Tíminn - 22.07.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.07.1951, Blaðsíða 5
162. blað. TÍMINN, sunnudaginn 22. júlí 1951. S. Sunnud. 22. júlí Kaupgjaldsmálin í Noregi Á síðastl. hausti náðust samningar um það milli verkalýðsfélaganna og at- ♦vinnurekenda i Noregi, að greidd skyldi vera ákveðin dýrtíðaruppbót þangað til í septembermánuði næstk. Lengur vildu atvinnurekend- ur ekki skuldbinda sig til að greiða hinar umsömdu dýr- tíðaruppbætur. Hinsvegar náðist samkomulag um það, að verkalýðsfélögin ættu rétt til að krefjast endurskoöunar á samningunum, ef vísitalan hefði þá farið yfir víst mark eða „rauða strikið“ svonefnda Bæri slík endurskoðun ekki árangur innan mánaðar, hefðu verkalýðssamtökin rétt, til uppsagnar á öllum núgild- andi kaupsamningum. Það er nú ljóst orðið, að vísi talan verður komin talsvert yfir „rauða strikið“ í septem- ber og verður þá sennilega orð in 128 stig eða 13 stigum hærri en í fyrra. Sýnir þetta, að dýrtíðin hefir ekki aukizt óverulega í Noregi á siðastl. ári, enda þótt ekki hafi verið þar neinni gengislækkun til að dreifa. Aðallega stafar þessi aukning af verðhækk- unum erlendis og hefir þó verðlag innfluttra vara ekki nærri eins mikil áhrif á dýr- tíðina i Noregi og hér á landi, þvf að innflutningur þangað er tiltölulega miklu minni. Það hefir komið fram af hálfu atvinunrekenda og einnig af hálfu ríkisstjórnar- innar, sem er skipuð jafnað- armönnum, að atvinnuvegun- um muni ekki fært að greiða kaupuppbót til að fullnægja þessari dýrtíðaraukningu eft- ir núgildandi uppbótarreglum. Samkvæmt þeim myndi tíma- kaupið eiga að hækka um 33 aura (norska) en láta mun nærri, að það sé um 10% kauphækkun. Meðal þeirra, sem mjög ákveðið hafa látið þessa skoðun uppi, er Ger- hardsen forsætisráðherra. í Noregi er starfandi nefnd, sem heitir Det ökonomiske samordningsrád. Hún er skip- uð fulltrúum frá samtökum bænda, verkamanna, hús- mæðra, atvinurekenda o. fl. Verkefni hennar er m. a. að vera ráðgefandi um kaup- gjaldsmál. Nefnd þessi hefir nýlega tekið til meðferðar hvernig bezt yrði hægt að leysa launadeilu þá, sem þar virðist vera i aðsigi. Álit hennar er í stuttu máli þetta: Það væri æskilegt, ef hægt væri að koma á stöðvun eða kaup- og verðfestingú um á- kveðinn tíma, en vegna þess, hve óvíst er um verðlag á heimsmarkaðinum, treystir nefndin sér ekki til þess að mæla með slíku að sinni. Nefndin vill heldur ekki mæla með fullum dýrtiðarbótum eða auknum framlögum úr ríkissjóði til að greiða niður verð neyzluvara. Helzta leiðin, sem nefndin bendir á, er að greiða sérstakan barnaupp- eldisstyrk, sem næði til allra barna og unglinga innan 16 ára aldurs. Með þeim hætti fengju þeir, sem hefðu fyrir Sumardagar á Norðurlandi I: Meðan verksmiðjuvélarnar þruma Niðurlag. Slysahætta og öryggisgæzla. Við fárra daga dvöl hér í kaupstaðnum hefir mér virzt einu ábótavant. Það er örygg- isgæzla í sambandj við verk- smiðjurnar. Þá daga, sem ég hefi verið hér, hefir til dæm- is staðið opin steinþró rétt við gangbraut, þar sem vatn og grútur sýður og kraumar á brennheitum pípum. Hlerinn, sem á að vera yfir, lá þarna hjá. Ég hefi líka séð lítil börn flækjast fylgdarlaust uppi á þrónum, og hér um daginn datt eitt ofan í stokkinn, sem flytur síldina frá löndunar- bryggjunni, en var bjargað á síðustu stundu, áður en það lenti í einni síldarþrónni. Verksmiðjum sem þessum fylgir ávallt slysahætta, og þar þarf sérstakrar varúðar. Það er auðvitað víðar en hér pottur brotinn, hvað öryggis- gæzlu hjá okkur snertir, en mér finnst, í fyllstu vinsemd sagt, að forráðamenn verk- smiðjanna ættu að setja strangar reglur til þess að koma í veg fyrir slys og sjá um að þeim sé vandlega fram- fylgt. Það verður alls staðar affarasælast. í frystihúsi kaupfélagsins. Önnur vinnustöð í Höfða- kaupstað um þessar mundir er hraðfrystihús Kaupfélags Skagastrendinga. — Nokkrir trillubátar stunda fiskveiðar í flóanum, og afli þeirra hefir nú glæðzt. í vetur stunduðu þilbátar sjó frá Höfðakaup- stað, en aflatregða var lengst af og raunar nær aflaleysi. Afli trillubátanna er unn- inn í frystihúsi kaupfélagsins, sem er vel og snyrtilega um- gengið. Frystihússtjóri er þar Hróflur Jakobsson. Hörgull á umbúðum tor- veldar þó nokkuð vinnuna og veldur tvíverknaði og aukn- um kostnaði. V Bær á tímamótum. Höfðakaupstaður er bær á vaxtarskeiði. Sögu gömlu torf- bæjanna er lokið, og mörg ný og stór hús eru risin upp, en önnur í smíðum. En hér bland ast þó saman kaupstaðarbrag Eftir Jón Holgasoi! ur og sveitasvipur. Á kyrrum sumarkvöldum reka börnin heim kýrnar, og árla morguns hljómar hvellt hanagal við hús. Á flestum lóðum eru lítil gripahús og lágreistar hlöður, gjarna mykjuhaugur við stafn. En undir suðurhliðinni er kannske lítill blómareitur, sem efnt hefir verið til í vor eða í fyrra, með lerkiplöntu eða sitkagreni í miðju. Höfða- kaupstaður er bær á tímamót- um. Fjöldi fólks hefir flutzt hing að síðustu árin — flest vestan af Ströndum, dugmikið fólk, sem vonandi fær hér nóg starfssvið. Höfuðvandinn er að skapa fólkinu viðunandi vetrar- vinnu, ef fiskileysi verður í flóanum og vélbátaútgerðin staðnar. Togarakaup kaup- staðarins áttu að leysa þann vanda. En því miður fékkst ekki nema gamall togari. Ýmsum þykir nú orðið full þörf á því, að fá læknir í kaup staðinn, a. m. k. að sumrinu. Það er þó ekki orðið enn. En tveir læknar eru á Blönduósi og koma þrisvar í viku og hafa ærnum verkefnum að sinna. — Einhver hreyfing mun einn ig uppi um það, að prestsetrið verði flutt frá Höskuldsstöð- um á Skagaströnd í kaupstað- inn. Enn hafa menn fullan hug á því að komast i flugsam- band, og er helzt til athugun- ar að gera flugvöll á melunum teningsmetra, en þá allt, sem uop kom, flutt út á sjó og sökkt þar. Kyrrð yfir öllu. Meðan verksmiðjuvélarnar þruma og spúa gufu og svækju, er stóriðjusnið á öllu. Nú er verksmiðjan þögnuð — vonandi aðeins í bili. Samt eru síðustu fréttirnar ekki efni- legar. Nokkur síldarskip eru þó á Húnaflóa og síld hefir sézt á flóanum. Bátarnir kall- ast á, og það var dauft í þeim hljóðið í gærkvöldi. Einn hafði kastað hvað eftir annað og aðeins fengið fáar tunnur af síld. „Það er eins og það sé ekki annað en þessi kvikindi, sem eru ofan á,“ segir annar. Sá þriðji hafði ekki séð ann- að kvikt en hrefnur og hnísur. En þó lifir vonin um síld — síld. Það var blæjalogn í gær- kvöldi og víkin innan við höfð ann spegilslétt. Utan við hafn argarðinn er sjórinn en skol- litaður langt út af blóðvatni frá verksmiðjunum, og æðar- fuglinn má vara sig á þvi að hætta sér inn í brákina, sem þar flýtur. Hún lendir í fiðr- inu og dregur hann til dauða. Þetta er síldarveður, ef eitt- hvað væri í þessum augum, sem sjást við Selsker. Sú var tíðin, að Kveldúlfstogararnir fylltu sig, svo sem fimm mín- útna siglingu frá Höfðakaup- stað, og köll karlanna í bát- unum heyrðust í land. Þá var ekki verksmiðja í Höfðakaup- stað. Nú er hiin þar og bíður síldar. Kemur hún? Fá Villa og Sigga meiri síld að salta? Fær verksmiðjan meiri sild að bræða? Það er spurning dags- ins. J. H. Örn Clausen setti met í 110 m. grindahlaupi Bandaríkjameniiirnir solíu mestan svip á Meistaramót Reykjavíknr í frjálsí|»róttnm Meistaramót Reykjavíkur í frjálsum íþróttum hófst á föstudag, en þátttakendur I mótinu eru fimm frægir ame- rískir frjálsíþróttamenn ásamt beztu íslenzku íþróttamönn- unum. Erlendur Ó. Pétursson setti mótið með stuttri ræðu, en Garðar S. Gíslason, formaður FRÍ, kynnti erlendu íþrótta- mennina, en þeir settu mestan svip á mótið og unnu fimm greinar af sex, sem þeir kepptu í. Nýtt met hjá Erni. Glæsilegasti keppandinn í neðanvið Kjalarland, skammt; mótinu var samt Örn Clausen, innán við kaupstaðinn. °S má fyrst og fremst segja að hann hafi verið „maður móts - Höfnin ins<<- ®rn bætti met sitt í 110 Höfn'in er enn í sköpun eins m- grmdahlaupi úr 15 sek. í og flest annað. í undirbúningi 14 8, eftir mi°g glæsilegt er að dæla sandi upp úr höfn- hlauP- °rn hefir glæsilegan inni nú i sumar, og verður stil yfir °8 milli gffdanna. og ’vinna við það sennilega hafin j er þegar kommn i fremstu roð innan skamms. Ætlar óskar I gnndaWaupara í Evropu Ingi Þorsteinsson keppti við Halldórsson að sjá um það verk. Mun hann fá tuttugu krónur fyrir hvern tenings- metra, sem upp er dælt, enda skili hann tveim þriðju í upp- fyllingar. Síðast er Grettir vann að uppgreftri kostaði 23 ' krónur að dæla upp hverjum börnum að sjá, dýrtíðina að mestu leyti bætta. Þetta yrði þó ekki varanleg ráðstöfun, nema samið yrði um það síðar. Af nefndarmönnum var það tekið fram, að meðmæli þeirra með umræddri tillögu, væru því skilyrði bundin ,að hlut- aðeigandi stéttarsamtök samþykktu það. Einkum var þetta áréttað eindregið af fulltrúum verkamanna. Það er vitað mál, að Ger- hardsen forsætisráðherra er hlynntur þessari lausn og sennilega öll ríkisstjórnin. Hins vegar er enn talið ó- víst, að verkalýðssamtökin fallist á hana. í málgagni verkamannaflokksins hefir verið ymprað á þeirri mála- miðlun, að fallist yrði á tak- markaða launauppbót og barnastyrkurinn hafður þeim mun lægri. Það er áreiðanlega vel þess vert fyrir íslendinga að fylgj- ast með því, sem gerist í Nor- egi í þessum málum. Það sýn- ir glöggt, að dýrtíðin veldur víðar miklum erfiðleikum en hér á landi. Fyrir íslenzka verkamenn er heldur ekki ó- Orn í grindahlaupinu, en tókst ekki að halda í við hinn fljóta og stílhreina keppinaut sinn. Ingi hljóp á 15.5. Því miður gat Gaylord Bryan ekki tekið þátt í hlaupinu, en senni lega hefði orðið skemmtilegt einvígi milli hans og Arnar og tíminn því orðið enn betri. Skemmtilegar undanrásir fróðlegt að fylgjast með því, i 100 m. hvernig stéttarbræður þeirra taka á umræddum málum. Það virðist og vera vel at- hugandi, hvort ekki væri rétt að koma hér upp svipaðri samstarfsnefnd stéttarfélaga og starfandi er í Noregi. Slíkt fyrirkomulag stuðlar áreiðan- lega að því, að málin fái hlut lausa athugun áður en kom- ið er út i harða deilu og get- ur áreiðanlega á margan hátt stutt að betra samkomulagi en ella. í umræddu nefndaráliti er lögð áherzla á að framtiðar- markið sé að koma á einskon- ar festingu kaupgjalds og verðlags, er byggist á frjálsu samkomulagi, þótt slíkt sé ekki framkvæmanlegt i bili vegna óvissu í alþjóðamálum. Slíks er vitanlega ekki síður þörf hér. Byrjunarsporin í þá átt á að stíga með þvi að láta fulltrúa stéttanna bera saman ráð sín og athuga möguleika til samkomulags. Undanrásirnar í 100 metra hlaupinu voru mjög skemmti- legar. Að vísu þurftu Banda- ríkjamennirnir, McKenley, hljóp á 10.7 sek. og Bryan, hljóp á 10.8 sek., ekki að leggja hart að sér til að kom- ast í úrslit, en það sem mest kom á óvart var, að báðir landsliðsmennirnir Haukur Clausen og Hörður Haralds- son komust ekki í úrslit. Má fyrst og fremst kenna hinni erfiðu keppnisför þeirra um Norðurlönd og England um það, og sama er að segja um Torfa, Húseby og Guðmund. Ásmundur vann Hauk, en Finnbjörn vann Hörð og keppa þeir því til úrslita viö Bandaríkj amennina. Skúli sá eini sem vann. Skúli Guðmundsson vann Bryan í hástökkinu, en þeir stukku báðir 1.85. Bryan sigr- aði aftur á móti í langstökk- inu, stökk 7.26 metra, sem hlýt Örn Clausen. ur að vera nýtt vallarmet, þó að Finnbjörn hafi stokkið lengra, 7.35 m. við allt of hag- stæð skilyrði. Torfi hefir aft- ur á móti stokkið lengst 7.24 m. hér á vellinum. Bandaríkja maðurinn Held sigraði í spjót kasti, en hann fékk þar litla sem enga keppni. Þá sigraöi Capozzoli í 3000 m. hlaupi á ágætum tíma. Einvigi i S00 m. Keppnin í 800 m. hlaupinu var skemmtileg milli Guð- mundar Lárussonar og Banda rikjamannsins Chambers, sem komst í úrslit á síðustu Ólym- píuleikum. Hraðinn fyrri hringinn var ekki nógu góður til þess að góður árangur næð ist í hlaupinu, en þeir hlupu á 59 sek. Guðmundur hafði forustuna fyrstu 300 m„ en þá tók Chambers við, en þegar 100 m. voru eftir reyndi Guð- mundur að komast framúr, en tókst ekki, en lítill munur var á þeim i markinu. Hinir tveir keppendurnir í hlaupinu féllu i skuggann fyrir hinum Of’ramhald & ö. siðu.),

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.