Tíminn - 16.08.1951, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.08.1951, Blaðsíða 1
Rltstjórl: Þórarínn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsófcnarílokkurinn Bfcrifstofur i Edduhúsi Fréttasímar: 81302 Og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Frentsmiðjan Edda 35. árgangur. Reykjavib, flmmtudaginn 16. ágúst 1951. 183. blað. Islenzkir bjóða heim 5 Bretum Hingað til lands eru nú komnir í boöi samíaka útvegs- manna fimm Bretar, blaðamenn og sérfræðingar á sviði fiski mála, og munu þe'r dvelja hér á landi nokkra daga, kynnast útvegsmálum hér og landháttum yfirleitt. Boðsgestirnir. Menn þessir eru Mr. Wood- cock, fiskiráðunautur sendi- ráösins íslenzka í London, Mr.1 Harrison frá blaðinu Grimsby Even'ng Telegraph, Mr. Demp ster frá Aberdeen Post and Journal, Mr. Herman frá Fish Trade Gazet í London og Mr. Syme, fiskíeftirlits- ■ maður og rithöfundur í Grims by. Ferðast um Iandið. Það eru Sölusamband ís- lenzkra fiskframleiöenda, Fundur norrænna f élagsmálaráðherra Steingrimur Steinþórsson forsætisráðherra fer á laug- ardaginn kemur utan á fund norrænna félagsmálaráð- herra í Finnlandi, og verður Jónas Guðmunddsson, skrif- stoíustjóri í félagsmálaráðu- neytinu i för með honum. Á þessum fundi verður með al annars undirritaður samn- ingur milli Norðurlandaþjóð- anna um barnalífeyri, þar sem hvert land um sig tekur á sig skyldur gagnvart hinu um gieiðslu barnalífeyris vegna ríkisborgara sinna. Slíkir fundir norrænna fé- lagsmálaráðherra hafa verið haldnir annað hvort ár að undanförnu, og hefir áður verið gengið frá millirikja- samn ngum á þessum fund- um, auk þess sem rædd hafa verið þar og undirbúin ýms mál. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Félag íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda og fisk - málasióður, er boðið hafa þess um brezku gestum hingað. Munu þessir aðilar kynna þeim islenzfcar fiskveiðar, fiskiðnað og viöhorf íslend- inga í fiskve'ðimálum. Meðal annars munú gest- irnir ferðast nokkuð um land ið. í dag fara þeir upp í Hval- fjörð og til Akraness, á morg- un fara þeir um Suðurland, og gefist tækifæri til munu þeir heimsækja síldariðnaðar bæ á Norður- eða Norðaust- urland', helzt Siglufjörð eða Raufarhöfn. Vinaboð. "filgangurinn með þessu heimboði er sá, að gestirnir kynnist viðhorfum íslendinga og málefnum þeim, sem nú eru efst á baugi. Bretar hafa um langt skeið verið ein helzta v ðskiptaþjóð íslend- inga, og er því mikils vert aö gagnkvæmur skilningur ríki milli þessara tveggja þjóða og forn og ný vináttubönd verði á allan hátt sem bezt treyst, enda þótt annars vegar sé ein mesta önddvegisþjóð heimsins, en hins vegar smæsta meðal samfélags þjóð anna. Fisksjáin virðist koma að góðu gagni við reknetaveiðarnar Nokkur síldveiði djúpt austur af Langanesi Ailmörg skip munu hafa fcngið einhverja veiði 60— 80 mílur austur af Langa- nes’. Þar sá flugvél all- mikla síld í gærkveldi og voru skip að veiðum. Nokk ur skip höfðu tilkynnt komu sína til Raufarhafn- ar, Þórshafnar eða Seyðis- fjarðar í gærkveldi. Var þar t. d. vitað um Vonina frá Grindavík með 500 mál. Allmörg skip höfðu yfir 290 mál og önnur minna. Mestallur síldve'ði flotinn var á þessum slóð- um nema nokkur skip, sem voru á leið vestur á Gríms eyjarsund, því að þar hefir sést mikið af ufsa vaða. Rt*n Gurion reynlr stjórnarmyiiduii Weissmann forseti ísrael hefir beðið Ben Gurion fyrr- verandi forsætisráðherra að reyna að mynda stjórn í ísra el, þar sem ílokkur hans sé stærsti. flokkur þingsins eftir kosn'ngarnar og hefir hann tekið að sér að gera tilraun tíl þess. Yélbáíuriiiis Elásíetnn er eini báiurinn sem báiitn er fisksjá á reknetaveiðimum enn Aðeins e nn þeirra báta, sem nú stundar reknetaveiðar viö Suðvesturlandið hefir fisksjá. Það er vélbáturinn Há- steinn fra Stokkseyri. Sjómenn og útgerðarmenn fvlgjast af rrikilii athygli með því, hvernig fisksjáin reynist vð rek- neíaveiðarna® Blaðið sneri sér í gær til Helga Sigurðssonar Stckkseyri, cins af eigendum Hásteins, eg spurði Ipnn um árangurinn það sem komið er. Helgi hefír vcrtð á bátnum undanfarinn hátían mánuð og fylgzt með þessu. Biaðinu tókst hins vegar ekki að ná tali af skipstjóranum Guðmundi Friörikssvni, þvt að Hásteinn fór út í gær. Eskif j ar ðarbátar rneð raestan afla að meðaltali | Það eru Eskifjarðarbátarn ir, sem aflað hafa hlutfalls- lega bezt á þessari sildarver- tíð. Þaðan eru þrír bátar á j síld í sumar, og er afli þeirra' að meðaltali 3593 og tveir þriðju úr máli. Víðir frá Eskifirði er sam- kvæmt síðustu veiðiskýrslu næst hæstur báta f sínum flokki, og hefir hann fengið 5577 mál síldar. Hólmaborg hefir fengið 3128 mál og Björg 2046 mál. Varð Björg þó fyrir véiarbilun, sem dregið hefir úr afla hennar. Næst hæstir eru bátar frá Dalvík. Þaðan eru fimm bát- ar á síld, og munu þeir hafa fengið að meðaltali 3076 mál. Tillaga um stofnun norr. ráðgjafarþings Borin fram af Ifans Hcdtoft á ráðstefiui norræna gimgmannasamb. í Stokkliólmi * Um þessar mundir stendur yfir í Stokkhólmi ráðstefna norræna þingmannasambandsins og sitja hana 81 fulltrúi frá Norðurlönöunum fimm. Á fundinum sl. mánudag bar Ilans Hedtoft, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, fram tillögu um stofnun norræns þing. Hefur tillaga hans vakið mikia athygli og hlotið stuðning mikils meirihíuta fulltrúanna á ráðstefnunni. Ráðgjafaþing — en ekki löggjafarþing. Samkvæmt tillögu Hedtofts er áætlunin að hér verði um ráðg'jafaþing, en ekki lög- gjafarþing að ræða. Á starf- semi þingsins einkum að vera fólgin í því að efla nor- ræna samvinnu. Norræn samvinna. í umræðum um tillöguna á fundinum á mánudaginn létu margir fulltrúanna í ljós þá skoðun að brýn nauð- syn væri nú á því fyrir smá- þjóðirnar, að vinna saman, ef þær ættu ekki að glata frelsi sín-u og sjálfstæði í hinum geigvænlegu átökum milli stórveldanna. Þótti ýmsum þeirra svonefnd norræn sam vinna helst til laus í reipun- um og áhrifalítil, og töldu nú mál til komið aö slík sam- vinna yrði annað og meira en orðagjálfur. Nefnd skipuð. _ Að umræðunum loknum var eftirtöldum mcnnum fal ið að semja beina tillögu og leggja fyrir ráðstefnuna. Hans Hedtoft, Karl August Fagerholm fyrrverandi for- sætisráðherra Fínnlands, sænska prófessornúm Nils (Framhald á 2. siðu.) Hásteinn er aðeins 16 lest- j ir að stærð og hefir 25—27 j net á veiðunum. Er það um helmingi minna, en stærri bátar hafa. Hann hefir að undanförnu lagt upp í Grinda vík, en sildin verið keyrð til Hafnarfjarðar, þar sem hún fer til vinnslu. Hefir ailað ágætlega. Hásteinn hefir aflað ágæt- lega og að þvi er virðist bet- ur en aðrir bátar á sömu slóð um með svipaðan netafjölda. í fyrradag fékk hann 123 tunnur en bátar af svipaðri stærð, er hiá honum voru ekki nema um 50—60 tunn- ur. Sýnir dreiíða síld. Helgi Sigurðsson sagði, að auðséð væri, að fisksjáin gæti komið að miklu gagni við reknetaveiðar, en um aðrar veiðar með henni kvaðst hann ekki hafa reynslu. Fisksjáin sýnir vel dreifða síld, og með þvi að leggja á þær slóðir, er fisk- sjáin sýnir sild, fæst oftast afli. Híns vegar þýðir ekki að reyna, þar sem fisksjáin hef- ir ekki sýnt neina síld. I Má því áreiðanlega finna1 sildina með fisksjánni, ef j hún er til á því svæði, sem bát urinn fe r yfir, sagði Helgi. Þegar Háste'nn hefir fengið bezta veiði eftir lagnir hefir það verið eftir leiðbeiningu fisksjárinnar, eða hún sýnt þajr síld. Virðist því mega forð ast að ieggja á síldarlaus ! svæði. Margir vilja fá fisksjá. Eftir reynslu þessara fáu daga hjá Hásteini hafa marg ir síldveiðibátanna farið að hugsa um að fá sér fisksiá, en fylgzt hefir verið með þvl hvernig hún reynist þar af mikilli athygli. Sjálfritandi dýptarmælar sýna að visu vel síld, sem fer í þykkum torfum en fisksjá- in sýnir dreifða síld og er það fyrir mestu við rekneta veioarnar. Hásteinn hefir notað fisk- sjána í átta lögnum, en fyrstu dagana var rafmagnsgeymir hennar ekki í fullkomnu lagi, en nú hefir verið bætt úr því. Ætla kommúnist-1 ar að rita upp ís- j landssöguna eftir aðferðum Rússa?: Þjóðviljinn birti í gær i grein er heitir „Guðmund- j ur biskup góðl*‘ eftir Björn > Þorsteinsson sagnfræðing. \ Sú grein er vafalaust all- athyglisverð, en þó munu formálsorö þau, sem blað- ið lætur fylgja greininni verða talin enn athygl's- verðari. Þar segir á þessa ] leið: i „Enn hefir Islandssaga j lítið verið könnuð og rituð i af sósíallstum, og bíður \ ; þar mikið verkefnj fræði-i i manna sem hafa tileinkað'> í sér rannsóknaraðferð'r > \ hinnar efnalegu söguskoð- ? unar, endurmat þjóðarsög ( < unnar i Ijósi nútímavís- \ < inda og þekkingar. i Björn Þorsteinsson sagn ? fræðingur er ungur mað- > ur, en hann hefir þegar > sýnt með rannsóknum og i skrif um að mikils má af > > honum vænta við könnun > ;og ritun íslandssögu“. S Eftir lestur þessara orða j ! mun það hvarfla að mörg- \ trm, hvort kommúnistar ( 5 hér á landi hafi nú fengið > > nýja skipun frá Moskvu > \ um það að láta endurrita > \ íslandssöguna hantla i flokksmöunum sínum ■ svo að þeir megi öðlast £ \ hinn rétt „sósíalistiska“ < skilning á þeim fræðum. i Virðist þá eiga að hafa á j þvi sama háttinn og í Rúss \ land', þar sem öllu er snú- J iö við, jaínt í sögu Rússa ! sjálfra og veraldarsögunni, | jafnvel eignaðar rússnesk- > um mönnum margs konar j uppfinningar á sviði tæltni og vísinda, séfn allur heini- urinn veit að aðrir hafa upp fundið. Það verður svei aaér fróðlegt aö sjá hina nýju og endurrituðu ís- Landssögu kommúnista!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.