardals, Hellissands, Patreks fjarðar, Bíldudals, Flateyrar og Keflavíkur (2 ferðir). Flugféla;í Islands: Innanlandsflug: í dag er á- ætlað að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar (2 ferðir), Vest- mannaeyja, Ólafsfjarðar, Reyð arfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Blönduóss, Sauðárkróks, Siglu- fjarðar og Kópaskers. — Frá Akureyri verður flogið til Reykja víkur (2 ferðir), Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Kópaskers. Á morgun eru ráðgerðar flug- ferðir frá Reykjavík til Akur- eyrar (2 ferðir), Vestmanna- eyja, Kirkjubæjarklausturs, Fag urhólsmýrar, Hornafjarðar og Siglufjarðar. — Frá Akureyri verður flogið til Sigiufjarðar og Austfjarða. SUMARLEYFEN Ferðalög eru orðin harla dýr, og fólk, sem býr við lág laun, kvartar að vonum yfir því, að það hafi ekki efni á að nota sumarleyfi sín eins og það hefði kosið. Það kost ar ekkert smáræði að fara úr Reykjavík norður eða austur á land eða til Vestfjarða og kaupa mat og gist- ingu á þeim ferðalögum. ★ ★ ★ Þetta er auðvitað alveg rétt. En það er nú svo, að anægjan af sumarleyfinu er ekkj ævinlega undir því komin, að farið sé sem lengst, þótt ýmsar ástæður geti verið til þess, að fólk vill fara á ákveðna staði, sem stundum eru í mikilli fjarlægð. En eðlileg viðbrögð þeirra, sem ekki er svo ástatt um, ættu að vera þau aö reyna aö gera sumarleyfin sem ódýrust. Það er oft ieit- að langt yfir skammt, og víða eru í nágrenninu staðir, sem vel væru þess verðir að eyða á sumarleyfinu. Það er ekki heldur nauðsynlegt að fara allt í bifreiðum eða flugvéium, heldur er oft bæði gagnlegra og skemmti- legra að ferðasf á hjólúm eða gangandi. Á þann hátt kynnist fólk miklu betur þeim slóðum, sem farið er um, og kemur heim hressara og þróttmeira en úr bílferða- lögum landshorna á inilli. ★ ★ ★ Kostnaði við mat og gistingu í sumarleyfi má líka stilla nokkuð í hóf, ef hagsýni er gætt. Ungu fólki er vorkunnarlaust að sofa í tjöldum um hásumarið, og þaö getur haft með sér að heiman ýms matvæli, hitað sér sjálft kaffi, ef ferðaprímus er með 1 förinni, og dregið verulega úr kostnaðinum við sumarleyfið á þann hátt. Mér er líka nær að halda, að góðir ferðafélagar muni á þann hátt njóta síns sumarleyfis fullt eins vel og þeir, sem ekki sjá annað úrræði en að kaupa hvern bita og sopa 1 veitingahúsum og sofa í dýrum gisti- húsum. — Þetta ættu þeir að athuga, er hafa takmörkuð fjárráð, er sumarleyfið fer í hönd. J. H. Sunnlendingar, athugið! Auglýsingaumboðsmenn vorir eru: Kirkjiibæjjarklanstri Vilkjábnur Valdemarsson, útibússtj. Vík í Mýrdal ÓsJcar Jónsson’ fulltrúi. Ilvolsvelli Stokkseyri Eyrarliakka Sclfossi ,Ólafur Ólafsson, cfo K.R. Helgi Ólafsson, útibússtjóri. Helgi Vigfússon, útibússtjóri. Arinbjörn Sigurgeirsson, kaupmaður. fltkugil! £uhhleH<fiH<jar i / Ef þér þurfið að koma auglýsingu til birtingar í blaðinu, snúið yður til þess umboðsmanns, sem bú- settur er næst yður og mun hann annast frekari fyr- irgreiðslu auglýsinga yðar. Hafið það hugfast, að Tíminn hefir meiri útbreiðslu en nokkurt blað annað á Suðurlandsundirlendinu. — Þess vegna tryggið þér yður beztan árangur af auglýs- ingum yðar í TÍMANUM. Snúið yður með auglýsingar yðar til umboðsmanna vorra Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.