Tíminn - 05.07.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.07.1951, Blaðsíða 3
148. blað TÍMINN, fimmtudaginn 5. júlí 1951. * v 3. Landsmót esperant- ista Annað landsmót íslenzkra esperantista var haldið í Vest mannaeyjum dagana 23. og 24. júní, og sóttu þaö esper- antistar úr Vestmannaeyjum, Heykjavík, Hverageröi og Eyrarbakka. Meðal þeirra var dr. Þorsteinn Þorsteinsson fyrrverandi hagstofustjóri, en hann er brautryðjandi al- þjóðamálsins hér á landi og heiðursfélagi Sambands ís- lenzkra esperantista. Tveir erlendir gestir sóttu mótið, J. Dercks frá Hollandi og frú De Cleene frá Nýja-Sjálandi. Mótið hófst síðdegis laug- ardaginn 23. júní með því, að sunginn var alþjóðasöngur esperantista, La 'espero. Síð- an setti forseti sambandsins, séra Halldór Kolbeins, mótið með ræðu, sem var þrunsin bjartsýni á framtlð Esperanto hreyfingarinnar, og benti hann á helztu verkefni, sem ilrlausnar bíða. Viðstödd setningu mótsins voru Helgi Benediktsson for- seti bæjarstjórnar Vestmanna eyja og kona hans. Ávarpaði Helgi mótið, þakkaði fyrir hönd bæjarstjórnar þann heiður, sem esperantistar sýndu bæjarfélaginu með þvi áð halda landsmót í Vest- mannaeyjum, og bauð þá vel- komna til staöarins. Fór hann miklum viðurkenningarorð- um um hugsjón alþjóðamáls- ins og lét svo um mælt, að það væri stórt skref í átt til friðar í heiminum, ef takast mætti að koma á alþjóðamáli 1 samskiptum milli þjóða. Næst flutti Ólafur S. Magn ússon ritari Sambands ís- ienzkra esperantista yfirlit um störf sambandsins síðast liðið ár. Lagði hann áherzlu á gildi blaðs sambandsins, Voco de Islando, fyrir hreyf- inguna og til kynningar er- lendis á ísiandi, íslenzkum at- vinnuháttum og bókmennt- nm. Hefði blaðið vakið mikla athygli og væri af mörgum talið einstakt meðal esper- anto-blaða vegna vandaðs frágangs og efnisvals. Hvatti Ólafur íslenzka esperantista til að duga blaðinu og tryggja útkomu þess. Lýst var úrslitum í kosn- ingu til stjórnar Sambands íslenzkra esperantista, en hún fór fram síðast liðinn vetur. Er stjórnin þannig skipuð: forseti sr. Halldór Kolbeins, Vestmannaeyjum, ritari Ólaf- ur S. Magnússon, Reykjavík, íþróttamót á ísafiröi Dagana 23. og 24. júní var háð Jónsmessumótið á ísa- firði, en það er frjálsíþrótta- mót, sem nú fór fram í fyrsta sinn. Frjálsíþróttaráð ísfiröinga sá um mótið. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: ÍCD m. hlaup: 1. Gunnl. Jónasson H 11,7 sek. 2. Geir Guðm. UMFB 11,9 sek. 3. Jón Kristm.son H 12,2 sek. 4. Gunnar G. UMFB 12,3 sek. 400 m. hiaup: 1. Gunnl. Jónasson H 57,0 sek. 2. Ólafur Þórðars. H 61,1 sek. 3. Guðm. Ketilsson H 61,3 sek. 1500 m. hlaup: 1. Ágúst Jónsson V 4.49,0 min. Kúluvarp: 1. Sverrir Ólafsson Á 12,90 m. 2. Kjartan Kristj.s. Þ 12,20 m. 3.4. Gunnar G. UMFB 11,83 m. 3.4. Jón S. Jónsson H 11,83 m. Kringlukast: 1. Sverrir Ólafsson Á 32,49 m. 2. Jón S. Jónsson H 32,30 m. Spjótkast; 1. Kjartan Kristj.s. Þ 48,26 m. 2. Sverrir Óiafsson Á 46,21 m. 3. Jón S. Jónsson H 44,79 m. 4. Guðm. J. Sigurðs. V 40,70 m. Hástökk: 1. Albert K. Sanders H 1,72 m. 2. Karvel Pálss. UMFB 1,42 m. Stangarstökk: 1. Guttormur Sig.bj. SI 3,08 m. (Vestfjarðamet) 2. Albert K. Sanders H 2,53 m. Langstökk: 1. Gunnl. Jónasson H 6,19 m. 2. Geir Guðm. UMFB 6,08 m. 3. Stigur Herlufsen V 5,67 m. 4. Jón S. Jónsson H 5,54 m. (Skammstafanir eru: H Knattspyrnufél. Hörður, ísaf., V Knattspyrnufél. Vestri, ísaf., Þ Ungmennafél. Þrót.t- ur, Hnífsdal, UMFB Ung- mennafél. Bolvíkinga, Bol- ungavík, Á íþróttafél. Ár- mann, Skutulsfirði, SÍ Skíða- fél. ísafjarðar, ísafirði). og meðstjórnandi Hallgrímur Sæmundsson, Höfn i Horna- firði. Varamenn: Árni Böðv- arsson cand. mag., Reykjavík, og Ólafur Þ. Kristjánsson, Hafnarfirði. Formenn esperanto-félag- (Framhald á 7. síðu.) Svipmyndir Húsið við veginn. Húsið er stórt og fallegt og vandað. í því eru stofur, svefn herbergi, eldhús, snyrtiklefi, forstofa, gangar o. s. frv. Hús ið er dúklagt og málað í hólf og gólf. Hitinn er dásamlegur, heitt vatn úr iðrum jarðar sér fyrir því. Hér er gott að vera fyrir stóra fjölskyldu, 8 til 12 manns. Aðeins eitt smáatriði mætti vera öðru vísi. Húsið stendur tómt og mannlaust og hefir gert það síðustu misserin. Og alls óvist hvenær það verður notað til íbúðar. . Húsið í brekkunni. Húsið í brekkunni á sína sögu. Það rís myndarlegt í iðjugrænni hlíðinni. Listfeng hönd hefir teiknað það og byggt. Það er enn stærra en húsið við veginn, og allt full- komið, eftir því sem gerist hér norður á hala veraldar. Þetta er reysulegt höfðingja- setur. Hér geta verið tvær stírar fjölskyldur. Aðeins eitt mættj vera öðru vísi. Húsið stendur tómt og mannlaust, og hefir gert síð- ustu m'sserin. Og ékki fullljóst hvenær það verður notað til íbúðar. Eftirhreitur. Þegar rætt var um það í fullri alvöru, að skattleggja lítt eða ekki notað húsnæði, kom margt fram. Mönnum var annt um að þrengja ekki að sér og margur var snort inn samúð með þeim, sem rúmt hefir um sig. Ýmsir voru eins og skáldið, að þeim fannst þeir finna til með þeim, sem mikið hafa, ef eitthvað væri af þeim tekið. Og þetta dálæti á tómum stofum og daúðum skrautmunum. Hvað það nýt ur dýpri hluttekningu og sam úðar en lifandi menn, enda einnig börnin í blóma æskunn ar. Meðan umræður um þetta hafa legið niðri, skerpast öfg arnar á báðar hliðar: um- komuleysi og alger vöntun annars vegar, en tillitsleysi og óhóf hins vegar, sem gengur svo langt, að fésterkir menn láta stórhýsi standa tóm miss erum saman, óátalið. B. G. Ályktanir Þingvallafundar um stjórnarskrármáliö Gerizt áskrífendur að Zjímanum Áskriftarsími 2323 Stjórnarskrárfélagið í Rvík boðaði til fundar um stjórnar skrármálið á Þingvöllum dag ana 30. júní og 1. júlí s. 1. Und anfarin tvö ár hefir félagið gengizt fyrir samskonar fund um og eru þeir einn liður í starfsemi þess. Á fundinum mættu um 80 manns víðs vegar að af land- inu, þráW fyrir óhagstætt veð ur og ýmsa aðra erfiðleika við fundarsókn á þessum tíma árs. Sérstakir fulltrúar mættu frá stjórnarskrárfélögum, sem stofnuð hafa verið á Akuréyri, Húnavatnssýslu, Siglufirði, Ár nessýslu og Vestmannaeyjum. Fundarstjórar voru Páll Hallgrímsson sýslumaður og Bjarni Bjarnason skólastjóri á Laugarvatni. Aðalviðfangs- efni fundarins voru: 1. Stjórn arskrármálið. 2. Skipun stjórn lagaþings. 3. Framtíðarskipu lag landssamtaka um stjórn- arskrármálið. Var stjórnarskrármálið j fyrst tekið fyrir og var Jónas Guðmundsson framsögumað- ur. Urðu um það mikiar um- ræður og var málinu vísað til sérstakrar nefndar, en í henni áttu sæti séra Sveinbjörn Högnason, séra Ásgeir Ásgeirs son, Steingrímur Davíðsson oddviti, Blönduósi, Jón Eiríks son, skattstjóri, Vestmanna-1 eyjum, Þormóður Eyjólfsson konsúll, Siglufírði, Sigurður Ó. Ólafsson oddviti, Selfossi og Jónas Guðmundsson skrif stofustjóri, Reykjavík. Stjórnarskrármálið. Fundurinn gerði eftirfar- andi ályktun í stjórnarskrár- málinu: „Þriðji Þingvallafundur um stjórnarskrármálið, haldinn 30. júní og 1. júlí 1951, telur, að stöðugt sé að koma skýrar í ljós hin knýjandi nauðsyn, sem á því er, að þjóðinni verði sett ný stjórnskipunarlög. Með degi hverjum verður það æ ljósara, að haldi svo fram, sem nú horfir um hag og stjórnarhætti í landinu, verð ur þess tæpast langt að bíða, að fullkomin upplausn og öng þveiti fari að koma í ljós á ýmsum stöðum þjóðlífsins, og einræði í einhverri mynd verði komið á hér á landi, eins og orðið hefir hlutskipti ýmsra annara þjóða, hin siðari ár. Margskonar sjúkdómsein- kenni eru nú svo gre'nileg orð in í félagsmála- og fjárhags- lífi þjóðarinnar, að augljóst er hvert stefnir, og vandséð' er, að þær meinsemdir verði læknaðar eftir þeim leiðum, sem nú eru farnar, að óbreyttu stjórnskipulagi og stjórnarháttum. Fyrir því lýsir fundurinn yf ir þvi, að hann telur það höf- uðnauðsyn, að haidið sé áfram öruggri og markvissrj baráttu fyrir setningu nýrra stjórn- skipunarlaga, á þeim grund- velli, sem siðasti Þingvalla- fundur um stjórnarskrármál ið samþykkti. En hann er sá, að framkvæmdavald og lög- gjafarvald verði að fullu að- skilið og lýðfrelsi, réttaröryggi og athafnafrelsi einstaklings ins tryggt meiri og beinni á- hrif á stjórn og stjórnarhættí en nú á sér stað. Fundurinn heldur því fast við samþykktir fyrri Þingvalla funda um stjórnarskrármálið, og leggur megináherzlu á að í engu verði hvikað frá kröf- unni um algjöran aðskilnað löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds, né kröfunni um upptöku fylkja eða fjórðunga skipana, þegar hin nýja stjórn arskrá verður sett, Fundurinn lýsir því yfir, að hann telur breytingar á stjórn arskránni, sem hvorki fela i sér fullan aðskilnað fram- kvæmda- og löggjafarvalds, né upptöku fylkja eða fjórð- ungaskipunar, með nýrri skip an Efri-deildar Alþingis í sam ræmi við þá breytingu, vera með öllu ófullnægjandi og ekki geta orðið sá grundvöll- ur að algerri stefnubreytingu í ísleiizku þjóðlifi og stjórnar- háttum, sem nú er svo brýn þörf á, að verði hið allra fyrsta. Að lokum skorar fundurinn þvi á alla þjóðholla íslend- inga, að efla og auka samtök sín og samheldni til að tryggja framgang þessa mikilsverða máls, fjölga félögum í þeim stjórnarskrársamtökum, sem þegar eru starfandi og stofna til nýrra samtaka í þeim sýsl- um og kaupstöðum, þar sem þau eru nú ekki fyrir hendi“. Skipun stjórnlagaþings. „Um skipun stjórnlagaþings (Framhald á 6. síðu.) K.S.Í. Í.S.Í. SVlAR URVALSLIÐ RVK í kvöld kl. 8.30 e.h. Dómari: Guðjón Einarsson Aðgöngumiðasala á íþróttavellinum frá kl. 12.30 ! 'ZÍVr'i MÓTTÖKU1%EF]%D.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.