Tíminn - 26.08.1951, Blaðsíða 3
192. blað.
TÍMINN sunnudaginn 26. ágúst 1951.
3
Jesús og nútíminn
Eftir sóra Arelíus IVírlssou
Mér dettur oft í hug, hvort
fólk telur sig yfirleitt hafa
nokkuð með Jesús og kristin-
dóm að gera.
Hvað táknar Jesús í vitund
nútímakonunnar eða hins
skólagengna manns um miðja
20. öld hér á íslandi? Kon-
unnar, sem stendur fyrir
framan spegilinn á morgn-
ana málar varirnar, með katt
mjúkum armhreyfingum,
kippir nokkrum óþarfa hár-
um brott yzt í augnabrúnun
um, lagar hárið og flýtir sér
í búðina eða á skrifstofuna,
eftir að hafa framkvæmt
þessa signingu? og hvers virði
er hann manninum, sem
gengur nýrakaður og ilmandi
að kaffibollanum sínum,
hvort heldur við borðstofu-
borðið heima hjá sér eða á
Hressingarskálanum, þar sem
hann situr með kunningjum
sínum, rabbar og les blöðín,
bölvar síldarleysinu og kveik
ir sér i sígarettu?
Hve oft ætli þeim detti í
hug, hvort ísland er talið
kristið eða ekki á einhverri
blaðsíðu í landafræðinni?
eða að sú fullyrðing kalli á
nokkurn hátt til, svonefndrar
ábyrgðartilfinningar í brjóst
um fólks?
Og þó er hver dagur, hver
stund, hvert atvik á margvís
legan hátt mótað af þeirri
staðreynd, að þessi Jesús, sem
flestum er fjarlægt nafn á
spjöldum sögunnar talaði og
starfaði örfá ár fyrir nær
tveim þúsundum ára. „Já,
það getur verið, ef miðað er
við guðsþjónustur og jarðar-
farir“, hugsar fjöldinn, „en
mætti ég biðja um skýringu".
En sú skýring segir, að það
sé fleira en sálmar og prédik
anir, sem tilheyra þessu nafni
hins gleymda meistara. Nú-
tímamaðurinn leggur mikið
upp úr frjálsri hugsun. En
hvar er í raun og veru upp-
haf þeirrar lífsstefnu, sem
byggir allar framfarir á
frjálsri hugsun? Lítum til
hinnar stöðnuðu eða útkuln
uðu menningar í Austurlönd
um, eða svokölluðum heiðn-
um löndum. Berum saman í
huganum. Við erum svo lærð
og víðsýn hvort sem er.
Allt er býsna ólíkt. Gæti
Svona er Lífið III.
Nokkrir þankar um kvenfrelsið
Konan er í eðli sínu
meiri persóna.
Ég er ekki áhugamaður um
kvenfrelsi, og ég bið forláts á
þeirri framhleypni minni að
skrifa um það. Konur hafa
staðið i réttindabaráttu sinni
um nokkurn tíma og víða um
lönd náð lagalegum jafnrétti
daglegt líf fólksins að mestu á vjg karlmenn, en ég býst
án skóla, trygginga, sjúkra- ; vjð að lengra sé ekki hægt að
samlaga, sjúkrahúsa, fátækra komast meg málrófsstarfsemi
hjálpar, barnaverndar, sem einni_ Konan er hins Vegar
sagt við værum án alls, sem enn þa tagihnýtingur manns
tryggir einstaklingi mann- ins um flestar framkvæmdir,
sæmandi tilveru efnalega, fé 0g hefir Sjai(jan fengið að
lagslega og þó umfram allt láta ljés sitt skina; annars
andlega. * staðar en í mannúðarfélögum
Þvi að án þess anda lífs og ýmiskonar, og þar hefir hún
gróandi, sem rikt hefir að með undraverðri þrautseigju
boðum Jesú í vestrænni sið- komið ýmsu til leiðar. Með
menn'ngu væri engin von um öðrum orðum: konan hefir
blessun af þróun vísinda og enn ekki öðlazt annað en bók
tækni. staf fyrir réttindum sínum, til
Það er þvi sannarlega tími viðbótar dagsláttu mannúðar
til kominn að hinir vestrænu innar, en þá dagsláttu hafði
menningarfrömuðir endur- hún raunar helgað sér fyrir
skoði afstöðu sína til Jesú,
sem er andi og inntak krist-
innar lífsstefnu.
Sannarlega er ástæða til,
að karlar og konur hinnar fág
uðu yfirborðstízku geri sér
þess grein, hvaðan uppspretta
lífsþægindanna - streymir
fram. Og sú kynslóð, sem ætl
ar sér að loka fyrir uppsprett
una, en sitja samt að sval-
andi veigum lindarinnar, er
sannarlega dálitið grunn-
hyggin. Hver er Jesús í huga
nútímamannsins? Er hann
þér nafnið tómt? Eða er hann
þér lífið, sæla þess, huggun
og von?
Hugsaðu málið herra minn
eða frú. Öll framtíð veraldar
innar er háð þínu mildilega
svari.
Eyrarbakka 21. ág. 1951.
löngu.
Konan er í eðli sínu meiri
persóna en maðurinn, enda
hefir hún meiri veg og vanda
af lífinu, en hann. Hlutverk
konunnar er grjóskumeira og
ábyrgðarfyllra, og hjá þeim
má finna manngöfgi, er ekki
finnst hjá mönnum almennt,
þó einstaklingar af báðum
kynjum geti verið undantekn
ingar.
Konuríkið.
Það er ekki þar með sagt, að
konur yrðu betri viðfangs, en
karlmenn, fengju þær öllu að
ráða, og að líkindum yrðu þær
alveg eins. Löngum hafa sög
ur verið á kreiki um konurík
ið, eins og sjá má á uppbygg-
ingu margra amerískra kvik-
mynda. Einkum hefir hinn
víðlendi, en næstum ókany
Falsiaust bræðralag
Þeir menn, sem með lifi
sinu og starfi lögðu grundvöll
að nýrri heimsmenningu, eins
og t.d. Páll postuli, voru ekki
hræddir við að tala til tilfinn
inga manna. Hann ávarpaði
safnaðarbörn sín á þessa leið:
„mínir elskuðu og eftirþráðu
bræður, gleði mín og kóróna,
standið fastir í samfélagi við
drottinn.“
Það skiptir miklu við hvað
menn hafa samfélag, hvort
það er við sígarettu, áfengis-
i flösku, reyfara, Hollywood og
| siðspillandi kvikmyndir, eða
við hinn mikla og eilífa anda
I alls réttlætis, sannleika og
A , kærleika. Annars vegar er hin
Þ.að átt sér stað að jafnvel neikvæga og mannskemmandi
TnJÍ °g í- ^ °g veraldarhyggja, hins vegar
raftseki, vélar og skipulag og hin jákvæða og gofgandi guðs
annað sem vestræn mennmg hyggja samfélagið við hið
miklast af, gæti átt upptok );góða> fagra og funicomna,-*,
hjá farandprédikaranum frá
hinnj fyrirlitnu Nazaret. Gæti
það verið að lífsstefna sú,
frjálsræði og samtakamáttur,
sem hann innrætti mönnum,
gæti hafa mótað þræðina í
hrærivélinni eða vélina í bíln
um? Jú, hugsið þið bara? Og
svarið verður jákvætt. Án
frjálsrar hugsunar værum við
enn í svartnætti lífsþæginda
leysis og vesaldómi þröngra,
óhollra og óhreinna húsa-
kynna, umsetin hjátrú og
kyrrstöðu.
Og án þeirrar lifsskoðunar,
sem byggir upp félagslíf á
samtökum og einingu, væri
við allt sem er satt, rétt, hei-
lagt og hreint, hinn háleiti,
djarfmannlegi og frjálsi hugs
unarháttur, sem ævinlega fæð
ir af sér sigursælt líf.
Aðeins þannig feðraðir and
lega, í tilbeiðslu hins eina og
sama föður, geta menhirnir
verið sannir og falslausir
bræður. Annars er hitt inn-
antómt orðagjálfur.
En í „samfélaginu við
drottinn,“ í þessu hreina
andrúmslofti, hita göfgandi
trúar og brennandi áhuga,
verða menn „karlmannleg-
ir og styrkir." Þar sam-
einast hin volduga auð-
mýkt og hógværð, ofurhug
ur, viljaþrek og trúartraust
Vaxtartakmarkið er guðs-
mynd siðgæðiskenninga
Krists og kærleikur hans
sá guðsblær, sem gerir allt
félagslíf manna hlýtt og
bjart og frjálsmannlegt.
Slíkir menn flytja fagn-
aðarboðskap, en ekki ofsa-
fenginn áróður til þess að
spana einn upp gegn öðr-
um, eða ævafornar sértrú-
ar bábiljur, sem verða
mönnum eins konar deyfi-
lyf og fjötur' um fót til
andlegs þroska og víð-
sýni. í hinu falslausa
bræðralagi, í „samféiaginu
við drottinn,“ verður allt
„i kærleika gert.“ Þar er
sannleikurinn ástundaður í
kærleika, i stað þess, að
menn ástunda oft sam-
bland af lygi og sannleika
í mannhatri, en skreyta
sig samt háleitum játn-
ingum. — í göfgandi sam-
félagi . verða menn samein
ingarmenn og þj óðhollir
menn. (Eining).
Gerist áskrifendur að
JjCmanum
Áskriftarsíml 2323
aði frumskógur í kringum
Amazonfljótið, orðið fyrir val
inu, sem staður, þar sem slikt
ríki viðhéldist. En þar munu
vera nokkrir smáir þjóðflokk
ar, sem menn hafa vitneskju
um, og þvi tilvalið að ætla, að
þar finnist jafn sjaldgæft fyr
irbrigði og konuríki. Þessar
sagnir hljóða flestar upp á
það sama. Þar eiga konurnar
að sækja til vígaferla og
stunda veiðar, en maðurinn
að sjóða grautinn og vera kon
unní undirgefinn í hvivetna.
Sem dæmi upp á röggsama
stjórn í konuríki einu, á eyju
í Suðurhöfum, er þessi saga
og mun hún vera sönn: „Eitt
sinn sem oftar lögðust konur
i hernað og komu heim með
töluvert af föngum, sem allt
voru konur. Voru kvenfang-
ar þessir látnir vinna ö’l ó-
æðri verk, ásamt þeim karl-
mönnum, sem konuríkið hafði
á að skipa. Fór svo að lokum
að kailmenirnir tóku að girn
ast kvenfangana og uröu úr
þvi slík vandræði, að stjórn-
endur konuríkisins létu drepa
alla kvenfangana og suma
karlmennina, þá sem talið var
að hefðu brotið mest af sér“.
Þetta var að vísu frumstætt
þjóðfélag og á lágu menning-
arstigi, ’en sagan sýnir samt,
að konur geta verið harðar í
horn að taka, ef þeirn fmnst
brotið á móti sér.
í öllum menningariöndum
heimsins á konuríkið. að lik-
indum, langt í land, og það
mun vera næstum því eins
langur vegur til hins marg um
talaða og marglofaða jafn-
réttis.
Og það er konunni sjálfri
að kenna.
Giftingin er konunni fjötur.
Þegar karlmaðurinn giftir
sig, fer hann fyrst að líta á
sig, sem ábyrgan þegn i þjóð
félaginu, og það líður sjaldan
langur tími, þar til hann í'er
að verða dreissugur við konu
sína, og nái hann ekki tak-
markalausu hrifningarvaldi
yfir henni, innan tíðar, fer
hann að gera ýmiskonar hjá-
kátlegar tilraunir, til að sýna
henni hverskonar ofurmenni
hún hafi gefið hönd sína. Allt
verkar þetta á meðalgreinda
konu, eins og lakur skrípa-
leikur, sem hún vill gjarna
losna við, en getur það sjald
an, enda venjulegast orðin
börnum bundin og öllu því
amstri, er því fylgir. Á hinu
leytinu er metnaður margra
giftra kvenna fólginn i því
að fylgja manni sínum að
málum, bæði pólitískum og al
mennum, virðist þá, sem unn
in sé fyrir gíg öll tilraun til
kvenfrelsis, enda enn við líði
hin gamla og góða kenning,
að maður og kona séu eitt.
Munvþað eiga að vera tákn-
rænt um gagnkvæma aðstoð
í lífsbaráttunni, en ekki að
konan skuli lúta manni sínum
í einu og öllu og vera honum
skilyrðislaust undirgefin.
Sést þar meðal annars, að
maðurinn hefir lagt undir sig
kristinn dóm, misskilið hann
og gert misskilningin að reglu
sinni.
Karlmannsígildi.
Ekki er það meining min
að óvirða svo mjög manninn
með skrifi mínu um þessi mál,
enda má virða honum til vork
unnar, að konur hafa aldrei
gert neina tilraun til uppreisn
ar, að likindum mest fyrir
það, að aldrei er að vita, hvar
bezt muni vera að hasla slíkri
uppreisn baráttustað. Þar sem
þær ráða í rauninni mestu,
er svo illt til aðsóknar á báða
bóga, og liggur svo mikið við
að allt fari vel fram, að eng-
in von er til vopnaburðar milli
kynja í menningarlöndum vor
um á næstunni.
Sumar konur eru karl-
mannsígildi að öllum burðum
og lítt kvenlegar í tiltektum.
Ganga þær þá stundum klædd
ar sem karlmenn, vegna verka
sinna. Þær konur hafa oft
verið nefndar sem tákn kven-
frelsis, því til hnjóðs, og ekki
er að tala um, hafi þessar
sömu konur örlítinn skegg-
hýjung á efri vör, eða ull á
höku. Hins vegar vill gleym-
ast, að þessar konur eru í
flestu hinar mestu kempur og
öllum þeim málefnum til
sóma, sem við þær eru kennd.
Má í þvi efni minnast sagna
af Þuríði formanni og Látra-
Björgu, en þær unnu óbeint
að kvenréttindum allt sitt líf,
með þvi að sýna að í þeim
bjó sterkari töggur en í flest
um manninum.
Friðilstak.
Lagabókstafur er í sjálfu
sér góður, en útilokunar-að-
ferðin reynist honum oft giftu
drýgri, sem og hefir sýnt sig,
varðandi kvenréttindabarátt-
una á undangengnum tímum.
Og konum hefir ekkert miðað
áfram upp á síðkastið, enda
ef til vill baráttunni lokið og
allt í bezta gengi. Máske er
næsta skrefið, að giftar konur
segi mönnum sínum strið á
hendur, af því þeir hafi brot
ið á þeim lagabókstafinn um
jafnréttið (þrítugasta og átt-
unda breiddarbauginn
þeirra).
í allflestum tilfellum hag
ar þvi svo til, að hjón hafa
sömu skoðanir á ýmsu þvi, er
ber á góma, þannig, að eigin
maðurinn setur fram sína
meiningu um málið og konan
samþykkir, sé hún spurð. Oft
ast nær er látið svo, sem hana
varði ekki um neitt, nema mat
argerð og þjónustubrögð.
Meðan konan unir við þann
ig lagaða háttvisi af bónda
sínum er engin von til, að
kvenfrelsi nái fram að ganga,
Ógiftar konur eru að nafninu;
til frjálsar manneskjur, en
uppskrúfuð háttvísi þeirra
gagnvart andstæðu kyni, ger
ir þær að þeim óhugnanlegu
mannverum, sem láta sigrast.
Og á meðan kvenfólk nútím-
ans er haldið því gamla og
leiða rómantíska fyrirbrigði;
(sem hvergi á heima nema í
skáldsögum af lélegu tagi) að
láta sigrast, er ekki um nein
kvenréttindi að tala. Aftur á
móti býst ég við að gegndi
öðru máli, ef þær mönnuðu
sig upp í að taka karlmenn
friðilstaki, almennt.
Ýmsar merkar kvenréttinda
konur hafa haldið því fram,
að mikið væri fengið með al-
mennri menntun kvenna, þar
í talin sérmenntun á ýmsum
sviðum, og þetta er rétt að
mörgu leyti. En menntun er
ekki allt, og þarna liggja
miklu stærri hlutir til grund-
vallar, svo stórir, að þeir
verða ekki til lykta leiddir á
næstu mannsöldrum.
Don Quixote.