Tíminn - 22.07.1951, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.07.1951, Blaðsíða 1
Ritstjórl: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjórl: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 35. árgangur. Reykjavík, sunnudaginn 22. júlí 1951. 162. blaff. SVIKABRIGSLUM IIRURÍBIÐ: Markmið Framsóknarflokks ins hefir ailtaf veriö frjáls verzlun, er gerði opinhert verðlagseftirlit ónauðsynfegt í blöffum kommúnista og Alþýðufiokks'ns er nú ekki hamrað á öðru imeira en að Framsóknarflokkurinn hafi svikið stefnu sína og yfirlýsingar með því að fall- ast á afnám verðlagseftirlits meö vissum vörum, sem von er um, að fluttar verið inn í svo stórum stíl, að eftirspurninni verði fullnægt. Til að sanna þennan óhróður hefir Þjóðviljinn gengið svo langt að birta kafla úr greinargerff verðlagsfrumvarpsins, er Fram- sóknarmenn fluttu og núgildandi verðlagslöggjöf er aff verulegu leyti byggð á. Kaflar þessir eru vitanlega algerlega slitnir úr samhengi og gefa því allranga hugmynd um stefnu flokksins. Til þess að sýna þessa ósvífnu fölsun Þjóðviljans þykir rétt aff birta hér upphaf og niðurlag greinar- gerðarinnar, sem fylgdi verðlagsfrumvarpi Framsókn- armanna, er það var fyrst lagt fram í marzmánuði 1949. Upphaf greinargerðarinnar hljóðar á þessa leiff. „Flutningsmönnum þessa frumvarps er það Ijóst, að t’l þess að útrýma svörtum markaði, út- ríma okri og skapa heilbrigt verðlag á þeim vör- um, sem nú er mestur skortur á eða almenning- ur sækist eftir meir en framboði þolir, er verðlags eftirlit og þungar refsingar fyrir verðlagsbrot ekki einhlítt. Fyrsta skrefið, sem stíga þarf, er, að landsmenn öðlist að nýju frelsi til kaupa nauð synjar sínar þar, sem þeir óska, velja milli verzl ana, stofna samtök og láta þau vaxa óhindrað til þess aff annast sjálfir innkaup neyzluvöru sinnar, eða verzla við kaupmenn, eftir því sem hver og einn kann helzt að kjósa. Þetta frelsi, sem nú hefir verið í f jötra lagt um skeið, er fyrsta frumskilyrði þess, aff í landinu verði endurreist heilbrigð verzlun og verðlag. Meðan þetta frelsi, þessi réttur hvers einstaklings í landinu er fót- um troðinn, getur afleiðingin aldrei orðið önn- ur en sú, er nú blasir við í verðlags- og verzlunar málum íslendinga“. Niðurlagsorð greinargerðarinnar hljóða á þessa le'ð: „Flutningsmenn vilja að lokum taka þaff fram, að takmarkið er ekki fyrst og fremst verðlags- eftirlit og þungar refsingar, ef verðlagsbrot eru framin. Takmarkið er svo heilbrigð verzlun, að I henni sjálfri feFst nóg trygging fyrir almenning — án þess að ríkið kostj opinbert eftirlit. En með an verðlagseftirlit helzt, vegna illrar nauðsynj- ar, verður að koma því svo fyrir, að það sé sem öruggast. Vonandi ber þjóðin gæfu til að koma verzlun- armálum sínum sem fyrst í það horf, að það cftir lit, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, verðí afnum- iff meff öllu.“ Þessar tilviínanir sýna það og sanna ljóslega, að samkvæmt stefnu Framsóknarmanna hefir verðlags- eftirlitið aldrei verið hugsað öðruvísj en sem bráða- birgðaráðstöfun meðan vöruframboðið væri of lítið í landinu. Aðalstefna flokksins hefir alltaf verið og er sú, að reyna að tryggja frjálsa verzlun og nægilegt vöruframboð og láta verðlagseftirlitið þannig vera í höndum neytr lanna sjálfra. Síldveiðiflotinn varð að flýja í landvar undan norðanveðri ^oíikssr skip hiíSu tjón á nótahátuin «« vci® aríaermM. En«iu sílthwöi síðan í fyrratl. Frá fréttariturum Tímans á Siglufirði og Raufarhöfn. Engin síldveiði varð siðasta sólarhring fyrir Norðurlandi, því að i fvrrakvöíd tók að hvessa og í gærmorgun var komið norðanveður allhvasst með þoku, rigningu og nokkrum sjó- gangí. Skipin urðu því öíl að leita i landvar og lágu inni á ! höfnum víðs vegar norðan lands í gær. Tjón á veiðarfærum. | Nokkur skip urðu fyrir tjðni á veiðarfærum. Misstu sum nótabáta eða þeir skemmdust, ! og nætur tók einnig út. Ekki ! var vitað með vissu þegar blað ; ið fór í prentun í gær, hve stór ivægilegt þetta tjón er, né hve mikið hjá einstökum skipum. ! Eru það einkum minni síld- ; veiðibátar sem orðið hafa fyr- ; ir tjóni. Vitaö var um bátana : Minný frá Sandgerði, Dagný | frá Siglufirði, Snæfell frá Ak- ureyri og Millý frá Siglufirði, sem orðið hefðu fyrir tjóni. I ðlörg skip inni á Siglufirði. ! Vegna síldarfregna vestan Grímseyjar í gær var allmikið af flotanum á þeim slóðum og leitaði inn til Siglufjarðar eða nærliggjandi hafna. Var mik- ill fjöldi innlendra og er- lendra skipa á Siglufirði og nokkur skip losuðu sig við smá slatta, er þau höfðu meðferð- is, en ekki var um teljandi sild arlöndun að ræða þar í gær. 3000 mál til Raufarhafnar. AUmörg skip komu inn til Raufarhafnar losuðu sig við smáslatta og bárust verk- smiðjunni um 3000 mál síldar í gær. Síldar varð vart í fyrradag á öllu svæðinu frá Skagagrunni austur fyrir Langanes, en hún var alls staða rmjög djúpt. Bandarískt lán til spánskra járnbrauta Inn- og útflutningsbanki Bandaríkjanna hefir ákveðið að veíta spánsku ríkisjárn- brautunum 7,5. milj. dollara lán til þess að endurbæta og endurbyggja spánska járn- brautarkerfið, sem er mjög úr sér gengið og gamaldags. Ætl unin er að koma upp raf- magnsjárnbrautum, og neðan jarðarbrautum. Sumar á kæsta fjaltvegi landsins Flestir myndu geta þess til viff frystu sýn að þetta væri vetr- ar mynd. Svo er þó ekki. Þetta er sumar á hæsta fjallvegi landstns, veginum yfir Oddsskarð milli Esk'tfjarðar og Nes- kaupstaðar. Myndin var tekin þar 14. júlí og sýnir göngin þar sem ekið er m'lli 6—7 metra hárra skafla þó á miðju sumri sé. Vegurinn yfir Oddsskarð hefir reynzt mjög vel. Lokið var við hann haustið 1949 og hefir hann síðan verið stórfeld samgöngubót. Þegar myndin var tekin var búin að vera utnferð um véginn í um það bil einn mánuð og má geta sér nærri um hvernig umhorfs hefir verið á þessum slóðum er ýtan lauk verkin (Ljósm. Guðni Þórðarson) v Sjómenn vongóffir. Sjómenn eru vongóðir um, að norðangarðurinn muni að- eins bæta síldveiðina ef hann stendur ekki of lengi og bíffa þess með eftirvæntingu, hvern ig viðhorfið verður eftir hann. Verið getur, að norðanveðrið færi rauðátuna aðeins nær nær landi og síldina með. Formlega boðið til ráðstefnunnar í San Francisco Bandaríkin sendu í fyrra- dag boð til fimmtíu annarra þjóða, sem þátt tóku í stríðinu við Japan, um þátttöku í ráð- stefnu um japönsku friðar- samningana. Hefst ráðstefn- an eins og fyrr hefir verið frá skýrt i San Francisco 4. sept. næstk. I Boðinu fylgdi afrit af upp- | kasti því, að friðarsamning- unum, sem var birt 3. júlí s.l. og var sent með boðinu ásamt allýtarlegri greinargerð til frekari skilningsauka. I Samtímis þessu var til- kynnt í Washington, að Tru- man forseti hefði tilnefnt néfndir Bandaríkjanna, sem 1 fjalla eiga um samninga milli Bandaríkjanna, Ástralíu og Nýja Sjálands svo og friða- samningana við Japan. Acheson utanríkisráðherra og John Foster Dulles, sérstak ur fulltrúi Trumans forseta í Austur-Asíumálum verða full- trúar í öllum þrem nefndun- um. Einnig verða í nefndum þessum Connally, öldunga- deildarmaður og Alexander Willy. Siglfirðingar kveðja prest sinn með vegsemd Frá fréttaritara Tímans á Siglufirði. Séra Óskar J. Þorláksson, sem verið hefir sóknarprest- ur á Siglufirði en flytur nú til Reykjavíkur hefir verið kvadd ur með virktum af Siglfirðing um. R.otary-klúbburinn hélt honum samsæti þar sem margar ræður voru fluttar og honum þakkað mlkið og gott starf. Var honum færður fag urlega útskorinn vindlakassi að gjöf. Kirkjukórinn kvaddi hann einnig með samsæti svo og góðtemplarar. Bæj^rstjórn in gaf honum fagurt máiverk af Siglufirði að skilnaði og söfnuðurinn færði honum vandað skrifborð. 'i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.