Tíminn - 15.07.1951, Qupperneq 1

Tíminn - 15.07.1951, Qupperneq 1
r- *• *• ^ , Ritstjóri: 1 Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjórl: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn ' -------------------- Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 15. árgangur. Reykjavík, sunnudaginn 15. júlí 1951. 156. blað. Stofnfundur F.U.F. í Skagafirði Sunnudaginn 29. júlí verður haldinn stoínfund- ur Félags ungra Framsókn armanna í Skagafjarðar- sýslu. Hefst hann ki. 3 þann dag. Eftir stofnfund inn verða ýmis skemmti- atriði. Þennan sama dag verður einnig haldin hér- aðshátíð Framsóknar- manna í Skagafirði að - Varmahlíð. Sumarhátíðin í Hall- orrasstaðaskógi rajög fjölmenn Rörnin í Pusan í Kóreu leika sér á götunum og teikna mynd- ir á gangstéttirnar eins og börnin í Reykjavík. Þau láta sig engu skipta stríðsdrunurnar í norðri eða sífelldan straum vígvéla nojffur á bóginn. Ríki þeirra er enn af öðrum heimi. Fr áfréttaritara Tím- ans á Reyðarfirði í gær. Hér er nú ágætis veður, sól- | skin og blíða og líkur til að sumarhátíð Framsóknar- j manna, sem haldin er í Hall-! ormsstaðaskógi í dag og á1 morgun takist hið bezta og verði mjög fjölmenn. Fólk var þegar farið að drifa að um há- degi og jafnvel von á allmörgu fólki frá Reykjavík, því að tvær flugferðir verða hingað í1 dag. Eru því líkur til, að hátíð- in verðí með sama glæsibrag og jafnan áður. Góð smásíldarveiði í Reyðarfirði Frá fréttaritara Tím- ans á Reyðarfirði. Að undanförnu hefir veiðzt nokkur smásíld í fyrirdrætti í Reyðarfirði. Gísli Sigurjóns- son, oddviti, hefir stundað þessar veiðar ásamt 4—5 mönnum öðrum. Hafa þeir tvo báta og draga fyrir beggja megin fjarðarins. Eitt kvöldið fyrir skömmu fengu þeir 15 tunnur. Síld þessi er höfð í beitu ný. Er smásíld þessi svo- kölluð „einnar beitu“ síld eða blaðsild, og hefir sild sú, sem veiðzt hefir í vor öll verið af þeirri stærð. Reitingsafli hefir verið hér utan fjarðar, en ekki inni í firðinum nema kolaafli. Unnið að dýpkun énn- siglingar á Siokkseyri Tvols* liálar ;í Siokksovri fá bergmáfe* * dýptarmæli og aimar þeirra einnig fisksjá 'i Frá fréttaritara Tímans á Stokkseyri. Um þessar mundir er verið að vinna að hafnarbótum hér á Stokkseyri. Er ráðgert að' vinna fyrir 200 þús. kr. í sumar. Atta menn vinna nú að verkinu, þar á meðal tveir kafarar. Verkstjöri er Helgi Sigurðsson. sjáin er keypt hjá Sturlaugi Síldarbátar héldu á raiðin undan Jökli í gær Veður batnaði hér við Faxa flóa í gær og fóru síldveiðibát ar frá Akranesi þegar út. Ver ið var að losa salt úr Vatna- jökli á Akranesi í gær Hafnarbót þessi er í því fólg in að dý pka Sundið svonefnda eða spíengja úr innsigling- unni til að dýpka hana og breikka. Munu þá stærri bátar geta komizt inn, þótt lágsjáv- að sé. Hreppurinn greiðir hafn arbætur þessar að hálfu móti ríkinu. Ráðgert er að ljúka þessu verki á þremur árum. Byrjað var á verkinu um miðj an júni. Fisksjá ðg dýptarmælir í báta. Nýlokið er við að setja berg- málsdýptarmæli í vélbátinn Ægi Ár 18 og er þetta fyrsti báturinn hér í verstöðvunum, sem fær slíkan dýptarmæli. Ægir er 24 lestir að stærð og eigandi hans er Jón Magnús- son en skipstjóri Karl Karls- son. Ægir er nú að fara á síld- veiðar norður. Þá er einnig verið að setja fisksjá og bergmálsdýptar- mælj í vélbátinn Hástein. Er þetta fyrst; vélbáturinn af þessari stærð, sem fær fisksjá, en áður hafa aðeins nokkur stærri skip fengið hana. Fisk Huseby ineistari í kúluvarpi Litlar fregnir hafa enn bor izt af frammistöðu íslenzku íþróttamannanna á brezka meistaramótinu í gær og fyrra dag. Þó var vitað, að Huseby varð meistari I kúluvarpi og kastaði 15,87 metra. Jónssyni. Skipstjóri á Hásteini er Helgi Sigurðsson. Báturinn verður á reknetaveðum. Er þegar búinn að slá túnið tvisvar Frá fréttaritara Tímans á Reyðarfirði. Spretta hér í firðinum er heldur léleg en þó mun vera búið að slá níu eða tíu tún og alhirða þrjú eða fjögur. Heyskaparveður er alltaf hið bezta. Sem dæmi um það, hvernig heyskapur getur bezt gengið má nefna það, að Eðvald Sigurjónsson í Bakkagerði hér í firðinum er búinn að tvíslá nýrækt er hann á. í nýrækt þessa sem er hálf önnur dag- slátta, var sáð í fyrra og sló hann hana tvisvar þá. í sumar sló hann hana á ÍJónsmessu 24. júní og hirti af henni níu hesta. Átján dögum síðar eða nú fyrir nokkrum dögum sló hann hana í annað sinn með göðu grasi, og ef vel ei iðl hana einu sinni eða tvis- var enri í sumar. Og taðan sem hann fær er hin bezta sem fengizt getur, því að hún er ekkert úr sér sprott 20-30 þús. mál síldar hafa íveiðzt síðasta sólarhringinn Flest skip fengu nokkra og sum góða veiði ■ fyrrénótl og framan af degi I gaer Frá fréttaritara Tímans á Siglufirði. „Það m.á segja, að útlitið í síldveiðunum er heldur gott núna“, sagði fréttaritarai Tímans á Siglufirði um klukk-^ an þrjú i gær. „Ég tel varlega áætlað, að síidveiðifiotinn hafi fengið 2®—30 þús. mál sildar frá því veiðin hófst á ný eftir lægðina síðdegis í gær“. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær varð allmikil síldveiði i fyrrakvöld norð- austur af Grímsey og út af Selufirði, og fengu mörg skip veiði. Síld uppi í gærmorgun. Þegar síldarleitarflugvélin flaug til leitar í gærmorgun sá hún töluverða síld uppi 20—30 mílur norðaustur af Grímsey og djúpt af Rauðu- núpum. Þar 1 nánd voru og allmörg skip og flest í bátum eða á siglingu að torfum. Mörg skip á leið til lands. Um Idukkan þrjú í gær höfðu svo borizt fregnir um allmörg skip, sem voru á leið í land með góða veiði, en mörg skip, sem fengið höfðu slatta í fyrrakvöld töldu ekki svara kostnaði að fara með þá síld í land tll söltunar, því að sigl ingin er alllöng, heldur héldu áfram \eiðum. Kom því ekki mjög mlkil síld til söltunar til Siglufjarðar í fyrrinótt. Þó var saltað á allmörgum plönum og nokkrir bátar fóru og til Dal- víkur og. Ólafsfjarðar með síld til söltunar. í gærmorgun voru einnig nokkrir bátar á leið til lands með síld til sölt- unar. Jörundur með 2000 mál og enn að veiðum. Togarinn Jörunrur, sem staddur var 30 mílur norð- austur af Grímsey og byrjaði að fá sild í fyrrakvöld hélt áfram veiðum um nóttina og kastaði oft en fékk smá köst. Um klukkan 10 í gærmorgun var hann enn að veiðum og hafði fengið gott kast. Var hann þá að háfa úr því og talið, að hann væri búinn að fá 2000 mál. Af skipum þeim, sem vitað var um að voru á leið til lands um miðjan dag í gær, má nefna þessi: Smári frá Húsa- vík 400 mál, Freyfaxi 200 mál, Vörður 400 mál, Björgvin 250 mál, Pálmar 250 mál, Dagur 600 mál, Erlingur 400 mál, Víð ir frá Eskifirði 800 mál. Um 100 mál af þeirri veiði mun hann hafa fengið út af Langa nesi í fyrradag. Særún 400 (Framhald á 2. siðu.) Námskeið í kjötiðnaði og sláturhúsastörfum Verður haldið í Roykjavík á vegum fram- loiðsluráðs. 2 danskir sérfræðing'ar kenna Framleiðsluráð landbúnaðarins mun í sumar gangast fyrir námskeiði í siátrun, meðferð sláturafurða og kjötiðnaði hér á landi. Hefir framleiðsluráðið fengið hingað tvo sér- f^æðinga í þessum greinum frá Danmörku. Það er Jónmundur Ólafs- son, yfirkjötmatsmaður, sem sér um námskeið þetta á veg um framleiðsluráðsins. Gert er ráð fyrir, að námskeið ið verði í húsakynnum Slát- urfélags Suðurlands hér í Reykjavík og standi um það bil mánuð. Á það aö hefjast um 15. ágúst. Naut, hross og svín. Hinir dönsku sérfræðingar eru frá Teknologisk Institut í Kaupmananhöfn og hinir færustu í sinni grein, enda standa Danir mjög framar- lega á þessu sviði, einkum að því er varðar nauta- og svinas|átrun og kj-ötiðnað. Námskeiðið tvískipt. Námskeiðið verður tvískipt. Sláturleyfishafar geta sent þangað menn og verður þeim einkum kennd slátrun og með ferð sláturafurða, og kjötiðn aðarmenn geta einnig sent þangað sína menn og verða þeim kenndar ýmsar nýjung ar í kjötiðnaði. Kennslan mun mestmegnis verða sýni- kennsla. Umsóknarfrestur til fram- leiðsluráðsins um þátttöku í námskeiðinu, er til 25. júli. Nokkrar líkur eru og til að námskeið fyrir kjötmats- menn verð haldið um sama leyti.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.