Tíminn - 05.07.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.07.1951, Blaðsíða 8
„ERLEiVT YFIRLIT“ í DAG: ttússar og leppríki þeirra |5. árgangur. Reybjavík, 99Á FlkRMJDt VECf« t DAG: 1 Sumurlefííin 5. júlí 1951 148. blað V í ðidalst ungurét t byggð upp, færð og steinsteypt Um þessar mundir er ver- ið að byrja á nýrri fjárrétt- arbyggingu hjá Ásgeirsá í Víðidal. Er það hin gamla og kunna Víðidalsrétt, sem ver- ið er að byggja upp. Réttin stóð til þessa á eyrunum niðri við ána, en nú verður hún flutt upp á mela nokkru of- ar. Hin nýja rétt verður stein steypt að mestu eða ölíu. Hún mun taka um 15 þúsund fjár en verður einnig. notuð til hrossaskila. Áætlað er, að kostnaður við réttarbygging- nna verði hátt á annað hundr að þúsund krónur. Aðalvegg- ir réttarinnar verða allir stein stevptir og einnig milligerðir að mestu ef fært þykir, sagði Axel Guðmundsson, oddviti í Valdarási, er blaðið átti tal við har.n í gær. Sláttur er ekki hafinn í Víði dal enn, en mun nú senn hefjast, þótt spretta sé enn mjög léleg. Þessa dagana er verið að rýja fé og reka á afrétt. Er það vel fram geng- ið. I HEIMAHUSUM Undirbúningsfundur að vopna hléi í Kaensong á sunnudag Haldinn til undirbúnings fundi hershöfð* ins'jísiina sjálfra á þriðjiidasfinn keniur Það var tilkynnt í útvarpi í Pyongyang og útvarpinu í Peking, að herstjórn herjanna í Norður-Kóreu værj reiðu- búin að senda fulltrúa sína til fundar við fulltrúa herstjórn ar S. Þ. í Kaesong á sunnudaginn og eiga fulltrúar þessir að undirbúa aðalfund yfirhershöfðingjanna sjálfra um vopna- hlé. — Þekkir fjandinn sína? Að minnsta kosti veit Þjóðviljinn, hvar Kosningablað Mýramanna á heima. Jafnvel sjálfur Þjóðviljinn verður að víkja úr útstillingarglugganum að Skólavörðustíg 19, svo að Kosningablað Mýramanna fáj að njóta sín sem bezt. Litlar breytingar í finnska þinginu Úrslit, finnsku kosninganna voru nær fullkunn í gær- kveldi, en þó var ótalið í nokkrum kjördæmum. Sýna úrslitin, að litlar breytingar verða í þinginu við kosning- arnar, en Folkdemokratar eðá kommúnistar hafa þó bætt við sig flestum þingsætum. Úrslitin í gærkveldi voru þessi: Sósíaldemokratar 54, höfðu tapað einu. Agrerparti- et eða bændaflokkurinn 52, hafði tapað fjórum. Folke- demokratar eða kommúnist- ár höfðu 42, höfðu unnið fjög ur. íhaldsflokkurinn hafði 27 hafði tapað fjórum. Sænski þjóðflokkurinn hafði 15, hafði unnið eitt. Finnski þjóðflokk- urinn hafði 9. Alls tíu flokk- ar buðu fram til kosninganna. Oatis dæmdur í tíu ára fangelsi í gær var kveðinn upp 1 Prag dómur yfir bandaríska fréttamanninum William Oatis, og var hann dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir njósnir. Hafðí hann áður „játað“ að sögn blaða í Pra^. Þeir þrír Tékkar, sem ákærðir voru sam tímis honum og samsekir voru dæmdir í 16 til 20 ára fangclsi. Engir erlendir frétta menn eða fulltrúar fengu að vera viðstaddir réttarhöldin, og Oatis ekki leyft að hafa samband við bandaríska sendiráðið. Við dómsuppkvaðninguna var þess getið, að komið gæti til mála að létta dóm Oatis að hálfu vegna góðrar hegðun ar hans við réttarhöldin. Hafin vinna viö nýja vatnsveitu á Selfossi Aðalaðfærsluæðin fullgerð í sumar í sumar á að gera nýja vatnsveitu handa Selfossbæ, og er efni komið á staðinn og vinna hafin. Veröur vatnið tekið undir Ingólfsfjalli, og er það sama vatnsból og notað hefir verið handa kauptúninu. Vatnsskortur undanfarið. Vatnsskortur heíir verið til baga undanfarin ár, enda var gamla vatnsveitan miðuð við miklu minni byggð en nú er á Selfossi. Hefir þetta verið mjólkurbúi og sláturhúsi til trafala og almenningi til meiri og minni óþæginda. Hef ir lengi verið í ráði að gera þessa nýju vatnsveitu, en leyfi frá fjárhagsráði hafa ekki fengizt þar til nú, svo að ekki hefir fyrr verið unnt að ráð- ast í verkið. Hershöfðingjarnir sjálfir munu hittast á þriðjudaginn, 10. júlí, eins og áður hafði verið áicveðið. 1 Um 1 sið og fundur fulltrú anna hefst á sunnudaginn, eiga vopnaviðskipti að hætta á vígstöðvunum. Lítil vopnaskipti. I Litil vopnaskipti urðu í Kóreu í gær, en þó tóku herir S. Þ. hæðir nokkrar á mið- j vígstöðvunum. Her kommún- ista hörfaði nokkuð á þessum slóðum, og talið er að norður herinn geri sig nú líklegan til að hörfa nokkuð á langri víglínu á þessum slóðum. Útsvörin á Selfossi rösk 900 þúsund Útsvarsskrá Selfosshrepps hefir verið lögð fram, og nema útsvör hreppsbúa 906,955 krónum. Hæst útsvör bera Kaupfé- lag Árnesinga, 82,415 krónur, S. Ó. Olafsson & Co., 21775 krónur, og Olíufélagið 16665 krónur. Úrskurður alþjóða- dóms í olíumálinu í dag í dag er væntanlegur úr- skurður alþjóðadómstólsins í Haag um olíumálin í íran. Sendiherra Bandaríkjanna bar í gær fram við forsætis- ráðherra írans málamiðiunar tillögu um það, hvernig haga skyldi brottflutningi olíu þeirrar. sem er í skipum í Abadari, en ekki hefir verið látið uppi, í hverju tillagan er fólgin. Brezka stjórnin vinnur einnig að málamiðlun artillögu um þetta efni og leggur áherzlu á að samning ar takist, svo að skipin geti látið úr höfn og olíuflutning- arnir þurf; ekki að stöðvast. Telja menn nokkrar vonir til að samningar takist, þar sem stjórn írans hefir lýst yfir, að hún vilji umfram allt koma í veg fyrir, að útflutn- ingur olíunnar stöðvist. En nú er stöðvun fyrir hönd um, ef ekkert er að gert. Aðalleiðslu lokið í haust. Verkið verður nú sótt af kappi, og verður aðalaðfærslu æð vatnsveitunnar væntan- lega lokið í haust. Selfossbú- ar sjá því hilla undir lausn þessa máls, sem orðin var mjög aðkallandi fyrir hinn hraðvaxandi bæ. Mossadegh heitir á þjóðina um íjár- framlög Mossadegh, forsætisráð- herra Persa, flutti í gær út- varpsávarp til persnesku þjóð j arinnar. Sagði hann, að fjár hagur ríkisins væri orðinn mjög slæmur, þar sem þaö hefði misst um skeið af tekj- um af olíuvinnslunni, og væri fjárþrot fyrir dyrum. Hann sagði, aþ stjórnin hefði orðið ásátt um það að leitað væri til þjóðarinnar um lán til þess að rétta við hag ríkissjóðs, og yrði þetta lán að vera vaxtalaust, þar til úr rættist um olíuvinnsluna. Hét hann á auðuga Persa að bregðast vel við, er þjóðar- hagur væri i veði og teflt væri um það, hvers Persar mættu vænta af framtíðinni. verður i* háð um næstu helgi Hið árlega íþróttamót ungmennasambandsins Skarphéð- ins verður haldið á íþróttasvæði félagsins að Þjórsártúni um næstu helgi, 7.—8. júlí. 80 íþróttamenn. Á laugardaginn hefst í- þróttakeppni klukkan þjrjú. Fara þá fram undanrásir .En aðalíþróttamótið liefst kíukk an tvö á sunnudaginn. í- j þróttamenn, sem keppa, j verða um áttatíu, karlar og| konur, frá flestum félögum i sambandsins. Finnskir þjóðdansar. Meðal þess, sem verður til skemmtunar á héraðsmóti þessu, verður sýning á finnsk um þjóðdönsum. Sýnir finnski flokkurinn, sem hér er staddur á vegum Ung- mennafélags íslands. Mlmiiiigargjöf Helgi Jónsson húsgagna- smiður, Grettisgötu 43 í Reykjavík, kom í gær í skrif- stofu Slysavarnafélags ís- lands og afhenti tvö þúsund krónur að gjöf til minningar urn son sinn, Jón Magnús Helgason, sem fórst af togar- anum Hállveigu Fróðadótt- ur í vetur. Gjöfin er frá Helga og öðrum aðstandendum Jóns heitins. Slysavarnafélagið hefir beð ið Tímann að færa gefendun- um beztu þakkir. Sumarhátíð Fram- sóknarmanna að Hallormsstað 14. júlí Ákveðið er að hin árlega sumarhátíð Framsóknar- manna á Austurlandi verði haldin í Hallormsstaða- skógi 14. júlí. Mun hátíðin hefjast með kvikmynda- sýningum og fleiri skemmt unum á laugardaginn en aðalhátíðin verða á sunnu dag. Verða þar ræðuhöld, söngur og kvikmyndir til skemmtunar auk dans. Árnj Stefánsson mun sýna þar ágætar kvikmyndir af leiðöngrunum á Vatnajökli. Þessi sumarhátíð Fram- sóknarmanna hefir jafnan verið aðalsamkoma Aust- firðinga ár hvert og kemur þangað jafnan mikill mannf jöldi. Allír eru fæddir jafnir f gær afhenti Morris N. Hughes, sendifulltrúi Banda ríkjanna á Íslandi, forseta ís lands, herra Sveini Björns- syni, undirritað eintak af á- varpi, sem Bandaríkjaforseti flutti í tilefni af 175 ára full- veldi Bandaríkjanna. Ávarpið hljóðar þannig: „í dag eru eitt hundrað sjö tíu og fimm ár liðin frá því að þjóðþingið lýstj Bandaríki Ameriku frjáls og fullvalda. Einn mesti forseti Banda- ríkjanna komst svo að orði, að hinni ungu þjóð væri „frelsið í blóð borið og hún helguð þeirri hugsjón að allir menn eru fæddir jafnir“. í dag helga Bandaríkin sig að nýju þeim hugsjónum, er sköpuðu grundvöllinn að lýð veldisstofnun vorri. Vér helg um oss að nýju trú vorri og trausti á þeim réttindum, sem guð hefir gefið öllum mönn- um. Þessi réttinc’j' hafa verið gerð kunn á ýmsum tímum, á ólikum tungum og á margan hátt. 0:;s voru þau kunngerð í sjálfsLæðisyfirlýsingu vorri, árið 1776, á þennan hátt: „Það er álit vort, að það sé auðsætt og ótvírætt. að allir menn séu fæddir jafnir, að skapari þeirra hafi veitt þeim ákveöin, óskoruð réttindi, en (Framhald á 7. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.