Tíminn - 22.07.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.07.1951, Blaðsíða 3
( >T 162. blað. TÍMINN, sunnudaginn 22. júlí 1951. Viðreisn Skálholtsstaða í dag verður mikil hátíð haldin í Skálholti. Hvorki meira né minna en allir bisk- j upar þjóðkirkjunnar munu flytja þar messu. Þar verður sungið og leikið á hljóðfærij kvæði flutt og leikþáttur sýnd! ur. Margur mun því á þess-l um degi láta hugann dvelja við málefni hins forna Skál- holtsstaðar. Falinn staður. Undanfarin ár hefir það — svo sem kunnugt er — veriö venja að reyna að fela Skál- holt fyrir útlendum ferða- mönnum, ekki slzt þeim, sem búast mátti við, að bæru hlýj astan huga til staðarins, vegna þeirra kirkjulegu og sögulegu mínninga, sem við hann eru tengdar. Þessi felu- leikur er í raun og veru góðs viti. Hann ber vott um, að við íslendingar kunnum þó e n- stöku sinnum að skammast okkar, að minnsta kosti þegar útlendingar eru viðstaddir. — Þó hefir það stundum virzt nokkrum vafa undirorpið, hvort það eru útlendingarn- ír eða Skálholt sjálft, sem við érum feimnir við. Eða er tóm læti okkar gagnvart hinu foma biskupssetri sprottið af því, aö við höfum misst kjark inn frammi fyrir dómi minn- inganna sjálfra, og höfum ekki einurð á því að horfast í augu við þá staðreynd, að framkoma þjóðarinnar við Skálholt líkist því mest, þeg- ar sonur lætur móður sina klæðast lörfum og líta út sem betiikerlingu? EÖa er Skál- j holt ekkert annað í augumj okkar en dautt hræ, gersneitt öllum lífsmöguleikum — lík,' sem ekki fær einu sinni for- svaranlega greftran? Skálholt og Þingvellir. Fyrir einum mannsaldri I vöktu Þingvellir svipaðar til-! finningar hjá mætum mönn- j um og Skálholt gerir nú. Flak j andi í sárum kvað hinn forni1 þingstaður upp nístandi á- j fellisdóm yfir þjóðinni, — dóm sem sveið undan. Sem betur j fór, tók þjóðin þó ekki þann kost að flýja algerlega undan j þeim dómi, og forða sér út í hin yztu myrkur vanræksl-' unnar. Þá var það þjóðræknis tilfinningin og sjálfstæðisþrái in, sem vöktu menn til með- i vitundar um, að Þingvellir! væru í állri sinnj nekt and-1 leg auðlind, — sem með til-! veru sinni einni saman veitti þjóðinni kraft og orku í bar- áttu sinni. Hjarta Þingvalla hafði aldrei hætt að slá, og þæði 1930 og 1944 fundu allir sannir íslendingar, að þeim var lífsnauðsyn að halda á- fíam að sækja til Þingvalla. Áð nýju var farið að leggja rækt við staðinn. Hinn forni þingstaður fékk nýja helgi í meðvitund þjóðarinnar, vegna þess að til var þjóðernis- og frelsishreyfing, sem svaraði til hins ytra tákns, — því að staðurnin út af fyrir sig var tákn, sem talaði sínu máli, þegar þjóðin eitt sinn fór að hiusta. Þanpig mun því einnig verða háttað um Skálholt. — Eins og þjóöernishreyfingin | gerðj Þingvelij aftur að virðu legri stað, þannig mun vax- andi tilfinning fi'rir gildi kirkj unnar og nauösyn verða þess váldandi, að Skálholt fær sinn forna sóma. í meir en hálfa öld hefir kirkjan verið rægð og svívirt, og hið gamla b skupssetur verið skýrasta tákn þess, hversu þjóðin taldi kirkjuna þýðingarlitla. Nú er að rísa alda, sem fer í aðra átt, og þá finnur þjóðin aft- ur þörf fyrir Skálholt. Það iciðir af sjálfu sér, því að það var ekki búskapur biskup- anna, prent Ön, stjórnarat- hafnir eða annaö slíkt, sem gerðj Skálholt að Skálholti, htldur hitt, að þar var kirkja, scm eitt sinn var kölluð móð- ir allra kirkna á íslandi. Mlnning fortíðar og starf framtíðar. Auðvitað væri rangt að halda því fram, að engri kirkjulegri minningu heföi verið haldið uppi í Skálholti. Þar er að vísu komin fátæk- ieg annexia í stað dómkirkju, — en kirkja engu að síður. Og sú guðsþjónusta, sem fram fer í gisinni og hrörlegri smá- kirkju er engu þýðingarminni í guðs augum en hátíðlegasta messugjörð í miklu musteri, al veg eins og ástríki milli for- eldra og barna getur verið eins mikið í niðurníddum bragga og í skrautlegri höll. Samt mundi eitthvaö þykja bogið við þann mann, sem teldi braggann hæfilegustu húsakynnin til uppeldis börn um sínum, svo framarlega sem völ væri á hlýju og björtu húsi. Og eitthvað er líka bog- ið við þá þjóð, sem telur ekk- ert of gott eða réttara sagt of dýrt, ef um eigin lífsþæg- iridi er að ræða, en sættir sig við að kenna það lélegasta og versta við nafn guðs síns og írelsara. Guðs orð hefir ver- ið lesið og lært og ritað í fjós- um, — en það þýðir ekki, að það sé sjálfsagt að bjóða hreppstjóranum inn í stáss- stofu en frelsara sínum hjall- inn. Og jafnvel þó að útkirkj- an í Skálholti væri forsvaran- legur staður fyrir helgiþjón- ustu þeirra í Biskupstungun- um, — þá heíir staöurinn samt ekki fengið það gildi fyr ir þjóðina alla eða hið forna Skólholtsstifti sem vera ber. Það heföi ekki verið nein end urreisn Þingvalla, þó að þar væri t.d. ákveöiö að hafa hreppsnefndarfundi eða hreppaskilaþing fyrir Þing- vallasveit. Þess vegna hafa þeir, sem bera Skálholtsstað fyrir brjósti, hugsað sér þar starf og stofrianir. sem varöa íleiri en íbúa Skáiholtssókn- ar. — Kn hvað ber þá að gera? Um þetta hefir verið nokk- uð rætt og ritað, og margir mætir menn hafa lýst yfir fylgi sínu við endurreisn Skál- holtsstaðar. Kirkjuleg yfir- völd iandsins með biskup og háskólakennara í broddi fylk ingar og öll alþýða manna er málinu hlynt. Þrátt fyrir það eru hugmyndir margra enn á reiki um einstök atriði. Eitt (Framhald á 7. siðu.) Jón Stefánsson á Litluströnd Erindi flutt á aldarafmæli hans 2. júní síðastl. Mér hefir skiiizt það, að út- varpið vildi minnast aldaraf- mælis rithöfundarins Þorgils gjailanda í kvöld. En það er vinnumaðurinn og bóndinn Jón Stefánsson, fæddur á Skútustöðum í Mývatnssveit, lengst bóndi á Litluströnd, sem á aldarafmæli í dag. Rit- höfundurinn Þorgils gjallandi er 40 árum yngri. Af því að málið er svona vaxið, ætla ég að leyfa mér að minnast hér í kvöld bóndans Jóns Steíánssonar. En til þess að bregðast ekki að fullu þeim trúnaði, er mér var sýndur með því að fela mér að minn- ast hér Þorgils gjallanda, ætla ég að lokum máls míns að víkja að því fáum orðum, hvers vegna Jón Stefánsson lék þann leik, rígfullorðinn og alvörumikill bóndi, að bregða sér í dularklæðum undir gervi nafni inn á skáldaþing og fara svo vel með það hlutverk, að tæpum sextíu árum síöar er aldarafmælis þess skálds há- tíölega minnzt hér í útvarpi íslendinga. Ég hygg, að ég brjóti ekki gegn hinu sextuga dulbúna skáldi, þó ég kjósi heidur að tala um hinn aldargamla bónda, er gekk í eigin klæð- um. Sjálft hefir skáidið lízt viðhorfi sínu til lífs og listar þessum orðum: „Fyrst er mað urinn, óháður, öruggur og kappsamur til lífsbaráttunn- ar, svo er fagnaðarefni og gott og blessað að hann sé skáld.“ Við þessi orð hefir skáldið því að bæta, að Arnór jarlaskáld hafi tjargað skip sitt sjálfur og þó ort í bezta lagi. Hitt veit ég, að er djarfræði af mér að ætla að segja ykkur frá hinum aldargamla bónda eins og kunnugur maður. Ég sá hann aðeins tvisvar, í ann- að skiptið í ræðustóli á fjöl- mennri samkomu, í hitt skipt- ið, er hann var á heimleið ný- staðinn upp af sjúkrabeði, og svo kom ég í Litluströnd og baðstofuna hans sumarið, er hann dó. En ég kynntist hon- um í æsku minni af því, að þá var hann einn þeirra þriggja manna, er mestan hlut áttu í , því að móta hugsunarhátt, fé- i lagslif og framkomu manna í i því héraði, sem ég óx upp í. i Og sem fullorðinn maöur ! kynntist ég honum af margra manna umsögnum, hreppsbók um Mývatnssveitar og bréfum hans til vina sinna. Saga Jóns Stefánssonar er fátækleg og hversdagsleg á ytra borði. Hann er fæddur á Skútustöðum 2. júní 1851 af , fátæku en þó sjálfstæðu for- ,eldri. Fjögurra vetra fluttist i hann með foreldrum sínum að Geirastöðum, og þar missti i hann móður sína 9 vetra gam- | all. Þá fluttist hann með föð- ur sínum frá Geirastöðum fyrst að Gautlöndum en það- an árið eftir að Arnarvatni, er faðir hans kvæntist aftur og fór að búa þar. Seytján vetra gamall missti hann föður sinn, var eitt ár fyrirvinna hjá 'stjúpu sinni, en þar á eftir vinnumaður í 9 ár, í Vogum, [ á Gautlöndum og Skútustöð- , um. Vorið 1877, 26 ára gamall, , kvæntist hann frændkonu | sinni, Jakobínu Pétursdóttur ■ frá Reykjahlíð. Fyrsta hjú- Jskaparárið voru þau í hús- . mennsku á Skútustöðum, ann I að árið búandi þar á V4 jarð- arinnar, þriðja árið bjuggu þau á y3 hluta Hofstaða, þar á eftir bjuggu þau 4 ár á hálf- um Syðri-Neslönöum, þá í 5' ár á V4 Arnarvatns, en 1889 fluttu þau að Litluströnd, voru þar til öauðadags og gerðu þann garð frægan. Litla strönd var og er smábýli, hálf meðaljörð að stærð, rúm 10 hundruð að fornu mati, en eigi bjuggu þau Jón og Jak- ohína á þeirri jörð allri, fyrstu árin að vísu ein á miklum hluta hennar, en lengst 20 ár, 1895—1915 í sambýli við Stein þór Björnsson, er kvæntur var Sigrúnu systurdóttur Jóns. Aldrei bjó Jón meðalstóru búi, eins og það geröist í sveitinni hans, og voru bú þar þó yfir- leitt smá. Hreppstjóri varð hann í sveit sinni, er Jón al- þingismaður á Gautlöndum dó, en var ekkert hreykinn af. „Hreppstjórinn er mesta korka,“ skrifar hann Þorsteini Erlingssyni skáldi og biður hann að titla sig ekki því nafni. En bak við þessa hversdags- legu fátækt á ytra borði fólst furðu mikill lífsauður. Þess er fyrst að geta, að Jón var á- gætlega æ.ttaður, af báðum | höfuðættum Mývatnssveitar. I Faöir hans, Stefán Helgason, j var úr hópi 16 barna Helga Asmundssonar á Skútustöð- um, þeirra er upp komust, elzti J sonur þriðju konu hans Helgu | Sigmundsdóttur frá Vindbelg. jNiðjar Helga nefnast Skútu- sfaðamenn, og er að vonum | fjölmenn ætt, er svo vel var til stofnað, og átti Jón Stefáns- j son föðurbróður eða föður- : systur nær þvi á öðrum hverj - ! um bæ í Mývatnssveit. Móðir I Jóns, Guðrún Ólafsdóttir, var ( ein af hinum fjölmörgu börn- um sr. Jóns Þcrsteinssonar í Reykjahlíð. Sr. Jón kallaði hana Jónsdóttur, er hann fermdi hana, því að hann vildi ekki Ijúga fyrir altarinu að því er hann sagði. Hann kall- aði hana einnig sína dóttur, er hann lýsti með henni og fj'rra manni hennar, og gaf henni í brúðargjöf kistu góða merkta G. J. D. Á„ er lesast skyldi: Guðrún Jónsdóttir á. En hún skóf J-iö út, þvi að hún vildi ekki kenna sig við þann föður, er svo seint hefði hreinlega við henni gengizt, og var þó hlýlega að henni vik ið bæði af föður hennar og systkinum. Hún kaus að standa í þeirri sveit, er hún taldi að henni hefði verið í skipað, meðal alþýðufólksins í sveitinni, og þar skipaði hún rilm sitt með prýði. Jón sonur hennar valdi sér hinn sama hátt. Það var erfðagull hans frá móðurinni, hvort sem það hefir verið kynfylgja eða hann hefir farið aö dæmi hennar að hugsuðu ráði. Gáf- ur og skap mun hann þó ekki. síður hafa sótt til fööur síns. Víst er, að þegar St. G. St. yrk- ir eftir hálíbróður hans sam- feðra Helgaerfi, þá er eins og ekki þuríi annað en skipta um nafn, til þess að kvæðið sé um Jón Stefánsson: Þegar leyndan ly.gastaf leysti úr villurúnmn, þá stóð heimátt uggur af augum hans og brúnum. Næst er að geta þess, aö Jón var ágætiega menntur og menntaður. Um gáfur hans hirði ég ekki að vitna, en hitt þykir mér rétt að taka fram, af því að það er síður kunnugt, að hann var vel að sér ger að líkamsatgerfi. Skólamenntun- ar naut hann ekki. Foreldrar hans kenndu honum að lesa og eitthvað að reikna, og hann lærði að skrifa eftir forskrift. Jóns Ólafssonar skrifara, eins og aðrir jafnaldrar hans í Þingeyjarsýslu, er bezt lærðu að skrifa. Á fermingaraldri. naut hann litilsháttar tilsagn ar einn vetrarpart hjá séra. Þorláki frænda sínum Jóns- syni, er þá var að búa þá Björn son sinn, síðar prest á Dverga, steini og Kristján Jónsson á Gautlöndum, siöar dómstjóra. og ráðherra, undir skóla. Er hann var um tvitugt, var hann. vetrarpart hjá sr. Benedikt Kristjánssyni á Skinnastað til þess að læra íslenzku og dönsku. Annarrar kennslu. naut hann ekki. Eigi sótti. hann sér heldur mikla mennt un með langdvölum utan sveit ar. Auk tveggja dvalar á, Skinnastað hjá sr. Benedikt, var hann nokkrar vikur kaupa. maður vestur í Húnavatns- sýslu, og eru þá upp taldar langdvalir hans utan Mývatns sveitar. En kaupstaðarferðir og fjallferðir fór hann sem aðrir bændur sveitar sinnar, og þegar hann var þrítugúr bóndi, fór hann hálfsmánaöar könnunarferð um öræfin upp írá Þingeyjarsýslu ásamt þremur vöskum bændum öðr- um, ritaði glögga skýrslu um þá ferð, enda varð hún hon- um mjög minnisstæð. En það er ekki skólavist og ferðalög, sem gera menn að menntuö- um mönnum, heidur það, að menn vandi verk sín og leggi alúð við þroska sinn. Fyrir þá, sem slikt vilja og kunna, geta skólar og langferðir komið að góðu haldi, en það er líka hægt að komast af án hvors tveggja og það gerði Jón Stef- ánsson. Honum varð því vinnu mennskan í Vogum, á Gáut- löndum og Skútustöðum ekki lakari háskóli en Reykjavík- urháskóli eða Kaupmanna- hafnarháskóli hafa orðið mörgum öðrum. Um menntun hans er þess fyrst að geta, að' sem bóndi kunni hann öll sín störf með ágætum. Ungur vinnumaöur keppti hann við Sigfús Jónsson frænda sinn og Baldurheimsbræður við fjár- hirðingu og þótti þeirra jafn- ingi, að vísu tæpast að snilli- gáfu, en vann það upp með alúð og fegurðarskyggni í dag legum störfum og úrlausnum. Eigi kunni hann síður með (Framhald á 4. síðu.) J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.