Tíminn - 16.08.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.08.1951, Blaðsíða 6
TIMI\N, fimmtudaginn 16. ágúst 1951. 183. blað. ALLT FYRIR ASTIMA Ný, amerísk ástamynd. Teorer Wilde Sýnd kl. 7 og 9. í NÝJA BÍÓ Fox ættin frá >« Harrow !* iHin fræga ameríska stór- imynd gerð eftir samnefndri •sögu, er komið hefir út í iísl. þýðingu. j Aðalhlutverk: Rex Harrison Maureen O’Hara Sýnd kl. 5 og 9. BÆJARBIO HAFNARFIRÐI Líf í læknis hendi (Jeg drepte) Hrífandi og efnisrík ný norsk stórmynd, er vakið hefir geysilega athygli. Aðalhlutverk: Erling Drangsholt Rolf Chistiensen Wenche Foss Sýnd kl. 7 og 9. Mnnið að grciða blaðgjaldið Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Slmi 5833. Heima: Vitastig 14. JniuAjusUfJ <j£uuAjuzX s£u tíejhzV <yuu/eUi$icr% Ansturbæjarbíó Tíjj'ris fluo'sveitin (Flying Tigers) Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ Draumur ungrar stúiku (Dream Girl) Ný afarskemmtileg amerisk mynd. Betty Hutton McDonald Carey Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BIO TYCOOIV Stórfengleg og spennandi ný amerísk kvikmynd í eðlileg- um litum, er gerist í Andes- fjöllunum í Suður-Ameríku. Aðalhlutverkin leika: John Wayne Loraine Day Sir Cedric Hardwicke Sýnd kl. 5 og 9. HAFNARBÍÓ RAGDAD Glæsileg ný amerísk ævin- týramynd í eðlilegum litum. Maureen O’Hara, Paul Christian, Vincent Price. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BIÓ Einræðisherrann (Duck Soup) Sprenghlægileg amerísk gam anmynd með hinum skop legu Marx- bræðrum. „ Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýningin í Frederieia (Framhald af 3. síðu) því, að ferðataskan mín 6- nýttist hér á dögunum, að at- hygli min beindist sérstakfega að nýrri gerð af ferðatöskum. t>ær eru búnar til úr alúmín- íum, ákaflega léttar og svo þéttar, að ekkert ryk kemst inn í þær. Þær eru litlar og þægilegar að bera þær, en þó svo haganlega úr garði geröar, að það er hægt að láta kjól- inn sinn á herðatré í þeim. Umbúðir eru einn;g sýnd- ar, til dæmis sælgætispokar með glugga á, svo að hægt er að sjá, hvað 1 pokar.’..im er. Flöskur og niðursuðudósir af spánýrri og óvæntri gerð blasa líka við, nýstárlegir og ginn- andi vörumiðar, til dæmis á niðursoðnum kattaroat í dós- um og glösum, og er oft þröng að skoða þessa framleiðslu, umbúðir og innihald, sjálf- sagt af þvi, að menn hafa sízt átt von á þess háttar. Dísa. WWAV\WVWA\1A%WiW.V.V.,.V.V.,.V.V.V.VWWW * * t Bernhard Nordh: ji ^rreithona ij VEIÐIMANNS íw.V.W.’.V.V.V.W 91 DAGUR Erlent yftrU* (Framhald á 6. síðu) veit fullvel, að það á mjög langt í land, að Mao hafi nokkra að- stöðu til þess að gera það, — og Mao veit það einnig. Kóreu- styrjöldin hefir leitt í ljós, að Kínverjar geta ekki verið án efnahags- og hernaðaraðstoðar frá Ráðstjórnarríkjunum. Það er ekki hægt að varpa al- gjöriega fyrir borð möguleikan um á því, að Kínverjar reyni að losna undan yfirráðum Rússa. Hins vegar myndi stórhættulegt fyrir Bandaríkin að láta þann möguleika hafa nokkur áhrif á utanríkisstefnu sína. Mao Tse- tung er ekki trúandi til þeirrar reginskyssu að gera uppreisn gegn Stalin, né heldur Stalin til þess að neyða Kínverja til upp reisnar. Starfsferill þeirra beggja er of raunsær til þess að hægt sé að vænta þess með nokkrum rétti, að þeir fremji slík afglöp. Ragnar Jónsson Lðgfrseðistörf og eignaam- sýil*. hæstaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Slml 7753 ELDURINN gerir ekki boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá SamvinnutryggingiMM Fínpúsning Skeljasandur Hvítur sandur Perla í hraun Hrafntinna Kvarz o. fl. * Fínpúsningargerðin Sími 6909 TENGiLL H.F. Sími 80 694 Helði vlð Kleppsveg annast hverskonar raflagn- Ir og viðgerðir svo sem: Verk smlðjulagnlr, húsalagnlr, sklpalagnlr ásamt vlðgerðuœ og uppsetnlngu á mótorum, röntgentækjum og helmilli- télum, ____itli ingu fyrir föður sínum ,að hendurnar löfðu máttvana niður með síðunum. Gamli maðurinn bandaði hendinni í átt til hlöðugatsins. — Sefur hún? — Já. — Þá verður þú að vekja hana og segja henni, að það sé- uð þið, sem gangið á fund prestsins, jafnvel þótt Árni komi heim. Hún þarf svo ekki að ómaka sig úr bólinu til þess að hugsa um gripina. Ingibjörg getur hreytt kýrnar . Jónas Pétursson snerist á hæli, og gekk hægt og þung- lamalega yfir hlaðvarpann, en Ólafur studdi sig við hlöðu- vegginn og horfði másandi á eftir honum. Hugsanir brut- ust um í höfði hans, allar í bendu, sem hann gat ekki greitt úr. Jafnvel þótt Árni kæmi heim! „... Hann gat farið með Júdit til prestsins — jafnvel þótt Árni komi heim. En Árni gat ekki komið! Hann stundi þungan, og .ranghvolfdi aug- unum. í sömu andrá rak Júdit höfuðið út um hlöðugatið og kallaði á hann. íngibjörg mjólkaði kýrnar. Það var sönn unun að fá að gera eitthvað. Enn voru Júdit og Ólafur ekki komin út úr hlöðunni, og hún óskaði þess innilega, að hún losnað'i við að sjá þau koma þaðan út. Það var engum vafa undirorpið — Ólafur hafði myrt bróður sinn, og Júdit hafði fengið hann til þess. Kæmi Árni ekki heim fyrir Jónsmessuna, ætlaði hún að segja sýslumanninum grun sinn. Lögin máttu ekki vera múlbundin, en mannvonzkan leika lausum hala. Morðingj- um varð að refsa. Júdit kom inn í eldhúsið rétt fyrir morgunmatinn. Hún var rjóð í kinnum, en þó upplitsdjörf. Minntist einhver á svefn- stað hennar, hafði hún á reiðum höndum svar, sem líklegt var að biti. Móðir Árna skyldi fá að heyra sannleikahn, og opnaði kvendið frá Bjarkardal trantinn, skyldi það einnig fá sinn skerf útilátinn. Móðir Árna var önnum kafin við eldstæðið, og Ingibjörg bar á borð. Júdit gat ekki þagað lengi — henni var of mikið niðri fyrir til þess. — Hvers vegna mælið þið ekki orð frá vörum? sagði hún skjálfrödduð. Gamla konan leit við. — Það er sjálfsagt ekki um margt að tala, svaraði hún rólega. j — Nei — sjálfsagt ekki — hvorki þú eða hún þarna.... — Jæja. Þá þegjum við. Það heyrðist til feðganna úti fyrir, og Júdit lagði sig alla fram um að stilla sig. Hendur hennar skulfu af löngun til þess að klóra og rífa. Karlmennirnir komu inn og settust við borðið. Ingibjörg reyndi að forðast að lita á Ólaf, en það var eins og ósýni- legur máttur beindi samt augum hennar til hans. Hún stóð á öndinni. Stimpill sektarinnar var á andliti hans. Munnur- inn, augun, ennið — allt vitnaði um þann verknað, sem hann hafði drýgt. Það draup blóð af höndum hans. Það var aðeins með harðneskju ,að hún gat matazt, og það var erfitt að kæfa þau orð, sem lágu henni á vörum. Allir þögðu, og allir höfðu um nóg að hugsa. Atburðir næturinnar voru mikið umhugsunarefni, og fjarvera Árna hvildi eins og skuggi yfir öllu. Þetta var sunnuctagsmorgun, og þegar staðið var upp frá borðum, dró Jónas fram biblíuna. Ingibjörg átti að lesa guðs orð. Ólafur tók húfu sína og ætlaði að ganga út, en faðir hans stöðvaði hann. Það hljóp enginn frá guðs orði, nema hann ætlaði sér beint í klær djöfulsins. Ingibjörg opnaði bibliuna og spurði, hvaða kapítula hún ætti að lesa. — Þú lest um Kain og Abel! Ingibjörg fékk hjartslátt. Kain og Abel? Jónas Péturs- son ætlaði að velgja þeim Ólafi og Júdit undir uggum, og hún átti að þjóna til þess. Já — hún skyldi'lesa, svo að verkjaði í kaunin. Óhugnanleg þögn ríkti í stofunni meðan Ingibjörg blað- aði í biblíunni og bjó sig undir lesturinn. Það heyrðist að- eins andardráttur fólbjsins — þungur andardráttur frá titrandi brjóstum. / Jónas Pétursson lagði hendurnar fram á borðið, er Ingi- björg byrjaði að lesa. Þær voru harðar og sigggrónar og höfðu í meira en þrjátíu ár barizt þrotlausri baráttu í auðn- inni og knúð hana til þess að fæða hann og fólk hans. Fing- urnir hreyfðust ekki. Það var eins og þeir ríghéldu í eitt- hvað, sem hann vildi ekki sleppa taki á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.