Tíminn - 16.08.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.08.1951, Blaðsíða 8
„ERLtiVT 1FIRLIT« I DAG: TaflsíatSií Statíns og Jfiao Tesé-túnfl 55. árgangur. Reykjavik, 16. ágiist 1951. 183. blað. Skoða iiernaðar- mannvirki í Bandaríkjnnum Stoke birtir aðalefni brezku tillagnanna í olíumálinu Þáttur Islands góður á norr. myndiistarsýn. áhugamanna Reknetaaflinn misjafn í gær Tólf blaðamenn frá sjö þjöð um Atlantshafsbandalags- ins, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Danmcrku, Noregi, ís iandi og Luxemborg, eru nú á ferðalagi um Bandaríkin og staddir i Chicago í gær. Þar munu þeir dvelja tvo daga og skoða hernaðarmannvirki og iðjuver. Ráðgert er, að ferð blaðamannanna um Banda- rikin taki þrjár vikur og munu þeir skoða ýmsar helztu varnarherstöðvar Bandaríkjanna. íslenzki blaðamaðurinn í hépnum er Guðni Þórðarson blaðamaður við Tímann. Undirnefnd ræðir um vopnahléslínuna Ekkert miðaði í samkomu lagsumleitunum um vopna- hléslínuna á fundinum í Kae song í gær. Á fundi þessum bar Joy flotaforingi formað- ur samninganefndar S.Þ. fram þá tillögu, að nefndirn ar skipuðu sinn manninn hvor úr sínum hópi til að ræða um þetta dagskráratrtði og fjalla um þau atriði, sem mestum ágreiningi virðast valda og reyna að finna grundvöll er halda mætti á- fram tillögum á. Þessir menn megi hafa með sér ákveðna tölu ráðuneyta hvor og séu fundir þeirra óformlegir. í greinargerðinni sagði Joy, að þar sem ekkert hefði mið- að i samkomulagsátt í marga daga um þennan dagskrár- lið virtist eina ráðið að gera úrslitatilraun til að finna samkomulagsleið með þessum hætti. Allharðir bardagar voru á vígstöðvunum í gær, og sótti stórskotalið áttunda hersins nokkuð fram. Á austurströnd innj tóku hersveitir Suður- Kóreumanna þrjár hæðir. Flugvélar S. Þ. gerður harð ar árásir á marga staði i Norð ur Kóreu i gær bæði iðjuver, raforkuver og herstöðvar og ollu miklu tjóni. Ridgway hershöfðingi flutti ræðu í gær og lét svo um mælt, að kommúnistar hefðu mjög aukið l ð sitt i Kóreu að undanförrlu og væru kínversk ar hersveitir sífellt fluttar þangað frá Mansjúríu. Persnoska stjórnin (aefir ekki emi birt neitt álit nni málið, iiefndarfimdíiir í gær Samninganefndir Persa og Breta i olíudeilunni komu sam- an á fund í Teheran í gær og stóð fundurinn hálfa þriðju kiukkustund. Á fundinum skýrði Stoke formaður brezku nefndarinnar bau sjónarmið, er hann kvað ráðið hafa til- löguni brezku stjórnarinnar í málinu. Tívolíhersveitin eða Tívolílífvörðurinn I Kaupmannahöfn hefir verið í heimsókn í London og vakið hina mestu athygii hvar sem hann hefir komið. í sveitinni eru drengir einir. Á efri myndinni ríður foringi „lífvarðarins" hinurn hvíta hesti sínum ríða upp tröppurnar að sýningarsvæð en á neðri mynd inni fer „lífvcrðurinn" fylktu liði gegnum Battersea-garð- inn í London. Ciort ráð fyrir sams konar sýningu nor- rænna áhiiganianna hér í Rcykjavík i hanst Nýlokið er sýningu áhugamálara frá Norðurlöndum í Danmörku og tóku 11 íslenzkir áhugamálarar þátt i henni Áttu þeir 20 myndir á sýningunni og vöktu þær hina mestu athygli og báru vott um gott fræðslustarf meðal íslenzkra áhugamáiara að því er blaðaummæli töldu. Eftir fundinn kunngerði Stoke aðalefni brezku tillagn anna, þar sem það hafði ver- ið samþykkt áður, að efni þeirra yrði ekki gert heyrin kunnugt fyrr en að loknum þessum fundi samninganefnd anna. Fréttamenn spurðu hann, hvað hæft væri í því, að persneska stjórnin hefði gert verulegar breytingartil- lögur. Hann kvað það fjarri sanni. Engar slíkar breyting- artillögur hefðu komið fram hjá persnesku stjórninin og hún hefði ekki enn tekið neina ákveðna afstöðu í mál- inu. • Tillögur Breta. Stoke sagði, að tillögur Breta hefðu að verulegu leyti verið byggðar á tillög- um Harrimans og áliti hans um það, hverju persneska stjórnin mundi fáanlega til að ganga að. Eftir tiilögunum er gert ráð fyrir, að Bretar viðurkenni fullkomiega yfirráðarétt Persa yfir olíulindunum og rétt þeirra til að þjóðnýta vinnslu þeirra. Stofnað verði félag með brezku og persnesku fjáv- magni og fulltrúurn frá báð- um þjóðum er sjái um vinnslu olíunnar, stjórn vinnslunnar) og tæknilegar aðgerðir allar. Síðan verið stofnað annað félag, einnig sameiginlegt með Persum og Bretum og kaupi félag þetta olíuna aí vinnslustöðvunum og fái olíu sk'paflotann og sjái um sölu olíunnar og flutning á mark- að frá Abadan. Lukn rannsóknar- förinni raeð hjónabandi Enski fuglafræðingurinn Peter Scoit, sem dvaldi við rannsóknir i sumarlöndum heiðagæsarinnar við Hofs- jökul, ásamt dr. Finni Guð- mundssyni, gekk að eiga ung- frú Phillipiu Talbot-Posonby hinn 7. ágúst, og voru þau gefin saman af brezka sendi herranum hér, John Green- way, C.M.G., en svaramenn voru dr. Finnur Guðmunds- son og Bryan Holt, sendiráðs fulltrúi. Brúðurin var sem kunnugt er í rannsóknarleið- angrinum við HofsjökuI,.og er hún aðalritari félagsins Sev- ern Wildfowl Trust, en Peter Scott framkvæmdastjóri þess. Þau hjón fóru síðan sam- dægurs brúðkaupsferð til Ak ureyrar og þaðan upp í Mý- vatnssveit, þar sem þau föng uðu nokkrar endur af fágætri tegund og höfðu með sér til Englands. — Verður þessum öndum sleppt í griðlandið við Severn-fljót. Ullarverð stórlækk- ar á heimsmarkaði Uliarverðið hefir fallið mjög á he'msmarkaðinum að undanförnu einkum á ástr- alskri ull. Stafar þetta mest af því, að Bandaríkjamenn hafa ekki boðið í uBarfram- leiðsluna að þessu sinni móti öðrum v.ðskiptalöndum eins og að undanfcrnu. Talið er að ullarverðið hafi fallið allt að 65% eða um 40 sent hvert enskt pund. Gangverðið á heimsmarkaðinum hefir ver- ið 115 sent pundið að undan- förnu. 1 komið lengra á veg en á öðr- um Norðurlöndum. Birtast (Framhald á 7. síðu) Til þessarar sýningar var m.a. stofnað fyrir bréfaskrift ír og urnleitanir íslenzkra á- hugamanna á þessu- sviði og sambandj við félag norskra áhugamálara, enda var að baki þessu sú hugmynd að stofna samband félaga áhuga manna um myndlist á Norð- urlöndum og gætu þá verið í slíku sambandi fleiri en. eitt félag frá hverju landi. Árangur þessa samstarfs varð sá, að efnt var til sýn- i ingarinnar í Danmörku sem | fyrr getur dagana 4.—12. júlí. ' Þrír fulitrúar fóru héðan á : sýninguna, Sæmundur Sig- urðsson, Jón B. Jónasson mál armcistari og Páll Pálsson. Sýningin var vel sótt og vakti íslenzka deildin hir.a mestu athygli. Þótti hún bæði sérstæð og djarfleg og bera vott um það, að Islenzkir) tvö að Miðfelli, þar af annað áhugamálarar hefðu notið nýbýií, nýbýli að Hrafnkells Sex íbúðarhús í sraíðura í Hreppum Sex ibúðarhús eru nú í smíð um í Hreppum í Árnessýslu, og eru tvö þeirra á nýbýlum, sem verið er að koma á stofn. íbúðarhús þessi eru jmist gerð úr brunasteypu eða hlað m úr vikursteini, Bruna- steypa hefir hingað til aðal- lega verið notuð í útihús, og reynzt vel 11 einangrunar. Hins vegar hefir hún lítið ver ið notuð í íbúðarhús. Húsin, sem verið er að hyggja ,eru ao Birtingarholti, góðrar leiðsagnar og tilsagn- ar, enda er skólastarf þeirra stöðum, að Hvítárdal. Hvítárholti og Sildveiðin hjá reknetabát- unum reyndist misjöfn i fyrri nótt. Til Akraness komu í gær Faxaborg úr Miðnessjó með 230 tunnur og Hrefna úr Jökuldjúpi með 16C tunnur eftir þrjár nætur. Margir Akranesbátar eru nú að bú- ast á reknet eftir þvi sem þeir | koma að norðan frá sildve ð- unum þar. | Til Keílavíkur komu í gær þrír bátar með samtals 220 tunnur. Skíðblaðnir var hæst | ur með 100 tunnur, haim var ) i Grindavíkursjó og einnig 1 Anna, sem kom með 50 tunn ur. Gylfi kom með 70 tunnur úr Miðnessjó. Frétzt hafði, að Gollborg hefðí fengiö um þrjár tunnur í net í Miðnes- sjó eða um 160 tunnur i fyrri nótt, en hún lá útj i gær. Nokkur sveljandi var í gær en flest'r bátar fóru þó út í gærkveldi. Læknafélag Suður- lands stofnað Á sunnudaginn var komu héraöslæknarnir austan fjalls saman á Selfossi og stofnuðu meö sér félag. Þeir eru sjö að tölu á þessu svæði. Forgöngu um félagsstofnun þessa hafði Ezra Pétursson héraöslæknir á Kirkjubæjarklaustrt. í stjórn félagsins voru kjörnir Lúðvík Nordal, formaður, Bragi Ólafsson og Helgi Jónas son, meðstjórnendur. Fulltrú ar á læknaþing voru kjörnir Magnús Ágústskon og Ezra Pétursson. Guðrón Á. Símonar komin heira Söngkonan Guðrún Á. Sím onar kom hingað til lands flugleiðis frá London i fyrra- dag. Hefir Guðrún dvalið i London og stundaði þar tón- listarnám í óperu- og konsert söng um sex ára skeiö. Fyrirhugað mun, að Guð- rún haldi söngskemmtanir í Reykjavík og úti á landi í þess um og næsta mánuði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.