Tíminn - 26.08.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.08.1951, Blaðsíða 4
4. tt TÍMINN. sunnudaginn 26. ágúst 1951. 192. biað. Hér í blaðinu í gær var gerð nokkur grein fyrir því, að það myndi draga úr einræðis- hættu þeirri, er fylgir núv. samruna löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins, að fela þjóðkjörnum forseta að fara með framkvæmdavaldið. Hér á eftir verður leitast við að lýsa öðrum yfirburðum þess- arar tiihögunar en þá má teija: Öruggari framkvæmda- stjórn, bætt löggjafarstarf, fullkomnara lýðræði og heil- brigðari flokkaskipun. í kjöl- far slíkrar stjórnskipunar- breytingar myndi svo fara umrót í stjórnmálum, er vel gæti leitt til nauðsynlegrar vakningar. Verður hér á eftir reynt að gera grein fyrir hverju þessu atriði um sig. Öruggari framkvæmda- stjórn. Einn kostur þeirrar tilhög- unar að fela forsetanum fram kvæmdavaldið er sá, að fram- kvæmdavaldið verður þá miklu öruggara. Með því er tryggt, að það helzt í höndum sama aðila í a. m. k. fjögur ár, ef kjörtímabil forseta verður það sama og nú er. Forseti, sem veit, að hann hefir á- kveðið starfstímabil fyrir höndum, getur tekið miklu á- kveðnari og fastari tökum á viðfangsefnunum en stjórn, sem er í óvissu um líf sitt, en svo vill oft verða um þing- stjórnir. Þetta á undantekn- ingarlítið við um allar sam- bræðslustjórnir, en slíkar stjórnir hafa íslendingar nú búið við um meira en tuttugu ára skeið. Þetta getur og átt við um hreinar flokksstjórnir, er styðjast við veikan meiri- hluta, sbr. brezku verka- mannastjórnina nú. Stjórnir, sem búa við stöðuga óvissu um líf sitt, eru ekki líklegar til að taka fast á málum og hugsa iðulega ekki um annað en að búa í haginn fyrir flokk sinn og gæðinga sína. Af þessu skapast sukk og óreiða, en hitt er látið vera að hreinsa nokkuð til. Stjórnarfar íslend ínga seinasta áratuginn er svo glöggt dæmi um þetta, að óþarft ætti að vera að lýsa þessu frekara. Til þess að framkvæmda- stjórnin geti farið sæmilega úr hendi, þarf hún að byggjast á öruggum grundvelli. Þennan grundvöll vantar alveg, ef handhafi framkvæmdavalds ins er jafnan í óvissu um, hver starfstími hans verður. Þess vegna er það mikilvægt at- riði til þess að tryggja örugga og trausta framkvæmda- stjórn, að handhafa hennar sé tryggður ákveðinn starfs- tími. Það verður vart gert betur með öðrum hætti en að fela forsetanum fram- kvæmdavaldið. Það er og trygging fyrir bættri framkvæmdastjórn, að sambandið miili þings og stjórnarinnar er slitið og þeir, sem fara með fram- kvæmdastjórnina, þurfa því ekki að hafa neinar tafir af þingstörfunum. Fyrir ráð- herrana er nú lítt mögulegt að sinna nokkrum stjórnar- störfum, svo að mynd sé á, á méðan þing situr. Þingset- an tekur svo mikið af tíma þeirra. Ráðherrastörfin yrðu stórum betur af hendi leyst, ef þingstörf væru ekki látin fylgja þeim. Bætt löggjafarstarf. Það er og engin vafi á því, að það myndi hafa góð áhrif á störf Alþingis, ef f-ram- Hugleiðingar um stjórnarskrármálið II.: £3 I B'j Hvað vinnst við það að fela for setanum f ramkvæmdavaldið ? kvæmdavaldið yrði aðskilið frá löggjafarvaldinu. Ekki lítill hluti af tíma þingsins nú fer í stjórnarkreppur, en þær myndu það alveg losna við, ef tekin yrði upp umræcVl tilhögun. Á sama hátt myndi það losna við margar aðrir tafir og tímaeyðslu, er fylgja núv. tengslum þess við fram kvæmdavaldið. Þingið myndi eftir umrædda breytingu geta snúið sér einhliða að löggjafarstarfinu og hefði þá stórum betri tíma og aðstöðu til að rækja það. Það yrði þá mikíu sjálfstæðara og óháð- ara, þar sem það hefði ekki lengur húsbóndavald stjórn- arinnar yfir höfði sér. Efa- laust myndi það þá betur gæta réttar síns sem hand- hafi fjárveitingavaldsins og myndi það hafa holl áhrif á fjármálastjórnina. Þess mætti og vænta, að það veitti framk;væmdastjórn- inni stórum meira aðhald en nú á sér stað. Það mætti þannig í fám orðum sagt vænta miklu betra löggjafarstarfs og annarra vinnubragða hjá Alþingi, ef umræddur að- skirnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds næði fram að ganga. Ýmsir virðast standa í þeirri trú, að það myndi draga úr valdi þingsins, ef umrædd til- högun yrði tekin upp. Slíkt er mesti misskilningur. Þingið hefði eftir sem áður mesta og örlagaríkasta þjóðfélagsvald- ið, löggjafarvaldið. Munurinn yrði hins vegar sá, að eftir þessa breytingu hefði það þetta vald í raun og veru, en ekki að formi til, eins og raunverulega á sér stað nú, þar sem það hefir í fram- kvæmd afhent ríkisstjórnun- um löggjafarvaldið. Þessi breyting myndi því raunveru- lega auka vald þingsíns og hefja það aftur til álits og i virðingar úr þeirri eðlilegu nið urlægingu, sem það hefur komist í við þaö að vera auð- sveipur húskarl ríkisstjórn- anna, hafandi mikið vald að ‘nafni til, en ekki í fram- 1 kvæmd. Fullkomnara lýðræði. Sú tilhögun, að aðskilja framkvæmdavald og lög- gjafarvald, tryggir það á ýms- an hátt mun betur en þing- stjórnarskipulagið,- að vilji kjósenda geti notið sín. Kjós- endur ráða þá miklu meira um það, hver fer með fram- kvæmdavaldið, en þeir geta gert nú. Kjósendur hafa litla vitneskju um það nú, hvernig næsta stjórnin verður mynd- uð eða hverjir fara með hana, er þeir ganga að kjörborðinu. Þá, sem kusu kommúnista haustið 1942, mun ekki hafa órað fyrir þvi, að með því væru þeir að gera Ólaf Thors að forsætisráðherra. Á sama hátt munu þeir, sem þá kusu Sjálfstæðisflokkinn, ekki hafa gert sér ljóst, að með því voru þeir að gera Brynjólf Bjarna- son að æðsta stjórnanda menntamálanna. Þá munu þeir kjósendur, er kusu Fram- sóknarflokkinn og Sjálfstæð- Ávintiinjíiirinii yrði öruggari framkvæmda Ktjórn. ba>tt löggjafarstarf, fullkomnara lýðræði o« hrilbrigðari flokkaskipun isflokkinn sumarið 1946, ekki hafa séð fyrir, að með því voru þeir að gera Stefán Jó- hann Stefánsson að forsætis- ráðherra. Svona mætti lengi telja. Með því stjórnarkerfi, sem við höfum nú, er oftast ómögulegt fyrir kjósendur að átta sig á því, hvaða menn þeir eru raunverulega að styðja til æðstu valda, er þeir afhenda atkvæði sín við kjör- borðin. Þetta verður hins vegar allt annað, þegar þjóðkjörinn for- seti fer með framkvæmdavald ið. Þá er kosið sérstaklega um handhafa framkvæmdavalds- ins eða forsetann. Af starfs- ferli og framkomu forseta- efnanna geta kjósendur þá all vel ráðið, hvernig stjórnar- framkvæmdum verður háttað eftir því, hver hnossið hlýtur. Kjósendur vita þá miklu bet- ur, hvað þeir eru að gera með atkvæði sínu. Þeir vita þá, hvaða mann þeir eru að styðja Jtil æðstu valda, er þeir af- henda atkvæði sitt, en um það hafa þeir litla eða enga vitn- eskju nú. Þess vegna tryggir á móti hafir niðurstaðan orð- ið sú, eins og t. d. í Bretlandi og Bandaríkjunum, að raun- verulegu völdin hafa lent í höndum hinna óháðu kjós- enda, er staðið hafa á milli og kosið á víxl. Þeir hafa ver- ið úrslitalóðið á vogarskál- inni oð aðalflokkarnir hafa því mjög hagað stefnu sinni og störfum með tilliti til þeirra. Hinir aðgætnari og hóf samari menn í flokkunum hafa því oftast fengið þar mestu ráðið og markað leið- ina. Þannig hefir öfgunum verið haldið niðri og nauðsyn- legt jafnvægi verið tryggt. Hættan á því, að þjóðin skiptist að lokum í tvær öfga- fylkingar er einmitt mest í sambandi við smáflokkakerf- ið. Þegar kjósendurnir eru orðnir nógu langþreyttir á glundroðanum og upplausn- inni, er fylgir hinum mörgu flokkum, kasta þeir sér í faðm öfgaflokkanna, sem lengst eru til hægri og vinstri og ákveðnast lofa sterkri stjórn til að binda enda á glundroöann. Slíka hættu er- sú skipan, að aðskilja þing og lum við óðum að nálgast og stjórn með því að fela þjóS- )hún get«r vissuiega. or-Sið hinu kjörnum forseta framkvæmda un&a lýðveldi að fjörtjóni, ef valdið, miklu fullkomnara lýð ekki verður séð við þvi í tíma ræði en þjóðin býr við nú og °S teknir upp nýir og betri eykur stórlega áhrif og vald stjórnarhættir, kjósendanna frá því, sem nú er. — Heppilegri flokkaskipun. Síðast, en ekki sízt, er svo að nefna þann kost þessa fyr- irkomulags, að það stuðlar að heppilegri flokkaskipun. Við forsetakjörið munu kjósendur fyrst og fremst skiptast um þau tvö forsetaefni, er hafa mestu sigurmöguleika. Þessi skipan stuðlar þannjg að því, að smáflokkarnir, sem mest- um glundroða og losi valda, hverfa úr leik. í stað hinna mörgu smáflokka og þess glundroða, sem þeim fylgir, myndast þá aðallega tvær meginfylkingar, annars vegar íhaldssamir menn, en hins vegar framsæknir menn og róttækir. Slík flokkaskipun myndi þó ekki fyllilega kom- ast á, nema kosningunum til þingsins yrði háttað á þann veg, að þær stuðluðu að svip- aðri flokkaskipun og forseta- kjörið. Með því myndi líka komið í veg fyrir, að óeðlilegir árekstrar yrðu milli löggjaf- arvaldsins og framkvæmda- valdsins, því að þingmeirihlut inn tilheyrði þá Iangoftast sama flokki og forsetinn. Sennilega yrði þetta bezt tryggt með því að þingmenn yrðu kosnir í einmenningskjör dæmum. Ýmsir munu gerast til að halda því fram, að með því að stuðla að umræddri flokka- skiptingu, myndu bráðlega skapast tvær öfgafylkingar, er myndu láta kenna aflsmun ar og einræði héldi þá inn- reið. Slik hefir þó ekki orðið reyhslan annars staðar. Þvert Þjóð á vegamótum, íslenzka þjóðin er nú stödd á vegamótum. Að baki er hátt. meira en hundrað ára frelsis- barátta, er hefir beinst að því að endurheimta stjórnarfars- legt sjálfstæði. Framundan er önnur frelsisbarátta, sem felst í því að gæta hins ný- fengna sjálfstæðis. Þjóðin virðist hins vegar tæpast gera sér það ljóst, að hún eigi slíka baráttu fyrir höndum. Af völd um seinustu heimsstyrjaldar barst hér óvæntur og mikiil gróði á land og síðan hefir þjóðinni hlotnast mikið er- lent gjafafé. Hér hefir þvi um skeið verið mikil velmegun og umfram það, er þjóðin hefir raunverulega getað veitt sér. Þjóðin er því að gerast hóglíf og værugjörn og einstakling- arnir kröfuharðir til annarra en sjálfra sín. í stjórnmálalíf- inu hefir um alllangt skeið ríkt meiri og minni glundroði, er ekki verður losnað við að óbreyttu stjórnarkerfi. í kjöl- far hans hefir fylgt margvís- leg spilling og óáran. Það verður því vissulega ekki sagt, að glæsilega horfi um þá sjálfstæðisbaráttu, sem þjóðin á fyrir höndum. Þjóð. sem þanníg er ástatt um, get- ur orðið auðunnið vígi fyrir á- róðursmenn erlendra ríkja, er ekki munu verða naumir á loforð um gull og græna skóga, ef þeim sé fylgi veitt. Hér þarf því að gerast mikil breyting á stjórnarháttum, lífsvenjum og skoðunum, ef ekki á illa að fara. Endurbæt- ur á stjórnskipulaginu er að sönnu ekki einfær leið til bóta, en þær eru einn áfang- inn og þó einkum, ef þær verða nógu gagngerðar til þess að valda verulegu umróti og umskiptum. Þá mun margt það falla, sem er fúið og feysk ið og nýjar traustari stoðir koma í staðinn. Breyting, eins og sú, að aðskilja fram- kvæmdavald og löggjafarvald með því að fela forsetanum framkvæmdavaldið, er ein- mitt líkleg til að koma slíku umróti af stað og verða þjóð- inni til vakningar á margan Þ. Þ. Dilkakföt Alikálfakjöt Tryppakjöt Lundi Lax Ostar Smjör Smjörlíki Kókossmjör Kökufeiti HERÐUBREIÐ Sími 2678 umutntPmmmRr.nn!!ns!:í?>tt:nn;?:mn:nn:nmtnnnm«maMi’i.cur Ég þakka innilega börnum mínum, vinum og frænd- fólki, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu, 11. ágúst s.l„ með heimsóknum og heillaskeytum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Bið ykkur allrar blessunar á ókomnum æfiárum. Guð blessi ykkur öll. Kristfn Friðriksdóttir. OERIST ASKRII EADER AÐ HMANUM. - ASKRITTASÍMI 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.